Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 33
Ólafur og Guörún meö laxinn. Borghildur aöstoðar eiginmanninn, Hilmar Fenger, viö löndunina. DAGUR MEÐ VEIÐIMÖNNUM í LAXÁ í AÐALDAL Ólafur Johnson landar fallegum laxi viö Skriöu- klöpp. strauminn, en við spjölluðum við Elínu og spurðum hana um fiskinn, sem hún fékk á minnow- ið. „Já, ég tók einn á minnow hér við brúna," sagði Elín. „Þetta var ágætur fiskur, ætli hann hafi ékki verið um átta pund. Ilann var ekki erfiður, enda var ég með sterkt í, 25 punda línu. í gær vorum við við veiðistað, sem heitir Hagastraum- ur og vorum þar alltaf í fiski. Gunnar missti þar þrjá mikla bolta sem tóku fluguna, en það var vegna slýsins. Annars er Laxá einstaklega skemmtileg á og hér hafa mörg ævintýri gerst," sagði Elín Kaaber. blaðsmenn bar þar að. Við fylgd- umst spenntir með viðureigninni og ekki leið á löngu þar til Hjörtur landaði laxinum, sem var fallegur hængur, trúlega hátt í 20 pund að þyngd. Við spurðum Hjört hvernig veiðin hefði gengið. „Þetta hefur gengið hálf treg- lega hjá okkur, annars er þetta mjög misjafnt. Hér eru mjög vænir fiskar, sá stærsti, sem veiðst hefur fram að þessu hjá okkur, var um sautján pund. Við höfum misst fjóra væna fiska í þessari ferð, enda er erfitt að halda löxunum á flugur allt niður í nr. 8, því slýið er svo mikið í ánni. Uppáin er mest spennandi fyrir fluguveiðimennina og eru þar margir fallegir flugustaðir. Það er mjög ólíkt að veiða í uppánni samanborið við Æðar- fossana, en þar veiða menn helst á maðk. Höfum misst fjóra væna fiska Við Mælisbreiðu voru þeir Hjörtur Hjartarson og Frímann Jónsson að veiðum og var Hjörtur með hann á þegar okkur Morgun- Ég hef veitt hér í tíu ár og það er gaman að vera hér. Það á ekki bara við um veiðarnar, hér er líka svo margt að sjá,“ sagði Hjörtur, og renndi aftur fyrir þann stóra. Frímann Jónsson, félagi Hjart- ar, var hins vegar kominn „á þurrt" og spjölluðum við stuttlega við hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.