Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 ☆ ☆ ☆ n syngur ☆ ☆ ☆ Dansleikur með hljómsveit Aagnúsar Rjartanssonar Borðapantanir í síma 20221. Morgunbladid/Þorkell Einar Þorsteinn heldur hér við sóltjald sem hann hefur hannað til notkunar yfir búðarglugga o.fl. Á myndinni sést ein eining, og hægt er að skeyta saman eins margar einingar og þörf krefur til að mynda samfellt tjald. Sóltjaldið hefur það framyfir önnur að þola vel veður og vinda. Seglagerðin Ægir kynnir íslenska höimun: Brýnt hagsmunamál að fá lögverndun á hugmyndir Ástartjaldið svonefnda sem ætlað er til skjóls á vindasömum sólardögum. — segir Einar Þorsteinn Asgeirsson hönnuður „ÍSLENSKIR iðnrekendur eru því miður allt of seinir að átta sig á mikilvægi góðrar hönnunar. Oftast er reynt að leysa hlutina á sem ein- faldastan hátt, stundum bara á skrifborði forstjórans, í því augna- miði að kosta sem minnstu til á sem skemmstum tíma. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að til skamms tíma fengu framleiðendur fiskvinnsluvéla gripina undantekn- ingarlaust endursenda eftir eitt ár gjörónýta. Þá höfðu menn kannski verið að selja í blindni „prótotýpu“ (frumeintak innsk. blaðamanns) vél- arinnar — sem aldrei hafði verið prófuð, hvað þá reynd við raunveru- legar aðstæður." Þessi orð mælti Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuð- ur, þegar hann kynnti nýjustu „af- kvæmi“ samvinnu hans og Segla- gerðarinnar Ægis, sóltjald fyrir búð- arglugga og „ásUrtjaldið" svonefnda. Einar Þorsteinn hefur í heilan áratug unnið fyrir Seglagerðina Ægi og verið ráðgjafi þeirra við lausn ýmissa vandamála í tjalda- gerð. Fyrsta og stærsta tjaldið sem smíðað var eftir teikningu Einars var „þjóðhátíðartjaldið“ sem stóð á Árnarhóli sumarið 1974, en var síðar selt. „Oft koma menn með hugmyndir að slíkum tjöldum hingað til seglagerðarinn- ar og halda að best sé að leysa slíkt með 90 gráða hornum í alla vinkla. Seglið krefst þess hinsveg- ar einmitt að menn noti bogalínur til þess að fá í það spennu og auka endingu þess.“ Sóltjald það, sem Einar hefur hannað, er til að mynda byggt á sk. „hyperbólískri parabólu" (eða HP-skel), þannig að það sveigist á tvo vegu og helst algjörlega spennt. Þetta veldur því að það bifast ekki í vindi og getur staðið af sér verstu vetrarveður. Eins er um „ástartjaldið" sem ætl- að er fyrir sólbaðsdýrkendur á vindasömum slóðum. Það spennist upp þegar það er reist, og á að sögn Einars Þorsteins að hreyfast eins lítið og mögulegt er. „Það sem gerir hönnuðum erfið- ast fyrir er sú litla vernd sem hugmyndir þeirra fá samkvæmt íslenskum lögum. Það sem er brýnast er að lögleiða svokallaða munsturvernd, þannig að hönnuð- ir geti tekið einkarétt á hvaða hugverki sem er.“ sagði Einar Þorsteinn. „Á meðan ástandið er eins og núna getur hver sem er hafið framleiðslu á því sem hann- að er og hefur komið fyrir al- menningssjónir. Nýjasta dæmið um það eru til dæmis hlífðar- grindur framan á bíla sem einn aðili átti hugmyndina að, en 6 að- ilar framleiða í dag án þess að borga hönnuðinum krónu. Útlend- ingar geta líka, og hafa, komið hingað og stolið hugmyndum — þannig fór með súgþurrkunarað- ferðina, hugmynd sem var upp- runalega íslensk, en Norðmenn tóku upp og seldu okkur aftur dýr- um dómum.“ Einar Þorsteinn er einn af 6 meðlimum Félags ís- lenskra iðnhönnuða og einn af stofnendum Félags áhugamanna um iðnhönnun, þar sem félags- menn eru bæði framleiðendur og hönnuðir. „Skilningur framleið- enda á vinnu okkar er til allrar hamingju alltaf að aukast, þannig hef ég núna með höndum ráðgjöf hjá fjölda fyrirtækja. Þó að félag- atala félags iðnhönnuða sé lág segir það ekki alla söguna, því lík- lega vinna yfir 50 manns í grein- inni á íslandi." Nú um helgina mun seglagerðin halda sýningu á framleiðslu sinni í og við verksmiðjuna í örfirisey. Þar verða til sýnis um 20 tjöld og ýmsir gagnlegir hlutir svo sem út- búnaður fyrir silungsveiðimenn sem kynntur er á öðrum stað í blaðinu. Guðspekifélagshúsið: Bertil Ekström held- ur fyrirlestra um heimsmynd HÉR á landi er nú staddur Bertil Ekström frá Martinus Institut. Hann mun halda nokkra fyrirlestra um Heimsmynd Martinusar í Guó- spekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22, Reykjavík. Sunnudaginn 9. júní fjallar Bertil Ekström um heimsmynd Martinusar, fimmtudaginn 13. júní um nýja menningarstrauma, fimmtudaginn 20. júní um við- skiptalögmálið og sunnudaginn 23. júní um hjónabandið. Allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.30. (Úr fréiutilkynningu) Martinusar Bertil Ekström
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.