Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Um áhrif áburðar í stöðuvötn — eftir dr. Björn Jóhannesson í fjölmiðlum bryddir við og við á umræðu um hugsanlega áburð- armengun í stöðuvötnum, en með því er átt við skaðleg áhrif of mik- ils magns af áburðarefnum á líf- ríki vatnanna. Vitað er, að allvíða erlendis geta áburðarefni frá sorpeyðingarstöðvum þéttbýlis eða frá víðlendum og háræktuðum akurlendum valdið mengun af þessum toga, og mun þetta megin- ástæða þess, að einnig íslendingar vilja vera á verði gegn því, að okkar tæru vötn og elfur verði menguð af þessum sökum. Um- ræður um þessi fyrirbæri eru til- efni eftirfarandi hugleiðinga um áhrif áburðarefna á vatnalífríki. Ræktun lands og ræktun vatna Búfjárframleiðsla grundvallast á gróðri sem vex úr jörðu, og eru margvíslegar ræktunaraðferðir nýttar til að auka afrakstur jarð- argróðurs, þar með talin notkun áburðarefna. Á sama hátt grund- vallast framleiðsla nytjafiska á þeim svifjurtagróðri sem dafnar í vatninu, en vöxtur slíks gróðurs er einkum háður magni jurtanær- ingarefna sem fyrirfinnast í vatn- inu, á sama hátt og vöxtur þurr- lendisjurta er háður jurtanær- ingarefnum, eða áburðarefnum, í jarðveginum. Sá einn munur er hér á, að iífkeðjan í vatninu er nokkru flóknari en á þurrlendinu, þar sem búféð leggur sér jurtir til munns. Einstaka fiskar eru raun- ar jurtaætur, en í flestum tilvik- um er fiskurinn dýraæta, þar sem átan er annaðhvort minni fiskar eða smádýr, sem lifa beint eða óbeint á svifjurtum vatnsins. Vaxtarlögmál grassins á túninu og svifjurtanna í vatninu eru þau sömu: Til staðar þurfa að vera sömu jurtanæringarefnin; ljós og ákveðið hitastig þurfa að vera fyrir hendi; í jarðveginum þarf auk þess að vera hæfilegur raki, en í vatninu er þetta að sjálfsögðu ekki vandamál. Beinast liggur við að mæla framleiðslugetu lands fyrir bú- fjárafurðir og getu vatns til fram- leiðslu nytjafisks með því að ákvarða hve mikið flatareining af landi framleiðir af viðkomandi búfjárafurð, og hve mikið flatar- eining af vatni framleiðir af nytjafiski. Að því er vötnin varð- ar, skulum við styðjast við þessa viðmiðun. Um afrakstur þurrlend- is verður hér fátt eitt sagt. Til að auka framleiðslu fisk- tjarna eða smærri fiskvatna hefur um aldaraðir verið borinn á áburður, annaðhvort lífrænn áburður ellegar, í seinni tíð, til- „En þá verður að gera þá kröfu, að þeir sem taldir eru sérfræðingar, svo og náttúruverndar-stjórn- völd, grundvalli ráðlegg- ingar og ákvarðanir um náttúruvernd á stað- reyndum. Og hér hafa að mínu mati a.m.k. tveir forystumenn á þessum vettvangi — tveir vatna- líffræðingar er starfa við Hafnarháskóla og Há- skóla íslands — fallið á prófinu og lent á villigöt- um.“ búinn áburður. Áburðarmagnið er breytilegt eftir náttúrlegri frjó- semi viðkomandi vatns, eftir hnattstöðu og tegundum nytja- fisks. Mér skilst að ekki fari fjarri, að það magn af áburði sem ráðlegt er að bera í vötn sé af ámóta stærðargráðu og það áburðar- magn sem borið er á nærliggjandi graslendi til hæfilegrar heyfram- leiðslu. I amerískum handbókum eru þeir áburðarskammtar sem ráðlagðir eru í fisktjarnir eða vötn á sviðinu 70—110 kg N/ha + 30—45 kg P/ha árlega; auk þess örlítið af kalíum. Gagnslítið er talið að bera í vötn minna magn en 30 kg N/ha + 15 kg P/ha á ári. Mjög litlir áburðarskammtar geta jafnvel reynst skaðlegir með því að örva gróður botnfastra jurta (sefgróðurs), sem skoða ber sem illgresi í fiskvötnum. Það magn jurtanæringarefna sem berst í tiltekið vatn, kemur úr jarðvegi og bergtegundum við- komandi vatnasvæðis. Þar sem jörð er frjósöm, nægur raki og loftslag hlýtt, verður rotnun líf- rænna efnasambanda og veðrun eða leysing bergefna tiltölulega ör, og á slíkum stöðum verða frjósöm vötn. Þar sem veðrátta er köld, eins og á íslandi, er rotnun líf- rænna jarðvegsefna svo og leysing steinefna hægfara. í slíku um- hverfi berst tiltölulega lítið af jurtanæringarefnum út í ár og stöðuvötn með lækjum, dragám eða jarðsigsvatni, og þar eru vötn því tiltölulega ófrjósöm og fram- leiða lítið magn af nytjafiski á flatareiningu. Fyrir Mývatn, sem telja má meðal frjósömustu vatna landsins, skilst mér að meðal- framleiðsla silungs muni vera rösk 10 kg á hektara á ári. Til samanburðar má nefna, að meðal- tölur, sem lesa má af bandarískum handbókum um framleiðslu nytja- fiska í fisktjörnum eða vötnum, liggja flestar á sviðinu 150—250 kg á hektara á ári. Mest uppskera sem ég hefi rekist á í slíkum hand- bókum er 450 kg af fiski á ha á ári. Hér er að vísu í fæstum tilvikum um silung að ræða, sem mun til- tölulega afrakstursminni en flest- ir aðrir ferskvatnsfiskar. Eigi að síður sýnir þessi samanburður, að íslensk silungsvötn eru að mun ófrjósamari en vötn í hlýrta n, loftslagi, enda eru íslensk vötn tiltölulega fátæk af jurtanær- ingarefnunum köfnunarefni (N) og fosfór (P). Til þess að fá sambærilega upp- skeru af grasi á hektara á íslandi og t.d. í Danmörku eða í Mið- Evrópu, þarf.að öllum jafnaði að bera á talsvert meira áburðar- magn hérlendis en í þessum lönd- um. Hið sama á eflaust við varð- andi framleiðslugetu og áburðar- þörf silungsvatna hérlendis. Hóf- leg áburðarnotkun á íslensk tún er um 100 kg N/ha + 35 kg P/ha + mismunandi magn af kalíum. Væntanlega mætti skoða slíkan skammt sem hóflegan, væri um það að ræða að bera áburð í fisk- vötn. En þessi fræðilega niður- staða er raunar óháð þeirri stað- reynd, að markaður fyrir íslensk- an silung er eflaust ónógur til þess að standa undir kostnaði við áburðargjöf í silungsvötn. Ég tilfæri hér að gamni dæmi um ótrúlega mikil áhrif áburðar- notkunar á laxaframleiðslu á vest- urströnd Kanada. Seiði Kyrra- hafstegundarinnar red salmon (rauðlax) dveljast um eins árs skeið í ferskum stöðuvötnum áður en þau halda til sjávar. Með áburðargjöf í eitt slíkt vatn jókst framleiðslugeta vatnsins fyrir sjó- gönguseiði svo mjög, að gengd rauðlax í þetta vatnasvæði varð 36 sinnum meiri en fyrir áburðar- gjöfina. Með því að dreifa áburði að verðmæti samsvarandi 1 millj- ón ísl. króna, varð verðmætis- aukning laxins um 25 milljónir króna. í sambandi við áhrif túnáburðar á laxaframleiðslu leiddi ég að því nokkrar líkur í grein sem birtist í júlíhefti Freys 1982, að aukin laxagengd í íslenskar ár síðustu áratugina myndi fyrst og fremst að þakka vaxandi notkun tilbúins áburðar, enda skolast ætíð nokkuð af slíkum áburði, einkum köfnun- arefni, út í læki, vötn og ár. Þetta samhengi varð þó skyndilega rof- ið, þegar laxveiðar Færeyinga urðu óhóflega miklar. Sem dæmi um einstakar ár, þar sem áhrif áburðarnotkunar eru auðsæ, er Laxá á Ásum. Á vatnasvæði ár- innar eru víðáttumikil tún og tvö allstór stöðuvötn, Svínavatn og Laxárvatn, en í slíkum vötnum nýtast áburðarefni að mun betur til framleiðslu svifþörunga en í ám, þar sem vatn hverfur oft á skömmum tíma til sjávar, og um leið glatast mikilvæg áburðarefni og svifjurtir. Og eflaust hefur hin tiltölulega mikla laxaframleiðsla Eliiðaánna að verulegu leyti stoð sína í áburðarefnum sem berast í Elliðavatn frá byggðarlögum, ræktun og búfjárhaldi á vatna- svæðinu. Hvað er áburdarmengun? í eimuðu vatni, eða vatni án nokkurra jurtanæringarefna, þríf- ast svifjurtir ekki né nokkurt líf. Með vaxandi magni jurtanær- ingarefna eða áburðarefna, eink- um N og P, eykst að öðru jöfnu framleiðsla svifjurta. En þar kem- ur, að gegnsæi vatnsins verður mjög lítið vegna mikils svifjurta- magns, og þar með minnkar stór- um ljóstillífun (fótósýnþesa) vegna birtuskorts og á sér þá stað aðeins í þunnu yfirborðslagi. Fer svo að lokum, að á yfirborðinu myndast þétt lag af svifjurtum eða slýi, svo þétt að ljós kemst ekki lengur niður í vatnið. Þar með hættir ljóstillífun og súrefn- isframleiðsla í vatninu jafnframt. Vegna súrefnisskorts verður vatn- ið fúlt og banvænt öðrum lífverum en súrefnisfælnum bakteríum. Það er mengun eða spilling á líf- kerfi vatns af þessu tagi, sem ofhleðsla af áþurðarefnum — fyrst og fremst af N og P — veldur stundum á vatnasvæðum mann- margra byggðarlaga. Sem dæmi mætti nefna, að í eitt áburðar- mengað vatn í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum barst á einu ári um 500 kg N og 70 kg P á hvern hektara vatnsins. Um magn af áburðarefn- um í íslenskum vötnum Þegar Mývatn er undanskilið, er mér ekki kunnugt um að fyrir hendi séu nokkur gögn um það magn af köfnunarefni og fosfór, sem berst í íslensk silungsvötn. Jón Ólafsson haffræðingur hefur unnið mikið og frábært starf varð- andi íburð N og P í Mývatn. í flestum tilvikum mun N fremur en P vera takmarkandi fyrir svif- jurtagróður í vötnum, og tafla 1 hér að neðan greinir aðeins það magn af köfnunarefni sem sam- kvæmt rannsóknum Jóns ólafs- sonar berst í Mývatn á fimm mán- aða gróðrartímabili sumarsins. Þá er ógetið þeirrar athyglis- verðu og væntanlega mikilvægu niðurstöðu Jóns ólafssonar, að á 3ja mánaða tímabili að sumrinu bindi svifþörungurinn Anabaena hvorki meira né minna en 80 kg af frjálsu köfnunarefni loftsins á hektara. Hér er um einstakt líf- fræðilegt fyrirbæri að ræða — ef rétt reynist — því að Anabaena hefur reynst lítilvirk eða óvirk til vinnslu frjáls köfnunarefnis á norðurslóðum. En miðað við um- rædda bindingu frjáls köfnunar- efnis, berst Mývatni rúmlega 90 kg N/ha yfir sumarmánuðina. í Tafla I. Meó lindum er renna í Mývatn berst: Við úrvinnslu Kísiliðjunnar á botnleðju skilar verksmiðjan aftur í vatnið: Úr ræktuðu landi á vatnasvæði Mývatns berst: Frá mannabústöðum á vatnasvæði Mývatns berst: Frá hugsanlegri I milljón laxdönguseiðastöð mjndi, skv. áætlun Björns Jóhannessonar, berast: Samtals 7 kg N/ha 2 „ 1,3 „ 0,4 „ 0,4 „ H,1 „ Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Sauðárkróks Laugardaginn 25. febrúar var spilaður aðaltvímenningur hjá félaginu og urðu úrslitin þessi: Gunnar Þórðarson — Björn Guðnason 497 Páll Hjálmarsson — Garðar Guðjónsson 486 Jón Tryggvi Jökulsson — Steingrímur Sigfússon 473 Einar Svansson — Skúli Jónsson 452 Kristinn Ólafsson — Geir Eyjólfsson 451 Bjarki Tryggvason — Halldór Tryggvason 448 Mánudaginn 5. marz var spil- uð hjóna- og parakeppni hjá fé- laginu og varð staða efstu para þessi: Einar Svansson — Sigríður Sigurðardóttir 261 Erla Guðjónsdóttir — Haukur Haraldsson 233 Elín Pálsdóttir — Valgarð Valgarðsson 225 Hjördís Þorgeirsdóttir — Broddi Þorsteinsson 225 Skúli Jónsson — Margrét Sigmundsdóttir 224 Skúli Ragnarsson — Efemía Gísladóttir 219 Bridgefélag kvenna Þann 5. marz var spilaður eins kvölds tvímenningur. 3 efstu pör voru: Júlíana Isebarn Morgunblaðið/Arnór. Sveit Gests Jónssonar varð í þriðja sæti í sveitakeppninni á Bridgehátíð. Talið frá vinstri: Sigfús Örn Árnason, Jón Páll Sigurjónsson, Ragnar Magnússon, Sverrir Kristinsson og Gestur Jónsson. Forseti BSÍ, Björn Theodórsson, afhenti verðlaunin. - Margrét Margeirsdóttir 265 Anna Lúðvíksdóttir parakeppni. Keppt var í fjórum Una Thorarensen - Lilja Petersen 241 10 para riðlum. Eftirtalin pör — Nína Hjaltadóttir 258 Mánudaginn 12. marz hófst urðu stigahæst:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.