Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1985 21 búnaöi og minnka spennu." Af orðum Eyjólfs Konráðs Jónssonar er ljóst, að sett hefur verið fram í utanríkismála- nefnd hugmynd þess efnis, að skýrt kæmi fram í samþykkt Alþingis, að átt væri við kjarnorkuvopnalaus svæði beggja vegna járntjaldsins en ekki einungis vestan megin þess. Þessari hugmynd hefur ber- sýnilega verid hafnað en það hefur verið gert fyrir Sjálfstæðismenn að samþykkja að formaður nefndarinnar flytti þessar skýringar. Hverjir eru það í utanríkismálanefnd Alþingis, sem geta ekki fallizt á, að skýrt sé tekið fram, hvað við er átt? Ég skal engum getum leiða að því eða hvað valdi andstöðu þeirra aðila við afdráttarlaust orðalag um þetta efni. Hitt er alveg Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem í hálfa öld hefur mótað og fylgt fram utanríkisstefnu þjóðarinnar, fyrst í baráttunni fyrir lýðveld- isstofnun, síðan í baráttunni fyrir afdráttar- lausri þátttöku íslendinga í varnarsamstarfi vestrænna þjóða, getur ekki gengið til svo lágkúrulegrar málamiðlunar í þýðingar- miklu máli, sem hér er um að ræða. Ein- hver kann að segja sem svo, að þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins kalli ekki allt ömmu sína, þegar um málamiðlanir er að ræða. En eitt er að slaka á kröfum í póli- tískri dægurbaráttu innanlands, annað að bjóða heim hættulegum hugmyndum upp í Túngötu og austur í Kreml um það, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé að veikjast í varðstöðu sinni um þjóðarhags- muni út á við. Sovétmenn halda ekki uppi þessa stundina vopnuðum hernaði gegn V-Evr- ópu. Þeir halda uppi sálfræðilegum hern- aði. Og það er sálfræðilegur sigur í þeirri baráttu, þegar Alþingi Islendinga gerir samþykkt, sem skilja má á þann veg, að fallizt sé á þaö grundvallaratriði að sjálfsagt sé að ræða kjarnorkuvopnalaus svæði okkar megin við linuna en okkur komi ekki við hvað gerist hinum megin. Samþykkt Alþingis, sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að, ýtir undir þá skoðun í Moskvu, að slíkur sigur hafi unnizt. Kjarnorku vopn á íslandi í VETUR var lögð fram á Alþingi svo- hljóðandi þingsályktunartillaga: „Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga, að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn eða eldflaugar, sem slík vopn geta borið og ályktar aö kjósa sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátttöku íslands í um- ræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Nefndin skili áliti til Al- þingis fyrir 15. október 1985.“ Flutningsmenn þessarar tillögu voru Páll Pétursson, Framsóknarflokki,, Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, Guðrún Agn- arsdóttir, Kvennalista, Guðmundur Ein- arsson, Bandalagi jafnaðarmanna, Guð- rún Helgadóttir, Alþýðubandalagi, og Ellert B. Schram en staða hans á Alþingi á vegum Sjálfstæðisflokksins er óljós, svo að ekki sé meira sagt. í umræðum um þessa tillögu upplýsti Ellert B. Schram, að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins hefði fengizt til að skrifa upp á tillög- una. Athyglisverðar umræður urðu á Al- þingi um þessa tillögu. Ólafur Ragnar Grímsson, einn af varaþingmönnum Al- þýðubandalagsins, sagði m.a.: „Þess vegna væri það í raun og veru mjög merki- legt skref, ef Alþingi samþykkti það, hvað þá heldur áréttaði, eins og stendur í þessari tillögu, að það sé stefna Islendinga að bér séu ekki staðsett kjarnorkuvopn, því að þar með yrði núverandi hæstvirtur utanrfkis- ráðherra að breyta stefnuyfirlýsingum sín- um, ef hann vildi starfa í samræmi við þá viljayfirlýsingu Alþingis ... Ég vil þess vegna spyrja háttvirtan 1. flutnings- mann, hvort það sé ekki rétt skilið hjá mér í túlkun á þessari tillögu og hans ræðu, að í henni sé ekki átt við neitt „nema íslenzk stjórnvöld leyfi" heldur sé hér verið að setja fram alveg skilyrðis- lausa yfirlýsingu um það, að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn, því að í tillögunni er ekkert slíkt „nema“.“ Hjörleifur Guttormsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í utanríkismálanefnd, sagði við þessar sömu umræður: „Ég vænti þess, að það komi fram af hálfu 1. flutningsmanns áður en þessari umræðu lýkur, hvort einhver tvímæli eru um, að markmiðið með þessari tillögu sé að lýsa yfir þeirri stefnu ákveðið og afdráttarlaust, að á íslandi skuli ekki staðsetja kjarnorku- vopn, hvorki á friðar- né ófriðartímum ... Það atriði, sem ber á milli að ég hygg tillögumanna og hæstvirts utanríkisráð- herra, eins og hann hefur flutt sitt mál í þessum efnum á undanförnum mánuðum, er m.a. spurningin um það, hvort opinn skuli standa sá möguleiki að hingað verði flutt kjarnorkuvopn á óvissutímum, neyðar- tímum eða ófriðartímum, hvernig svo sem menn vilja skilgreina slíkar aðstæður. Það er úr þessum vafa, sem Alþingi þarf að skera með þingsályktunartiilögu.“ Síðar í umræöunum sagði Ólafur Ragnar Gríms- son: „Ég þekki hæstvirtan utanríkisráð- herra það vel og starfaði með honum lengi í utanríkismálanefnd, að ég er nokkurn veg- inn alveg sannfærður um, að hann mun aldrei láta þann texta, sem í þessari tillögu er nú, ganga óbreyttan í gegnum utanrík- ismálanefnd og verða samþykktan hér á Al- þingi.“ Geir Hallgrímsson hafði fá orð um þennan þátt málsins í þessum umræðum. Hann sagði að „Bandaríkjamenn væru samningslega skuldbundnir að leita leyfis íslenzkra stjórnvalda og því yrðu ekki geymd kjarnavopn á íslandi nema með leyfíi íslenzkra stjórnvalda". Tillaga utanríkis- málanefndar NÚ VÍKUR sögunni til utanríkismála- nefndar. Orðalag á tillögu hennar um kjarnorkuvopn á íslandi er svohljóðandi: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu ís- lendinga að á Islandi verði ekki staðse** kjarnorkuvopn hvetur það til ... “ o.s.frv. Upphaf tillögu Páls Péturssonar og fé- laga hans skal endurtekið hér. Það hljóð- ar svo: „Alþingi áréttar þá stefnu íslend- inga, að á íslandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn eða eldflaugar ..." Tillaga utanríkismálanefndar, sem þingf’okkur Sjálfstæðisflokksins stendur að, er sam- hljóða tillögu Páls Péturssonar og fleiri nema að því leyti að orðið eldflaugar er tekið út. En hvernig túlka einstakir þingmenn þennan þátt tillögunnar? Guðrún Helga- dóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði í umræðum á Alþingi á dögunum: „... þá held ég að það hljóti að skiljast á sama hátt og gert er ráð fyrir í tillögu okkar á þingskjali 239 að þar sé átt við hvorki í friði né ófriði“. Hjörleifur Guttormsson sagði um þetta atriði: „Ég greindi frá því í máli mínu hér áðan, að það væri engin tilviljun að þetta er orðalag tillögunnar. Og þar er ekki tekið inn í tillöguna neitt orðalag, sem áskilur leyfi stjórnvalda þar að lútandi. Ég tel nauðsynlegt vegna þess, sem hér hefur komið fram frá hæstvirtum utan- ríkisráðherra, að það liggi alveg fyrir, að óskum um það að taka inn slíkt orðalag í tillöguna var hafnað. Þess vegna er tillag- an eins og hún liggur hér fyrir og á það var sæst.“ Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði: „... í þriðja lagi þá áréttar Alþingi þessa stefr.u og ákvarðar formlega að hér verði ekki staðsett kjarnorkuvopn ... eins og hæstvirtur for- sætisráðherra tók hér fram rétt áðan, þá hlýtur meirihlutavilja Alþingis að þurfa til að breyta þeirri stefnu." Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Geir Hallgrímsson voru aldeilis ekki sammála þessum sjónarmiðum. Eyjólfur Konráð sagði í framsöguræðu sinni vegna um- mæla Hjörleifs Guttormssonar í útvarps- viðtali: „Mismunandi skilningur á orðun- um „Alþingi áréttar þá stefnu Islendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn" kom aldrei fram í utanríkismála- nefnd, enda alveg ljóst að orðið „áréttar" getur ekki þýtt neitt annað en undirstrik- að eða eins og segir um orðið „árétta" í orðabók Menningarsjóðs, ítreka, endur- taka. Ekki fer því á milli mála, að í álykt unartillögunni er sú stefna, sem íslenzk stjórnvöld hafa fylgt í áratugi að því er varðar staðsetningu kjarnorkuvopna á ís- landi, staðfest og ítrekuð. Þessa stefnu hafa íslenzk stjórnvöld túlkað fyrr og síð- ar og má þar t.d. nefna ummæli Her- manns Jónassonar 1957 er hann svaraði Búlganin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og ummæli Guðmundar í. Guð- mundssonar 15. október 1962 á Alþingi." Afstaða Geirs Hallgrímssonar, utan- ríkisráðherra, kom einnig alveg skýrt fram í þessum umræðum. Hann sagöi: . , hygg að það væri fásinna af okkur 1 lcndingum að lýsa því yfir um aldur og ævi á hverju sem gengur, að við mundum afsala okkur að þessu leyti sjálfsákvörð- unarrétti eða fullveldi. Þess vegna er hér ekki um þá yfirlýsingu að ræða að hvorki í friði eða ófriði verði hér ekki staðsett kjarnavopn. Það hlýtur að vera á valdi íslenzkra stjórnvalda hvort svo skuli vera en þau hljóta og að vera bundin af þeirri stefnumörkun, sem stjórnvöld hafa markað hingað til og ekkert er útlit fyrir að íslenzk stjórnvöld breyti. En það er engu að síður óskynsamlegt að gefa slíka einhliða yfirlýsingu þó ekki væri nema vegna þess að slík yfirlýsing á að eiga sér stað í samráði og samhengi við aðrar ná- lægar þjóðir og í þeim tilgangi að um kjarnorkuvopnalaus svæði og afvopnun kjarnavopna verði að ræða einnig hjá öðrum þjóðum og mun stærra svæði." Af þessum tilvitnunum er ljóst, að skilningur þeirra flokka, sem að þessari samþykkt Alþingis standa, er gerólíkur að því er þetta orðalag varðar. En eftir stendur, að um þetta viðkvæma mál hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fallizt á orðalag í tillögu vinstri flokkanna. Mér er óskiljanlegt með öllu, hvað það er, sem hefur rekið alla þingmenn Sjálfstæðis- flokksins til þess að ganga til málamiðl- unar á nótum vinstri flokkanna, og hvaða hag þeir sjá í samþykkt tillögu á Alþingi, sem þingmenn skilja með svo mismun- andi hætti. Sé ástæðan sú, að Sjálfstæðismenn hafi óttazt að vinstri flokkarnir mundu sam- einast um samþykkt tillögu, sem gengi gegn sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins, er sú röksemd fásinna. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur áður staðið einn í utanríkismálum á Alþingi og orðið undir í atkvæðagreiðslu þar en stefna hans hefur alltaf orðið ofan á hjá þjóðinni og ráðið að lokum. Tvennt skiptir máli í þessu sambandi: í fyrstá lagi að utanríkisstefna íslands sé skýr og afdráttarlaus í þessum efnum sem öðrum. Allt annað er hættulegt á við- sjárverðum tímum. í öðru lagi, að enginn efi rísi um óhagg- anlega afstöðu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Þáttur þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samþykkt þessarar tillögu mun vekja vonir meðal öfgaafla og áhyggjur meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins. Sú staðreynd að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins rís upp til að and- mæla vekur undrun. Er svo komið að hin sterka utanríkismálahefð Sjálfstæðis- flokksins á sér ekki lengur afdráttarlaus- an talsmann í þingflokknum? Duglegir og spameytnir vinnubílar frá PEUGEOT HAFRAFELL símar 685211 - 683537 TALBOT 1100 VF2 Vélastærð 1118-3 55 HA Framhióladrifinn Sjálfstæð fjöðrun Flutningsrými 2600 lítrar Burðargeta 500 kíló Kostarkr. 279.500,00 PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastærðir: 1796-380HA Benzín 2304-370HA Diesel Afturhjóladrifinn „Splittað drif“ Pallstærð 1,45 X 2,00 M. Burðargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 398.000,00 Tollgengi 1. marz '85 UMBOCHO Á AKUREYRI VÍKINGUR SF. FURUVOLLUM 11 SÍMI: 21670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.