Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 35 átti þaö ekki lítinn þátt i aö skapa jafn rafmagnaða stemmningu og raun þar vitni. Ég hélt aö ég heföi upplifað flesta töfra Drýsils á Borginni fyrir hálfum mánuöi, en þaö var hinn mesti mis- skilningur. Frammistaöan í Safari var frábær og þar undirstrikaði Siguröur Reynisson enn betur hæfileika sína á trommusettið. Hreint magnaöur „sláttumaður“. Þaö er ekki hægt ann- aö en bíöa spenntur næstu tónleika Drýsils. — SSv. „Hefur aldrei liðið jafn vel á svióinu“ - sagöi Eiríkur Hauksson eftir rafmagnada frammistöðu Drýsils í Safari sl. fimmtudag „Maður vissi að þessi kjarni var til en hjartað tók aukaslag af gleðí við það að sjá að hann var svona stór. Við höfðum líka áhyggjur af því að íslenskir áhorfendur kynnu kannski ekki að taka á móti þessari tónlist, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Mér hefur aldrei liðið jafn vel á sviði,“ sagði Eiríkur Hauksson, söngvari Drýsils í stuttu spjalli við Járnsíðuna eftir frábærlega vel heppnaða tón- leika Drýsils og Centaur í Safari sl. fimmtudag. sem ég man eftir frá þeim og hlutirnir eru greinilega á réttri leið. Nýi bassa- leikarinn þarf þó aö yfirvinna feimn- ina. Meira „trukk" er í tónlistinni en áöur og hljóöfæraleikurinn „þéttari". Þrátt fyrir góð tilþrif Centaur er enginn vafi á því að Drýsill stal alveg frá þeim senunni og þvílík frammi- staöal íslenskt rokk hefur ekki í annan tíma veriö kröftugra. Þaö sem geröi útslagiö að þessu sinni var afburöa- gott „sánd" hjá Bjarna Friðriks. Hver tónn komst til skila á réttan hátt og Tónleikarnir á fimmtudag voru sannkallaöur sigur fyrir bárujárnsunn- endur, sem fjölmenntu. Þegar dæmiö var gert upp í tónleikalok höföu 230 áhorfendur greitt sig inn, þannig að gera má ráö fyrir að um 250 manns hafi verið í Safari aö öllum meðtöld- um. Er þetta einhver besta aösókn á tónleika þar í langan tima og taldi Jó- hannes Lárusson, eigandi staöarins, aö þetta væri mesta aðsókn frá því Stuömenn voru á feröinni í Safari í haust. Eins og Járnsíöan hafði lofaö mönnum ætti enginn aö hafa orðiö fyrir vonbrigöum meö tónleikana á fimmtudag. Centaur reiö á vaöiö og sýndi allt önnur og betri tilþrif en á Borginni viku fyrr. Þó er þaö eins og rauöur þráöur í gegnum tónlistina hjá Centaur, aö meölimir sveitarinnar virðast ekki hafa næga trú á sjálfum sér. Það er eins og þeir veröi undr- andi ef menn fagna þeim. Til þess aö verulegt framfaraskref veröi merkt þarf aö veröa hugarfarsbreyting. Ekki svo aö skilja, frammistaða Centaur þetta kvöld var sú besta, „Fílingurinn“ hjá Sígurði Reyníssyni leynir sér ekki. (Járnsiöan/Friöþjófur.) poppfréttir Umsjon. Sigurður Sverrisson L Rocky Horror- kvöld haldin í Klúbbnum Klúbburinn efnir um helgina til sérstakra Rocky Horror- kvólda. Þar mun 20 manna hóp- ur, sem kallar sig Rocky Horror- hópinn og er aðallega úr Versl- unarskólanum, koma (ram og flytja sérstaklega samið atriði, sem byggt er á kvikmyndinni um söngleikinn. Mikil vinna hefur veriö lögð í æfingar á þessu verki, en það var frumflutt á Nemendahátíð Versl- unarskólans í febrúar við mikla hrifningu. Atriðið verður flutt í Klúbbnum á fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld. „Thriller" talin óæski- leg mynd vegna barnanna Michael Jackson í hópi nokkurra góðra „kunningja“ í „Thriller“-víd- eóinu. Járnsíðan varpaði þeirri spurningu fram sl. miövikudag hvenær íslenska sjónvarpið tæki myndbandsupptökuna við lag Michael Jackson „Thriller" til sýninga. Eintak af þessu ein- staka „vídeói“ hefur verið til hér á landinu um nokkurt skeiö, en ekki veriö sýnt í sjónvarpinu. Að sögn Eddu Andrésdóttur, umsjónarmanns Skonrokks, fékk hún umrædda filmu inn á borö til sín í fullri lengd, 14 mínútur alls. „Myndin er geysilega góð," segir Edda, „en miklar umræður urðu um hana þegar hún var skoðuö með tilliti til þess að stór hluti þeirra, sem horfa á Skonrokk, er börn.“ í „Thriller" breytist Michael Jackson nefnilega i varúlf með miklum tilþrifum og dauöir menn, sminkaöir á hinn listilega hátt, rísa úr gröfum sínum — óneitan- lega dálítið skelfilegt. Undir þaö getur umsjónarmaður Járnsíö- unnar tekiö. Edda segir ennfremur: „Flestir þeirra sem horföu á voru á þvi aö þetta væri ekki við hæfi barna. Ég ákvaö því að kalla á yfirmann lista- og skemmtideildar til þess aö gera hann að dómara í málinu og dómur hans var á sömu lund og fyrrnefndra. Það þótti líka dá- lítiö kjánalegt aö fara að vara börn viö Skonrokki." Þá sagði Edda í lokin, aö hún vildi vekja á því athygli vegna gagnrýni á val laga i þáttinn um daginn, að Skonrokk væri „al- gerlega háð plötuútgefendum“ hvað það varöaöi. Bætti hún því viö, aö frá áramótum heföi ekki verið um auðugan garö aö gresja. Þar hafa menn þaö. j sjálfu sér getur umsjónarmaöur Járnsíð- cnnar tekiö undir þau rök, sem sjónvarpið leggur til grundvallar í þessu dæmi en sé tekiö miö af þvi, sem boðið er upp á í kvik- myndum sjónvarpsins meö reglu- legu millibili, eru atriöin í „Thrill- er“ síst skelfilegri. Skonrokk er heldur ekki meiri barnaþáttur en laugardagskvikmyndin. Þaö hefur margsinnis sýnt sig, að krakkarn- ir horfa á þaö sem þau ætla sér að horfa á. Ef ekki heima í stofu hjá foreldrum sínum þá bara i „vídeóinu“ í næsta húsi þegar enginn er heima. — SSV Fyrstu SATT-tón- leikarnir Fjórir flokkar koma fram í Sigtúni Eins og skýrt var frá á Járn- síöunni sl. sunnudag verða fyrstu tónleikar SATT undir heitinu „1984“ haldnir í Sigtúni á föstudag kl. 22. Fjórar hljómsveitir koma þarna fram: Kikk, Grafík, Frakk- arnir og Vonbrigöi. Frakkarnir tefla fram nýjum manni, arftaka Finns Jóhannssonar. Sá heitir Þorsteinn Magnússon og er löngu landsfrægur fyrir tilþrif sin, síðast í Þey. Forsala aögöngumiöa er í Karnabæ, Austurstræti 22, og Fálkanum, Laugavegi 24. Verð miða er kr. 250,- Næstu tónleikar á vegum SATT i þessari tónleikaröð veröa annan fimmtudag í Safari. Verð- ur þar um að ræða sérstakt kvöld, þar sem konum í rokkinu veröur ótæpilega hampað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.