Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JtJNl 1985 Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari í hópi nýstúdenta. Menntaskólinn í Kópavogi: Tíundi stúdentaárgang- urinn brautskráður MENNTASKÓLANUM ( Kópavogi v»r slitið vió hátíðlega athöfn í Kópa- vogskirkju, föstudaginn 24. maí sl. Brautskráðir voru 87 stúdentar, 45 stúlkur og 42 piltar. Skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, flutti skólaslitaræðuna, af- henti stúdentum skirteini sfn og verðlaun fyrir ágætan árangur f ýmsum greinum, m.a. verðlaun frá Kópavogskaupstað fyrir ágætisein- kunn í íslenskum fræðum, ( tilefni þess að þessi tíundi árgangur stú- denta frá skólanum, útskrifast á af- mæli kaupstaðarins. Skólakórinn söng við athöfnina undir stjórn Martials Nardeau. Sig- ríður Kristinsdóttir nýstúdent, flutti ávarp og árnaði skólanum heilla. Einnig fluttu ávörp þeir Vilmar Pétursson, fulltrúi 5 ára stú- denta, og Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. Þrír nemendur skólans, Jóhanna Pálsdóttir, Kristín Andrea Einarsdóttir og Þuríður Jónsdóttir, léku á flautu verkið Terzetto eftir Frans Anton Hoffmeister. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Jóhanna Pálsdóttir úr náttúrufræðideild 9,4 og er það hæsta fullnaðareinkunn, sem stúd- ent frá skólanum hefur fengið. Það vakti einnig athygli er skólameist- ari greindi frá því að tveir stúdent- anna frá M.K., þeir Ásgeir B. Ægis- son og Vilmundur Pálmason, munu vegna ágætrar frammistöðu í eðlis- fræðikeppni framhaldsskólanna, fara á Olympíumót í þeirri grein í Júgóslavíu í sumar. Skóiameistari skýrði frá þvf að I athugun væri að koma á fót við skólann fjölmiðlabraut og tölvu- kraut. Athöfninni lauk með þvf að allir viðstaddir sungu „Island ögr- um skorið” eftir Eggert ólafsson og Sigvalda Kaldalóns. VEGNA mistaka við birtingu þess- arar fréttar í blaðinu í gær, sem beðist er velvirðingar á, er hún birt hér að nýju. Skólameistari afhendir dúxinum, Jóhönnu Pálsdóttur, verðiaun. Ásgeir B. Ægisson og Vilmundur Pálmason, sem keppa munu á ólympíu- móti í eðlisfræði f Júgóslavíu í sumar. 34. landsþing SÍB 34. þing SIB var nýlega haldið í Reykjavík. Þing SIB er haldiö annað hvert ár og það fer með æðstu völd í málefnum samtakanna. Samband íslenskra banka- manna eru heildarsamtök starfs- manna banka og sparisjóða og voru félagsmenn um síðustu ára- mót um 3200 talsins. Þingið sátu 65 fulltrúar frá 17 aðildarfélögum. Sveinn Sveinsson, er verið hefur formaður undanfarin ár, baðst undan endurkjöri og var Hinrik Greipsson, Útvegsbanka íslands, kjörinn í hans stað. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn SÍB til næstu tveggja ára: Formaður Hinrik Greipsson, Útvegsbanka íslands, 1. vara- form., Hrafnhildur B. Sigurðard., Landsbanka íslands, 2. varaform., Friðbert Traustason, Reiknistofu bankanna. Aðrir I stjórn: Margrét Brynjólfsdóttir, Landsbanka ís- lands, Sigurður Geirsson, Út- vegsbanka íslands, Sólveig Guð- mundsdóttir, Búnaðarbanka ís- lands og Yngvi örn Kristinsson, Seðlabanka íslands. Þingið samþykti ýtarlegar áiyktanir um ýmis mál. Það taldi, að bankamenn hefðu dregist aftur úr ýmsum launþegahópum í laun- um og skoraði á stjórn og samn- inganefnd að snúa þeirri þróun við. Störf bankamanna verði sí- fellt verðmætari með aukinni tæknivæðingu. Þingið hvatti stjórn SÍB til að leggja mesta áherslu á að ná fram raunhæfum kjarabótum. 1 því sambandi var bent á grunnkaups- hækkanir, aukið flokkaskrið, auk- in starfsaldursálög og sérsamn- inga vegna tæknivæðingar ( bankakerfinu. Þá skoraði þingið á stjórnina að taka aukinn, virkan þátt í umræðu stjórnvalda og annarra launþega- samtaka um Iaunamál vinnu- markaðarins. Kjaradeila sjó- manna í Reykjavík eftir Guðmund Hallvarðsson í Morgunblaðinu 4. júní sl. birtist grein eftir formann Útvegsmannafé- lags Reykjavíkur, G. Jakob Sigurðs- son dr. phil, vegna verkfallsins hér í Reykjavík. Einkum er greinin þess efnis að undirritaður færi sífellt með rangt mál í deilu þessari, sem ég síðan „troði í fjölmiðla". Dr. Jakob hefur ekki farið troðnar slóðir í út- gerð, þekkir líklega eitthvað til þeirra verka og notar líklega þessa ítarlegu lýsingu á samskiptum mín- um við fjölmiðla af gamalli hefð, en það er hans mál. Um þann fjölda báta sem hafa stöðvast hvarflar ekki að mér að deila við dr. Jakob í rituðu máli, en það sem hann nefnir í þvi sam- bandi er að á nokkrum bátum þar sem háseti var á fyrir verkfalls- boðun, voru á ný uppteknar yfir- mannsstöður sem fyrir löngu voru aflagðar og njóta nú fyrrverandi hásetar umtalsverðra kjarabóta umfram það sem kjaradeilan snýst um (þar á meðal 3 mán. upp- sagnarfrest, en krafa SR er aðeins 1 mán.). „Verkfallið er að ýmsu leyti sér- stæðara og fáránlegra en venja er til,“ segir dr. Jakob í grein sinni. Þessi afstaða atvinnurekandans er engin ný sannindi fyrir launafólk þar sem þeim hefur ávallt fundist launakrafa og verkföll af hinu illa. Dr. Jakob leggur áherslu á að ég hafi tvisvar undirritað kjara- samning sem tvívegis hafi verið felldir, og gerir því skóna að ég hafi lítil ítök meðal félagsmanna. Það vill nú því miður oft fara svo hjá lýðræðis sinnuðum mönnum eins og dr. Jakob að sé lýðræðið þeim andsnúið er einræðið best. Fjöldi þeirra sem atkvæði greiddu um kjarasamninginn er stað- reynd, en sýnir þó þversnið þess hugarfars sem sjómenn bera til kjarasamnings sem felldur var. Dr. Jakob heldur því fram að sjó- menn í Reykjavík séu að gera kröfur mikilla sérréttinda um- fram aðra sjómenn, sú fullyrðing hans er röng þar sem kröfugerð Sjómannafélags Reykjavíkur byggist á þeim efnisatriðum sem sjómenn og stéttarfélög þeirra hafa samið á hinum ýmsu stöðum úti á landi og er þó engan veginn allt tínt til. Um nefndarsetu mína vegna endurskoðunar sjómanna- laga þar sem m.a. var fjallað um uppsagnarfrest gerði ég ágreining og athugasemdir út af þar sem m.a. stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur sent þingnefnd er um málið fjallar, tillögu um 4 vikna uppsagnarfrest. Næst þegar dr. Jakob fer fram á ritvöllinn er hollt honum að kynna sér stað- reyndir þær sem málavextir um- fjöllunar eru byggðir á. — En um hvað snýst þessi deila? 1. Um starfsaldurshækkun launa, sem fiskimenn einir íslenskra launþega (að undanskildum vest- flrskum sjómönnum) fá enga umbun fyrir. 2. Lengingu uppsagnarfrests sem nú er aðeins 7 dagar. Þekking, reynsla og langt starf hjá sama vinnuveitanda voru for- sendur starfsaldurshækkunar launa þegar slíkar kauphækkanir voru uppteknar. í viðræðum við dr. Jakob varðandi þessa kröfu Sjómannafélags Reykjavíkur hef- ur hann haldið því fram og sagt að slíkum mönnum sem að framan greinir eigi ekki að greiða hærri laun, þeir séu yfirleitt orðnir lúnir og þreyttir, en ungu strákarnir sem eru að koma um borð í fyrstu veiðiferðirnar séu svo sprækir og duglegir að hlaupa um þilfarið að þeir ættu jafnvel rétt á hærri launum. Mannfyrirlitningin sem fram kemur hjá dr. Jakob í máli þessu í garð reyndra sjómanna er með ólíkindum. Eða getur það ver- ið að vanmat og þekkingarleysi út- gerðarmannsins á störfum sjó- mannsins sé slík að ofan greinir? Slys á fískiskipum Frá 1971 til og með 1983 verða 160 dauðaslys um borð í fiskiskipum 140 sjómenn drukkna og nærri 2.700 fiskimenn slasast á þessu tímabili. Því miður verða flestir sjómenn fyrir slysi á starfsævi sinni og það alvarlega við slysamál sjómanna þessa tímabils er að flestir hinna ógæfusömu sjómanna voru ungir menn. Alltof margir þeirra sem enn þrauka í starfi undirmanns á fiskiskipi hafa orðið fyrir líkam- legum áföllum, en þeir hafa öðlast mikla þekkingu og reynslu í starfi og miðla af þekkingu sinni til hinna yngri nýbyrjuðu sjómanna. Hefur dr. Jakob málefnaleg rök gegn því að sjómönnum beri ekki starfsaldurshækkun á laun, með tilvísun til framanritaðs? 7 daga uppsagnarfrestur er hjá félögum Sjómannafélags Reykja- víkur á fiskiskipum en 1 mánuður á kaupskipum. Hjá yfirmönnum er uppsagnarfrestur 3 mánuðir. Uppsagnarfrestur er hugsaður sem tími til Ieitunar og eftir- grennslunar á atvinnu fyrir þann launþega sem frammi fyrir upp- sögn stendur. Hins vegar hafa all- flestir útgerðarmenn notað upp- sagnarfrestinn með þeim hætti að sjómanni hefur verið sagt upp 7 dögum áður en komið er til hafnar og því ekki komist til að leita sér að atvinnu fyrr en uppsagnar- fresturinn er liðinn. Hvers vegna vísa reykvískir út- gerðarmenn deilunni við sjómenn til LÍÚ? Með bréfi 19. apríl sl. til Sjó- mannafélags Reykjavíkur er til- kynnt að LÍÚ sé falið fyrir hönd reykvískra útgerðarmanna að semja við Sjómannafélag Reykja- víkur. Það er athyglisvert og til um- hugsunar fyrir Reykvíkinga þegar stjórn LlÚ sem að meirihluta er skipuð fulltrúum utan af landi á að gæta hagsmuna reykvískra út- gerðarmanna. Og þar innan um eru menn sem hafa um langan tíma helst viljað ganga af reyk- vískri útgerð dauðri, enda er áhugi á samningsgerð i samræmi við það. Höíundur er íormaður Sjómanna- félags Rejkjavíkur. Frá landsþingi sambands íslenskra bankamanna. Morgunbladið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.