Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR& JÚNl 1985 5i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS JUÍ Réttlætið lætur ekki að sér hæða Húsmóðir skrifar: Ég er að lesa ævisögu Galinu Vishenskayu Rostropovich og hef- ur hún frá mörgu að segja. Eg las í Málkenningu mikla lofgrein um Stalín, þar sem dáðst var að því hvað fljótur hann hafði verið að byggja upp aftur eftir stríðið. Hefði ekki aðdáunin orðið minni hjá greinarhöfundi ef hann hefði þurft að búa í íbúðinni hennar Galínu og vitað að amma hennar sá fyrir henni og bróður hennar og hafði bara ekkjustyrkinn sem var 40 rúblur á mánuði. Stalín smalaði mönnum saman og kauplaust byggðu þeir upp það sem aflaga hafði farið i stríðinu og húsnæðið er enn bara níu fermetrar á mann í Sovétríkjunum. Maður hefur ekki fyrr heyrt lýs- inguna á Bolshoi-leikhúsinu, en hún líkist ekki neinu frá lýðræð- isríkjunum. Draumur allra góðra leikhúsmanna í Rússlandi er að fá að dansa þar og Galína var undir- eins tekin, en síðasta orðið hafði maður sem sat í hljóðeinangruðu herbergi í húsinu og lét umsækj- endurna fylla út skýrslu þar sem fram kom ævisaga þeirra og for- eldra og systkina. Galína var dauðhrædd því að faðir hennar var tekinn til að þræla í 10 ár í Gúlaginu, en eftir nokkra mánuði var hún tekin, enda besta söngkonan. Það fór verr fyrir ungum bassasöngvara því að hann varð að bíða í tvö ár vegna þess að hann hafði sem unglingur búið í Jjkraínu sem Þjóðverjar hertóku. Honum var sem sé refsað fyrir að hafa þurft að búa við hernámið. Réttlætið lætur ekki að sér hæða þar sem marxisminn ræður og KGB stjórnar leikhúsunum líka. Það er engin furða þó maður sjái ekki mikið af list þeirra skálda sem verða að skrifa eftir kokkabók KGB. Mig langar til þess að sem flestir lesi bók Galínu og ekki síst þeir sem boða hugmyndafræði Karls Marx. Væri ekki minna at- vinnuleysi og minni offramleiðsla í Evrópu ef eins margar milljónir Rússa hefðu ferðafrelsi og hefðu úr eins miklu að spila og Banda- ríkjamenn? Ég veit svarið. Bréfritari er sammála skrifum f Velvakanda um hækkun heimilisuppbótar til ellilífeyrisþega. Lækkun þrátt fyrir hækkun Tóbaksfrum- varpið útilokað Matthías Jóhannsson, Siglufirði skrifar: Við vorum að tala saman hér nokkrir kaupmenn og okkur líst ekkert á þetta tóbaksfrumvarp. Þetta skapar feikilega mikið óhagræði úti á landi. Til dæmis verður mikið óhagræði fyrir okkur kaupmenn, sem seljum tóbak. Þá þyrftum við að hringja í fimm til sex aðila til að panta allar tegund- ir og auðvitað þyrftum við að hringja til Reykjavíkur úr því allt þarf nú orðið að sækja þangað. Því er þetta algjörlega útilokað og ómögulegt af okkar hálfu og ekk- ert nema kostnaðarauki fyrir okkur. U2 er góð hljómsveit U2-aðdáandi skrifar: - Ég ætla að ræða um það sem Duran Duran-aðdáandi skrifar 4. júní sl. Ég er mjög ósammála þessum Duran Duran-aðdáanda. Fyrst og fremst vegna þess að hann segir að U2 og Frankie goes to Hollywood séu bara gaul og al- gjört rusl. Þetta er algjör mis- skilningur. Það er Duran Duran, sem er með lélegan smekk. Textar Duran Duran eru bara rusl og lélegur uppspuni. Mest af þessu hjá þeim er ástargaul um kærust- ur, sem yfirgefa Duran-strákana og þeir liggja svo í ástarsorg. Þetta kalla ég rusl og þetta hefur engin áhrif á fólk. Það nennir eng- inn að hlusta á svona texta. Hins vegar er hægt að segja annað um hljómsveitina U2. Ekki eru þeir piltamir á kafi í ástar- væli. Þvert á móti. Þeir semja al- veg mjög góða texta og hafa þeir oft mjög góð áhrif á fólk. Þeir hafa samið texta um það viðbjóðs- legasta sem getur steðjað að mannkyninu — heróínið. Ég ætla að leyfa mér að taka upp hér smá part sem einn hljómsveitarmeðlimurinn, Bono, sagði í bréfaviðtali: „Það kom til mín náungi, sem sagði mér að tónlist okkar og textar hefðu Glæsileqt framlag til fslenskrar bðkaútgáfu ''&ókin Listasafn íslands 1884-1984 er sérstaklega falleg listaverkabók og jafnframt aðgengilegt uppsláttar- og heimildarrit. Hér er á einum stað heildarskrá íslenskra verka í eigu safnsins, æviatriði höf- unda þeirra og ágrip af sögu listasafnsins. Alls eru í bókinni 167 Htmyndir. ^Qókin er ómissandi fyrir alla, sem láta sig íslenska myndlist varða: Listamenn, fræðimenn, námsmenn, listunnendur og aðra, sem kunna vilja skil á menningararfi okkar. Kynningar- verö yrst um sinn verður bókin á sérstöku kynningarverði: kr. 3.675 Pað er gott verð fyrir mikla bók. Tryggðu þér því eintak við fyrsta tækifceri. Listasafn íslands 1884-1984 fæst hjá bóksölum. Dreifmgu annast bókaútgáfa Arnar & Örlygs. 2 LISTASAFN ÍSLANDS Bergur Arnbjörnsson, Dvalar- heiraili Höfða, Akranesi skrifar: Ég vil taka undir skrif ellilífeyr- isþega í Velvakanda fyrir nokkru. Það tel ég ekki ofsagt. Margrét Thoroddsen skrifar í Velvakanda 19. maí sl. en hún er deildarstjóri í Tryggingastofnunni og segir hún að ellilífeyrir hafi hækkað um 7%, tekjutrygging um 12% og heimilisuppbótin um 12%. Ég get ekki verið sammála henni um hækkun heimilisuppbótar því mín heimilisuppbót lækkaði, að mér skilst um 1.219 krónur en hækkunin var upp á 1.036 krónur. Ég efa ekki að Margrét sé starfi sínu vaxin og síst ættu lífeyrisþeg- ar að efast um það. hjálpað honum til að losna úr rammgerðu eiturlyfjafangelsi, sem var á góðri leið með að leggja líf hans í rúst. Hann vissi upp á hár hvað við vorum að fara í titil- laginu „Wire“. Þið Duran Duran-aðdáendur, hættið að setja út á U2. Þetta er góð hljómsveit og mæli ég með að fá hana á listahátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.