Morgunblaðið - 08.06.1985, Page 32

Morgunblaðið - 08.06.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Meimtamálaráðherra um kjaramál fóstra: Samningsatriði við sveitarfélögin — sem reka dagvistarstofnanir Vandi hefur skapast við að ráða fóstrumenntað fólk í allar stöður á dagvistarheimilum landsins, sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, efnislega í utandagskrárumræðu á þingi í gær. Sá vandi er af tvennum toga spunninn. í frrsta lagi örar uppbyggingar dagvistarstofnana sem kalla á fleira starfsfólk. I annað stað kjaraþátturinn, en opinberir starfsmenn telja sig hafa dregizt aftur úr starfsstéttum á svokölluðum frjálsum vinnumarkaði. Ráðherrann kvaðst vona að leiðrétting næðist fram í þeim efnum, þótt í áföngum yrði. Nú stæðu yfir samningaviðræður milli fjármálaráðherra og BSRB um nýjan launastiga og röðun einstakra starfshópa inn í hann, þar á meðal fóstrur. Seðlabankabygging: Samningsbundnar framkvæmd- ir haldi áfram, aðrar ekki í GÆR VAR samþykkt þingsályktunartillaga í efri deild Alþingis, þar sem < lagt er til að framkvæmdir við Seðlabankahúsið, sem ekki eru samnings- bundnar, verði stöðvaðar og hefjist ekki að nýju fyrr en Alþingi hefur ákveðið hvernig hagnýta eigi húsið. Flutningsmenn tillögunnar eru Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Eið- ur Guðnason (A), og Stefán Bene- diktsson (BJ). Fjárhags- og við- skiptanefnd deildarinnar mælti með samþykkt frumvarpsins, en flutti breytingartillögu, sem náði fram að ganga. Þingsályktunar- tillagan var samþykkt með 13 at- kvæðum gegn fjórum. Björn *”r Dagbjartsson (S), Jón Helgason (F), Davíð Aðalsteinsson (F) og Haraldur ólafsson (F) greiddu at- kvæði á móti. Tillagan hljóðar svo, en hún verður tekin fyrir í neðri deild: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera athugun á því hvernig æskilegast sé að nýta svonefnt Seðlabankahús. Sérstak- lega verði athuguð hvort það gæti hentað fyrir Stjórnarráð íslands. Framkvæmdir við bygginguna, sem ekki eru þegar samnings- bundnar, verði stöðvaðar meðan athugun þessi fer fram og hefjist ekki að nýju fyrr en Alþingi hefur ákveðið hvernig hagnýta beri hús- •fið.“ ' Fyrr á fundi efri deildar í gær- kom til annarrar umræðu frum- varp til Iaga um lækkun bindi- skyldu, en var fellt á jöfnu 9:9. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar mælti með samþykkt þess. Áður hafði frávísunartillaga fengið sömu málslok. Þetta er í annað skiptið sem frumvarp um lækkun bindiskyldu, sem er nú 18%, er fellt. í vetur lagði Eyjólfur Konráð Jónsson fram frumvarp þar sem gert var ráð fyrir 10% bindingu, en það sem fellt var í gær 15%. Eftirtaldir þingmenn studdu frumvarpið: Eiður Guðnason (A), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Helgi Seljan (Abl.), Karl Steinar Guðnason (A), Kolbrún Jónsdóttir (BJ), Ragnar Arnalds (Abl.), Kristín Ástgeirsdóttir (K), Stefán Benediktsson (BJ), og Valdimar Indriðason (S). Þeir sem voru á móti: Albert Guðmundsson (S), Árni Johnsen (S), en hann sat hjá þegar frumvarp Eyjólfs Konráðs var tekið til atkvæöa fyrr í vetur, Björn Dagbjartsson (S), Davíð Að- alsteinsson (F), Egill Jónsson (S), Haraldur Ólafsson (F), Jón Helga- son (F), Jón Kristjánsson (F) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Ragnhildur Helgadóttir taldi of fast að orði kveðið að tala um neyðarástand í sambandi við rekstur dagvistunarheimila, þó rétt væri, að vandi væri á ferð varðandi ráðningu fóstrumennt- aðs fólks í allar stöður á dagvist- arheimilum. Hún áréttaði það, sem fram kom í máli hennar í gær um sama efni, að fóstrur væru að langstærstum hluta bæjarstarfs- menn, ekki ríkisstarfsmenn. Það væri ekki í valdi menntamála- ráðuneytisins að grípa inn í samn- ingagerð milli B8RB og einstakra sveitarfélaga í landinu um kjör fóstra eða annarra. Að því leyti sem samningar við fóstrur heyrðu undir ríkisvaldið væri fjármála- ráðuneytið með þá samninga, eins og við aðra ríkisstarfsmenn. Menntamálaráðherra kvað 46 fóstrur á launaskrá hjá ríkinu. Reykjavíkurborg ein ræki hins- vegar 54 dagvistarheimili fyrir samtals 3.419 börn. í desember mánuði sl. hafi 960 starfsmenn verið á launaskrá hjá þessum dagvistunarstofnunum. Þá var talið að vantaði 50 fóstrur til starfa. Hin öra uppbygging dag- vistunarheimila, sem að sjálf- sögðu kallaði á fleiri fóstrur til starfa, kæmi hér við sögu, ásamt kjaraþættinum. Ráðherra sagði að ríkið hefði tekið við rekstri Fóstruskólans 1973. Þá þegar var hafizt handa um stækkun hans. Árin 1975— 1985 var fjöldi útskrifaðra fóstra frá 54—66, oftast um 60. Alls hafa útskrifast 985 fóstrur frá því skól- inn tók til starfa. Umsóknarfjöldi hefur verið milli 90—100 undan- farin ár, en inn hafa verið teknar um 70 síðustu árin. Umsóknar- frestur er ekki liðinn nú en þegar hafa borizt milli 40—50 umsóknir. Ragnhildur Helgadóttir kvað rétt vera að launakjör hafi áhrif á aðsókn í störf fóstra á dagvistar- heimilum, eins og í önnur störf. Hinsvegar kæmi menntamála- ráðuneytið lítið við launaþátt þessara mála, heldur fyrst og fremst sveitarfélög, sem flest dagheimilin reka, og fjármála- ráðuneytið, að því er varðar ríkis- starfsmenn, hverjum störfum sem þeir gegna. Ráðuneytið leitaðist við að sinna þeim þáttum þessa máls, sem það hefði með höndum, og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þetta voru efnisatriði úr svari ráðherra við fyrirspurn frá Krist- ínu Kvaran í utandagskrárumræðu í gær: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir skjótri úrlausn þess neyðar- ástands sem skapast hefur á dag- vistarheimilum og fer versnandi?" Fjölmargir þingmenn tóku til máls. Veittust stjórnarandstöðu- menn að menntamálaráðherra, sem þeir töldu ekki hafa sýnt þessum málaflokki nægilega at- hygli. mwnei Stuttar þingfréttir Jafnrétti Félagsmálanefnd neðri deildar mælir einróma með samþykkt frumvarps til laga um jafna stöðu kvenna og karla, en leggur fram þrjár breytingartillögur. f fyrsta lagi um að sérstakar tímabundnar aðgerðir sem gerð- ar eru til að bæta stöðu kvenna og stuöla að jafnrétti, teljist ekki ganga gegn íögunum. í öðru lagi breytingartillaga um málshöfð- unarrétt jafnréttisráðs og að lokum um framkvæmdaáætlanir um jafnréttismál. Lífeyrisréttindi Kristín Ásgeirsdóttir, Sam- tökum um kvennalista, lagði fram breytingartillögu við frum- varp til laga um lífeyrisréttindi húsmæðra í efri deild. Tillaga var felld á jöfnu (7—7). Efni til- lögunnar var að ríkissjóður taki að sér að greiða iðngjald til líf- eyrissjóðs, fyrir félagsmenn sjóðsins, sem hverfa frá vinnu inn á heimili. Frumvarpið gerir ráð fyrir að félagsmaðurinn greiði þetta sjálfur, þ.e. iðn- gjaldahlut atvinnurekenda. Fisksjúkdómar Egill Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, mælti í gær fyrir nefnd- aráliti landbúnaðarnefndar um frumvarp til laga um skipun sér- staks dýralæknis fisksjúkdóma, en hann er jafnframt flutnings- maður þess. Samþykkt var að vísa málinu til þriðju umræðu. Fornbílaklúbbur fslands: Hópferð í til- efni 100 ára afmælis bílsins FORNBÍLAKLÚBBUR íslands heldur upp á 100 ára afmæli bílsins í dag, laugardaginn 8. júní. Farið verður í hópferð austur fyrir fjall, í tívolí- skemmtigarðinn í Hveragerði. Lagt verður af stað frá Hótel Esju kl. 13-30. Með þessari hópferð hefst sumarstarf Fornbílaklúbbsins, en vetrarstarfinu lauk með aðal- fundi þann 18. maí sl. f frétt frá Fornbílaklúbbnum segir að hefðbundið sumarstarf klúbbsins sé að fara í hópferðir á gömlum bílum. Má þar nefna vorferð, akstur á 17. júní, sumar- ferð og haustferð. Á aðalfundi félagsins 18. maí sl. voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Rudolf Kristinsson form- aður, Hilmar Böðvarsson, Hin- rik Thorarensen, Helgi Magnús- son, Haukur Isfeld, Arngrímur Marteinsson og Kristján Jóns- son. Félagið telur brýnt að koma upp bílskúrum, aðstöðu fyrir viðgerðir og e.t.v. sýningarsal og er unnið að því í samráði við borgaryfirvöld. Einnig er unnið að því að fá fellda niður tolla af innfluttum fornbílum. Félagar eru nú rúmlega 500 sem flestir eiga sinn fornbíl og sumir fleiri en einn. Talið er að um 1000 fornbílar séu til í land- inu. Packhard, sjö manna, árgerð 1941 á lítilli ferð um ótroðnar slóðir. Eigandi bflsins er Olafur Geirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.