Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 37 Marsveinn Jónsson Hafnarfirði - Minning Feddur 25. október 1897 Dáinn 8. mars 1984 í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Marsveinn Jónsson. Foreldrar voru Guðbjörg Sigurðardóttir og Jón Filippusson, sem bjuggu á Ranakoti á Stokks- eyri. Marsveinn átti einn albróður og þrjú hálfsystkin. Var Mar- sveinn í foreldrahúsum til 13 ára aldurs. Þá fór hann sem vika- drengur að Kolviðarhóli og var þar svo til óslitið til ársins 1925. Á Kolviðarhóli hitti hann konuefni sitt, Sólveigu Guðsteinsdóttur. 1925 fóru þau til Reykjavíkur og giftu sig en fóru strax eftir gift- ingu til Vestmannaeyja. Voru þau þar eina vertíð en fóru svo þaðan til Kolviðarhóls. Þar voru þau þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar 1926 og hafa búið þar óslitið síðan. Marsveinn og Sólveig eignuðust sjö börn. Eru þau öll á lífi nema Baldur sem lést 31. mars 1970, en hann átti við vanheilsu að stríða frá fæðingu. Marsveinn og Sólveig ólu upp sonarson sinn, Viðar, frá tveggja ára aldri, og eins dvelur sonur Viðars, Davíð, sem er 11 ára, hjá langömmu sinni. Afkom- endur Marsveins og Sólveigar eru 49 talsins. Marsveinn var afar heimakær maður og reglusemi honum í blóð borin. Fyrstu hjúskaparárin vann hann á vertíð í Eyjum. Var þá eig- inkonan eftir með öll börnin í Hafnarfirði. Marsveinn hætti fljótlega ferðum út í Eyjar og hóf alfarið alla vinnu sem til féll í Hafnarfirði, uppskipun, fiskvinnu og bæjarvinnu, sem hann ílengdist svo lengst í. En hjá áhaldahúsi Hafnarfjarðar vann hann allt fram á seinustu vinnuár sín þar til hann hætti vinnu um áttrætt. Marsveinn hóf byggingu, íbúð- arhúss yfir fjölskylduna árið 1945. Hjálpuðu eldri synir hans honum eftir megni. Marsveinn sagði að það hefði oft verið mjög erfitt. Þeir hrærðu allt í höndum og fengu endrum og eins hjálp frá kunningjum. Reglusemi Marsveins var svo við brugöið að það mátti næstum setja klukkuna eftir honum. Það eina sem ég veit að hann átti bágt með að þola var að fólk mætti ekki á réttum tíma til vinnu. í öllum þeirra búskap stóð Sól- veig eins og klettur við hlið manns síns og á milli anna frá börnum fór hún í fiskvinnu og dró björg í bú. Heimili þeirra er orðlagt fyrir gestrisni og öllum opið, svo ég tali ekki um tengdabörnin og barna- börnin. Það hefur verið fastur lið- ur að allar fjölskyldurnar kæmu saman á Álfaskeiðinu á sunnudög- um og á stórhátíðisdögum til að hittast. Tvo tengdasyni hafa þau misst fyrir aldur fram, Lúðvík og Ás- geir. Tóku þau fráfalli þeirra beggja mjög nærri sér. Með Marsveini er enn eitt alda- mótabarnið gengið á vit feðra sinna. Mikil umskipti hefur þessi kynslóð séð, reynt og tekið þátt í, með öllum sínum þrótti og áræði. Ég held að eftirlifandi kynslóð geri sér ekki fulla grein fyrir hví- líkt átak þetta var að byggja og breyta þjóðfélaginu til þess sem það er í dag, frá örbirgð til kröfu- þjóðfélags. Kynslóð Marsveins kunni ekki þá list að heimta allt af öðrum heldur byggði allt á sjálf- um sér og vann hörðum höndum til þess bjargálna þjóðfélags sem við búum við í dag. Að lokum vil ég þakka Marsveini fyrir góða við- kynningu. Ég er þess fullviss að vel hefur veri tekið á móti honum við vistaskiptin. Guð blessi minninguna um mætan mann. Jón M. Stefánsson Jensfna Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 6. janúar 1883 Dáin 8. marz 1984 Gömul kona hefur runnið æviskeið sitt á enda. Södd lífdaga. Amma. Sjómannsekkja með þrjú börn og eitt. fósturbarn. Núna er erfitt að lifa, en var ekki auðveld- ara þá fyrir einstæða móður. Svona ævi slítur manneskjunni út langt fyrir aldur fram, en samt varð hún fjörgömul. Hún reyndi að stunda einhverja iðju eins lengi og henni var unnt. Prjóna dúkkusokka og fleira í þeim dúr, að ógleymdum pönnu- kökubakstri fyrir gesti og gang- andi í litlu hrörlegu kjallaraíbúð- inni sinni. Hún vildi ekki frekar en svo margt annað gamalt fólk flytjast á stofnun. Hún vildi ekki fara fyrr en í fulla hnefana. Hún hafði getað búið ein þetta lengi, hún hlaut að geta það áfram. En að lokum kom að því að hún gat ekki lengur búið ein. Þegar hún var níutíu og sex ára fluttist hún að Dalbraut 27 þar sem henni leið vel. Litlar og góðar vistarverur og gott fólk til að veita henni þá um- önnun sem hún þarfnaðist. Það kemur fram í huga minn sú hugsun, hvort maður hafi nú veitt henni þann tíma sem hún átti skil- ið, sem hún þarfnaðist, þegar hún var orðin ósjálfbjarga. Kannski segir þetta dálítið um stöðu gam- als fólks í dag, það vill oft gleym- ast þegar það getur ekki lengur sjálft vakið á sér athygli. En hafi amma verið vanrækt þá var það ekki vegna þess að væntumþykju skorti, það var frekar vegna of al- gengs hugsunarleysis. Fyrst fyrir mörgum árum var hún vön að segja að hún yrði aldr- ei hundrað ára. Ég veit ekki hverju hún trúði sjálf, en ég held að enginn hafi efast um að hún næði þeim áfanga, hún var á viss- an hátt í huga manns allt að því ódauðleg og þó hún sé núna dáin, er það auðvitað þar sem hún lifir áfram, í huga okkar. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Það má kannski segja að hún hafi verið aftur komin þangað sem hún lagði upp frá, orðin eins árs, hundrað og eins árs. Komin þang- að sem endirinn og upphafið mæt- ast. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna lauk þessi baráttukona sinni baráttu. Ég kveð ömmu mína með virðingu og þakklæti. Haukur. Marsveinn Jónsson, Álfaskeiði 28, Hafnarfirði, var fæddur í Upp-Ranakoti á Stokkseyri og á Stokkseyri dvaldist hann hjá móð- ur sinni, Guðbjörgu Sigurðardótt- ur, sem þá var orðin ekkja, og systkinum, til fermingaraldurs, en fluttist þá að Kolviðarhóli til sæmdarhjónanna Valgerðar Þórð- ardóttur, en hún var dóttir Þórð- ar, seinni manns Guðbjargar, móður Marsveins, og Sigurðar Daníelssonar, sem þá ráku þar veitinga- og gististað, jafnframt búskap, fyrir hina fjölmörgu er ferðuðust um Hellisheiði, ýmist fótgangandi eða ríðandi. Störf þau er Marsveinn starfaði að á Kolviðarhóli voru margvísleg og sum þess eðlis að öllum meðal- mönnum að orku og áræði hefði vart þýtt að bjóða þau. Vil ég í því sambandi nefna vetrarstörfin, sem voru m.a. í því fólgin að fylgja eða leita að ferðamönnum, sem voru að brjótast áfram fótgang- andi í vondum veðrum á suður- eða austurleið. Það var venja Sig- urðar, gestgjafa, þegar vond veður voru, að hafa símasamband við Kotströnd í Ölfusi og svo aftur við Lögberg ofan Reykjavíkur og spyrjast fyrir um hvort kunnugt væri um nokkra sem væru á suð- ur- eða austurleið. Ef svo var og óeðlilega langur tími leið frá því þeir lögðu af stað, var tafarlaust sendur maður frá Kolviðarhóli til leitar og aðstoðar þeim. Það þarf ekki að taka það fram, hver það var, sem sendur var frá Kolvið- arhóli í þessar svaðilfarir, þeim er það kunnugt sem þá stunduðu þessar vetrarferðir, en hinum sem yngri eru og ekki hafa kynnst þessu vetrarferðalagi í gaddhörku og blindbyl, skal sagt að þessi maður var Marsveinn á Hólum, en undir því nafni var hann þekktur um allt Suðurlandsundirlendi og langt austur um sveitir, enda var því viðbrugðið, hve miklu þreki, karlmennsku, samfara útsjón og dugnaði hann hafði yfir að ráða. Ætíð leysti hann þessi störf sín með prýði og fleytti heilu skipi í höfn, ef svo má að orði kveða. Þá var það annar starfi sem Marsveinn sá um og þá sérstak- lega á veturna, en það var að fylgjast með og lagfæra símalínur að og frá Kolviðarhóli, sem oft vildu slitna í vondum veðrum. Þegar svo bar undir þá var ekkert undanfæri, þótt svartabylur og gaddharka væri. Marsveinn varð tafarlaust að brjótast út i hríðina með þunga stauraskó og vírhankir á bakinu og freista þess að lag- færa það sem bilað var, sem oftast voru slitnir símaþræðir. Hann rakti sig þá eftir símalínunni. Þetta varð að gera, því mörg mannslíf gátu verið í veði, ef ekki var hægt 'að fylgjast með ferða- mönnum á þessari oft erfiðu og hættulegu fjallaleið. En að baki þessari umhyggjusemi stóðu hin samhentu gestgjafahjón að Kol- viðarhóli, sem unnu nótt með degi til líknar þeim, sem brutust oft í tvísýnu veðri um þessa erfiðu fjallaleið. Á meðan Marsveinn dvaldi á Kolviðarhóli stundaði hann vetr- arvertíðir í Þorlákshöfn á opnum róðrarskipum og voru þá þrettán á. Árið 1925 kvæntist Marsveinn eftirlifandi konu sinni, Sólveigu Sigurbjörgu Guðsteinsdóttur frá Kringlu í Grímsnesi, myndar- og dugnaðarstúlku, sem hafði að nokkru verið alin upp á Kolviðar- hóli. Hófu þau það ár búskap í Vestmannaeyjum, en fluttust árið eftir til Hafnarfjarðar og bjuggu þar síðan og síðast í eigin húsi, er Marsveinn byggði að mestu leyti sjálfur. Eignuðust þau 7 mann- vænleg börn. 6 þeirra giftust og eru búsett í Hafnarfirði og Reykjavík. Yngsti sonur þeirra er látinn, en hann var heilsuveill og dvaldi í foreldrahúsum. Eftir að Marsveinn fluttist til Hafnarfjarðar stundaði hann ýmsa vinnu og var eftirsóttur til starfa sökum atorku og dugnaðar. Lengst af starfaði hann hjá Hafn- arfjarðarbæ eða hátt í 40 ár. Síð- ustu 20 árin við Áhaldahús bæjar- ins. Marsveinn sóttist ekki eftir upphefð eða mannvirðingum, hann var gjörsneyddur öllu slíku, vildi láta sem minnst á sér bera. Þegar skrifað var um hann sjötug- an, bað hann þess lengstra orða að það yrði ekki gert oftar. Þó hann væri stétt sinni trúr, var það heimilið, sem hann bar mesta um- hyggju fyrir fyrr og síðar. Marsveinn lifði mikla umbreyt- ingatima, eins og aldamótakyn- slóðin, sem nú er óðum að kveðja. Hann lifði þá tíma er ekkert not- hæft vélknúið ökutæki var til. Hann lifði það að róa á vetrarver- tíðum á opnum róðrarskipum út á opið haf. Svona mætti halda áfram að telja, en það skal ekki gert. Nú er hann kvaddur af 3 systk- inum, vinum og vandamönnum, ásamt samstarfsmönnum, sem hafa verið margir í gegn um árin, þó flestir séu farnir yfir móðuna miklu, en sjálfur lést Marsveinn á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.. þreyttur og sjúkur á líkama, en andlega heill eftir langan og oft á tíðum strangan starfsdag. Guðs blessun fylgi Marsveini, fjölskyldu og afkomendum hans á ókomnum tímum. Þórður Þórðarson Kaupfélag Borgfirðinga: Greiðir aðeins 95% verðs sauðfjárafurða frá 1982 og 85% vaxta Endurkrefur bændur um 3 milljónir Borgamesi, 8. mars. KAUPFÉLAG Borgflrðinga hefur tilkvnnt þeim sauðfjárbændum sem lögðu afurðir sínar inn í kaup- félagið haustið 1982 að þeim verði ekki greitt fullt verð fyrir afuröirn- ar. Jafnframt er þeim gert að endurgreiða hluta þeirra vaxta sem þeir höfðu fengið af eftir- stöðvunum, samtals rúmar 3 millj- ónir króna. í bréfi til sauðfjárinnleggj- enda tilkynnti stjórn kaupfé- lagsins þessa ákvörðun. Þar kemur fram að sauðfjárbændum hefur verið greitt 95,05 af meðal- grundvallarverði afurðanna frá 1982 og að ekki sé gert ráð fyrir að neinu verði við það bætt. Þá eru bændurnir krafðir um end- urgreiðslu á hluta þeirra vaxta sem þeir höfðu fengið af eftir- stöðvunum, samtals rúmar 3 milljónir. Sagt er að „slátur- fjárreikningur" 1982 þoli ekki greiðslu nema á 85% þeirra vaxta sem ætlast er til að greiddir séu af verðeftirstöðvum samkvæmt ákvörðunum fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Þessi skerðing á afurðaverði til bænda kemur beint niður á launum bændanna sjálfra og gerði stjórn Kaupfélags Borg- firðinga svofellda bókun vegna þessa máls: „Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga telur mjög alvar- legt að vanta skuli verulega uppá að K.B. og aðrir sláturleyfishaf- ar geti skilað grundvallarverði fyrir sláturafurðir 1982 eins og til er ætlast samkvæmt verð- lagsgrundvelli landbúnaðarins og samkvæmt ákvörðunum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um greiðslu vaxta af verðeftir- stöðvum. Þessi skerðing á tekj- um bænda kemur mjög illa við fjárhag sauðfjárbænda en þorri þeirra býr nú við fjárhagslega veika stöðu. Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga vill leggja þunga áherslu á að nú þegar verði farið gaumgæfilega ofan í þessi mál. Að fenginni dýrkeyptri reynslu er full ástæða til að endurskoða verðlagningu á sauðfjárafurðum frá 1983.“ Bókun þessi var send Stéttarsambandi bænda og Framleiðsluráði landbúnaðarins. — HBj. „Víða vantar 5% til 10% uppá fullt meðalverð - segir Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs „Já, ástandið er svona slæmt hjá flestum sláturleyflshöfunum. Mjög víða vantar þetta 5—10% uppá fullt meðalgrunnverð,** sagði Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er hann var spurður að því hvort sláturleyfls- hafar gætu almennt ekki greitt fullt verð fyrir sauðafjárafurðir frá haustinu 1982, samanber frétt um Kaupfélag Borgflrðinga hér að ofan. Gunnar sagði að nokkuð væri mismunandi hvað sláturleyfis- hafarnir hefðu getað greitt. Sumir hefðu skert vextina eða jafnvel alveg slcppt þeim til að geta teygt sig hærra með sjálft afurðaverðið en algjör undan- tekning væri að tekist hefði að greiða fullt verð fyrir afurðirn- ar. Aðspurður um ástæðuna sagði Gunnar, að verðbólgan á fyrri hluta síðastliðins árs hefði gert það að verkum að allur kostnaður við geymslu og vinnslu kjötsins hefði hækkað mikið og hefði hann komist inn í verðlagið nægjanlega ört. Einnig hefði það aukið á vandann hvað salan var treg fram eftir ári. Gunnar sagði að þessi skerð- ing á afurðaverðinu kæmi ein göngu til lækkunar á launum bændanna. Væri þetta óskaplegt áfall þegar það kæmi svona til viðbótar því slæma árferði, sem verið hefði. Aðspurður um útlit- ið vegna innlagðra sauðfjáraf- urða sl. hausti sagði Gunnar, að viss hræðsla væri við að sagan frá 1982 myndi endurtaka sig en of snemmt væri þó að fullyrða það nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.