Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Ef maður brosir ... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Mcnnlaskólinn við Sund sýnir: Að- laðandi er veröldin ánægð. Handrit: Anton Helgi Jónsson. Iæikstjóri: Hiín Agnarsdóttir. Körðun og hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardóttir. Lcikmynd: Hópurinn. Ljós: Gunnar Arnarson, Þorkell, Ingvar Berg, Eva Melberg Jesper- sen. Búningar: Helga, María Ýr, Jóna, Dóra, Svanhildur, Guðrún, Nanna. Bekkur í Menntaskóla er til- búinn í næsta tíma. En verður þá sú uppákoma að í stofuna sviptir sér Brynja sérfræðingur um snyrtingu og framkomu og veldur þetta uppnámi. Eiga með- vitaðir menntaskólanemar að fara að leggjast svo lágt að eyða tíma í fánýtt yfirborðssnyrtiröfl, þegar bomban getur sprungið á hverri stundu, skyndipróf vofa yfir, ungir menn á uppleið þurfa ekki að læra að banka í skóla, þeir ætla sumsé að láta banka hjá sér. En snyrtirinn Brynja fær þó nemendurna til að taka þátt í leiknum. Eða kannski þetta sé ekki leikur. Eins og ung ástfangin kona, Sóley, sem verð- ur hrifin af spéhræddum kenn- ara og reyndar ólétt í þokkabót, velti fyrir sér, kannski er þetta bara draumur. Og þó. Leikur í draumi eða draumur um leik? Framtíðarsýn unga fólksins? Það má eiginlega leggja þetta út á alla mögulega vegu og fram að hléi var út af fyrir sig margt afar vel heppnað og persónurnar sem höfundurinn leiðir fram hver annarri snjallari og trú- verðugri sem menntaskólatýp- urnar sem við þekkjum öll. Og unga fólkið lék af skemmtilegum krafti og leikni. Öllu verra fer þetta að verða eftir hlé. Enda farið að örla á því að höfundur myndi geta lent í vandræðum með að binda saman lausa enda. Og þeir eru margir. Svo má auðvitað spyrja afhverju þurfi endilega að láta allt ganga upp. Og svarið í sjálfu sér jafn einfalt. Leikhúsið lýtur lögmál- um eins og aðrar listgreinar, ja, eins og bókhaldsreikningur sem verður að rugli ef skekkjur koma fyrir. Að vísu er leikhúsið ekki jafn rígbundið og efnahags- reikningur en það verður að lúta þeim lögmálum að dæmið sé lát- ið ganga upp. Skiptingarnar eft- ir hlé lánuðust ekki að mínum dómi, það skrifast á handrit en ekki á leikendur. Og þegar Sóley og Brynja skipta alltí einu um hlutverk þá hefur verið farið í smiðju til annars íslenzks höf- undar. Og vantar það sem hann hafði til að bera — að kunna að láta slíkar uppákomur dýpka verkið. Hlín Agnarsdóttir hefur verið seig að vinna með nemendum og þeir standa fyrir sínu og kannski ekki rétt að nefna einn frekar en annan, hér hefur augsýnilega verið á ferð hópvinna eins og hún getur bezt verið. Ekki voru allar sviðslausnir nógu þægi- legar, t.d. að setja kennarastofu upp á stigapall til hliðar við áhorfendur eða diskótek ein- hvers staðar á næstu hæðum. Mér finnst menntaskólanemar við Sundin hafa sýnt skemmti- lega hugkvæmni í að fara þessa leið í leiksýningu sinni að fá ís- lenzkan ungan höfund til að vinna með sér. Og ég ítreka enn að margt lukkaðist í sýningunni einkum og sér í lagi framan af. Gunnar Orn á Vesturgötunni Myndlist Valtýr Pétursson Galleríið á Vesturgötu 17 hefur ekki verið mikið í pressunni síðan það tók til starfa. Þar hafa verið sýningar á verkum félaga í List- málarafélaginu, og lítið sem ekk- ert hefur verið um þær fjallað í blöðum. Ekki veit ég ástæðuna, en samt má gjarnan nefna, að þarna hafa verið mjög vandaðar sýn- ingar, sem flestir félagsmenn í Listmálarafélaginu hafa staðið að. Þetta voru samsýningar, en nú hefur verið annar háttur upp tek- inn, og má búast við einkasýning- um í Galleríinu á næstunni. Sú fyrsta er nú þegar hafin, og er það sýning á myndum undir gleri eftir Gunnar Örn Gunnarsson. Síðastliðið vor var Gunnar Örn með sýningu á nýjum málverkum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Sú sýning sýndi breytingu í verk- um Gunnars, og reit ég um þá sýn- ingu hér í blaðið. Ekki var ég þá öruggur um, hvort þessi breyting væri til hins betra, en hún var í takt við tíðina og tísku stundar- innar. Nú er Gunnar, hress og spræk- ur, kominn með myndir gerðar í vatnslitum, akrýlteikningar og svokallaðar monotýpur (myndir gerðar á gler eða málmplötu, síðan þrykktar á pappír, og verður að- eins ein mynd af hverri plötu, þar af kemur nafnið). Ég er ekki frá því að þessar myndir Gunnars hafi persónulegri svip en olíumál- verk hans í sama dúr. Það er eins og hann hafi meira vald og þar af leiðandi meira frelsi í þessari myndgerð. Þarna er unnið af miklum hraða og gengið út frá mannlegum fyrirmýndum. Það virðist nokkurt fljótabragð yfir sumu, en þannig á það víst að vera til að stíll haldist í hendur við það, sem er að gerast í myndlist hjá ungu fólki eins og er. Eg hef áður sagt, að Gunnar Örn hafi svo næmt auga fyrir samunnu málverki, að það sé erf- itt fyrir hann að ganga á vit hins Úr pokahorninu — eftir Grétu Sigfúsdóttur Þar eð Morgunblaðið lætur í veðri vaka að það sé „frjálst dag- blað“ leyfi ég mér að senda því fáeinar línur til birtingar. fslenzka þjóðin hefur af mörgu að státa þó fámenn sé. Við eigum föngulegan kvenforseta — þann fyrsta í heimi — og fleiri ráðherra og þingmenn en flestar þjóðir, miðaö við fólksfjölda, ásamt ráðgjöfum og óteljandi nefndum, þ.á m. skólarannsóknarnefnd sem meðan hún var og hét vakti yfir andlegum þroska ungu kynslóðar- innar, m.a. með því að gefa út bækur eða bæklinga (þrátt fyrir fjársvelti) með kennileitum sem ví.sa til átta þótt ekki sé sagt til veg- ar, eins og sagði í formálanum að „Lesarkasafni grunnskóla" 1982. Því miður var ekki fjallað opin- berlega um þennan merka bækl- ing meðan hann enn gegndi hlut- verki sínu. Annaðhvort hefur Iáðst að senda hann réttum aðiljum til umfjöllunar eða þeir hafa ekki treyst sér til að fjalla um hann án þess að villast á áttum. Nú er bæklingurinn sem sagt úr sögunni og vígtennurnar dregnar úr skólarannsóknarnefndinni, a.m.k. í bili. En úlfurinn á sjálf- sagt eftir að bregða sér í nýjan ham til þess að gleypa Rauðhettu litlu sem grunlaus leitar á fund hans í þeirri sælu trú að það sé bara hún amma. Þrætubókarlistin í umsögnum um skólamál ber þess nefnilega vitni að „Garmur" geyi enn. En hvar standa rithöfundar nú, þ.e.a.s. þeir sem eru ekki verndað- ir af ákveðinni klíku eða stjórn- málaflokki? Þeir sem hafa ekki lotið í lægra haldi fyrir úlfinum: áróðursvél heimskommúnismans. Þeir sem hvorki taka þátt í brölti herstöðvaandstæðinga né nýtízku friðarhreyfingum af ótta við að verða ofurseldir einræði og skerð- ingu á frjálsri hugsun? Sjálfskipaða yfirstéttin finnur þeim margt til foráttu. Því er bor- ið við að þeir séu lítt menntaðir (suma vanti gráðu úr H-deild), að þeir fylgist ekki með tímanum, að þeir leyfi sér að hafa aðrar skoð- anir en almennt eru viðurkenndar. Þeir eiga engan kost á að eiga við- töl í forsetabústaðnum við erlenda fréttamenn (sbr. sjónvarpsþátt í Noregi sem mér bárust fréttir um án þess að hans væri getið í ísl. fjölmiðlum). Þeir eru útlagar jafnt innanlands sem utan, með öðrum orðum: óhreinu börnin hennar Evu. Og ef þeir halda á fund útgef- enda með verk sín þjást þeir af vanmetakennd af hræðslu við að þeim verði hafnað, finna það ósjálfrátt að fræ þeirra muni falla í grýttan jarðveg, og gefast þar með upp fyrir því ofurvaldi sem kommúnistar hafa aflað sínum fylgifiskum. Af i.verju ekki að gerast þeirra maður og skrifa samkvæmt for- skrift? Þann leik hafa margir samherjar leikið á undan þeim. Hvílík dásemd og dýrð að sjá nafnið sitt á prenti ásamt dýrling- unum (óþarft að nefna nöfn). Nei — það er eitthvað innra með þeim sem segir: „Vertu sjálfum þér trúr“! Mér finnst sárgrætilegt að verk manna eins og Bjarna Benedikts- sonar og Gunnars skálds Gunn- arssonar sé fótum troðið, en þeir stofnuðu „Almenna bókafélagið" á sínum tíma til mótvægis við „Mál og mi nningu". Nú bítast þessi tvö útgáfufyrirtæki um rauðliðana. Ef til vill er hér um snobbisma eða fjáröflunarmál að ræða: Það þykir kannski fínna eða borgar sig betur að gefa út höfunda sem þegar er búið að auglýsa upp. En þrátt fyrir alla auglýsinga- Gréta Sigfúsdóttir starfsemina virðist hafa komið babb í bátinn. íslendingar (bóka- þjóðin sjálf) eru að mestu hættir að lesa ísl. bækur, að undanskild- um fræðibókum og sjálfsfróunar- ævisögum. ísl. nútímaskáldsögur eru orðnar of einskorðaðar við úr- elta hugmyndafræði og forskriftir svo að hver sagan er annarri lík. Og þessa þróun styður Rithöf- undasamband íslands með sinni meðvituðu stéttaskiptingu og alræðisvaldi. Fjárveitingar til rit- höfunda eru í höndum þess, þ.e. stjórnarinnar sem er algerlega einlit hvað viðvíkur stjórnmála- skoðunum. Sambandið hleður undir þá sera eru í náðinni. Það vill t.d. viðhalda starfslaunum handa gæðingunum, en afnema listamannalaunin á þeim forsend- um að þar sé um pólitíska úthlut- un að ræða. En mér er spurn, er ekki heilbrigðara að fleiri en einn stjórnmálaflokkur standi að út- hlutunum til listamanna en að Al- þýðubandalagið eitt ráði ferðinni? Einnig ber þess að gæta að rit- höfundar af eldri kynslóðinni (sem mest eru lesnir) hafa litla sem enga umbun hlotið fyrir verk sín, afnotagjald fyrir bækur í söfnum er sára lítið og úr svoköll- uðum Bókasafnssjóði (sem nú hef- ur verið skírður upp og nefndur Rithöfundasjóður) er að mestu út- hlutað eftir geðþótta. Svo er og um hina árlegu úthlutun úr Út- varpssjóði. Með því að taka öll fjármál rithöfunda í sínar hendur hefur Rithöfundasambandið náð undirtökunum á kostnað „frjálsra rithöfunda“, aflað sér sjálfkjör- inna atkvæða við stjórnarkosn- ingar, sem auðvitað hefðu átt að vera hlutfallskosningar svo að aðrir en rauðliðar næðu kjöri. Fundir Sambandsins eru illa sóttir, að mestu einungis af hinum útvöldu. Vegna þeirra einstreng- ingslegu skoðana sem þar eru látnar í ljós minna þeir einna helzt á fundi í kommasellu, og þar sem ég tel mig í hópi „óhreinu barnanna hennar Evu“ segi ég mig hér með úr Rithöfundasamband- inu. Þökk fyrir birtinguna. Gréta Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.