Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Hús og híbýli: 2. tbl. 1985 komið út Tímaritið Hús og híbýli, 2. tbl. 1985, er komið út, 100 blaðsíður að staerð. Meðal efnis í blaðinu er myndskreytt grein um heimili þeirra Jakobs Magnússonar og Ragnhildar Gísladóttur. Litið er inn í nokkur garðhús, m.a. hjá sendiherra Banda- ríkjanna og konu hans. Rstt er við forsvarsmenn fyrirtskisins Alviðru, sem er að hefja byggingu á hring- laga fjölbýlishúsum með yfirbyggð- um garði, í Garðabæ. Fjölmargar fleiri greinar eru í blaðinu m.a. um heita potta í garða, fasteignavið- skipti, gangstéttarlagnir, viðgerðir á alkalískemmdum, nýjungar í blönd- unartskjum og fleira. Útgefandi H&H er SAM-út- gáfan sf. Ritstjóri er Þórarinn Jón Magnusson. Plastpoki í óskilum SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld tapaðist í Háskólabíói plastpoki með ýmsum munum. Pokinn hefur ekki komið i leitirnar, og er finn- andi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Arngeir í síma 25475 eftir kl. 19.00, í kvöld og næstu kvöld. Tónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju Keflavík, 6. júní. Næstkomandi mánudag, þann 10. júní, munu þær Sólveig Strömme sópran og Laila Kristín Helland pí- anleikari halda tónleika í Ytri- Njarðvikurkirkju í boði Tónlistar- skóla Njarðvíkur. Þær koma frá bænum Fitjum í Noregi en hann er vinabær Njarðvíkur. Einnig koma þær fram í Norræna húsinu fimmtu- daginn 13. júní. Þrátt fyrir ungan aldur (14 og 16 ára) hafa þær stöllur þegar náð mjög góðum árangri á tónlistar- sviðinu, og sem dæmi má nefna að Sólveig sigraði i alþjóðlegri söng- keppni í Wales á siðasta ári. Á tón- leikunum i Njarðvík á mánudag munu einnig koma fram tveir nem- endur úr söngdeild Tónlistarskóla Njarðvíkur, þau Guðmundur Sig- urðsson tenór og María Guð- mundsdóttir sópran ásamt Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur pí- anóleikara. Þetta er í annað sinn sem vina- bæirnir Njarðvík og Fitjar standa fyrir gagnkvæmum tónlistarheim- sóknum en sumarið 1980 fór Lúðra- sveit Tónlistarskóla Njarðvíkur í heimsókn til Fitja. RGI Finnur Garðarsson fiskifræðingur: „Laxveiðin til þessa er í samræmi við spár okkar“ „Veiðin í sumar hefur byrjað nokkurn veginn eins og við höfðum spáð og við erum einmitt mjög spenntir að sjá hver útkoman verður, því þetta sumar er eins konar prófsteinn á okkar athuganir og aðferðir. Við vorum fyrir löngu búnir að spá tregri stórlaxaveiði, en ef við höfum rétt fyrir okkur, munu smálaxagöngurnar verða sterkar." Þetta sagði Finnur Garð- arson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnuninni í samtali við Morgunblað- ið í gær. Hann var þá beðinn að spá um framhald laxveiðinnar í Ijósi þess sem gerst hefur í vor, þ.e.a.s. fremur lítið hefur veiðst fyrstu daga veiðitímans þótt eitthvað hafi rofað til síðustu daga. „Að það verði lítið um stóran lax er rökrétt framhald á því að mjög lítið af smálaxi gekk í árn- ar í fyrra og það sem gekk var yfirleitt óvenjulega smár fiskur, enda var afar kalt árið 1983, seiðin fóru seint ut og vaxtar- tíminn því stuttur. Aðstæður voru þveröfugar í fyrra, seiðin gengu snemma til sjávar og FYRSTA veiðisaga sumarsins hef- ur steypst inn á borð til okkar og átti hún sér stað í silungsveiðivatni einu á Vesturlandi. Stangveiðimað- ur einn var búinn að þenja sig all an morguninn með flugustöng, en bleikjan var í værðarskapi og lét fara lítið fyrir sér. Undir hádegið ákvað veiðimaðurinn að hrista ær- lega upp í hylnum (þetta var við lækjarós) með því að hnýta á glitr- andi 7 gramma spinner. Hann vissi að það hlaut að vera fiskur á þess- um slóðum, því himbrimi einn hafði verið að kafa til og frá milli þess sem hann gólaði ámátlega. Eftir fá köst varð allt fast, það var þrifið heiftarlega í og skyndilega trylltist himbriminn gersamlega, barðist um í vatns- skorpunni með vængjaslætti og óhljóðum. Veiðimaðurinn sót- bölvaði í hljóði, það var engu lík- ara en að himbriminn og spónn- mælingar sem við höfum gert benda til þess að víða hafi mikið af seiðum gengið til sjávar. Þá er sjór hlýrri og átumeiri en 1983, og vaxtartíminn því lengri og skilyrðin betri. Smálaxinn gæti því allt eins gengið í fyrra lagi í sumar og verið í vænna lagi í þokkabót," sagði Finnur enn- fremur. inn hefðu hist einhvers staðar í djúpinu og það gat orðið að hinu versta máli. Himbriminn hafði sig á loft með gauragangi og veiðimaður fylgdi honum með augunum og tók fast í til að reyna að losa veiðitæki sín frá flugdrekanum en allt kom fyrir ekki. En himbriminn komst á loft, gaulaði og hló á víxl og það rann upp fyrir veiðimanninum að hann var 1 engum tengslum við himbrimann, línan var enn ofan í djúpinu og það var togað jafn fast í og fyrr. Einbeitti veiðimaður sér þá að því sem á enda línunnar var og þótti þetta þegar orðið að hinu mesta ævin- týri. Eftir stundarkorn sýndi stórsilungur sig í vatnsskorp- unni og um stundarfjórðungi síðar var þeim hinum sama fiski landað eftir harðan atgang. Þetta var 9 punda urriði, ekki himbrimi. Finnur var spurður hvort tímabært væri í Ijósi athugana stofnunarinnar, að spá í veiði sumarið 1986, „Ef smálaxagöngurnar verða sterkar, eins og við reiknum með og úr því fæst skorið á næstu vikum, má búast við góðum stór- laxagöngum næsta sumar. Auk þess var vorið í ár hlýtt og gott, seiðin hafa gengið snemma út og mikið af þeim. Ef þetta stenst allt, gæti næsta sumar orðið verulega gott með sterkum stór- laxagöngum og stórum göngum af vænum smálaxi. Það má segja að frá og með þessu sumri muni svar fást við því hvort athuganir okkar eru nothæfar. Það er eink- um ár á Norðurlandi sem munu fá mesta smálaxabatann skv. at- hugunum okkar. Þar höfum við fylgst vel með árgangi einum frá 1980 sem hélt til sjávar í fyrra- vor. Ef þessir laxar skila sér er það mikil lyftistöng fyrir okkur og bendir til þess að hið sama gildi víðar hvað varðar laxa- göngurnar," sagði Finnur. En mióað við lítinn snjó í fjöll- um, og e.t.v. rignir lítið í sumar, hvað gerist þá? „Vatnsleysi kann að tefja eitthvað göngurnar, sérstaklega ef þurrkar verða. En við eigum þo ekki von á öðru en laxinn skili sér þótt síðar verði. Það gæti orðið seint og það gæti komið þannig út, að hluti af laxinum yrði fyrir litlu veiðiálagi og þannig yrðu e.t.v. fleiri laxar eft- ir í ánni en ella, að veiðitímabil- inu loknu. Það er svo hlutur sem þarf að huga að þegar þar að kemur." Hvað um hugmyndir manna að loka ám í ágúst ef jafn lítið verður um lax og t.d. í fyrra? „Ég held að það sé óþarfi að hafa áhyggjur af ofveiði, nema Þetta gæti orðið algeng sjón ef spá veiðimálastofnunar stenst. ef til vill í einstaka litlum ám þar sem laxagöngur bregðast ár eftir ár. I slíkum tilvikum yrði að gera rannsóknir á laxastofn- inum og athuga hvort hætta stafaði af ofveiði. Auk þess telja sumir fiskifræðingar, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um ágæti þeirrar kenningar, að lítill hrygningarstofn geti alið af sér sterkan árgang vegna lítillar samkeppni við önnur seiði. Hins vegar ber að athuga í þessu sam- bandi, að erfitt og næstum óger- legt er að einangra einn þátt eins og þennan og telja hann ófrávíkjanlegan. Þar getur margt spilað inn í, ástand í ánni, ástand í hafinu, almennt árferði, slys í vatnakerfinu og fleira. Ef hægt væri að einangra einn þátt eins og að lítill hrygningarstofn gefur sterkan árgang, þá gæti það vel staðist ef allir aðrir þættir sem einnig ber að taka tillit til eru jákvæðir.“ Þú ert þá bjartsýnn? „Já, það er ég. Spáin er byggð á athugunum okkar og maður hlýtur að trúa sínum eigin niðurstöðum." Fyrsta veiðisagan Ekki stenst alltaf „hér er enginn lax“ Heildarlaxveiðin síðastliðið sumar var heldur lítil þegar öllu var á botn- inn hvolft og byrjaði hún þó ákaflega líflega víðast hvar. Nú virðist það sama ætla að verða ef marka má allt umtal um horfur og slíkt og er þá átt við að fiskibátar hafa verið að rcyta upp lax í sjónum mun fyrr á vori en oftast áður. Á þessu milda og góða vori bendir það auðvitað eindregið til þess að laxinn gangi snemma og eins og stundum áður voru einhver brögð að því að menn sæju fisk hér og þar í maímánuði. Þetta gerðist einnig í fyrra og því skulum við ekki fagna of snemma. En þó veiðin hafi verið lítil í fyrra og laxar færri en oft áður var þó alltént lax til staðar og þá gerast alltaf ævintýri eins og dæmin sanna. Hverfum austur til Stóru-Laxár í Hreppum sem var sólargeisli í skýjaþykkninu I fyrra með sína rúmu 700 laxa veidda og annað eins að minnsta kosti eftir í ánni. Margir laxveið- imenn þekkja Kálfhagahyl, ýmsir ekki síst vegna þess að þar hafa þeir upplifað eitthvað skemmti- legt um dagana, aðrir vegna þess að hylurinn er einn hinn fegursti af mörgum í laxveiðiám landsins og er þá stórt tekið upp í sig. í fyrra var mikill lax í Kálf- hagahyl og menn voru að fá’ann þar allt sumarið, oft stóra og mikla bolta. Þegar Laxárvinir með nokkra Fjaðrafokara í fylk- ingarbrjósti fóru austur eftir veiðitíma til að veiða lax í klak, hugðu þeir gott til glóðarinnar að vera stórtækir í Kálfhagahyln- um. Þeir ætluðu einnig að ná laxi í Bergsnösinni sem talinn var yfir 30 pund. Hann náðist og hér á síðunni getur að líta mynd af tröllinu í greip Geirs Birgis Guð- mundssonar og þess má geta, að Geir er stór og mikill. Vigt þeirra félaga tók „aðeins" 30 og kvarð- inn beinlínis hlunkaðist niður í einu vetfangi. Laxinn var þvi auð- sjáanlega þyngri, en aldrei hefur undirritaður heyrt talað um ann- að en hann hafi verið „eitthvað yfir 30 pund“. Það skiptir kannski ekki öllu máli, þessi lax var eng- inn verðlaunakandídat og fyrst og fremst gaman að því að svona laxar skuli enn ganga i ár á Is- landi. Menn töldu sig verða vara við álíka risa víðar í fyrra, en í laxafæðinni stóð þó meðalvigtin upp úr og var með hæsta móti. í Ölfusá, Hvítá í Árnessýslu, Sog- inu, Vatnsdalsá og Stóru-Laxá og víðar töldu menn sig vita af löx- um sem hlytu að vera allt að 30 pund eða meira. En við vorum austur í Stóru- Laxá. Ævintýrið gerðist svo þeg- ar hersingin flýtti sér upp í Kálfhagahylinn. Veðrið var gott, áin blátær og öll aðstaða til að skyggna hylinn hin ákjósanleg- asta. Þá voru þetta menn sem eru gjörkunnugir ánni og vissu að þeir töldu að minnsta kosti hvar laxinn lægi. Þeir skimuðu um allt, en sjá, þar var ekkert líf að sjá. Þó sáu þeir hvern stein og hverja skoru. Jú, þarna var einn, sæmilega vænn, svona 10—11 pund. Það var sama hvað þeir gláptu, góndu og pírðu augun, hylurinn virtist líflaus að þessum eina undanskildum. Menn veltu því fyrir sér í ljósi þessa hvort það væri ekki tímasóun að draga fyrir hyl sem aðeins einn lax væri í. Menn skldu ekki neitt í neinu. Hvar var allur laxinn? Jæja, þeir drógu samt fyrir og fengu á sjöunda tug laxa í fyrsta drætti og fleiri í næstu tilraun- um. Drjúgur hluti aflans var 14 pund og allt upp í 26 pund, en tveir slíkir hængar voru í veið- inni. Hvar var laxinn? Það vita laxarnir einir. Þessi litla saga ætti að vera veiðimönnum til hvatningar frek- ar en hitt, það er gleðilegt að geta hugsað til þess að ef til vill er hylur sem virðist steindauður í raun fullur af fiski. Það getur að vísu virkað á hinn veginn, að menn standi kannski yfir hyl sem virðist steindauður í þeirri von að það liggi 70 stórlaxar einhvers staðar í djúpinu, en svo reynist hylurinn í raun steindauður. Svona lagað verður ævinlega að vega og meta, en ekkert er betra fyrir veiðimann en að eiga von- ina, sérstaklega ef hann sér ekki laxinn. Svipaða ádráttarsögu er að segja frá Reykjadalsá í Borgar- firði, þar veiddust aðeins milli 50 og 60 laxar síðasta sumar og þótti Iélegt, sérstaklega meðal þeirra sem veiddu í þeirri á fyrir nokkr- um árum er hún var í uppgangi og farin að gefa á fjórða hundrað laxa á hverju sumri. Um haustið fóru menn á stjá til að reyna að ná nokkrum fiskum í klak. Var haldið að Klettsfljóti þar sem jafnan má ganga að laxi vísum þótt það sé oftar en ekki sýnd veiði en ekki gefin. Fljótið er lygnt og fremur grunnt, en mikill botngróður er þar og laxinn hverfur stundum á kaf í gróður- inn. Er skemmst frá að segja, að í ádrætti í fljótinu veiddust fleiri laxar en áin öll gaf á stangirnar tvær sem veitt er á. Sumir sögðu að laxinn hlyti að hafa gengið seint frá Svarthöfðasvæðinu en fleiri voru þó á því að sú skýring ætti að vísu rétt á sér, en hún væri ekki einhlít. Þessi dæmi sýna betur en flest annað, að oft er lax í leyni þótt lítið fari fyrir honum og oft heyrir maður veiði- menn slá því föstu að „hér sé eng- inn fiskur", en oftar en ekki standast slíkar yfirlýsingar ekki, enda hæpið að fella slíkan dóm bara af því fiskur sást ekki, það- an af síður vegna þess að hann beit ekki á. Mönnum getur orðið hált á því svelli að ætla öruggt að lax bíti á hjá sér ef hann er til staðar á annað borö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.