Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNÍ1986 23 Egilssta6ir virðast vinsKll riAstefnustaður um þessar mundir. Fyrir skömmu voru haldin þar fjölmenn landsþing JC og Lion; nú þinga slysavarnamenn þar og á næstunni verAur þar þing Brunabótafélags íslands og Bílgreinasam- bandsins. Egilsstaðir: Landsþing Slysav^rna- félags Islands F«il)HtöAum. S. júní. LANDSÞING Slysavarnafé- lags íslands verður haldið í Valaskjálf hér á Egilsstöðum nú um helgina og í tengslum við þingið verður hús Slysa- varnadeildarinnar Gróar í Bláskógum 3 formlega vígt. Landsþingið verður sett á föstu- dagskvöld og munu þingstörf hefj- ast þá um kvöldið og standa laug- ardag og til kl. 16:00 á sunnudag — en þá fer vígsla slysavarna- hússins hér á Egilsstöðum fram að þingfulltrúum viðstöddum. Að sögn formanns Slysavarna- deildarinnar Gróar hér á Egils- stöðum, Halldórs Sigurðssonar, munu um 130—140 manns sækja landsþing slysavarnafélagsins. Á föstudagskvöld mun Egils- staðahreppur bjóða þingfulltrúum til kvöldverðar en sýslunefndir Múlasýslna bjóða þeim hins vegar til snæðings á laugardagskvöld- inu. Forseti SVFÍ er Haraldur Henr- ýsson, Reykjavík. — Ólafúr Annir hjá rangæsk- um hestamönnum NÚ FER í hönd vertíð hjá hestamönnum um land allt. Vertíð þessi fer ekki fram hjá rangæskum hestamönnum því helgina 14.—16. júní verða haldin tvö bestamannamót á Gaddstaðaflöti Aðalmótið er íslandsmót í hestaíþróttum. Keppt verður í öll- um greinum. Þátttaka er mjög mikil, hátt í 80 knapar, þar á með- al þekktustu knapar tandsins. Samhliða íþróttamótinu halda Geysismenn félagsmót sitt. Á mótinu verða sýndir A- og B-flokks gæðingar, auk þess verð- ur keppt í helstu keppnisgreinum kappreiða. Ekki er að efa að fjöl- mennt verður á Gaddstaðaflötum þessa helgi því mönnum gefst kostur á að horfa á góða gæðinga og snjalla knapa. Á kvöldin geta menn farið á dansæfingar sem verða að Hvoli. Ætíð er fjölmennt og mikið fjör á dansæfingum þessum. Ekki eru þessi mót eini höfuðverkur Geys- ismanna. Um þessar mundir i, félagssvæði Geysis. stendur félagið í samningaviðræð- um við Kaupfélagið Þór á Hellu um kaup á landi þvi sem félags- svæðið stendur á. Land þetta er 22 hektarar að stærð, kaupfélagið gefur það falt fyrir eina milljón og fjögurhundruð þúsund, sem er hreint okur. En Gesyismenn eru neyddir til þess að ganga að þessu okurtilboði, því á undanförnum árum höfum við byggt upp svæðið á okkar ábyrgð. Félagið leitar nú stuðnings sveitarfélaga á félags- svæði sínu. Hafa þau tekið mála- leitan félagsins allvel. Hestamannafélagið Geysir heit- ir á alla hestamenn að mæta á Gaddstaðaflatir helgina 14.—16. júní. Þar verður margt góðra hesta. (FretUlilkynning) ptofgunftlatktfc Metsölubiadá hverjum degi! Vestmannaeyjaskákmótið: Helgi er á hælunum á Lein HELGI Ólafsson vann biAskák sína viA bandaríska alþjóóameistarann Tisdall í fyrrakvöld og komst þar með upp í annaA sætið á mótinu, hálfum vinningi á eftir Anatoly Lein. Það eru því enn þokkalegar horfur á íslenskum sigri, því þó Jóhann Hjartarson hafi dalað upp á síðkast- ið, er hann samt enn í þriðja sæti. Fjórar umferðir eru enn ótefldar á mótinu og má búast við harðri og spennandi keppni á lokasprettinum. Skákmennirnir fengu sinn eina frí- dag í gær, en í dag, laugardag, verð- ur tíunda umferðin tefld, og síðan teflt daglega þar til mótinu lýkur á þriðjudaginn. Mikið hefur verið um biðskákir á mótinu og einstakir keppendur safnað upp óloknum skákum til skiptis. Nú á Ingvar Ásmundsson tveimur skákum ólokið við stór- meistarana Lombardy og Short. Eftir slæma byrjun teflir Ingvar nú af fullum styrkleika, gefur meisturunum ekkert eftir og stendur sízt lakar í báðum bið- skákunum. Úrslit í níundu umferð: Helgi — Jóhann iA — 'Á Lein-JónL. 'k-'k Guðmundur — Karl 1—0 Plaskett — Björn 1—0 Bragi — Ásgeir lk — ’k Lombardy — Tisdall 'k — 'k Short — Ingvar biðskák Karl og Bragi sömdu á biðskák sína úr 9. umferð og skák Ingvars og Björns úr áttundu umferð lykt- aði á sama veg. Staðan eftir níu umferðir: 1. Lein 7 v., 2. Helgi 6‘k v., 3. Jóhann 6 v., 4. Lombardy 5'k v. og biðskák, 5. -7. Guðmundur, Jón L. og Karl 5lk v., 8. Short 5 v. og biðskák, 9. Tisdall 4‘k v., 10. Ásgeir 3 v., 11. Ingvar 2 v. og 2 biðskákir, 12.—13. Plaskett og Bragi 2 v., 14. Björn 1 v. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Karl Þorsteins Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Be3 — Rg4!? Karl tekur áskorun Guðmundar og steypir skákinni út í flækjur, en nú til dags nægir ekki dirfskan ein, heldur verða menn líka að vera vel lesnir. 7. Bb5 — Rxe3,8. fxe3 — Bd7,9.0-0 Hvítur hefur tekið á sig stakt tvípeð á miðborðinu, en fær sókn- arfæri eftir f-línunni í staðinn. Nú átti svartur að stefna að því að ljúka liðsskipan sinni og leika 9. — e6. Bækurnar gefa þá upp 10. Bxc6 - bxc6, 11. Df3 - Df6, 12. De2 — Dg5, 13. Hf3 og staðan er tvísýn. 1 staðinn reynir Karl of fljótt að létta á stöðunni. 9. — Re5?, 10. Rf3! - Bxb5, 11. Rxb5 - Rd7?! í skákinni Ivkov-Taimanov, Hastings 1955, fékk svartur mun lakara endatafl eftir 11. — Dd7, 12. Bxe5 — dxe5, 13. Dxd7+ — Kxd7,14. Hxf7. 12. Dd5! — Db6,13. Dc4! Hvítur hefur nú þegar vinn- ingsstöðu, 13. Rg5 — e6,14. Dc4 — Dxde3+, var lakara. 13. - Kd8,14. Rbd4 — d5!? Karl reynir að vinna tíma i vörninni með peðsfórn. 15. exd5 — h6. Það varð að hindra 16. Rg5. 16. Hadl — Hc8, 17. Da4 - g6. 18. Re6+! — fxe6, 19. dxe6 — 20. Re5! — Hc7, 21. Rf7+ — Ke8, 22. Dxa7 - Rf6, 23. Rxh8 — Hxc2, 24. Da4+ og svartur gafst upp, hann er orðinn of miklu liði undir. Áskriftarsíminn er 83033 Bui^a "SFHðif se''um á Dá\W'r°'- Ver?>: wu.'sso^175- 686340 36770 GróöurOúsinu vtö Sigtún: Sfrr*3 85 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.