Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA $0100 KL. 10—11 FRÁ mánudegi innan ríkisheildarinnar. Af sömu ástæðum hafa íslendingar heilt atkvæði á allsherjarþingi samein- uðu þjóðanna. Sumum finnst að Vestfirðingar séu ekki bara ís- lendingar, heldur séu Vestfirðir eins og Suðurnesin sérstök heild innan ríkisins. Þá væri bæði eðlilegt og réttlátt að gæta nokk- urs jafnvægis milli eininganna svo sem gert er og þykir sjálfsagt alls staðar þar sem einingar eru viður- kenndar. H.Kr. • Börnin eiga ekki rétt í búi foreldra sinna Lög á Norðurlöndunum virð- ast ólík okkar, eða svo sýnist manni allavega stundum þegar maður ferðast þar. Hér eiga börnin enga hlut- deild í búi foreldranna þegar um skilnað er að ræða, þrátt fyrir að þau séu fædd og alin upp á bernskuheimili sínu. Við hjónaskilnaði virðist einnig stefnt að því hér að láta fólkið borga upp skuldir sínar við það tækifæri og þá eru skuldirnar sameiginleg ábyrgð beggja. Jafn- vel skuldir drykkjusjúklinganna eiga þá greiðan aðgang að búinu og aðrar slíkar skuldir. Það er því ekki alltaf verið að tryggja fram- tíð barna eða sjúklinga þegar fólki er hjálpað að eignast þak yfir höfuðið. Langt í frá. Ekki alls fyrir löngu var minnst á verkamannaíbúðirnar sem sér- stakt vandamál fyrir almenning, sem það og er, en það er einnig fleira sem getur valdið okkur fjárhagslegu tjóni í þessu litla landi. Til gamans má geta þess að í Færeyjum eru engir verka- mannabústaðir. Færeyingar eru þó alls ekki þar með sagt lausir við þessi vandamál, en í hjónaskilnað- armálum er tekið meira tillit til barnanna, en hér hjá okkur. Ein úr borginni. • Léleg þjónusta Vegna þeirra skrifa sem birt- ust fyrir skömmu í Velvakanda um Valhöll á Þingvöllum, langar mig að segja frá minni reynslu. Um daginn fórum ég og máðurinn minn þangað eftir langan og strangan vinnudag og ætluðum að slappa verulega af og njóta góðrar máltíðar. Þegar komið var til Valhalllar var réttur dagsins bú- inn. Það er nú ekki allt, því við þurftum þá að bíða í tuttugu mínútur eftir matseðlinum. Þegar hann svo loksins kom og maturinn þar á eftir, var annar rétturinn virkilega þurr og vondur. Ég vil hvetja forráðamenn Valhallar nú til að passa upp á það að alltaf sé jafn góð þjónusta hvort sem er um helgar eða virka daga. Matmaður. Þessir hringdu . . . • Góð þjónusta hjá Flugleiðum Ferðamaður hringdi. Nýverið flaug ég og fjölskylda mín með Flugleiðum til London. Þjónustan sem var í vélinni, og kurteisi flugfreyjanna var til sóma. Ég vil hvetja Flugleiðir til að koma sér upp fleiri flugfreyjum í líkingu við þær sem voru í London fluginu. • Jogurtið ágætt Ragna hringdi. Mig langar bara til að segja að mér finnst jogurtið alveg ágætt. í öðru hverju dagblaði sem maður les, er alltaf verið að skíta mjólkurvörurnar okkar út. Mér finnst að við, svona lítil þjóð getum verið stolt af öllum þessum tegundum mjólkurvara sem við höfum. Og hingað til hef ég ekki séð neina ástæðu til að vera síkvartandi yfir þeim. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í New York í vor kom þessi staða upp í skák Bandaríkjamannanna Lein, sem hafði hvítt og átti leik, og Benjamin. 22. Bxe5! og Benjamin gafst upp. Hvort sem hann drepur með riddaranum eða drottningunni leikur hvítur 23. Dd8+ og mátar. Sovéski stórmeistarinn land- flótta, Lev Alburt sigraði með yfirburðum á mótinu, hann hlaut 8V4 vinning af 10 mögulegum. Næstur varð Jón L. Árnason með 6‘A v. og þriðji Dzindzindhashvili, ísrael með 6 v. ceriismeyoo hýmjölk 2 LlTBXR COIUSHEYBD HYM4ÖLK | 2 ItTRMt HÖGNI HREKKVÍSI SIGGA V/öGA É 1/LVERAU vantar þig sóóan bíl ? notaóur - en í algjörum sérflokki „Skoda 120 L, árgerð 1978. Mjög vel hirtur og aöeins ekinn 22.000 km. Sparneytinn og á ótrúlega hagstæöu veröi.“ JÖFUR HF P| 1^1 Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Litli þrautgóöi fjölskyldubillinn SIMCA 1100 SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fimm manna fjölskyldubíllinn, sem marg sannað hefur kosti sína á íslenzkum vegum og vegleysum. SIMCA 1100 er fimm manna framhjóladrifinn fjölskyldubíll, sem eyöir 7,7 I. pr. 100 km samkv. uppl. frá verksmiöju. Öryggispönnur eru undir vél, gírkassa og bensíntank. auk þess er 21 cm undir lægsta punkt. Á fáeinum sekúndum má t.d. breyta SIMCA 1100 í stationbíl, enda er hann meö fimmtu hurðina aö aftan. Verö miðað viö 15.7.80: SIMCA 1100 LE kr. 5.535.817,- SIMCA 1100 GLS kr. 6.128.518,- Þú færö ekki betri bíl á betra veröi. Hafðu samband strax í dag. _____________ CHRYSLER SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 ð Vökull hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.