Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 40
TIL DAGLEGRA NOTA FÖSTUDAGIJR 16. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Qtrúleg frásögn Guðlaugs Friðþórssonar af einstæðu afreki við Eyjar: „VIÐ töluðum mikiö saman a kili og eg sagði si svona: „Jæja, þetta þurfti þá að enda svona.“ Maður heldur alltaf aö einhver annar lendi í því; einhver annar maður, einhver annar bátur. En svo allt í einu er stundin runnin upp ... Við sátum frammi á kilinum og var skipið þá mikiö til komið í kaf að aftan. Mér varð þá að orði: „Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni núna, nú þarf maður á því að halda.“ Undarlegt er þetta, því oft hefur maður efast um að Guð væri til.., “ sagði Guðlaugur Friðþórsson, stýrimaður á Hellisey VE, sem fórst við Eyjar sl. sunnudagskvöld, í viðtali við Morgunblaðið á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum í gær. I sjóprófunum í gær og í við- talinu sagði Guðlaugur ítarlega frá afreki sínu, hvernig honum tókst að komast til lands á sundi og til bæja eftir mikla erfiðleika í úfnu hrauninu. „Það undarlega var,“ sagði hann m.a., „að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni, að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðirvorið á leiðinni í land en satt að segja var það æði fjöl- breytt, sem ég reyndi að gera til að halda hugsuninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað hann fyrir skilaboð til lands, bað hann að láta vita af mér. „Þú ert ekki mikið að hjálpa mér,“ kall- aði ég til eins múkkans, en þeir fylgdu mér eftir langleiðina ... Ég velti því einnig fyrir mér hvort það myndi ef til vill vilja til að höfrungur kæmi mér til hjálpar, eins og ég hafði lesið um frá útlöndum. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög að ég var rólegur allan tímann, var ekki hræddur við að deyja. Hins vegar kveið ég því að drukkna. Ég hafði sopið sjó og fannst það óþægilegt... Svo reyndi ég að blístra lög á bak- sundinu — en það hefði ugglaust verið erfitt að dansa eftir þeim takti." Þegar Guðlaugur hafði komist í gegnum brimgarðinn sneri hann til baka til að reyna að sjá hvort hann kæmist ekki að landi á heppilegri stað. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað hann „að láta kylfu ráða kasti úr því sem kom- ið var og forlögin höfðu verið mér svona hliðholl. Ég fór því á baksund og synti aftur inn í brimgarðinn á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjara, grýtt urð eða hamraveggur..." Sjá einnig frásögn af sjóprófun- um og einkaviðtal Morgunblaðsins við Guðlaug Friðþórsson á mið- opnu blaðsins í dag. Guðlaugur Friðþórsson ásamt foreldrum sínum og yngri systur í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum að loknum sjóprófum í gær. Frá vinstri: Margrét Karlsdóttir, Friðþór Guðlaugsson, Guðlaugur og litla systir hans, Sigurhanna. I.jósmynd Mbl. Sigurgeir. „Svo synti ég aftur inn í brimgarðinn á fullri ferð“ tjósm. Mbl. RAX. Björgunarmenn á Vatnadrekanum huga að flaki Sandeyjar eftir að henni var snúið við í gær. Sandey er kom- in á réttan kjöl „STÓRT skref var stigið í björgunar- aðgerðum á sanddæluskipinu Sandey þegar skipinu var snúið á réttan kjöl,“ sagði Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar hf., í samtali við blm. Mbl. Skipinu var snúið síðdegis í gær og tók aðgerðin um þrjár klukku- stundir. Sandey marar nú í hálfu kafi og er skipið mjög laskað að sjá. „Næsta skref er að dæla úr skip- inu og verður það gert á morgun, föstudag," sagði Kristinn, „og gangi allt að óskum verður skipið dregið burtu og á athafnasvæði Björgunar hf. um helgina." Yfirtekur Landsvirkjun Kröflu?: Gæti leitt til verulegr- ar orkuverðshækkunar „ÚTTEKT á stöðu veigamikilla orkuþátta, eins og Kröflu, fer nú fram, og væntanleg yfirtaka Lands- virkjunar á því fyrirtæki." Þannig komst Sverrir Hermannsson, orku- ráðherra, að orði í Sameinuðu þingi í gær. í sl. mánuði gerði ráðherra grein fyrir áhrifum slíkrar yfirtöku til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjun- ar. Ummæli ráðherra í gær féllu í umræðu um tillögu til þingsálykt- unar um könnun á orsökum hins háa raforkuverðs hér á landi. Upp- lýsti ráðherra að þegar væri unnið að könnun allra þátta orkuverðs- þróunar hjá nefndum á vegum iðn- aðarráðuneytis. Tillagan væri því óþörf. Lagði hann til að henni væri vísað frá með rökstuddri dagskrá. Ráðherra greindi frá því í skrif- legu svari 9. febrúar sl., að upplýs- inga um skuldir og rekstrarkostnað Kröfluvirkjunar hefði verið aflað og gerðar áætlanir fram í tímann um rekstrar- og viðhaldskostnað, miðað við núverandi orkuvinnslu- getu. „Eru niðurstöður þessara áætlana þær, að til þess að Lands- virkjun geti staðið undir aukinni greiðslubyrði vegna yfirtöku Kröfluvirkjunar, þyrfti samansöfn- uð hækkun gjaldskrár Landsvirkj- unar til og með 1. janúar 1986 að nema 27% og þá miðað við yfirtöku 1. janúar 1984 og fast verðlag á grundvelli byggingarvísitölu 159 og USD 1 = kr. 30.00. Jafnframt er þá ekki gert ráð fyrir að til breytinga komi á skilmálum núverandi lána vegna Kröflu." Ráðherra tók fram, 9. febrúar, að „engin ákvörðun hafi verið tekin um yfirtöku Kröflu og ef til slíks kæmi væri óraunhæft að gera ráð fyrir að sú yfirtaka yrði með þeim fjármagnskostnaði sem á henni hvílir". Sjá nánar um orkuverðskönnun og frávísunartillögu ráðherra á þingsíðu „Sjálfvirkur búnaður heföi bjargað þremur“ VIÐ sjóprófin vegna Helliseyjarslyss- ins í Eyjum í gær óskaði dómurinn eftir því við fulltrúa Siglingamálastofn- unar, að hann upplýsti hvernig sé hátt- að framkvæmd reglna um staðsetningu losunar- og sjósetningarbúnaðs gúmmíbjörgunarbáta fyrir þilfarsskip og búnað til að komast í gúmmíbjörg- unarbáta sbr. reglugerð þar um frá 1982. 1 sjóprófunum kom fram í máli Guðlaugs Friðþórssonar, að skip- verjarnir þrír, sem komust á kjöl, hefðu verið sammála um að sjálf- virkur sleppibúnaður um borð hefði getað bjargað þeim. Fulltrúi Sigl- ingamálastofnunar í sjóprófunum kvaðst mundu svara spurningu dómsins skriflega síðar. Eins og fram hefur komið í Mbl. átti að setja sjálfvirkan losunarbún- að fyrir björgunarbáta um borð í Hellisey um páskana. Búnaðurinn var tilbúinn í smiðju í Eyjum en ým- issa hluta vegna hafði ekki gefist tækifæri til að koma honum fyrir í bátnum. Hellisey fékk undanþágu frá Siglingamálastofnun til að hefja róðra 15. febrúar sl. Báturinn var keyptur til Eyja á síðasta ári, eftir að búið var að búa flesta aðra báta þar sjálfvirkum búnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.