Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 41 ingar frá síspúandi stóriðjuverk- smiðjum. Sá draumur hans er að rætast. Nú er Árni Ásbjarnarson horf- inn á braut til sinnar heimabyggð- ar og við Hvergerðingar kveðjum hann með þakklæti fyrir meira en 20 ára samstarf í bygginga- og framfaramálum Hveragerðis. Oddgeir Ottesen í dag kveðjum v'ð hinstu kveðju Árna Ásbjarnarson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Náttúrulækn- ingafélags íslands um nærfellt tveggja áratuga skeið. Hann lést í Reykjavík þann 29. maí sl. eftir allnokkra legu, tæplega áttræður að aldri. Er við i stjórn NLFÍ minnumst nú þessa ötula stjórnanda og bar- áttumanns, er okkur vissulega vandi á höndum, því af mörgu er að taka og einungis hægt að stikla á stóru. Árni Ásbjarnarson fæddist hinn 6. júlí 1905 að Hvassafelli í Eyjafirði, sonur Ásbjarnar Árna- sonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jóhannesdóttur. Að Hvassafelli ólst hann upp til sext- án ára aldurs er foreldrar hans fluttust að Þverárdal í Húna- vatnssýslu. Árni stundaði nám í Hólaskóia árin 1924—26, en hélt þá til Dan- merkur, þar sem hann dvaldi í eitt ár við nám og störf, meðal annars á lýðháskólanum í Askov. Heimkominn varð hann fljót- lega ráðunautur hjá Nautgripa- ræktarsambandi Eyjafjarðar, en árið 1939 tók hann við starfi bústjóra við Hólsbú Siglufjarðar og gegndi því starfi til ársins 1947. Eftir það stundaði Árni eigin búskap að Kaupangi í Eyjafirði. Á þessum athafnaárum kynnt- ist Árni náttúrulækningastefn- unni á svipaðan hátt og aðrir landsmenn, er þjóðkunnur og mik- ils metinn læknir, Jónas Krist- jánsson, hóf að boða kenningar um heilbrigði og lækningaaðferð- ir, er þóttu ganga í berhögg við venjulegar skoðanir í þeim efnum. Þessum kenningum tók Jónas að hreyfa skömmu eftir 1920. Hann hélt því fram að margir sjúkdóm- ar stöfuðu af röngu mataræði, og taldi mestu máli skipta að menn neyttu fæðu sinnar af borðum náttúrunnar með einföldum hætti. Taldi hann að með því mætti forð- ast flesta sjúkdóma, og ef menn lifðu réttilega, gætu þeir náð há- um aldri við góða heilsu. Ekki eru tök á því að sinni, að fjalla nánar um kenningar náttúrulækninga- stefnunnar, en þær ollu talsverðu umróti í hugum manna um allt land. Jónas Kristjánsson stofnaði Náttúrulækningafélag íslands í byrjun árs 1939, ásamt nokkrum Að morgni 31. maí andaðist móðurbróðir minn og kær vinur, Valdimar Jónsson, bóndi á Álfhól- um í Vestur-Landeyjum. Hann fæddist 14. desember 1891 og var því á 94. aldursári, er hann lést. Valdimar fæddist á Álf- hólum, sonur hjónanna Jóns Nik- ulássonar og Sigríðar Sigurðar- dóttur og var hann næstyngstur af níu börnum þeirra. Tók hann við búi af föður sfnum og bjó alla sína ævi á Álfhólum. Langt var ævi- starfið orðið og mikið að vöxtum, því Valdimar var athafnasamur maður og kringum hann var aldrei logn eða ládeyða. Hann átti því láni að fagna að vera alla ævi heilsuhraustur og elli kerling náði seint á honum taki. Fram yfir ní- rætt kom hann oft til Reykjavíkur til ýmissa útréttinga fyrir bú sitt. Áhugi hans og lífskraftur var al- veg einstakur, þrátt fyrir háan aldur. Valdimar hafði oft viðdvöl hjá mér, þegar hann kom suður, og ræddum við margt um lífið og til- hópi stuðningsmanna. Tilgangur félagsins var meðal annars sá að vinna að stofnun heilsuhæla, þar sem beitt yrði náttúrulegum heilsuverndar- og lækningaað- ferðum, er grundvölluðust á notk- un ljóss, lofts, vatns, réttu matar- æði, hreyfingu og hvíld. Eftir langa baráttu var hafist handa við byggingu Heilsuhælis- ins í Hveragerði árið 1953 og hinn 24. júlí 1955 var hælið opnað með 40 rúmum. Árið 1957 var opnuð baðdeild og síðar sama ár hófust gigtlækningar við hælið. Árið 1958 urðu þáttaskil í lífi Árna Ásbjarnarsonar. Þá kom hann sem sjúklingur til dvalar á hælinu, kominn yfir miðjan aldur, og allþjáður af gigt og magasári. Á skömmum tíma náði Árni undraverðum bata með því að taka upp þá lifnaðarhætti sem náttúrulækningastefnan mælir með. Þetta sama ár gerðist það svo að Árni var ráðinn framkvæmda- stjóri NLFÍ eftir skyndilegt frá- fall Sigurjóns Danivalssonar, er hafði af miklum dugnaði og fyrir- byggju unnið að uppbyggingu Heilsuhælisins og séð um rekstur þess í fjögur og hálft ár. Þótti skarð fyrir skildi við fráfall Sigur- jóns, en tíminn hefur leitt í Ijós, að Árna Ásbjarnarsyni var ekki ofætlan að taka við þessu starfi. Með einstökum dugnaði og elju tokst honum að hrinda í fram- kvæmd smíði nýrra viðbygginga, groðurhúsa, starfsmannahúsa og annarra mannvirkja. Á hverju ári allan hans starfstíma voru bygg- ingarframkvæmdir í gangi með einum eða öðrum hætti. Ekki verður þessara fram- kvæmda getið án þess að minnast á þann mann sem staðið hefur í eldlínunni með Árna við þessa uppbyggingu og reyndar allt frá byrjun en það er Jón Guðmunds- son húsasmíðameistari. Jón hefur verið yfirsmiður hælisins frá fyrstu tíð og til skamms tíma. Ef greina ætti frá öllum þeim framkvæmdum sem Árni Ás- bjarnarson beitti sér fyrir í starfi sínu sem framkvæmdastjóri NLFÍ, yrði það langt mál. Skal hér aðeins getið nokkurra verkefna á fyrri hluta starfsferils hans, sem sýnir glöggt hve kappsamur og framsækinn hann var, strax frá fyrstu byrjun, þrátt fyrir erfiðan fjárhag félagsins. Árin 1958—59 var önnur íbúðar- álma hælisins reist og fjölgaði rúmum þá í 80. 1960 var byggt starfsmannahús, 1961 voru reist tvö gróðurhús og sett upp gufu- baðstofa við hælið. Árið 1962 var byggt við eldri íbúðarálmu og 1963 var byggt nýtt þvottahús og bað- deild stækkuð. 1964 var reist nýtt starfsmannahús og 1965 var tekin í notkun ný íbúðarálma. Voru þá rúm orðin 110 talsins. Einnig var veruna. Hann hafði frá mörgu að segja frá langri og viðburðaríkri ævi og minnisstæðar eru mér frá- sagnir hans af æsku- og uppvaxt- arárunum. Þá var lífsbaráttan hörð og enginn fékk neitt upp í hendur án fyrirhafnar. Börn og unglingar voru snemma kvödd til vinnu og ábyrgðar og var Valdimar þar engin undantekn- ing, enda voru foreldrar hans og systkini annálað dugnaðar- og at- orkufólk. Hann kvað það hafa ver- ið fyrsta starf sitt og fleiri drengja 7—8 ára gamalla að gæta hesta sjómannanna á Landeyja- sandi á meðan þeir réru til fiskjar. Valdimar fór síðan fljótlega að fara í róðra með föður sínum og 17 ára gamall varð hann sjálfur for- maður á bát, sem hann keypti með öðrum, og um tvítugt eignaðist hann sinn eigin bát. Hann stund- aði því sjósókn jöfnum höndum með búskapnum á fyrstu áratug- um aldarinnar. Valdimar vann mikið að rækt- unarmálum í Landeyjum á sínum tekin í notkun ný nudd- og ljósa- stofa. Árið 1966 var farið að huga að borun eftir heitu vatni fyrir hælið og voru boraðar tvær holur. Sú fyrri gaf ekki nógu góða raun, en seinni holan heppnaðist vel og gaf af sér gnægð af heitu vatni. Varð hælið þannig sjálfu sér nægt með heitt vatn. Sem fyrr segir mætti lengi áfram telja af því er Árni Ás- bjarnarson kom í framkvæmd, en einnig má segja: Sjón er sögu rík- ari. Heilsuhælið stendur sem veg- legur minnisvarði um nokkra mik- ilhæfa hugsjónamenn og þar á Árni Ásbjarnarson stóran þátt. Hér að framan hefur einkum verið minnst á nokkra þætti í starfsferli Árna Ásbjarnarsonar, en minna fjallað um manninn sjálfan. Ætla mætti af þeim verk- um er hann lætur eftir að þar færi slík hamhleypa til starfs daglangt, er ekki gæfi sér tóm til hvíldar. Og vissulega var Árni vel vakandi yf- ir daglegum rekstri og uppbygg- ingu hælisins. Hann stjórnaði af festu og einurð og lét sér ekkert óviðkomandi er hælið varðaði. En samt var hann hæglátur maður og kom ávallt fram af hógværð. Hann var fremur dulur í skapi og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Þó kunni hann mörgum betur að gleðjast og fagna í góðra vina hópi. Árni var mjög trúhneigður maður og mikill hugsjónamaður. Áhugamál hans voru margvísleg en beindust þó öll að umbótum öðrum til blessunar. Má í því sam- bandi nefna hina fögru kapellu heilsuhælisins sem tekin var í notkun árið 1971, ert þar hafa jafnan verið haldnar guðsþjónust- ur, kvöldvökur og ýmsar samkom- ur, dvalargestum til yndis og ánægju. Eitt af hugsjónamálum Árna var að náttúrulækningafélagið byggði og starfrækti dvalarheimili fyrir börn á jarðeign félagsins að Sogni í Ölfusi. Heimilið yrði rekið bæði sem samastaður fyrir mun- aðarlaus börn en einnig og ekki síður sem sumardvalarheimili fyrir börn almennt. Sem fyrr þegar Árni beitti sér fyrir einhverju var hafist handa og byggt mundarlegt hús á tveim- ur hæðum og var það tekið í notk- un á miðju ári 1973. Var þar rekið barnaheimili í nokkur ár en síðar æxlaðist svo til að húsnæðið var leigt hinum ágæta og þarfa félags- skap SÁÁ. Fjölmargt mætti nefna til við- bótar þessum kveðjuorðum um Árna Ásbjarnarson, störf hans, mannkosti og hæfileika, en það verður ekki gert að sinni. Vonandi verður hans minnst síðar á verð- ugan hátt. Árni var kvæntur mikilli ágæt- iskonu, Maríu Stefánsdóttur, og yngri árum og var driffjöður í öllu því sem horfði til framfara. Hann tók þátt í félagsmálum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína. Hann setti svip á sveit sína og samtíð, maður djarflegur í framkomu og fór ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum. Ofar öllum dægurmálum var þó ást hans á jörðinni sinni og sveitinni, sem var samtvinnuð öllu hans lífi og starfi. Valdimar taldi sig með réttu vera mikinn gæfumann og honum lifir hún mann sinn. Þau eignuð- ust einn son, Stefán, sem er bóndi að Kaupangi í Eyjafirði. Áður átti Árni einn son, Björn Líndal. Þau hjónin tóku einnig að sér þrjú fósturbörn og ólu upp. Þau eru Hrafnhildur Garðarsdóttir og systkinin Kristinn Gíslason og Ásta Gísladóttir. Stjórn NLFÍ vottar þeim öllum svo og öðrum ættingjum og vensl- afólki samúð vegna fráfalls Árna Ásbjarnarsonar. Stjórn NLFÍ Heldur er fátítt að ég líti um öxl til liðinna atburða — helst þó þeg- ar vinir yfirgefa þessa lest okkar sem rennur eftir tímans teinum. Og því lengra sem haldið er gerist slíkt oftar — að sjálfsögðu. í þetta sinn var komið að Árna Ásbjarnarsyni að leggja á nýjar brautir. Hvorki kom það honum á óvart né heldur þeim er næstir stóðu. Hann vissi oftast hvað hann fór, kunni því betur að hafa reglu á hlutunum að sið góðbænda. Eins fyrir því fyrirfannst í hon- um þáttur ævintýramanns. Langt er nú um liðið siðan höfundi þess- ara orða þótti við eiga að snerta þann streng í brjósti hans og ger- ast með þeim hætti örlagavaldur. Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði varð fyrir þungu áfalli sumarið 1958. Hinn ötuli fyrsti forstjóri þess, Sigurjón Danivalsson, varð bráðkvaddur. Mikið lá við að ráða hæfan mann í stað hans. Sá mað- ur þurfti að vera framkvæmda- samur hugsjónamaður, sem kunni vel með fé að fara. Nú, þegar segja má að málstað- ur náttúrulækningamanna sé al- mennt viðurkenndur, heilsurækt talin eðlileg og jafnvel nauðsyn- leg, er erfiðara að gera sér rétta ein fyrir, hvað farið var fram á. boði var staða framkvæmda- stjóra við fyrirtæki, sem átti í verulegum fjárhagsörðugleikum. Félagsskapurinn að baki var hvorki fjölmennur né almennt virtur. Margir litu hann sömu augum og einstrengingslega trú- arsöfnuði. Vel man ég eftir samtali við þá- verandi landlækni, Vilmund Jóns- son, um það bil er ég réðst til starfa við heilsuhælið við hlið Jón- asar Kristjánssonar, læknis, brautryðjandans. „Mér þykir þú kjarkaður að ráðast til starfa í þessum félagsskap," sagði Vil- mundur, en hann var mér ætíð velviljaður, þótt honum fyndist ég tefla mjög í tvísýnu með tiltæk- inu. Því greini ég frá þessu, að ég vildi gefa lesendum nokkra hug- mynd um tíðarandann eins og hann var þá. Eftir ýtarlega en árangurslausa leit að manni hér syðra, fól stjórn NLFÍ mér að halda norður í Eyja- auðnaðist að sjá góðan árangur af ævistarfi sínu. Hann átti líka trausta vini og góða fjölskyldu. Ekki má láta hjá líða að minnast á það mikla og góða samstarf og vináttu, sem var milli Valdimars og systursonar hans og uppeld- isbróður, Ágústs Jónssonar, bónda í Sigluvík. Börn Ágústs og þeirra fjölskyldur, sem öll búa í nágrenn- inu, voru honum sömuleiðis kærir og traustir vinir. Mesta gæfa Valdimars var þó að eignast traustan lífsförunaut, mikla dugnaðar- og myndarkonu, Hrefnu Þorvaldsdóttur frá Skúmsstöðum. Þau eignuðust 3 dætur. Þær eru: Sigríður, sem býr á Álfhólum, Rósa, húsmóðir í Reykjavík, og Valdís Bára, sem dvelst við nám í Þýskalandi. Hrefna átti áður son, Þorvald Árnason, sem er kennari í Reykja- vík. Valdimar var umhugað um að þau systkinin fengju að læra sem hugur þeirra stóð til og var ham- ingjusamur yfir því, að þeim vegn- aði vel. Ekki leyndi sér heldur gleði hans yfir barnabörnunum. En nú er Valdimar horfinn frá okkur. Hann hafði síðastliðið ár kennt nokkurs lasleika, en gat þó lengst af dvalist heima með hjálp fjölskyldu sinnar. Nú síðustu vik- Valdimar Jónsson Alfhólum - Minning fjörð á fund Eiríks Brynjólfsson- ar, ráðsmanns við Kristneshæli. Erindið var að bera upp bón um að hann kæmi til okkar, en Eiríkur hafði sýnt frábæran dugnað og hæfni í starfi þar nyrðra. Ekki sá hann sér fært að uppfylla þessa von okkar, enda tæplega við að bú- ast þó eftir væri leitað. Hinsvegar benti hann okkur á mann sem hann taldi hæfan og ekki með öllu ólíklegan til að verða við beiðni okkar. Árni hét sá Ásbjarnarson, góðvinur Eiríks. Var nú haldið í Kaupang til fundar við Árna bónda. Kom bónorð NLFÍ alveg flatt upp á hann, enda til mikils mælst, að stórbóndi á vildarjörð í besta landbúnaðarhéraði landsins brygði búi og flytti með allt sitt í gufuna í Hveragerði til að stjórna þar heilsuhæli fátæks félagsskap- ar sem í þokkabót bauð vandræða- lega lítil laun fyrir mikla vinnu. Það þurfti ævintýramennsku til að ljá slíku eyra, en Árni dróst samt á að athuga málið. Að sjálf- sögðu féll í hlut stjórnar NLFÍ að samþykkja valið og fylgja málinu eftir. En það var úr að Árni flutti með fjölskyldu sína suður í Hvera- gerði haustið 1958. Ekki fer á milli mála að við áttum Maríu konu Árna mikið að þakka. Hefði fórn- fýsi hennar ekki komið til, hefðu málalok orðið önnur. Skemmst er frá að segja að Árni reyndist vandanum vaxinn og komst heilsuhælið fljótlega á ör- uggan fjárhagsgrundvöll sem það hefur búið að síðan. Fyrir kom í fyrstu að spurt væri af þeim sem lítið þekktu til: „Hvað átti nú þetta að þýða? Gátuð þið virkilega ekki fundið neinn ann- an?“ Slíkt hjal kom til af því að Árni var bóndi í húð og hár og átti til að vera dálítið hrjúfur og ófág- aður í framkomu. En fljótlega slípaðist hinn hrjúfi steinn og kom þá fram góðmannlegur virðu- leiki í fasi, sem bar því vitni að bergið í honum var göfugt og tók slípun með þvílíkum ágætum, að hhökrarnir hurfu, en margir lit- ríkir og aðlaðandi fletir birtust í staðinn. Vafalítið átti áhugi Árna á and- legum málum ásamt þjálfun og ögun á þeim vettvangi verulegan þátt í umbreytingunni. Svo hröð þróun eftir miðjan aldur er fáséð, enda urðu allir á eitt sáttir um, að þar væri réttur maður á réttum stað sem Árni var. Og nú þegar Árni er allur og ég geng á vit hins liðna finnst mér líkt og hulin hönd hafi verið með í verki, örlög, forsjón, — já, hand- leiðsla Guðs en engin tilviljun: Þetta líf var þessum ætlað, honum til vaxtar og öðrum til blessunar. Drottinn gaf og Drottinn tók. — Lofað sé nafn Drottins! Úlfur Ragnarsson, læknir. urnar var hann i sjúkrahúsinu á Selfossi, þar sem hann lést. Valdimar var alla ævi mikill morgunmaður og flestar sínar ferðir hóf hann snemma að morgni. Mér þótti því táknrænt, að andlát hans bar aö snemma morguns á björtum vordegi. Við andlátsfregn hans fylltist hugur minn söknuði, en þó jafnframt gleði yfir því, að hann er nú laus frá elli og kröm, því það ástand var honum lítt að skapi. Þykir mér gott til þess að hugsa, að hann gangi nú, ungur aftur, á fund Guðs síns, sem hann svo einlæglega trúði á og treysti. Örn Arnarson segir svo í ljóði sínu um Stjána bláa: Drottinn sjálfur stóð á ströndu: „Stillist vindur. Lækki sær. Hátt er siglt og stöðugt stjórnað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær.“ Mér finnst þessar ljóðlínur einnig eiga vel við um gömlu kempuna Valdimar á Álfhólum. Minningin lifir um mætan mann og góðan dreng. Ég þakka Valdi- mar alla tryggð og vináttu, sem aldrei gleymist, og óska honum blessunar Guðs á eilífðarvegum. Soffía Ingadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.