Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 33 Að slíðra sverðið - eftir Keneva Kunz Á undanfornum misserum hefur lítið eða ekkert verið mönnum tíðara umrsðuefni en tortímingarhstta og óskir manna um varanlegan frið f heiminum. í fjölmiðlum, kaffistof- um, kirkjum og svefnherbergjum barna er spurt um hversu mikilli framtíð við eigum von á. Því, þótt ógnunin sé svo gífurleg og stað- reyndirnar svo hryllilegar að okkur sé allt að því um megn að horfast í augu við þær, þá tekst okkur ekki heldur að bægja óhugnaðinum alveg frá. Hann birtist í draumum okkar, í flótta okkar á vit vímugjafa margs- konar og í þeirri upplausn mannfé- lagsins sem kölluð hefur verið „kjarnorkumenning**. Við unum ekki þessu ástandi, segja allflestir, því verður að breyta. „Við krefjumst framtíðar" var kjörorð friðarhátíðar sem haldin var hér á landi sl. haust, og „Lífið er þess virði", sögðu lista- menn nokkru seinna, þegar þeir stofnuðu Friðarsamtök lista- manna. Og fjöldi annarra sam- taka hefur endurtekið kröfuna. — Við, hversdagslega fólkið, á vinnu- stöðum, á götum úti, á spítölum, á leiksviði eða á rannsóknarstofum, viljum einfaldlega lifa. Með því er- um við að segja, að við treystum ekki lengur forráðamönnum, stjórnmálamönnum og herforingj- um til að hafa vit fyrir okkur, að leiða okkur út úr ógöngunum sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Framtíð alls lífs á jörðu er og hlýtur að vera mál okkar allra. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að breytingar munu vart koma af sjálfu sér, það nægir ekki bara að tala um frið, eða óska sér einhverskonar friðar á silfurfati. Það eru of valdamiklir aðilar bæði í austri og vestri sem sjá sínum hagsmunum best borgið með æ hraðara vopnakapphlaupi. En með því að sameina fólk í sem flestum löndum sem vill frið og er virkilega tilbúið að leggja mál- staðnum lið um ákveðnar, raun- verulegar og markvissar kröfur, gefst okkur meiri styrkur en ef við væflumst hvert í sínu horni. Og ætli það veiti af kröftum okkar allra? Hvernig getum við unnið saman í sem flestum löndum, að sameig- inlegum markmiðum: Að stöðva vopnakapphlaup og ná varanleg- um friði í heiminum? Hve mikið á arsamstarfsnefndar (IPCC) í Stokkhólmi núna í janúar. Kröfurnar eru tvær: STÖÐVUN: Á þróun og fram- leiðslu kjarnorkuvopna í öllum löndum strax, og AFTURKÖLLUN: Allra kjarn- orkuvopna frá erlendri grund. Krafan um stöðvun er víðtækari en fyrri stöðvunartillögurnar, þar sem einungis var krafist að stór- veldin, Bandaríkin og Sovétríkin, stöðvi sína framleiðsu. En Bretar, Frakkar og Kínverjar smiða líka kjarnorkuvopn, og ef við gerum kröfur um stöðvun kjarnorku- vopnakapphlaups, þá er það bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að kröf- urnar nái til allra sem ráða yfir slíkum vopnum. „Staösetning nýrra eldflauga í Evrópu — hvort sem þær eru bandarískar eöa rússn- eskar — er í senn gíf- urleg ógnun viö líf okkar allra og árás á lýöræöi í viökomandi löndum.“ Þessar hugmyndir kalla þannig ekki aðeins á tvíhliða kjarnorku- afvopnun, heldur alhliða, en hægt væri að ná markmiðunum í mörg- um skrefum, sem tekin verði eftir ástæðum í hverju landi. Við það skulu friðarhreyfingar miða sínar aðgerðir. Og eins og t.d. fjöldi breskra, bandarískra og þýskra hershöfðingja hefur bent á, höfum við vel efni á að losa okkur við eitthvað af þessum óþverra. Hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus svæði í Evrópu (á Norð- uríöndum og á Balkanskaga) falla að þessum tillögum. Sama mætti segja um kröfur Breta um stöðvun Trident-verkefnisins. Það er skoð- un meirihluta manna í Bretlandi að stöðva eigi breska kjarnorku- vopnaframleiðslu og að allar bandarískar eldflaugar eigi að fjarlægja. Krafan um afturköllun allra kjarnorkuvopna frá erlendri grund þýðir að bandarískar eld- flaugar í Evrópu verði teknar niður og komið verði í veg fyrir staðsetningu nýrra rússneskra vopna í Evrópu. Staðsetning nýrra eldflauga í Evrópu — hvort sem þær eru bandarískar eða rússn- eskar — er í senn gífurleg ógnun við líf okkar allra og árás á lýð- ræði í viðkomandi löndum. Meiri- hlutinn í Vestur-Evrópu vill ekki hafa þessi vopn og sívaxandi hættu á kjarnorkuátökum („tak- mörkuðum" eða öðruvísi) sem þau færa okkur. Jafnvel stórir stjórn- málaflokkar, eins og þýskir sósíal- demókratar, sem hafa aldrei verið opinberlega ósammála NATO áð- ur, hafna þessum darraðardansi. Þannig munu þessar eldflaugar— ekki styrkja bönd Atlantshafs- bandalagsins, heldur hafa þær þegar vakið tortryggni og ótta al- mennings í Evrópu. Hvernig get- um við trúað á lýðræði í löndum Vestur-Evrópu þegar margítrekuð mótmæli í þessum löndum eru ein- faldlega hundsuð? Við verðum að hafna áætlunum stórveldanna að gera Evrópu að tímasprengju hiaðinni kjarnorku-, eiturefna- og „hefðbundnum" vopnum. Nógu slæmt er, að þau verði látin sitja uppi með sín lang- drægu drápstól í eigin landi. Þess- ar kröfur um stöðvun eru einfald- ar, framkvæmanlegar og óumdeil- anlega nauðsynlegar — sem raunhæf byrjun. Við verðum að gera kröfur til leiðtoga okkar að þeir taki undir þær og þar með fyikja okkur undir merki friðar- sinna. Möguleikar á að stöðva þessa vitfirringu vekja upp mörg brýn spursmál önnur, sem við verðum að snúa okkur að. Til dæmis að hreinsa kjarnorkuvopn úr höfun- um og ræða um nýtingu auðlinda t.d. á sjávarbotni. Við gætum beint kröftum okkar að vandamál- um stórfelldra framleiðsluskipta — að breyta bókstaflega sverðum í plóga — frá vopnaframleiðslu í framleiðslu til friðsamlegra nota. Við gætum unnið að vandamálum þróunarlanda. Samskipti ríkja verða að grundvallast á gagnkvæmu trausti og traustvekjandi sam- starfi. Það stoðar ekki neitt að hrópa að tiltekin ríki séu „af því illa', eða að það sé ekki hægt að ræða við þau. Bandaríkjamenn og Rússar og öll við hin höfum rétt til lífs á þessari jörðu. Og við verðum annaðhvort að læra að lifa saman — og það fljótlega — eða fara öll 4 sama veg. að fara fram á í fyrsta áfangan- um? Hvernig getum við samræmt aðgerðir okkar og starfsemi? Til að ræða þessar spurningar m.a., buðu Samtök um STÖÐVUN kjarnorkuvopnakapphlaups í Bandaríkjunum (e.t.v. þekktari undir nafninu „Freeze“-hreyfing- in) fulltrúum margra evrópskra friðarsamtaka á ársfund sinn í des sl. Unpu þeir þar að sameiginlegri stefnu, og tillögurnar voru síðan ræddar á fundi Alþjóðlegrar frið- Sting II í Laugarásbíói Laugarásbíó hefur hafið sýn- ingar á STING II sem er ný bandarísk gamanmynd. Eins og kunnugt er náði fyrri myndin miklum vinsældum og sló öll að- sóknarmet á sínum tíma. í aðalhlutverkum eru Jackie Gleason, Mac Davis, Teri Garr, Karl Malden og Oliver Reed. Bóka^ pakkar á hagstæðu verði VISA og EUROCARD Fjöldi bóka í síðasta skipti á hagstæðu verði tærsti bókamarkaður ”1 ársins 1984 MAGNvO;% AFSLÁTTUR Notið tækifærið... AÐEINS 2 DAGAR EFTIR Opið til kl. 19 í kvöld SENDUM IPÓSTKRÖFU UM ALLT LAND Markaðshús Bókhlöðunnar ------v Laugavegi 39 j------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.