Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 9
9 MOftGPNBfiADIÐ, LAUGARDAGUR 8. JfJKl 1986 Geldinganes Tekiö veröur á móti hestum í sumarhaga í Geld- inganesi, sunnudaginn 9. júní frá kl. 18—20. Fé- lags- og hagagjöld þarf aö greiða á skrifstofu félagsins. Unglingadeild Fáks Aöstaöa fyrir þrettán efstu hesta þeirra unglinga í eldri og yngri flokki sem æfa þurfa fyrir fjórö- ungsmót verður í Saltvík. /Efingakvöld veröa þriöjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20. Nánari uppl. á skrifstofu félagsins. Nýir ferðamöguleikar Upplýsingaritið okkar er komiö út á íslensku. Komiö í Umferöarmiöstööina í dag, rútudaginn, og kynniö ykkur þjónustu okkar. Til sýnis veröa ís- lensk húsdýr. Feröaþjónusta bœnda. óskar eftir starfsfólki til fiskveiðikennslu í Angóla Angóla ræður yfir einum fengsælustu fiskimiðum veraldar. Vegna þessa hefur veriö lögö áhersla á þróun sjávarútvegs allt frá því aö landiö hlaut sjálfstæöi áriö 1975. Svíar hafa um nokkurra ára skeiö veitt þróunaraðstoð varöandi sjávarútveginn og þá einkum á sviöi handfæra- veiöa meöfram ströndum landsins, rannsókna á fiskistofn- um og þjálfunar starfsfólks. Skóli hefur veriö settur á stofn í þessu skyni og er hann í Cacuaco u.þ.b. 15 km. noröur af Luanda. Skólinn hóf starf- semi sína áriö 1982 og voru þá nemendur 50 talsins. í haust munu um 200 nemendur setjast á skólabekk og áætlaö er aö þegar framkvæmdum lýkur muni skólinn geta hýst 300 nemendur. Vegna hinnar hrööu uppbyggingar skólans og til þess að geta annaö eftirspurn í framtíðinni vantar okkur fólk til eftirfarandi starfa: Kennara í fiskveiöum. Þeir munu kenna fiskveiöar, mismun- andi veiöiaöferöir og siglingafræöi. Krafist er skipstjórnar- réttinda. Viökomandi munu líklega hefja störf í mars og ágúst 1986. Kennara í siglingafræöi. Þeir munu kenna sigl- ingafræöi, sjóvinnu og fjarskipti. Krafist er reynslu af kennslu í siglingafræöi og stýrimannspróf eöa sambærileg menntun er áskilin. Staöa siglingafræöikennara mun líklega losna í mars á næsta ári. Kennara í vélfræöi. Þeir munu kenna almenna vélfræði. Viðkomandi veröa að hafa fengist viö kennslu. Vélstjóra- menntun áskilin. Staöa vélfræöikennara mun væntanlega losna einhvern tíma á næsta árí. Kennara í kælitækni. Æskilegt er aö viðkomandi hafi feng- ist viö kennslu. Vélstjóramenntun og starfsreynsla á sviöi kælitækni áskilin. Kennarastaöa mun líklega losna á næsta ári. Þegar gengið hefur verið frá ráöningum munum viö halda tveggja daga námskeiö í ágústmánuöi þar sem fjallaö verö- ur um fiskveiöar og þróunarhjálp í Angóla. Samningstíminn er 2 ár. Framlenging kemur til greina. Áöur en haldið er til Angóla fá starfsmennirnir nauösynleg- an undirbúning auk kennslu í portúgölsku. Starfsmennirnir fá greiöslu vegna flutninga, tækjakaupa og dvalar erlendis. Ókeypis húsnæöi. Carin Johansson og Hans Haglund veita upplýsingar í síma: 031-630300 og senda umsóknareyöublöð. Umsóknir veröa aö hafa borist fyrir 20.6. 1985. Heimilisfangiö er: Fiskeristyrelsen, Bistandssekretariet, Box 2566, 403 17 Göteborg. Austur-þýsk þingmannanefnd stödd hér á landi: Endurgeldur heimsókn þingmanna frá 1981 HÉR á landi er nú stodd þingmanna sendinefnd frá þjódþinRi l*ýnkn aT þýtalýóveldiMBs. í boói AlþmftM. Kr nefndin aö endurfýnldn beimaókn íie- len.sk rar þingmannanefndar. aem sotti Au.stur l*yskaland heim árió 1981. Aé sogn horvaJds (iaróars Morf(unblaAiA/Kmilia Fánar íslands og Austur-býskalands blakta vió hún á Austurvelli í tilefm heinumknar austur þýsku þingmann ■ÍÍÉ Kristjánssonar. forseta Sameinaós þings, er nefndin hmgaó korain til þess aó efla samskipli rikjanna á sviói vióskipta op menningar Formaöur austur-þýsku sendi- nefndarinnar er Geraid Götting en hann er varaforseti þjóöþinKs Austur-Þyskalands. I för með hon- um eru kona hans og þrir þingmenn þjóöþinKsins. Nefndin kom hineiað þann 3. þessa m&naöar or hefur hún heimsótt Alþinfó or átt viðræö- ur viö forseta þingsins, skoöaö orkuveriö i Svartsengi, heimsótt Keflavík. Akureyri og fleira I dag standa fyrir dyrum fundir nefndarinnar meö Steingrimi Her- mannssyni forsætisráöherra, Pétri Sigurgeirssyni, biskupnum yfir ls- landi, auk heimsókna í Árnastofn un og Þjóðminjasafnið. Eftir há- degið fer nefndin til forseta tslands aö Bessastoöum. Heimsókninni lýk- ur i kvöld meö móttöku i austur- þýska sendiráðinu og halda nefnd- armenn áleiöis heim i bitið i fyrra- máliö. Að kynna Island Þegar rætt er um landkynningu á íslandi hugsa menn yfirleitt fyrst til fallegra mynda af Þingvöllum, Geysi eöa Gullfossi, svo að ekki sé getiö um fleiri fagra staöi í landinu. Kynning landsins á stjórnmálavettvangi er ekki síöur mikilvæg og þá ekki síst aö því er öryggis- og varnarmál varðar vegna þess hve mikiö er í húfi fyrir aðra en okkur eina, hvernig meöferö og stjórn þeirra mála er háttaö. i Staksteinum i dag er lítillega rætt um þessi mál, annars vegar í tilefni af komu austur-þýskra þingmanna hingaö og hins vegar vegna friöarfundar í Sigtuna í Svíþjóö. Austur-þýsk heimsókn f vikunni hefur sendi- nefnd frá austur-þýska þinginu dvalist hér á landi til að endurgjalda (or ís- lenskra þingmanna til Austur-hýskalands 1981. Það er b«ði sjálfsagt og eðlilegt að halda uppi þeim samskiptum við ríkin { Austur-Evrópu sem tengj- ast stjórnmálasambandi við þau og verslunarvið- skiptum. A hinn bóginn hljóta alltaf að vakna spurningar um gildi stjórn- málasamskipta við komm- únistaríki, þegar að þvi kemur að kjörnir fulltrúar landanna ræðist við á jafn- réttisgrundvelli og á þeim forsendum að hvorir tveggja séu kjörnir með lýðræðislegum hætti og gegni svipuðu hlutverki stjórnskipulega. Alkunna er og það hlýtur öllum islenskum þing- mönnum að vera Ijóst, að svokölluð þing í kommún- istaríkjum eru ekki annað en afgreiðslustofnanir kommúnistaflokkanna og stjórnmálaráðsins sem fer með úrslitavald { málefn- um þessara ríkja. Jafnt { Austur-Þýskalandi og Sov- étríkjunum er ráðskast með hagsmuni þegnanna án þess að leita álits þeirra eða fulltrúa þeirra raeð sama hætti og gert er f lýð- ræðislöndunum. Þingkosn- ingar í þessum löndum eru sjónarspil og störf þing- anna einnig. Inuinig mun austur-þýska þingið síðast hafa komið saman dagpart í nóvember til að afgreiða fjárlög fyrir árið 1985. Samkvæmt heimildum Staksteina var Gerald Götting, formaður austur- þýsku sendinefndarínnar og varforseti austur-þýska þingsins, mjög ánægður með móttökumar hér á landi, enda var höfðinglega að þeim staðið — meðal annars með þv{ að mynda borg íslenskra og austur- þýskra fána á sjálfum Austurvelli. En Götting mun ekki siður hafa verið ánægður yfir því, að Al- þingi íslendinga samþykkti nýlega án mótatkvæða til- lögu um afvopnunar- og kjarnorkumál. I ræðu sem Götting flutti í kvöldverð- arboði á þriðjudagskvöldið fór hann hátiðarorðum um Alþingi og forseta þess í til- efni af samþykkt tillögunn- ar og taldi hana ómetan- legt friðarframlag af ís- lendinga hálfu. Að skýra rétt frá Áður hefur verið vikið að því í Staksteinum, hve mik- ilvægt það er að skýra rétt frá öllu því er varðar af- stöðu íslendinga til örygg- ismála á erlendum vett- vangi, misskilningur þar | um þessi mál getur hæg- lega leitt til stórvandræða einnig á öörum sviðum. Gleði Geralds Götting yfir afvopnunarályktun Alþing- is á kannski rætur að rekja til þess, að hann hafi kynnt sér skýringar Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns Alþýðubandalagsins, sem lengi var við nám í Austur- Þýskalandi og stjórnaði þar aðgerðum á vegum ís- lenskra kommúnista, sem sóttust eftir áhrifum í Al- þýöubandalaginu. Á miðvikudaginn birti sr. Lárus Þ. Guðmundsson, prófastur í Holti í Önund- arfirði, grein hér í blaðinu og hafði hún meðal annars að geyma skýrshi um „fríð- armál á íslandi" sem hann flutti í Sigtuna í Svíþjóð 25. apríl síöastliðinn en frá þeim fundi hefur Hermann l«orsteinsson sagt í tveimur Morgunblaösgreinum. Þvi miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að skýrsla sr. Lárusar gefur ekki fyllilega rétta mynd af þróun varnar- eða friöar- mála hér á landi. Hér skal drepið á tvennt sem er gagnrýni vert. í fyrsta lagi er það frásögn hans af því hvaða „fyrír- heit" íslendingum voru gefin við aðildina að Atl- antshafsbandalaginu 1949 og þaö sem hann segir um komu Bandaríkjahers hingað 1951 og „friðar- tíma“. Lslendingar gengu í AtlanLshafsbandalagið án þess að taka á sig skyldu til að hafa erlent herlið ( landi sinu á friðartímum eða stofna eigin her. 1951 þegar varnarliðið kom hafði Atlantshafsbandalag- ið komist að þeirri niður- stöðu ekki sist vegna Kóreustyrjaldarinnar, sem hófst með innrás kommún- ista 1950, að vörnum { Evr- ópu yrði ekki haldið uppi án sameiginlegra hier- stöðva á friðartímum, frið- urinn yrði að styðjast við spjótsodda. Allir aðilar að Atlantshafsbandalaginu voru sannfærðir um að fs- land yrði ekki varið úr Qar- lægð. Það var meirí stuðn- ingur við gerð varnar- samningsins en aðildina að AtlanLshafsbandalaginu á Alþingi. Ekkert af þessu kemur fram hjá sr. Lárusi, heldur gefur hann til kynna að Bandaríkjamenn hafi neytt hernum upp á ís- lendinga í skjóli þess, að ekki væru „friðartímar". I umræðum um varnarmál íslendinga hefur röksemd- arfærslu af þessu tagi fyrir löngu veríð hafnað. I öðru lagi gefur sr. Lár- us til kynna að það sé verið að neyða íslendinga til að samþykkja smíði tveggja nýrra ratsjárstöðva í land- inu og utanríkisráðherra hagi sér ólýðræðislega. Þcssi fullyrðing hans stóðst ekki þegar hann setti hana fram í Sigtuna og hún stenst enn þá síður eftir að Alþingi hefur með yfirgnæfandi meirihluta fellt tillögu um að hætta við smíði ratsjárstöðvanna. Skipt um hreyfil á Boeing 767 vélinni SÉRFRÆÐINGAR frá fiugfélaginu Trans World Airlines voru síðdegis í gær væntanlegir hingað til lands til að skipta um hreyfil í Boeing 767 vél- inni, sem bilaði i leiðinni frá Frank- furt til SL Louis í Bandaríkjunum i fyrradag. í gær var skipt um pakkn- ingu í hreyflinum en það dugði ekki og var því ákveðið að skipta um hreyfilinn. Eins og frá var greint í Morgun- blaðinu i gær sótti Jumbo-þota far- þega Boeing-vélarinnar og hélt héðan um miðnætti í fyrrinótt. Með Boeing-vélinni voru um 190 farþeg- ar en um 70 með Jumbo-þotunni. Er síðarnefnda vélin undirbjó flugtak kom í ljós að sprungið var á einum hjólbarða vélarinnar. Flug- leiðavél, sem var í þann mund að leggja af stað frá London til Kefla- víkur, var látin doka viö meðan reynt var að útvega hjólbarða í London. Ekki tókst að finna þar réttan barða og leit því út fyrir að Jumbo-þotan tefðist enn meira í Keflavík. Þá hugkvæmdist starfsmanni Flugleiða að nota mætti hjólbarða af eldri Boeing-vél undir Jumboinn. Slíkur hjólbarði fannst á varahlutalager Flugleiða og var honum komið undir vélina. Hún hélt síðan í loftið um mið- nætti, en um helgina verður unnið að hreyfilsskiptum á Boeing 767-vélinni. l3iHamatlia2uiLn.n s^-iettistjötu 12-18 BMW 3181 1982 Svartur, ekinn 40 þ. km. Útvarp, segulband, toppluga, höfuðpuöar atturi o.fl. Verð 435 þús. TOYOTA COROLLA GT TWIN CAM 16 1984 Rauöur. ekinn 16 þús. 1600 vél 16 ventlar, 5 girar, splittaö drif. Verö 530 þús. Mazda 929 1982 Ekinn 20 þ. km. V. 385 þús. Ford Bronco 1982 Ekinn 38 þ. km. V. tilboö Volvo 345 GL 1982 Eklnn 33 þ. km. V. 280 þús. Mazda 626 1982 Ekinn 38 þ. km. V. 270 þús. Fiat Uno 45 ES 1984 Svartur, ekinn 14 þ. km. 5 gírar, eiectronisk kveikja Grjótgrind o.fl. Verö 270 þús. Toyota Tercel 1983 Grásans, ekinn 43 þ. km. 5 girar, útvarp, snjó- og sumardekk. Verö 320 þús. DATSUN CHERRY 1981 Ekinn 49 þús. Verö 195 þús. SAAB 99 GLI 1981 Ekinn 60 þús. Verö 315 þús. LAPPLANDER YFIRBYGGDUR 12 manna. eklnn 11 þús. Verö 580 þús VOLVO 244 GL 1979 Sjálfsk. m/öllu. Verö 265 þús. TOYOTA Hl LUX 1982 YFIRBYGGÐUR Fallegur jeppi. Verö 520 þús. Mazda 929 Station 1982 Grásans, ekinn aöeins 38 þ. km. Sjálfsk. m/öllu. Fallegur einkabill. Verö 380 þús. * SUBARU 4x4 SEDAN 1980 Blásanseraöur. ekinn aöeins 50 þús. km. Utvarp/segulband. 2 dekkjagangar Bill i sérflokki. Veró kr. 270 þús. Mazda 323 Saloon 1981 Ljósgrænn, ekinn 20 þ. km. Sjáltskiptur. Bill i sérflokki. Verö 250 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.