Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Niðurlægjandi óstjórnartímabil Ræöa Sigurðar E. Haraldssonar á aöalfundi Kaupmannasamtaka íslands Hér fer á eftir ræða Sigurðar E. Haraldssonar, formanns Kaup- mannasamtaka íslands, á aðalfundi samtakanna í gær. Eftir réttan mánuð, hinn 15. apríl nk., eru 130 ár liðin frá því verslunarfrelsi tók gildi hérlendis á ný. Margar myrkar aldir voru þá að baki, jafnt hvað varðaði versl- un landsmanna og önnur málefni lands og þjóðar. En með verslun- arfrelsinu 15. apríl 1854 hófst nýtt tímabil. Um miðja síðustu öld voru verslanir á landinu öllu að- eins 58, þar af 32 í eigu útlendra manna. En árið 1900 voru verslan- ir orðnar 204, þar af 158 í eigu íslendinga sjáifra. Nú 130 árum frá því verslunarfjötrarnir voru leystir af landsmönnum eru ná- lega 600 verslanir innan vébanda Kaupmannasamtaka Islands, auk þeirra eru fjölmargar verslanir samvinnufélaga, svo og nokkur fjöldi einkaverslana, sem standa utan Kaupmannasamtakanna. Forganga Jóns Sigurðssonar Það var fyrst og fremst fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar for- seta að þessum áfanga var náð. Strax eftir endurreisn Alþingis 1845 hóf hann ótrauða baráttu fyrir frjálsri verslun í landinu. í þingræðu á árinu 1847 segir hann m.a. á þessa leið: „Hér er farið fram á, að verslunin verði gerð sem frjálsust fyrst um sinn til reynslu, og byggist það á því, að nú sem stendur má kalla, að versl- un landsins sé mjög lítil við það, sem hún gæti verið, en ætti hún að komast upp, yrði að gera henni sem hægast fyrir í fyrstu, ég óttast, að ef bönd verða lögð á hana, meðan hún er svo að segja í fæðingunni, muni þar af geta leitt mikil vandkvæði. Með því að iáta verslunina fá í upphafi sem frjáls- astan gang, geta menn einmitt best séð, hvað við á, hversu hag- aniegt sé að taka tekjur af henni og svo framvegis." Hér lýkur tilvitnun í ræðu Jóns Sigurðssonar forseta. Samtíma- menn hans letruðu á skjöld hans: Sómi Islands, sverð og skjöldur. Yfirsýn hans og hyggindi, þegar fjallað var um málefni lands og þjóðar, voru á hans dögum ekki dregin í efa. Ætíð síðan hefur hann verið einskonar frelsistákn þjóðarinnar. Það á að vera versl- unarstéttinni í landinu metnað- armál að halda nafni hans á lofti. Ræða Björns Jónssonar Á 50 ára afmæli verslunarfrels- isins, 15. apríl 1904, var þess minnst með hátíðahöldum hér í Reykjavík. I blaðinu ísafold, sem Björn Jónsson síðar ráðherra rit- stýrði, er sagt ítarlega frá þeim hátíðahöldum. Mig langar til að vitna til þeirrar frásagnar i ör- fáum orðum. Þar segir m.a.: Veður var bjart og fagurt, og því venju fremur kvikt á götum bæj- arins frá morgni dags, enda þá þegar tekið að blása á lúðra á Austurvelli. Veifa var á hverri stöng. Thomsens-magasín hafði þar að auki skreytt sig miklum blæjustrengjum, öll sín miklu húsakynni, þéttsett rauðum og hvítum og bláum blæjuhornum eftir öllum þökum o.s.frv. Nokkru fyrir hádegi söfnuðust Verslunar- félagsmenn, 150—200 eða meira, saman á Lækjartorgi og gengu því næst í skrautgöngu suður í kirkju- garð undir merki félagsins og með fánann danska og íslenska sinn til hvorrar handar, en lúðrasveitin á undan, og lék ýmis lög á hljóðfæri sín. Þar skipaði fylkingin sér um- hverfis leiði Jóns Sigurðssonar, en mannfjöldi svo mikill út í frá að nema mundi mörgum þúsundum. Björn Jónsson ritstjóri mælti m.a. þessum orðum frammi fyrir leiðinu: Vér erum hér saman kom- in, verslunarlýðurinn í höfuðstað landsins og margt annað bæjar- manna, á hálfaldar afmæli eins hins mikilsverðasta framfarastigs í þjóðmenning vorri, verslunar- frelsisins, lausnarinnar undan margra alda áþján, vér erum hér saman komnir við leiði þess mikil- mennis, er vér eigum lausn þessa að þakka umfram alla menn aðra. Síðar sama dag var veglegt samsæti í Iðnaðarmannahúsinu, þar voru eins margir samankomn- ir og húsnæði frekast rúmaði. Ræður voru fluttar, kvæði o.fl. Þar flutti Björn Jónsson merka og ítarlega ræðu. Undir lok hennar segir hann m.a.: Frelsið er dýrmætt. Það er kjör- gripur. Það er gersemi. En það hefur líka verið kallað sverð. Það er og rétt mælt. Það er eitt hið öflugasta vopn til þess að heyja sér sigur í hagsældarbaráttunni. Og lokaorð ræðu Björns eru þessi: Verslunarstéttin veldur vel sverðinu, sem henni var fengið í hendur fyrir 50 árum. Hún hefur nú orðið bæði vilja og mátt til að beita því, sjálfri sér og þjóðinni allri til hagsældar. Það sem hana kynni enn að skorta til þess að geta heitið jafnsnjöll verslunar- stéttum annarra menntaþjóða, hvort heldur er meiri menntun, meiri styrkur fjár og frama eða annað, þess vona ég og veit ég að hún hefir allan hug á að afla sér, og létta ekki fyrr en hún er engum háð, útlendum né innlendum, eng- um nema sjálfri sér, framar öðr- um þegnum þjóðfélagsins. En þess er að geta um menntunina, að það er miklu fleira menntun en bók- vitið eitt, og það er margt bókvit, sem enga menntun hefir í sér fólgna. Verslunarmannastéttin fær aldrei of mikils frelsis aflað sér í þeirri merkingu. Þess óskum vér henni í sem ríf- legustum mæli, um leið og vér minnumst þakklátlega frelsisgjaf- arinnar frá 1854 og þess afreks- manns, þess mikilmennis, er átti allra manna mestan hlut að því að afla oss hennar, minnumst hans með hjartfólgnu þakklæti, ást og lotningu. Þannig lauk Björn ritstjóri Jónsson ræðu sinni. Góðir fundarmenn: Ég hef varið nokkrum tíma til að dusta ryk af þessum vörðum á leið þjóðar okkar og rifja upp orð leiðtoga frá liðnum tíma. Sú upprifjun er okkur, sem hér erum saman kom- in, lærdómsrík og uppörvandi. En þessi viðstaða við löngu liðna at- burði í sögu þjóðarinnar rifjar einnig upp þær staðreyndir, að á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld hvað eftir annað séð ástæðu til að hlutast til um mál- efni þeirrar atvinnugreinar, sem við erum í forsvari fyrir og lagt á hana fjötra af ýmsu tagi. „Illa þættumst vér leiknir, ef bundin væri á oss önnur höndin eða annar fóturinn, eður hvorttveggja í senn, og þó ætlast til, að vér ynnum á við þá, sem ófatlaðir væru, — hlytum ámæli fyrir, ef á því yrði brestur," sagði Björn Jónsson rit- stjóri í ræðu sinni 1904, sem áður hefur verið vitnað til. Stjórnmála- menn úr öllum flokkum hafa oft látið svo sem þeim bæri öll forsjá á verslunarháttum í landinu. Sigurður E. Haraldsson Sjálfsforræðið var í hættu Vonandi fara þeir timar í hönd, að kaupmenn og aðrir sem versl- anir reka, teljist fullfærir um að sinna starfsemi sinni án óhæfi- legra afskipta stjórnvalda. Von- andi eru þeir tímar framundan að þessari atvinnugrein sé ekki stór- lega mismunað, samanber sér- stakan skatt á húsnæði verslana. Annað dæmi um slíka mismun- un er launaskattur, sem atvinnu- rekstur í verslun greiðir, en aðrir atvinnuvegir hafa verið leystir frá, ýmist alfarið eða að hluta. Vonandi kemur sú tíð, að öllum verði ljóst hið þýðingarmikla hlut- verk verslunar í þjóðfélaginu. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórn sú, sem tók til starfa á sl. vori, hefur náð betri árangri í stjórnun á efnahagsmálum í land- inu en þekkst hefur um langt skeið. Á annan tug ára voru slík lausatök á allri efnahagsstjórnun hérlendis að hvorttveggja var: Ástand efnahagsmála kippti fót- um undan eðlilegri atvinnustarf- semi í landinu, afleiðing þess svo að þjóðarframleiðsla náði því ekki að standa undir þörfum lands- manna. Fylgifiskurinn síðan að skuldabaggar söfnuðust, þyngri og fleiri en við væri unað. Er þá óget- ið þess, sem ég hef oft orðið var í viðræðum við menn í grannlönd- um okkar: Framganga við stjórn- un eigin mála var á þessu óstjórn- artímabili niðurlægjandi. Vonandi láta þeir, sem nú hafa tekið með metnaði á þjóðarhag, ekki hrekja sig af réttri braut. Á undanförnum áratugum hefur verið varað ótæpilega við afsali landsréttinda og hópar fólks safn- ast í samtök og stjórnmálaflokka til að fylgja þeim sjónarmiðum fram. Hér skal ekki reynt að varpa rýrð á þann málflutning. Óhjá- kvæmilegt er hins vegar að undir- strika, að þegar gripið var í taum- ana á sl. ári, steðjaði slíkur voði að sjálfsforræði þjóðar okkar, efna- hagslegu og þá um leið stjórnar- farslegu, að þeir sem vilja brjóta á bak aftur nauðsynlegar viðnáms- aðgerðir verða með engu móti teknir alvarlega í hlutverki vöku- manna yfir þjóðlegri reisn á landi hér. Misrétti í skattamálum Misrétti í skattamálum í at- vinnurekstri hérlendis hefur oft verið dregið fram í dagsljósið af forsvarsmönnum Kaupmanna- samtakanna. Á því hefur engin leiðrétting fengist og vart í sjón- máli. Ef marka má upplýsingar, sem fram komu í sjónvarpsþætti sl. föstudagskvöld, hefur mælirinn þó ekki talist fullur. Sé það rétt að ný og viðamikil verslun Sam- bandsins, sem opnuð var á sl. ári í vöruskemmum SÍS í nágrenni Sundahafnar, sé ekki sjálfstæður skattaaðili og því skattlaus, hefur skörin færst upp í bekkinn. Óhjákvæmilegt er að rannsaka, hvað hér er á seyði. Mörgum hefur þótt nóg um mismunun í skatta- málum, eins og hún var fyrir. Það er erfitt að skilgreina yfirlýsingu um að umrætt fyrirtæki hyggist alfarið skjóta sér undan skatt- greiðslum á annan hátt en hreina móðgun við almennt siðferði. I framhaldi af þessum upplýs- ingum var ákveðið á fundi fram- kvæmdastjórnar samtakanna sl. mánudag að rita ríkisskattstjóra svofellt bréf: Reykjavík 12. marz 1984 Ríkisskattstjóri Skúlagötu 57, 101 Reykjavík Þær upplýsingar komu fram í sjónvarpi sl. föstudagskvöld, að verslunin Mikligarður hér í Reykjavík væri ekki sjálfstæður skattaðili. Jafnframt mátti skilja á forsvarsmanni áðurgetinnar verslunar, að um stórfyrirtæki sé að ræða. Af þessu tilefni leyfa Kaup- mannasamtök Islands sér að spyrjast fyrir um, hvort rétt var með farið og þá hvernig það má vera, að stórfyrirtæki geti komið ár sinni fyrir borð með þessum hætti. Jafnframt óskast upplýst hvort greitt sé af því húsnæði sem ofangreind verslun er rekin í, sér- stakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Virðingarfyllst, F.h. Kaupmanna- samtaka Islands. Sigurður E. Haraldsson formaður Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Afrit sent: 1) Borgarstjóra í Reykjavík. 2) Fjármálaráðherra. Skipulagsbreytingar Framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna mun hér á eft- ir gera nokkra grein fyrir starf- semi þeirra frá síðasta aðalfundi. Mörgum eða flestum ykkar mun þó margt kunnugt af því. Ég mun því ekki fjalla um einstök mál hér og nú. Kaupmannasamtökin eru öflug samtök og á vettvangi þeirra er unnið margháttað starf að vel- ferðar- og hagsmunamálum kaup- manna um land allt. Á liðnu ári var stofnað kaupmannafélag á Norðurlandi vestra. Er ástæða til að vænta sér góðs af því undir for- ystu Karls Sigurgeirssonar á Hvammstanga. Kaupmannafélög- in eru nú hálfur þriðji tugur. Starfsemi þeirra er mismunandi virk og áhrifamikil. Á sl. vori, hinn 25. júní, var hús- næði Kaupmannasamtakanna á 6. hæð í Húsi verslunarinnar vígt. Þar gefast í framtíðinni góð tæki- færi til að vinna að hagsmunamál- um stéttarinnar. Vert er að hafa í huga, að veruiegur hluti 6. hæðar- innar er í útleigu, þannig að síðar meir er unnt að taka það húsnæði í notkun, sé þess þörf. Ég tel að gera þurfi skipu- lagsbreytingar á starfsemi sam- takanna, gera þau faglegri í ráð- gjöf og þjónustu við félagsmenn. Því er ekki að leyna, að kaupmenn hafa misgóðan skilning á því að viðamikil starfræksla Kaup- mannasamtakanna gerir þær kröfur, að staðið sé í skilum með gjöld til þeirra. Enda þótt fjár- hagur samtakanna sé traustur, þarf greiðslustaða á hverjum tíma að vera með þeim hætti að unnt sé að sinna margvíslegri starfrækslu. Traust fjárstjórn er því grundvöll- ur og forsenda alls annars sem gera þarf. Herra fundarstjóri. Ég fer nú að stytta mál mitt. Ég vil leyfa mér að þakka margháttað samstarf á liðnu ári. Sérstakar þakkir fyrir velvilja, sem ég hef víða fundið í því ábyrgðarstarfi, sem ég var kjörinn til á siðasta aðalfundi. Formönnum kaupmannafélaga og starfsnefnda þakka ég sérstak- lega, svo og samstarfsmönnum þeirra. Það hefur verið ánægjulegt að koma til fundahalda með ein- stökum félögum, bæði hér í borg- inni, en ekki síður utan borgar- markanna. Framkvæmdastjóra og starfsliði á skrifstofu samtakanna þakka ég margháttað samstarf. Á liðnu ári bættist í hópinn nýr starfsmaður, Jón Birgir Péturs- son, sem er ritstjóri blaðsins okkar, Verslunartíðinda. Jón er sem kunnugt er þrautreyndur blaðamaður og eru miklar vonir við hann bundnar á þessum vett- vangi. Sérstaklega vil ég beina orðum mínum til framkvæmda- stjórnarmanna, sem með mér hafa starfað þetta ár. Þeir hafa reynst einstaklega samstilltur hópur hæfra manna, sem gott hefur ver- ið að vinna með. Varaformaður- inn, Jón Júlíusson, hefur reynst mér einstakur bakhjarl. Hafi þeir allir heila þökk. Bjarni Benediktsson fyrrum forsætisráðherra segir á einum stað: „Léleg verslun átti verulegan þátt í ófarnaði íslands á ógæfuöld- um þess. Að vísu nægir ekki það eitt að hafa góða verslun. En víst er, að slæm verslun getur gert að litlu eða engu það sem á kann að vinnast í öðrum efnum." Og enn- fremur segir Bjarni Benediktsson: „íslenskir verslunarmenn hafa og reynst þeim vanda vaxnir að flytja innkaup sín land úr landi, stund- um nærri árlega, eftir því sem þarfir útflutningsverslunarinnar hafa krafist. Til slíks þarf meiri þekkingu, hugdirfð og lipurð en margir í fljótu bragði gera sér grein fyrir." Ég læt í ljós þá von, að störf þessa aðalfundar megi styrkja samtök okkar, Kaupmannasamtök Islands. Ég óska hinum fjölmenna hópi aðalfundarfulltrúa velfarn- aðar í störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.