Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2not0unbl«t»ift Síminn á ritstjóm og skrifstofu: 10100 JHtrjjtmblabib SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Opinberar hækkanir: Gjaldskrár- nefnd skilar áliti á HEYSKAPUR í ÖSKJUHLÍÐ — Jakob Sveinbjörnsson, I gamalli rakstrarvél. Fyrir vélina beitti hann Peugeot- bifreiðaeftirlitsmaður og bifreiðastjóri á BSR, var i gær I bifreið sinni, sem í þessu tilfelli virðist vera þarfasti að snúa heyi, sem hann ætlar fyrir hestana sína, með I þjónn hestanna hans Jakobs. - Ljösm : ói.k.m. Verzlunarráð íslands um 40% verndartoll á sælgæti: Fyrirtæki gætu komið út með verri afkomu - þar sem þau verða þá að kaupa mjólkurduft á innlendu heildsöluverði R/ETT hefur verið um hugmynd um álagningu 40% gjalds á innflutt sælgæti. Sé miðað við samsvarandi eldri hugmyndir og með hliðsjón af viðskiptasamningi íslands og EFTA, hefur þetta í för með sér, að innlendir framleiðendur fengju ekki lengur að kaupa mjólkur- og undanrennuduft á heimsmarkaðsverði heldur innlcndu hcildsoluverði, segir m.a. í greinargerð Verzlunarráðs íslands um framleiðslu og innflutning á sælgæti. morgun GJALDSKRÁRNEFND hefur að undanförnu metið hækkunar- beiðnir frá allmörgum opinber- um fyrirtækjum og stofnunum. en opinberar hækkanir eiga að taka gildi síðustu 10 daga þessa mánaðar, verði þær heimilaðar. Gjaldskrárnefnd mun skila áliti til viðkomandi ráðuneyta og rík- isstjórnar á morgun. mánudag. að því er Georg ólafsson formað- ur nefndarinnar tjáði Mbl. i gær. Eins og fram hefur komið liggja fyrir mjög margar beiðnir um hækkun og eru þessar helstar: Landsvirkjun 55%, Hitaveita Reykjavíkur 60%, Ríkisútvarpið rúmlega 30%, Póstur og sími 9%, Strætisvagnar Reykjavíkur 10,5%. Þá má nefna að almenn- ingsrafveitur hafa óskað eftir hækkun, sem er í hlutfalli við hækkun Landsvirkjunar og hita- veitur víða um land hafa óskað eftir hækkun, en þar er um að ræða lægri prósentur en hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Málefni Hitaveitunnar hafa verið mjög til umræðu að undan- förnu. Morgunblaðið spurði Georg Ólafsson hvort gjaldskrárnefnd legði til niðurskurð á 60% hækk- unarbeiðni fyrirtækisins. Kvaðst Georg engu vilja um það svara, álit nefndarinnar kæmi fram í svarinu til ríkisstjórnarinnar og Iðnaðarráðuneytisins, sem lagt yrði fram á morgun. Ittorúimfclafoifc VEGNA sumarleyfa verður stutt hlé á útgáfu Lesbókar Morgunblaðsins. Kemur Les- bokin ekki út um þessa helgi og þá næstu. Mennirnir ófundnir ÞRÁTT fyrir mikla eftirgrennslan hefur ekki enn hafzt upp á þeim mönnum, sem leitað er vegna árásarinnar á starfsmann Skelj- ungs og innbrotsins í skartgripa- verzlun Jóhannesar Norðfjörð. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglustjóra verður allt kapp lagt á að hafa hendur í hári þessara manna. í greinargerðinni segir enn- fremur, að það sé ljóst, að þessi breyting myndi afla ríkissjóði nokkurra tekna, þar sem hann slyppi þá við að niðurgreiða mjólkurduftið og fengi þar að auki tekjur af gjaldinu, nema því fé væri varið til stuðningsað- gerða við iðngreinina. Hvers framleiðendur yrðu bættari er hins vegar spurning, þar sem framleiðslukostnaður mun hækka og síðan útsöluverð og eftirspurn því minnka. Af- koma einstakra fyrirtækja gæti því versnað. Verzlunarráð Islands styður fríverzlun og er andvígt höftuní á utanríkisviðskiptum. Það vill því að beitt sé öðrum aðferðum til að efla innlenda atvinnustarfsemi. Fyrir innlendan iðnað er raun- hæf gengisskráning mikilvægust. Kom það vel í ljós á sl. ári, þegar innlendur kostnaður hækkaði um 60% yfir árið en erlendur gjald- eyrir hækkaði að meðaltali ein- ungis um 30% í verði. í þeim samanburði felst léttvæg vernd í 3% aðlögunargjaldi og 3% jöfn- unargjaldi. Þá kemur fram í greinargerð- inni, að Verzlunarráðið hafi lagt til við verðlagsráð, að verðmynd- un á sælgæti yrði gefin frjáls. Að vísu hefur sælgætisiðnaðurinn ekki búið við eins ströng verð- myndunarhöft og ýmsar aðrar greinar atvinnurekstrar. Vegna breyttra samkeppnisaðstæðna og sveiflna á hráefnisverði erlendis er sælgætisiðnaðinum hins vegar nauðsynlegt að geta skjótt brugðizt við breyttum sam- keppnisaðstæðum. Að síðustu segir í greinargerð Verzlunarráðs: — Þótt fulltrúar ríkissjóðs kunni að telja inn- flutningshöft auðvelda leið, þar sem hún skapar einnig tekjur, er ljóst hver tapar — hinn almenni neytandi — og atvinnurekstur- inn er oftast engu betur settur. Samstaða og missætti við sitthvort borðið FULLTRÚAR Vinnumála- sambands samvinnuíélag- anna og Vinnuveitendasam- bands íslands sitja saman að samningaviðræðum með Far- manna- og fiskimannasam- bandi íslands og koma þar fram gagnvart viðsemjendum sinum i órofa samstöðu að þvi er virðist. Þessi samstaða hefur vakið athygli vegna þess missættis, sem myndazt hefur milli þess- ara aðila í samningaviðræðum við Alþýðusamband íslands, þar sem Vinnumálasambandið hefur gengið fram fyrir skjöldu, lýst tillögur VSI að kjarnasamningi óraunhæfar, og gengið til sérviðræðna við samninganefnd ASÍ. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: „Við viljum sjálfir velja tímann til verkfallsaðgerða44 SÁTTAFUNDUR hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Randalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármálaráðherra, en þrjár vikur eru nú liðnar frá þvi er síðasti sáttafundur varð. „Við stillum okkur inn á að vera rólegir, þar til við höfum aðstöðu til annars,“ sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það er erfitt að setja þrýsting á málin í júlí- mánuði. Við viljum sjálfir velja timann til verkfallsaðgerða.“ Samkvæmt lögum á að halda sáttafund með hálfs mánaðar fresti, en eins og áður segir eru nú þrjár vikur frá því er síðasti sáttafundur var haldinn og varð hann árangurslaus. Þá kom BSRB fram með nýtt gagntilboð um 20% grunnkaupsbækkun fyrir hina lægstlaunuðu og 9% hækkun fyrir þá sem hæstu launin hafa. Þessu tilboði svar- aði Ragnar Arnalds með algjörri synjun og hneykslaðist á því að BSRB skyldi koma með slíkt tilboð á „lokastigi" samninga, eins og hann orðaði það. Kristján Thorlacius sagði í samtali við Morgunblaðið, að forysta BSRB hefði ekki lagt áherzlu á, að boðaður yrði nýr sáttafundur, eftir að hafa fengið svo afdráttarlaus svör frá hinu opinbera um að ekki væri til- slökunar að vænta af þess hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.