Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JtJNl 1985 Landakotstún verður einn af fegurstu gróðurreitum í borginni Rætt við Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra um ræktunarframkvæmdir í Reykjavík ÞESSA dagana eru menn sem óðast að planta út blómum og trjám. Víða í Reykjavík má sjá fólk að störfum við hina grænu bletti borgarinnar, mikið af því er ungt fólk sem er í sumarvinnu hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Umsvif þeirrar deildar hafa aukist ár frá ári. í sam- tali við Mbl. sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri að aðalframkvæmd- irnar núna væru í útplöntun blóma- og trjáplantna. Hann kvað trjáplönt- un hafa aukist verulega sl. tíu ár en blómplöntun hafi hins vegar staðið að mestu í stað þennan tíma. Þetta sumarið verða settar niður um hundrað og sextíu þúsund blóm- plöntur, en ræktunarstöðin f Laug- ardal hefur verið með í uppeldi hátt í tvö hundruð þúsund blómplöntur. Hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar starfa um 80 manns allt árið en hátt í þrjú hundruð hafa nú bæst í hópinn og eru þá ekki taldir þeir sem starfa í unglingavinnu. í skóla- garða höfðu skráð sig milli fimm og sex hundruð börn sl. mánudag. f sumar á að gera tilraun með að nýta hey af grasblettum borg- arinnar og búa til úr því heykökur sem hægt er að blanda saman við Unnið við framkvæmdir á Landakotstúni. Lagt af stað í „útplöntunarleiðangur“ % S4 alls kyns fóður annað. Að sögn garðyrkjustjóra eru það bændur við Holtabúið á Rangárvöllum sem standa að þessari tilraun. Þeir leggja til vélakost og ætla að gera þessa tilraun. Umfangsmesta verkefni þessa árs er að búa til skrúðgarð á Landakotstúni. Hafliði sagðist vona að það svæði verði fullmótað í sumar, hellulagt og ræktað upp sem grasflatir, þar verður einnig leiksvæði fyrir börn. Þar er ráð- gert að hafa mikið af runnagróðri meðfram Hávallagötu og Hóla- vallagötu, en svæðið á Landa- kotstúni verður fyrst og fremst byggt upp af runnum og fjölærum plöntum. Að sögn Hafliða kann svo að fara að Landakotstún verði einhver fegursti blettur í landar- eign borgarinnar áður en langt um líður. Hafliði sagði ennfremur: „Ég hef lengi látið mig dreyma um að koma mynd á Landakotstúnið og ekkert væri mér kærara en að það tækist áður en ég læt af störf- um seinna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að garðurinn á Landakots- túni verði alveg fullbúinn á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar á næsta ári. Vitaskuld tekur þó lengri tíma að gróður þar þéttist og verði það augnayndi sem nú er að stefnt." Garðyrkjustjóri sagði að nú væri verið að leggja síðustu hönd á gerð skrúðgarðs í Efra-Breið- holti, á Austurbergssvæðinu bak við sundlaugina, milli Fella- og Hólaskóla og að í sumar verði einnig unnið að lóðinni sem er milli Hringbrautar og Ásvalla- götu. Þar er ráðgert að verði gerð- ur myndarlegur skrúðgarður sem verði opinn öllum almenningi. Þá er verið að ganga frá „hljóðmönum" en það eru mold- arhryggir við Elliðavoginn, þar á að koma upp allverulegum trjá- beltum. Einnig er verið að græða upp stóran moldarbing fyrir neð- an Útvarpshúsið svo eitthvað sé nefnt. Hafliði kvað mikið um að Reyk- víkingar hringdu í garðyrkjudeild- ina til að benda á það sem gera þyrfti og miður hefði farið í rækt- unarmálunum. Hann kvað stefnt að því að setja niður milli 25 og 30 þúsund garðtrjáplöntur, en þær plöntur eru 50 cm og þar yfir. Birki er að hans sögn vinsælasta trjáplantan og sú langharðgerð- asta. Nú standa yfir tilraunir með svonefnd „götutré". Verið er að rækta selju og alaskaösp með það fyrir augum að setja plönturnar niður meðfram götum líkt og reynt var á Miklubraut. Hafliði benti á að þau tré sem þar standa hefðu verið sett niður í tilrauna- skyni en plöntur hefðu áður staðið í beðum og alls ekki verið nægi- lega vel undir hlutverk sitt búnar, bað menn að gá að þvi að ísland er við úthaf og vestanvindarnir leika grátt tré sem vaxa skjóllaust i borginni. Hann sagði einnig að ailtaf væru að koma nýjar og nýj- ar tegundir af ösp og menn væru að þreifa sig áfram með hvaða tegund væri heppilegust til þess- ara nota. Stjúpur eru langvinsælasta sumarblómategundin hér á landi og henta enda best, eru mjög harðgerðar plöntur og lifa meira að segja af góða vetur að sögn Hafliða. Hann minntist i þessu sambandi einnig á Akureyrarfjól- una svokölluðu, en hún er blend- ingur af stjúpu og íslensku fjól- unni. Hún er rauðblá, minni en stjúpurnar en töluvert stærri en íslenska fjólan. Hún vex villt og getur orðið til í hvaða garði sem er þar sem eru til stjúpur og islensk- ar fjólur. í öðru sæti á vinsældalistanum er Morgunfrúin sem er harðgerð planta en blómstrar fremur seint. I ræktunarstöðinni í Laugardal eru ræktaðar tuttugu og þrjár teg- undir af sumarblómum þetta árið. Texti: GUÐRÚN GUÐLAUGS- DÓTTIR ■ Götutré við MiklubrauL Sumarblómum plantað í beð í Austurvelli. Unnið að gerð skrúðgarðar á Austurbergssvæði. Frá Ræktunarstöðinni í Laugardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.