Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. M ARZ1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Tálsnara Sumir atburðir, þótt þeir virðist ekki ýkja merkiiegir í fyrstu, hafa mikil áhrif þegar tlmar líða. Hugsum okkur til dæmis að lítil einkaverslun fengist opnuð í Moskvu vegna ákvörðunar embætt- ismanns eða aðstoðarinnanríkisráð- herra Bandaríkjanna skipaði nokkr- um smábændum í Minnesóta að hefja samyrkjubúskap. Slfkar stjómvaldsákvarðanir, þótt smáar á pappímum, myndu vafalaust snerta dýpri strengi í þjóðarsál Rússa og Bandaríkjamanna en stærri ákvarð- anir því hér væri sveigt frá þeim meginstefnumiðum og grundvallar- hugsjónum er ríkin byggja tilveru sína á. Til allrar hamingju hafa smáþjóðir líka sína þjóðarsál ofna úr mörgum þráðum pólitískum, þjóðemislegum, fagurfræðilegum, siðferðilegum og trúarlegum. Ef lagavopni er beitt á einhvem þess- ara þráða streymir sársauki um alla sálina. í augum auglýsinga- tryllts heims er máski sekúndubrot þar sem vígður prestur sést þjóna fermingarbömum rétt áður en myndir af gimilegum hljómtækjum og bókum berast á skjáinn — ekki svo merk nýjung. 0 þó? Einn strengur Eins og áður sagði er einn streng- ur þjóðarsálarinnar trúarlegur. Sið- ferðisgmndvöllur sá er við byggjum líf okkar á á rætur í trúarskoðunum okkar og trúaijátningu. Þess vegna viljum við geta treyst því að þeir er fara formlega með hið trúarlega vald sýni siðferðisstyrk. Annars brestur eitthvað í þjóðarsálinni. Það er í sjálfu sér ekkert ljótt við að auglýsa í sjónvarpinu hljómtæki eða vandaðar bækur. En ef vígður prestur kemur fram f slíkri auglýs- ing^u hefír hún öðlast gersamlega nýtt inntak. Hagnaðarvonin er fylg- ir auglýsingunni er þar með að hluta bundin prestinum. Hann er ekki lengur fær um að treysta þann trú- arlega og siðferðilega streng sem honum er trúað fyrir fremur en embættismaðurinn í Moskvu treyst- ir hina pólitísku líflínu með opnun einkaverslunarinnar eða aðstoðar- utanríkisráðherrann bandaríski líf- línu hins bandaríska stjómkerfís með tilskipuninni um samyrkjubúið. Ef Rússinn hefði hins vegar búið í Bandaríkjunum hefði ákvörðun hans ekki snert hið minnsta hina bandarísku þjóðarsál og ef aðstoð- arinnanríkisráðherrann hefði búið í Moskvu hefði tilskipun til nokkurra smábænda ekki skipt nokm máli nú og ef presturinn byggi ekki í krístnu samfélagi heldur væri hann leiðtogi sértrúarsafnaðar í Kali- fomíu, til dæmis Moonista þar sem höfuðáherslan er á að efla verald- legt gengi leiðtogans, hefði leikur í sjónvarpsauglýsingu ekki snert viðkvæman streng í þjóðarsál. StaÖreyndir málsins Vígðir menn hafa Iýst því yfír að leikur prestsins í sjónvarpsaug- lýsingunni sé aðeins ... viðurkenn- ing á staðreyndum. Er hér átt við að kirkjan sé orðin eins konar sölu- stofnun líkt og sölustofnun lag- metis? í þessu sambandi minnist ég þess er ég fór eitt sinn í Markúsar- kirlg'una í Feneyjum. í anddyrinu var mikið af glingri til sölu, að því er virtist á vegum kalþólsku kirlg'unnar. Ég veit ekki hvort það var viðurkenning á staðreyndum að færa söluborðin alveg upp að altari þeirrar fögm kirkju. Einhvem tímann var nú talað um að velta um slíkum borðum i helgidómnum. Ólafur M. Jóhannesson Eltingarleikur við smyglara ■■■■ Eltingaleikur 1 ^7 00 v>ö smyglarana 1 I — heitir 4. þáttur framhaldsleikrits Ármanns Kr. Einarssonar um Áma í Hraunkoti, sm verður á dagskrá rásar 1 í dag. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son. I síðasta þætti sagði frá leit að enskum ferða- langi sem hafði týnst í óbyggðum. Þegar Ámi flaug í þyrlu sinni ásamt Rúnu yfír leitarsvæðið í átt til sjávar, komu þau auga Hjalti Rögnvaldsson leik- ur Árna í Hraunkoti. a lítinn trillubát skammt frá landi. Við nánari at- hugun kom í ljós, að þarna vom Svarti-Pétur og félagi hans Júlli súkkulaðikarl á ferð í grunsamlegum er- indagerðum. Leikendur í 4. þætti em: Hjalti Rögnvaldsson, Anna Kristín Amgrímsdóttir, Ævar Kvaran, Valdemar Helgason, Jón Sigurbjöms- son, Rúrik Haraldsson og Gísli Alfreðsson. Undir sama þaki ■■■■ Glettur Flosa Ol 20 Ólafssonar falla “ 1 niður, þar sem ekki reyndist unnt að ljúka gerð þáttarins vegna vinnudeilu tæknimanna við Ríkisútvarpið. I staðinn Engin rás 2 í kvöld Utvarp fellur niður á rás tvö í kvöld vegna vinnu- deilu tæknimanna og ríkis- útvarpsins. Þá falla niður allar útsendingar sjón- varpsins á morgun, sunnu- dag, af sömu ástæðu. kemur annar þáttur fram- haldsmyndaflokksins „Undir sama þaki“, Dag- draumar. Myndaflokkur þessi var áður sýndur í sjónvarpinu síðla árs 1977 við miklar vinsældir og hefur oft verið óskað eftir endursýningu. Þættimir em sex talsins og gerast í sex íbúða sambýlishúsi og víðar. Höfundur em Bjöm Bjömsson, Egill Eðvarðs- son og Hrafn Gunnlaugs- son sem einnig er leikstjóri. I helstu hlutverkum em Steindór Hjörleifsson, Bríet Héðinsdóttir, Þómnn Sveinsdóttir, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir „Undir sama þaki“. Amfínnsson, Guðrún Gísladóttir, Þórhallur Sig- urðsson, Björg Jónsdóttir og Amar Jónsson. iffiyri? il'oavBrcsann;* ... ym Daddi, 13 ára. Dagbókin hans Dadda 21 ■i í kvöld hefst í 45 sjónvarpinu nýr myndaflokkur í sjö þáttum. Hann heitir í íslenskri þýðingu „Dag- bókin hans Dadda" (The secret diary of Adrian Mole aged 138 ) og er gerður eftir samnefndri metsölu- bók eftir Sue Townsend. Leikstjóri er Peter Sasdy en í aðalhlutverkum em Gian Sammarco, Julie Walters, Stephen Moore og Beryl Reid. Daddi er á fjórtánda ár- inu og skrifar dagbók. Hann lýsir heimilislífinu, þar sem gengur á ýmsu, skólanum, framtíðar- draumum sínum og fyrstu ástinni. Bókin, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, hefur hvarvetna hlotið ágæta dóma og þykir mynda- flokkurinn gera efninu góð skil. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. UTVARP LAUGARDAGUR 22. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 (slenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Heimshorn Umsjón: Ólafur Angantýs- son og Þorgeir Ólafsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Vesalingarnir". Stefán Baldursson kynnir nýjan söngleik eftir Frakk- ana Alain Boublil og Carl Michael Schönberg, byggö- an á sögu Victors Hugo. Flytjendur eru leikarar og söngvarar Konunglega Shakespeare-leikhússins i Lundúnum. 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Ludwig van Beet- hoven. a. Sinfónia nr. 1 i C-dúr op. 21. Filharmoniusveitin i Vin- arborg leikur; Leonard Bern- stein stjórnar. b. Fantasia i C-dúr op. 80 fyrir pianó, kór og hljóm- sveit. Daniel Barnenboim leikur á píanó, John Alldis- kórinn syngur og Nýja Fíl- harmoníusveitin í Lundún- um leikur: Otto Klemperer stjómar. 15.50 islenskt mál. Jón Aöal- steinn Jónsson flytur þátt- inn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón. Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Árni í Hraun- koti'' eftirÁrmann Kr. Einarsson. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Sögumaöur: Gísli Alfreös- son. Fjórði þáttur: „Eltingarleikur viösmyglara." Leikendur: Hjalti Röngvalds- son, Anna Kristin Arngríms- dóttir, Ævar R. Kvaran, Val- demar Helgason, Jón Sigur- bjjörnsson og Rúrik Har- aldsson. (Áöurflutt 1976.) 17.30 Tónlist eftir Jórunni viöar. a. „Þjóölífsþaettir," svita í fimm þáttum fyrir fiölu og píannó. Laufey Sigurðar- dóttirog höfundur leika. b. „Hugleiðing um fimm gamlar stemmur." Lára Rafnsdóttirleikurá pianó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Gulur páfagaukur". Smásaga eftir Jónas Guö- mundsson. Baldvin Hall- dórsson les. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: HögniJónsson. 20.30 Kvöld á Siglufiröi. Umsjón: Jónas Jónasson. (Frá Ákureyri.) 21.20 Visnakvöld. Gísli Helga- son sérum þáttinn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. SJÓNVARP 17.30 Enska knattspyrnan og íþróttir. Umsjónarmaöur Bjami Felixson. 19.25 Búrabyggö (Fraggle Rock). Tiundi þáttur. Brúöu- myndaflokkur eftir Jim Hen- son. Þýðandi Guöni Kol- beinsson. 19.50 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 íslandsmeistarakeppn- in í frjálsum dansi. Sjón- varpsupptaka frá úrslita- kvöldinu í Tónabæ föstu- daginn 14. mars. Tólf hópar og tólf einstaklingar keppa. Stjórn upptöku Gunnlaugur Jónasson. 21.20 Glettur Flosa Ólafsson- ar. Upphafsmaður sjón- varpsskaups og höfundur Vikuskammta slettir úr klaufunum. Stjórn upptöku Björn Emilsson. LAUGARDAGUR 22. mars 21.45 Dagbókin hans Dadda. (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 3/<). Nýr flokk- ur — fyrsti þáttur. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum, gerður eftir samnefndri metsölubók Sue Towns- end. Leikstjóri Peter Sasdy. Aöalhlutverk Gian Samm- arco, Julie Walters, Stephen Moore og Beryl Reid. Daddi er á fjórtánda árinu og skrif- ar dagbók. Hann lýsir heim- ilislífinu, þar sem gengur á ýmsu, skólanum, framtíöar- draumum sínum og fyrstu ástinni. Bókin, sem komiö hefur út i íslenskri þýöingu, hefur hvarvetna hlotiö ágæta dóma og þykir myndaflokkurinn gera efn- inu góö skil. Þýöandi Krist- mann Eiösson. 22.15 Jesús frá Nasaret. Bresk/ítölsk sjónvarpsmynd í fjórum hlutum. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Tónlist: Maurice Jarre. Leikendur: Robert Powell, Anne Ban- croft, Ernest Borgnine, Val- entina Cortese, James Far- entino, James Earl Jones, Stacy Keach, Tony Lo Bianco, James Mason, lan McShane, Laurence Olivier, Donald Pleasence, Ralph Richardson, Christopher Plummer, Anthony Quinn, Fernando Rey, Rod Steiger, Peter Ustinov, Michael York og Olivia Hussey. Myndin er um fæöingu Jesú, líf hans, dauöa og upprisu. Hún er tekin áriö 1977 í Noröur-Afríku. Annar hluti veröur á dagskrá miöviku- daginn 26. mars, þriöji föstudaginn langa og sá síðastl á páskadag. Þýöandi Veturliöi Guönason. 00.00 Dagskrárlok. 22.15 Veöurfregnir.Tónleikar. 22.30 Bréf frá Danmörku. Dóra Stefánsdóttir segir frá. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 22. mars 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Siguröur Blön- dal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagur til lukku Sjórnandi Svavar Gests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringboröiö Erna Arnardóttir stjórnar umræöuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Linur Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 21.00 Milli stríöa Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum 1920-1940. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk i umsjá Siguröar Sverrisson ar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt meö Jóni Axel Ólafssyni 03.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.