Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 17 Stjórn Verzlunarráös Islands í Morgunblaðinu í gærdag var birt mynd af fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Verzlunarráðs íslands. í texta féll niður nafn eins stjórnarmanns, Gísla V. Einarssonar, og er beðið velvirðingar á því. Á myndinni eru, sitjandi frá vinstri: Arndís Björnsdóttir, Vilhjálmur Ingvarsson, Ólafur B. Thors, varaformaður VI, Ragnar S. Halldórsson, formaöur VÍ, Árni Árnason, framkvæmdastjóri VÍ, Jóhann J. Olafsson, Kggert Hauksson og Sigvaldi Þorsteinsson, lögfræðingur VÍ. Standandi frá vinstri: Halldór Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Indriði Pálsson, Ólafur Ó. Johnson, Hjörtur Hjartarson, Þorvaldur Guðmundsson, Gísli V. Einarsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Ólafur Stephensen, Ebenezer Asgeirsson, Friðrik Pálsson, Sigurður Gunnarsson og Gunnar M. Hansson. Á myndina vantar nokkra menn úr aðalstjórn, en varamenn mættu í þeirra stað. Fundað um kvótamálið á sunnudag: Vonumst til að það verði til þess að betri leiðir finnist - segir Jón Magnússon, útgerðarmaður á Patreksfirði „VIÐ ERIIM margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi og tengdir honum, sem líkar ekki sú aðferð, sem ákveðin hef- ur verið við stjórnun fiskveiða í ár. Okkur finnst, að með aflamarkinu hafi verið valin versta hugsanlega leið- in. Vegna þess höfum við boðað til fundar um þessi mál í Sigtúni á sunnu- dag klukkan 14 og vonumst til þess, að hann verði til þess að betri leiðir finnist," sagði Jón Magnússon, út- gerðarmaður á Patreksfirði í samtali við Morgunblaðið. „Stærsti vandinn við þetta kerfi er sá, að hinn mannlegi þáttur er ekki tekinn með í myndina, en á honum þurfum við íslendingar nú helzt að halda og er það í raun næg ástæða til að vera á móti þessu. Kerfið verður að fela í sér hvatn- ingu, án hennar er nánast ekki um neina sjómennsku að ræða og svo er því miður nú. Þá gengur ekki að hafa nánast sama kerfið fyrir öll okkar fiskiskip, það getur aldrei gengið fyrir flotann í heild. Þar er um að ræða fiskiskip af öllum stærðum og gerðum og með mis- munandi aðstöðu. Svona kerfi getur kannski gengið i einhverjum auka- búgreinum í sjávarútvegi, en aldrei yfir heildina. Það eru ekki bara útgerðarmenn og sjómenn, sem hafa sýnt þessum fundi áhuga. Þessi mál koma líka mjög illa við ýmis byggðarlög og því hafa fulltrúar þeirra mikinn áhuga á málinu. Þessum fundi er ekki beint gegn neinum sérstökum, hann er alveg ópólitískur. Hér er um mik- inn vanda að ræða, sem við teljum skyldu okkar að ræða og reyna að finna lausn á,“ sagði Jón Magnús- son. Ljóð litanna breytast í hljómmikla tónlist Sýning Sigrúnar Gísladóttur fær góða dóma í Vestur-Þýskalandi í síðasta mánuði lauk sýn- ingu á myndum Sigrúnar Gísladóttur í St. Augustin í Vestur-Þýzkalandi. Sýning þessi fékk mjög lofsamlega dóma í blöðum þar, en þetta var í fyrsta sinn, sem lista- konan heldur sýningu í Vestur-Þýzkalandi. Á sýning- unni voru bæði klippimyndir (collage) og vatnslitamyndir frá sl. þremur árum. í listgagnrýni í blaðinu Rhein-Sieg Rundschau er komizt svo að orði, að í klippimyndum íslenzku listakonunnar verði lit- irnir að hljómmikilli tónlist. Það sé ekki að ástæðulausu, sem hún nefnir eina myndina „ljóð“. Þar sé ekki átt við ljóð orðanna held- ur litanna og tóna þeirra, sem verður að hljóðlátri tónlist eins og í myndinni „Beethoven" eða að tilfinningaríkri hrynjandi eins og í vatnslitamyndinni „Tango". í mörgum verkanna, sem með- vitað eða ómeðvitað minni á Del- aunay og hafi svipuð áhrif og óhlutbundin tónsmíð, gefa nöfn eins og „Pílagrímar", „Konur" eða „Kínverji" áhorfendanum ábendingu um að leita að áþreif- anlegum viðfangsefnum. Og hann verður fundvís. Hann upp- götvar í „Pílagrímum" lifandi verur, sem mynda hljómkviðu og í „Stöðuvatninu" finnur hann hinn djúpa bláma jökullónsins ún Gísladóttir með fjallakeðju í baksýn. í klippimyndinni „Sumar" finnst honum hann skynja dansandi verur, sem hylla sólarljósið. En hvort sem myndir Sigrún’- ar eiga upphaf sitt í fólki eða landslagi, þá skiptir það ekki meginmáli. Litir og birta eru að- alatriði í myndum hennar, segir að lokum í listgagnrýni blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.