Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 61 Feginn vildi ég geta það eftirLeif Þórarinsson Ég þakka skrif hr. Gísla Al- freðssonar þjóðleikhússtjóra i Morgunblaðinu sl. fimmtudag, sem voru bæði fróðleg og skemmtileg. Leifs rolla Þórarins- sonar var fyrirsögnin, en þessum pistli hr. Gísla er ætlað að vera einskonar svar við Leikhúss- raunarollu minni, greinarkorni sem kom í blaðinu sl. þriðjudag, ekki laugardag, einsog hr. Gísii segir í byrjun pistilsins. Hr. Gísli segir þá í stuttum inn- gangi: „Það er sorgleg saga að mörg undanfarin ár hefur Leifur þessi farið hamförum á síðum dagblaðanna og ekki hikað við að brúka ósannindi og róg sem vopn í þeirri baráttu sem hann þykist vera að heyja.“ Ég minnist þess að vísu ekki að hafa áður verið vændur um ósann- indi, hvað þá róg, í skrifum mínum, sem mest hafa fjallað um tónlist. En því get ég auðvitað ekki neitað, að oft er ég ákveðnari en svo í orðalagi, að öllum líki. Sérstaklega þegar um svokölluð Jákvæð hrifn- ingarskrif" hefur verið að ræða. „Neikvæðu skrifin" virðast mér menn frekar hafa getað leitt hjá sér. Er það vel, því þó hr. Gísli trúi því kannski ekki, hefur mig aldrei langað að koma ódrengilega fram í þessari viðleitni minni og tel mig aldrei hafa gert það vísvitandi. Nú, en sitt sýnist hverjum og ekkert við því að segja. En fyrst hr. Gísli vænir mig um róg og lygi, hversvegna í ósköpunum segir hann þá ekki sjálfur sannleikann um viðskipti Alþýðuleikshússins og Þjóðleikhússins? Var fundur hans og Alþýðuleik- kvennanna þriggja eitthvað „öðru- vísi“ en ég lýsi honum í „raunaroll- unni“? Svona í aðalatriðum? Hvern- ig Iagði hr. Gísli málið fyrir starfs- mannafund í Þjóðleikhúsinu? Var það gert af fullkomnum heiðarleik? Voru engar rangtúlkanir þar á ferðinni? Síðast en ekki síst, stang- ast fullyrðingar hr. Gísla um að Þjóðleikhússráð hafi staðið einhuga að baki hans við að synja Alþýðu- leikhúsinu um aðgang að Leik- húskjallaranum algjörlega á við persónuleg svör þriggja Þjóðleik- húsráðsmanna til okkar „úti í kuld- anum“. Hvort þetta fólk vill enn standa við orð sín ætla ég ekki að leiða að neinar getur. Það verður auðvitað að gera þetta mál allt upp við eigin samvisku og hjálparlaust. Hr. Gísli líka. En hafí þetta brölt okkar í AL komið því til leiðar, að nú sé loks kominn skriður á undirbúning leik- sýningar á litla-sviðinu í Jóns Þor- steinssonar-húsinu ber sannarlega að fagna því. Einnig má vel vera að Þjóðleikhúskjallarinn eigi eftir að bjarga fjárhag Þjóðleikhússins, sé þar að heíjast „veitingarekstur að fullu“, einsog hr. Gísli segir reyndar að hafí gerst strax um síð- ustu áramót. Er þetta satt? Hvað sem því líður óska ég Þjóðleikhúsinu svo sannarlega góðs Ijárhagslegs gengis, þó það listræna hefði kannski mátt sitja í fyrirrúmi. Hvað varðar fullyrðingar Hr. Gísla um góðvilja sinn og annarra Leifur Þórarinsson starfsmanna Þjóðleikhússins í garð AL, t.d. varðandi „lán“ á leikurum og leikstjórum, svo og búningum og leikmunum, vil ég benda honum á að þar hefur aðeins verið reynt að framfylgja lögbundnum skyldum ÞH við leiklistarstarfsemi í landinu, sbr. 1 15. og 17. greinar laga um þjóðleikhús frá 1978. Einnig og ekki síður, mætti benda hr. þjóðleik- hússtjóra, Gísla Alfreðssyni á að líta í Reglugerð fyrir þjóðleikhús frá 1982, serílagi 22. og 23. grein. Að lokum langar mig rétt að fjasa útaf „lyginni", sem hr. Gísli vænir mig um varðandi réttinn á Tom og Viv, verkefni sem Alþýðuleikhúsið hefur sýnt á Kjarvalsstöðum að undanfömu. Ég segi í „Leikhúss- raunarollu" minni, að við höfum „frétt" að Þjóðleikhúsið hafi reynt með brögðum að ná flutningsréttin- um frá okkur. Þessar fréttir bárust framkvæmdastjóra AL munnlega, frá umboðsskrifstofu höfundarins í London. Ef þær hafa reynst byggð- ar á misskilningi, eins og ég tek skýrt fram í grein minni ég voni, þá er mér ljúft og skylt að biðjast afsökunar á að hlaupa svona snögg- lega með þær í blöðin. Og feginn vildi ég geta treyst orðum hr. Gísla Alfreðssonar sem og annarra. Höfundur er tónskáld. Sjómannasamband Islands: Sj ómannadagurinn verði lögskipaður frídagur sjómanna Sjómannasamband íslands hefur sent eftirfarandi áskorun til ráðherra og alþingismanna: „Um langt árabil hefur fyrsti sunnudagur í júní verið helgaður Sjómannastéttinni, án þess að um lögskipaðan frídag hafí verið að ræða. Það hefur lengi verið baráttu- mál sjómanna að sjómannadagur- inn verði lögskipaður frídagur, og í samningum ýmissa verkalýðsfé- laga hefur þegar verið um það samið að sjómannadagurinn sé frí- dagur. Sjómannadagurinn er hátíðis- dagur allra sjómanna í landinu. Skilyrði fyrir því að hægt sé að halda hátíð þenna dag er að allir sjómenn séu í landi. Á síðasta Alþingi lýsti sjávarút- vegsráðherra því yfír í umræðum að hann teldi að sjómannadagurinn ætti að vera allsherjarfrídagur sjó- manna, án undantekninga. Einnig lýsti ráðherra því yfír við sama tækifæri að hann teldi sjálfsagt að taka málið fyrir á yfírstandandi þingi. Sambandsstjóm Sjómannasam- bands Islands beinir því þeirri áskorun til ráðherra og þingmanna að þeir hlutist til um að sjómanna- dagurinn verði framvegis lögskip- aður frídagur sjómanna." Mývatn: Dorffveiðikeppni gegnum Mývatnssveit. DORGVEIÐIKEPPNI fyrir alla fjölskylduna verður haldin á Mývatni laugardaginn 29. mars næstkomandi. Keppnin hefst kl. 11 fyrir hádegi og lýkur kl. 16. Skráning og allar upplýsingar varðandi keppnina era veittar í Hótel Reynihlíð, svo og Eldá í Mý- vatnssveit, ennfremur Ferðaskrif- ísinn stofunni Ævintýraferðir í Reykja- vík. Margvísleg verðlaun verða veitt í mótslok í Hótel Reynihlíð, m.a. fyrir flesta físka, besta gæðamat, stærsta físk dagsins, fyrsta fískinn, flestar tegundir og stærsta og flesta físka bama undir 12 ára. Þá verða einnig veitt sérstök ijölskylduverð- laun. — Kristján t._- Brids Arnór Ragnarsson íslandsmótið í tvímenningskeppni — undanrásir Vakin er athygli á því að skrán- ing í íslandsmótið í tvímenningi, undanrásir, er hafin. Skráð er hjá öllum félögum innan BSÍ (formenn sjá svo um að koma skráningum áleiðis til Brídssambandsins, fyrir 9. apríl nk.). Einnig er skráð á skrifstofu Bridssambandsins. Spilarar era hvattir til að láta skrá sig hið allra fyrsta, því tak- markað húsnæðispláss í Gerðubergi setur undanrásinni einhveijar skorður. í fyrra tóku 112 pör þátt í undanrásinni, sem er algjör met- þátttaka. Má búast við að þátttakan verði svipuð þetta árið. Undanrásin verður spiluð með Mitchell-sniði (tölvuútreiknað) og komast 24 efstu pörin áfram í úr- slit, sem verða spiluð hálfum mán- uði síðar á Hótel Loftleiðum (26.-27. apríl). Þátttökugjald pr. par er kr. 2.500. í boði era ákaflega hagstæð fargjöld/gisting frá Flugleiðum, en spilarar verða sjálfir að panta ferð/ hótel (í nafni Bridssambandins). Tekið skal skýrt fram, að íslands- mótið í tvímenningi er opið öllum sem áhuga hafa. Spilatíminn er: laugardagur og laugardagskvöld. 12. apríl og sunnudagur 13. apríl, alls 3 umferðir. Núverandi íslandsmeistarar (tví- menningi, era þeir Sigtryggur Sig- urðsson og Páll Valdimarsson úr Reykjavík. Bridsdeild Skagf irðinga Jón Þorvarðarson og Þórir Sigur- steinsson sigruðu öragglega að- altvímenningskeppni Skagfírðinga, sem var borometer með þátttöku ■44 para. 'Sþiluð voru 4 spil milK para, alls 172 spil. Röð efstu para: Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 629 Bjöm Hermannsson — Lárus Hermannsson 489 Jörandur Þórðarson — Sveinn Þorvaldsson 469 Baldur Ámason — Sveinn Sigurgeirsson 352 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 326 Guðni Kolbeinsson — Magnús Torfason 312 Ármann J. Lárasson — SigurðurSiguijónsson 292 Murat Serdar _ — Þorbergur Ólafsson 277 Guðmundur Þórðarson — Valdirhar Þórðaraon ' «73 Kristján Ólafsson — Rögnvaldur Möller 245 Vegna smáskekkju í útreikningi síðasta kvöldið (ein skorin snerist við) höfnuðu þeir Bjöm og Láras í 2. sæti, en ekki í 3. sæti eins og reiknað var út á staðnum. Næstu þriðjudaga verða eins kvölds tvímenningskeppnir á dag- skrá hjá félaginu. Öllu spilaáhuga- fólki velkomin þátttaka meðan hús- rúm leyfir. Spilað í Drangey v/Síðu- múla 35 og hefst spilamennska kl. Úrslitakeppnin í sveitakeppni Úrslitakeppni íslandsmóteins í sveitakeppni hefst á sktrdag kl. 48 á Hótel Loftleiðum. Spilaðar verða 7 umferðir yfír bænadagana, tvær umferðir á dag fyrstu þijá dagana og ein umferð á páskadag. Töfluröð sveita er þessi: 1. sv. Ásgríms Sigurbjömssonar, Siglufirði. 2. sv. Siguijón Tryggvasonar, Reykjavík. 3. sv. Delta, Reykjavík. 4. sv. Pólaris, Reykjavík. 5. sv. Samvinnuferða/Landsýnar, Reykja- vík. 6. sv. MagnúsarTorfasonar, Reykjavík. 7. sv. Stefáns Pálssonar, Reykjavík. 8. sv. Jóns Hjaltasonar, Reykjavík. Mjög góð aðstað er fyrir áhorf- endur og verða leikir m.a. sýndir á sýningartöflu. Opna mótið á Akureyri . - Minnt er á skráninguna í Opna ' mótið' 6 Akureyri, helgina-6.—6. apríl. Ákaflega hagstæð fargjöld milli Akureyrar-Reykjavíkur. Skráning á skrifstofu Bridssam- bandsins. Allar nánari upplýsingar einnig veittar þar. Mjög glæsileg verðlaun era í boði á Akureyri. Keppnisstjóri verð- ur Ólafur Lárasson, en Vigfús Páls- son mun annast tölvuvinnslu. Hörkukeppni hjá bankamönnum Eftir 5. umferð í sveitakeppni SÍB er staðan þessi: Landsbanki ísjands 110 Iðnaðarbanki íslands 109 Seðlabanki íslands 104 Landsbanki íslands 72 Alþýðubanki íslandss 59 Búnaðarbanki íslands 47 Búnaðarbanki íslands 39 Landsbanki íslands 37 6. umferðin verður spiluð 25. mars og 7. og síðasta umferðin verður spiluð þriðjudaginn 8. apríl. Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Staða efstu para í barometer- keppni félagsins eftir 18 umferðir. Sigurbjöm Armannsson — Helgi Einarsson Jónína Halldórsdóttir — 292 Hannes Ingibergsson Sigurður ísaksson — 168 Edda Thorlacíus Þórarinn Ámason — 136 Ragnar Bjömsson Bjöm Bjömsson — 126 Birgir Magnússon Friðjón Margeirsson — 117 Valdimar Sveinsson Viðar Guðmundsson — 101 AmórÓlafsson Wilhelm Lúðvíksson — 71 Kristín Pálsdóttir 63 Næstu 6 umferðir verða spilaðar mánudaginn 24. mars. Spilað er i Síðumúla 25 og hefst keppni stund víslega kl. 19Æ0. Keppnisstjóri er ílemiann Lárasson. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.