Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Brian Holt og Guðrún Friðriksdóttir ásamt Elisabethu, sonardóttur þeirra, fyrir framan Hafliðahús, Suðurgötu 6. Ljósmyndir Mbl.: Emilia HAFLIÐAHÚS — SUÐURGATA6 Brian Holt, ræðismaður Bretlands á íslandi var í garðinum ásamt lítilli sonardóttur sinni þegar blaðamaður gekk í hlaðið að Suðurgötu 6, — „Hafliðahúsi“. Það stafaði sérkennilegri birtu frá Hafliðahúsi. Veðrið var eins og það gerist bezt í Reykjavík þennan föstudagsmorgun. Sólin hellti geislum sínum yfir borgarbúa og litla húsið við Suðurgötuna endurspeglaði fegurð morgunsins. Skjannahvítt húsið eins og brosti í morgunsólinni og tinnusvart þakið gleypti sólargeislana í sig. Hlýjan skein úr litlum gluggunum og vel hirtur garðurinn undirstrikaði fegurð og „sjarma“ þessa litla húss við Suðurgötuna. Hafliðahús er eitt af elztu húsum Reykjavíkur. Það var byggt árið 1848 og er því liðlega 130 ára gamalt, tvílyft. Á efri hæðinni eru 6 herbergi, mörg undir súð. Á hæðinni eru 3 herbergi, stofa og setustofa. Inn af skúrbyggingu á vestanverðu húsinu þar sem nú er gengið inn er forstofa. Inn af henni er lítil forstofa og þaðan er gengið inn í eldhús og borðstofuna. Hafliðahús var eins og áður sagði byggt 1848 — þá hlaðið að dönskum hætti. Um miðja þessa öld var byggt við húsið og þá steypt. Útveggir eru því hlaðnir og steyptir og gólf eru úr viði. Séð frá Suðurgötunni virðist Hafliðahús lítið en viðbygg- ingin á vestanverðu húsinu stækkaði það verulega og því má segja að það leyni verulega á sér. Brian og Guðrún fyrir framan innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.