Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Um Þorleif í Múla, Ólaf frá Sjávarborg og Ara á Skútu- stöðum og um andlát séra Þórðar á Grenjaðarstað — eftir Brynjólf íngólfsson í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins 19. febrúar þ.á. birtist grein, eftir Svein Guðjónsson, undir fyrirsögninni „Hver skrattinn fór heim túnið" og fjallar um hið dul- arfulla andlát séra Þórðar Guð- mundssonar á Grenjaðarstað, árið 1741. Grein þessi er í meginatriðum rétt, en þó er tónninn mjög hlynntur séra Þórði á Grenjað- arstað, en allstaðar þar sem minnst er á séra Þorleif Skapta- son, prófast í Múla, eða Ólaf Þor- láksson frá Sjávarborg, tengdason séra Þorláks, er annaðhvort alveg þagað fyrst um kosti og jafnvel um galla þeirra, eða hreinlega greint rangt frá, til dæmis er ólafur talinn „ættar- og menntun- arlaus“. Gegn þessu vil ég segja nokkur orð, til varnar þessum for- feðrum mínum, ekki þó til að efna til einhverskonar „maraþon- skrifa" í „áflogastíl grimmra hunda", heldur aðeins til að taka svari þessara merku forfeðra, þótt það snúist um atburði, sem nú eru flestum löngu gleymdir. Segja má að við Sv. Guðjónsson séum sammála um, að orsök þess- ara hörmulegu atburða, í júlí 1741, sé hinn mikli kali, sem raunar væri réttara að kalla fjandskap, milli nábúanna á Grenjaðarstað og Múla. Þorleifur er oft nefndur í ritum um þennan tíma, hann var m.a. „officialis", þ.e. varamaður eða staðgengill biskups á Hólum, bæði eftir dauða Björns Þorleifs- sonar, 1710, þar til Steinn Jónsson tók við embætti 1711 og eftir dauða Steins biskups, árið 1739, um hríð og eftir brottför Harboes, 19/6 1745, þar til Halldór Brynj- ólfsson tók við embætti, árið 1746. Um það sem vikið er að í nefndri grein, að óvild sú, sem komst á milli prestsetranna í Múla og Grenjaðarstað, hafi átt rót sína að rekja til keppni þeirra séra Þórðar á Grenjaðarstað og Þorleifs próf. Skaptasonar í Múla um biskups- tign, er það að segja að mér er ekki kunnugt um neitt slíkt, enda þótt mér sé vel kunnugt um að gott orð fór af Þórði sem afbragðs Sjávarútvegsráðuneytinu bárust alls um 330 athugasemdir við útgef- inn kvóta einstakra fiskiskipa, en frestur til að skila inn athuga- semdum rann út fyrir nokkru. Stefnt er að því, að úrvinnslu þeirra verið lokið síðar í þessum mánuði. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ekki líkur á verulegum breyting- um á heildarkvótanum, en ákveðnar hafa verið nokkrar breytingar á út- reikningi einstakra flokka. I fyrri útreikningum þurftu ný skip að hafa verið að veiðum í eitt ár eða meira til þess að fá reynslu- kvóta. Nú hefur sá tími verið styttur niður í 5 mánuði og geta þá eigendur skipanna valið á milli reynslukvóta eða meðalkvóta. Þá verða breytingar á útreikn- ingi kvóta báta á bilinu 10 til 20 lestir, en þar verður reiknaður út námsmanni (sbr. Æviskrár Páls E. Ólasonar), þá hafði séra Þor- leifur ekki síðra orð á sér. T.d. seg- ir Páll Eggert Ólason svo um Þor- leif Skaptason (Saga íslendinga VI. bindi, bls. 179): „Officialis eftir Stein biskup var séra Þorleifur Skaftason að Múla, mikilmenni í öllum greinum, en forn í háttum, prýðilega gefinn og vel að sér.“ í æviskrám Páls Eggerts segir m.a. svo um séra Þorleif: „Var gáfu- maður mikill og manna best að sér og það játar Harboe í skýrslum sínum. Jón byskup Árnason vildi hafa hann til byskups eftir Stein byskup Jónsson og ýmsir, jafnvel Harboe, höfðu það á orði, en ofdrykkja var talin honum til tálma. Hann kenndi mörgum skólalærdóm. Hann var afar- menni að burðum, hreingerður og fornmannlegur í háttum; eru um hanú þjóðsagnir miklar." Um keppni milli þeirra séra Þorleifs og séra Þórðar um biskupsemb- ættið er mér ekki kunnugt, enda myndi hvorugur hafa fallið Harboe allskostar í geð. Harboe vildi helst að Hólabiskup yrði danskur maður eða norskur en ef horfið yrði að því að skipa málum strax, nefndi hann fimm klerka hæfasta í Hólastifti, þá séra Þorstein Ketilsson á Hrafnagili, sem Harboe leist best á sem bisk- up, séra Örn Bjarnason á Mel í Miðfirði, séra Stefán Einarsson í Laufási, séra Jón Þorleifsson (Skaptasonar) þá dómkirkjuprest á Hólum og séra Jón Jónsson á Hofi á Höfðaströnd (Páll E. Óla- son, Saga íslendinga VI. bindi, bls. 179). Það liggur því ljóst fyrir, að það þurfti meira til en að hafa góðan námsferil til að hafa mögu- leika til að öðlast þetta valda- mikla embætti. Hinn væntanlegi biskup þurfti einnig að dómi Harboes að vera persónulega gallalaus. Það liggur því ljóst fyrir, að meginorsök misklíðarinn- ar milli þeirra Þorleifs og Þórðar getur ekki hafa verið svo sem Sv. Guðj. telur í grein sinni. Sv. Guðj. nefnir margt annað miklu lík- legra; t.d. skapofsa sr. Þórðar sem virðist hafa verið einkar laginn við að afla sér óvildarmanna og jafnframt fer naumast hjá því, að við lestur greinar Sv. Guðj., og nýr meðalkvóti. Gerður verður greinarmunur á útgerð slíkra báta eftir því hvort þar er um að ræða aðalstarf eða aukastarf. Verða þá þeir bátar, sem gerðir eru út í aukastarfi teknir frá, þegar með- alkvóti hinna verður reiknaður út. Er þetta gert til að bæta hlut þeirra, sem hafa aðalatvinnu af útgerð þessara báta en hafa ekki vegna nýlegra kaupa fengið reynslukvóta heldur meðalkvóta, sem miðaðist við meðalafla allra báta í þessum flokki og var því óeðlilega lágur. Veiðar á kola í dragnót og veið- ar á grálúðu og steinbít á línu til 1. maí verða að hálfu leyti utar. kvóta, en eftir þann tíma verða aðeins kola- og grálúðuveiðarnar áfram að hálfu utan kvóta. Heild- arkvótinn verður síðan endurskoð- aður 8. apríl næstkomandi. lýsingar á ytra útliti séra Þórðar, hljóti sú tilfinning að koma upp í huga þeirra, sem þekkja nokkuð til útlits og mikilleika séra Þor- leifs, að séra Þórður hafi hreint og beint þjáðst af öfund, eða „komplexum" í garð þessa ríka, karlmannlega eldri starfsbróður. Niðurstaða mín er því sú: Það gat ekki komið til neinnar keppni milli þeirra séra Þorleifs og séra Þórðar um biskupsembætti á Hól- um. Hvorugur kom til mála, og alls ekki séra Þórður, sem þá var aðeins hálffertugur. Er þá næst að víkja að ætt og uppruna tengdasonar séra Þor- leifs, þess sem munnmælasaga segir hafa verið bæði „lítillar ætt- ar og menntunarlaus", skv. gr. Sv. Guðj. í næstsíðasta dálki á bls. 63. Ólafur var sonur Þorláks lög- réttumanns og annálsritara í Sjávarborg, Skagafirði, Markús- sonar iögréttumanns Péturssonar á Syðri Völlum á Vatnsnesi. Móðir Ólafs var einnig síður en svo „ættlaus", Hólmfríður Aradóttir bónda á Sökku í Svarfaðardal, Jónssonar prófasts og skálds í Vatnsfirði, Arasonar, sýslumanns í Ögri Magnússonar, sýslumanns prúða, Jónssonar Magnússonar á Svalbarðai Kona séra Jóns Ara- sonar í Vatnsfirði var Hólmfríður Sigurðardóttir Oddssonar, biskups Einarssonar, prests í Eydölum, ættföður flestra „austfirsku skáldanna". Þorlákur Markússon lauk 1712 námi í Hólaskóla, en hirti ekki um prestskap, en gerðist síðar bóndi, fyrst í Gröf á Höfðaströnd en síð- ar (frá 1732) í Sjávarborg í Skaga- firði, til dauðadags. Hann var tal- inn fróðleiksmaður, lögspakur, „heppinn læknir" og vel ritfær (reit m.a. Sjávarborgarannál). Þorlákur var vel efnum búinn, þótt hann ætti a.m.k. 10 börn. Þetta var út af því, sem gr.höf. segir um „ættleysið". Það er oft nauðsynlegt að vita nákvæmlega um það sem menn eru að tala um, áður en farið er að dreifa taði sínu um allar jarðir. Þegar menn rekast á nöfn eins og Ara í Ögri, Odd biskup, Einar í Eydölum, Magnús prúða eða Jón á Svalbarða má vera ljóst að hér eru engir aumingjar á króknum. Svar mitt við þeirri skoðun að Ólafur Þorláksson hafi verið „ættlaus" er því nægjanlegt til að hrekja þá kenningu, þar sem sannað er að hann átti mjög skammt að sækja til manna sem voru forystumenn hér á landi á sínum tíma. Skal nú loks vikið lítillega að ævi Ara á Skútustöðum, enda má segja að hann sé tilefni máls þessa alls, beint eða óbeint. Þau Ólafur og Jórunn láta hið umrædda barn sitt heita „hinu heilaga nafni" ættar Ólafs, Ara, og fæddist hann sumarið 1738. Faðerni Ara hefur allt frá því fyrsta verið vefengt, sennilega vegna hinnar illkvittnislegu vísu séra Þórðar (sbr. grein Sv. Guðj.) þar sem nefndur er „leppurinn hans Skúla". Skúli, síðar landfóg- eti; var sonur séra Magnúsar pr. á Húsavík, Einarssonar prests í Garði í Kelduhverfi, Skúlasonar pr. í Goðdölum í Skagafirði, Magnússonar. Móðir Skúla land- fógeta, kona séra Magnúsar á Húsavík, var Oddný Jónsdóttir frá Keldunesi. Séra Magnús á Húsa- vík féll út af báti og drukknaði, árið 1728, en árið 1723 hafði séra Þorleifur misst konu sína, Ingi- björgu Jónsdóttur, og þama þótti honum fáanlegt konuefni sitt, hið Brynjólfur Ingólfsson „Niðurstaöa mín er því sú: Það gat ekki komið til neinnar keppni milli þeirra séra Þorleifs og séra Þórðar um biskups- embætti á Hólum. Hvor- ugur kom til mála, og alls ekki séra Þórður, sem þá var aðeins hálffertugur.“ þriðja. Þorleifur var enn ekki nema tæplega sextugur. Hann bað því Oddnýjar, ekkju séra Magnús- ar, sem stóð ein uppi með börn sín, og gengu þau í hjónaband 21. mars 1730. Oddný setti það skilyrði að Þorleifur skyldi ljúka við að kenna Skúla syni hennar undir skóla og lauk því með stúdentsprófi Skúla, 26. mars 1731. Hann fór svo utan til Kaup- mannahafnar 1732, og lagði þar stund á lögfræði, en lauk aldrei prófi, enda fékk hann bólusótt það ár, en kom svo heim og settist að í Austur-Skaftafellssýslu sem sýslumaður og bjó þá í Bjarnar- nesi, en 1736 fór Skúli aftur utan og kom heim með skipunarbréf fyrir sýslumannsembætti í Skaga- firði og sat fyrst að Gröf á Höfða- strönd, en eftir 1741 á Ökrum í Akrahreppi. Frá 1749 varð Skúli landfógeti og settist þá að í Viðey, en um landfógetatíma Skúla skal ekki rætt hér. Ætlunin var að kanna hvort Skúli hefði verið nálægt Múla í Aðaldal á getnaðartíma barnsins, Ara Ólafssonar, sem tal- inn er fæddur á miðju sumri 1738, að því frumskilyrði væri fullnægt. Hafi Ari fæðst nálægt miðju sumri, eins og Indriði Þorkelsson á Fjalli segir í bók sinni „Milli hafs og heiða“, verður að teljast að Ari hafi fæðst í júlí 1738 og því verið getinn 9 mán. fyrr, eða í nóv- ember 1737. Þá var Skúli vissulega kominn til landsins og er engan veginn ólíklegt að hann hafi skroppið vestur í Þingeyjarsýslu um haustið til að heilsa upp á venslafólk sitt. Til að játa einnig að Skúli hafði þann þekkta hæng að vera vífinn, má minna á að a.m.k. tvisvar var honum kennt barn á þessum ár- um, 1736—1737. Fyrir annað barn- Kvótakerfíð: Breytingar á út- reikningi einstakra flokka ákveðnar ið sór hann (sbr. vísu Sveins Sölvasonar, sem þekkt er) en hitt barnið viðurkenndi hann og kvæntist móður þess 7. sept. 1738, Guðrúnu, laundóttur séra Björns Thorlacius í Görðum á Álftanesi. Niðurstaða þessarar spurn- ingar: Er líklegt að Skúli hafi ver- ið það nærri á umræddum tíma, að hann hefði þess vegna getað komið til greina sem faðir barns- ins? Svarið við því er játandi. Það er meira að segja líklegt að Grenj- aðarstaðafólki hafi verið kunnugt um komu Skúla að vestan haustið 1737 og jafnvel haft ferð hans í flimtingum. Því verður ekki neit- að, að tækifærin buðust og allt komið undir heilindum Skúla við konuefni sitt, fröken Guðrúnu Thorlacius frá Görðum; og trú- mennsku Jórunnar í Múla við kunningja sinn, Ólaf Þorláksson. Um þau mál verður ekki sagt með vissu héðan af og engri blóðprófun komið við. Hins vegar var öldin síst betri en okkar öld og því skal ekkert fullyrt, en þó skal tekið fram, að Ari Ólafsson á Skútustöðum líkt- ist miklu meira Ara sýslumanni í Ögri, langalangafa Ólafs Þorláks- sonar; heldur en Skúla eða hans ættfólki. Meginmunurinn á grein Sveins Guðjónssonar í Mbl. 19. febrúar og framangreindri afstöðu minni er raunar ekki annar en sá, að Sveinn byggir mál sitt fyrst og fremst á munnmælum og þjóðsög- um, en ég hefi leitast við að skýra málið með því að styðjast við rit- aðar heimildir þekktra og viður- kenndra sagnfræðinga eða ætt- fræðinga. Ég er sammála Sveini um það að sterkar líkur séu til þess, að séra Þórður hafi látist af manna- völdum, enda þótt ekkert verði um það fullyrt nú. Ég er Sveini þakklátur fyrir að hafa birt grein sína og hvet hann tii að halda áfram á sömu braut- um. Það eru ótrúlega mörg tilvik, ekki ósvipuð, sem gaman er að velta fyrir sér á þennan hátt. Um það, hvað skeð hefur, er séra Þórð- ur á Grenjaðarstað fannst örend- ur undir rekkjunni í svefnhúsi sínu sumarið 1741, „svo sem mátti fastast verða af öðrum troðið, eða hann gat þrengt sér sjálfur í ör- vita æði“, eins og Indriði Þorkels- son á Fjalli komst að orði, og einn- ig segir hann: „Átti þetta að vera af völdum sendingar, er séra Þórði hefði verið send, og hafa nöfn þeirra feðga, Þorleifs prests og Ara, svo og Ólafs mágs þeirra, verið við það bendluð í sögnum og munnmælum. Kom og annar vofeiflegur atburður fyrir, nokkr- um árum síðar, þá er Þorleifur prófastur fórst í kíl einum eða tjörn, ómerkri, neðan við Aðal- dalshraun, þeirri er engum manni hefur orðið að fjörtjóni, fyrr eða siðar, svo vitað verði. Týndist þar sá maður, er verið hafði einhver merkastur klerka í Hólastifti um sína daga í hvívetna, sá, er svo var mikill kunnáttumaður og svo bæn- heitur, að hann kom af, með vígsl- um og yfirsöng, þeim hinum illa vágesti, sem valdið hafði reim- leika í Siglufjarðarskarði og orðið margra manna bani, sá maður, er bæði var forspár og svo rýninn og fjölfróður að hann skildi mál fuglanna í loftinu. Má það með sanni segja, að lítið legðist að lok- um fyrir þessa tvo hálærðu Staða-klerka og að naumast væri einleikið um afdrif þeirra. Sú flimtan og orðrómur, er á lagðist um hag Jórunnar prófasts- dóttur, var á þá leið, að Skúli Magnússon væri faðir að barni hennar. Virðast munnmælin gera ráð fyrir, að hann sé um þær mundir kennslupiltur hjá Þorleifi, en hann er þá raunar orðinn sýslumaður í Skagafirði, er Ari sonur Jórunnar fæðist. Annað mál er það, hvort hann yrði eigi allt að einu bendlaður við faðerni sveins- ins. En hvað sem um það er, hefur Ari til þessa verið talinn sonur Ólafs Þorlákssonar, en ekki Skúla fógeta, og mun svo verða hér eft- ir.“ Hrynjólfur Ingólfsson er ráðuneyt- isstjóri samgönguráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.