Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Þóröur Pétursson leiðsögumaöur ieiöbeinir Erni Jónssyni vió Hagabakka. VEIÐISAGA ÚR LAXÁ í AÐALDAL Laxinn stökk og snéri sporðinum upp ÞAÐ vakti athygli blaðamanns Mortrunblaðsins þegar hann var að spjalia við veiðimenn við Laxá i Aðaldai, að martfir þeirra laxa, sem veiðst höfðu á íIuku, höfðu tekið fluKU sem heitir „Laxá biá“. Við ána hitti blm. höfund fluKunnar. Þórð Pétursson. en hann er leiðsöKumaður við Laxá ok ku þekkja ána eins ok puttana á sér. Við tyiltum okkur á árbakkann um stund ok var Þórður spurður um tilurð ÍIuk- unnar ok hvort ekki væri einhver skemmtileK veiðisaKa þar á bakvið. „Ég smíðaði þessa flugu fyrst sumarið 1972,“ sagði Þórður. „Þá var mikill fiskur hér í ánni, en gott veður dag eftir dag, sól og blíða. Það þýddi ekki að bjóða laxinum annað en flugu, en hann vildi lítið taka og elti aðeins fluguna. Nú, þá fór maður að velta því fyrir sér hvort hann tæki einhverja flugu frekar en aðra, svona eins og maður gerir. Þá rifjaðist það upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum vorum við Sveinn Einarsson veiðistjóri á urriðaveiðum uppi í Laxárdal og þá vildi urriðinn ekkert sem honum var boðið, þar til Sveinn setti bláleita flugu á færið. Þá fékk hann eina níu fiska í beit,“ sagði Þórður. „Nú, ég fór að hugsa um þetta, þegar svona illa gekk með laxinn og velti því fyrir mér hvort laxinn gæti ekki alveg eins viljað bláa flugu eins og urriðinn. Um kvöldið settist ég síðan niður og hnýtti flugu, sem öll var blá og kallaði ég hana „Laxá blá“. Á þessum tíma vorum við Húsvíkingar að veiða í ánni og reyndi ég þessa nýju flugu mína við fyrsta tækifæri. Það var ekki að sökum að spyrja, ég veiddi fjölda laxa á fluguna. Það var einmitt þetta sumar sem ég missti þann stærsta lax sem ég hef nokkurn tímann sett í. Það var á þessum dögum okkar að við vorum að veiða upp við Laxhólma, þetta var svona 2—3 dögum eftir að ég smíðaði þessa flugu. Við vorum búnir að fá fjóra fiska þarna og höfðum séð einn geysistóran lax vera að velta sér úti í ánni. Ég reyndi að vaða eins langt og ég gat til að ná út til hans, en hann lá langt úti í hylnum, og kastaði ég flugunni svo langt sem ég náði. Þetta var fluga númer 4. Eftir eitt kastið sá ég ólgu í vatninu á eftir flugunni og spuröi ég þá veiðifélaga minn hvort laxinn væri ekki á eftir flugunni. Hann hélt það ekki vera. Nú, ég lét fluguna reka upp undir land og þegar ég tók fluguna upp úr ánni þá var hann á. Hann tók bókstaflega í uppkastinu. Þegar hann fann að hann var fastur tók laxinn ægilegt viðbragð og rauk eina 80 metra niður með hólman- um. Þar stökk hann minnst mannhæð upp úr vatninu og snéri sporðinum upp! Þá sagði veiðifé- lagi minn: „Ert þú kominn með hnísu á?“ Ég hélt nú að það væri lax, og hljóp niður bakkann og óð út á hlið við fiskinn, eins langt og ég komst, til þess að forðast að slýið i ánni hlæðist á línuna. Ég hugsaði sem svo: Þetta er stærsti lax sem þú hefur nokkurn tíma sett í og ég skal vaða um ána svo lengi sem hann er á,“ sagði Þórður. „Ég var kominn töluvert nærri fiskinum og allt virtist vera í besta lagi, en þá skyndilega losnaði flugan úr fiskinum og þá var hann farinn," sagði Þórður fjarrænn á svip. „Nokkru seinna var dregið fyrir klak í þessum hyl og þá náðist einn 30 punda fiskur, með sár eftir flugu í kjaftinum. Það hefur líklega verið sá sami. En það var einkennilegt með þennan fisk að hann var kjálkabrotinn. Hann hefur trúlega slasast í fossinum og því líklega aldrei náð að bíta alveg utan um fluguna og hún því ekki náð góðri festu. Árið eftir fékk ég síðan stærsta lax sem ég hef veitt, 27 punda fisk, einmitt á þessa flugu. Bláa flugan hefur því reynst mér happadrjúg, ekki síst í baráttunni við stórlaxana." DAGUR MEÐ VEIÐIMONNUM I LAXA I AÐALDAL „Við höfum misst nokkra fiska, annars hefur veiðst nokkuð vel, að ég held,“ sagði Frímann. „Þannig háttar til hér við Laxá, að menn verða að þekkja ána nokkuð vel ef vænta á einhvers árangurs. Ef menn þekkja ána ekki, þá má ekki búast við mikilli veiði. Ég hef nú bara verið með fluguna hingað til, en ekki reynt maðkinn. Mér finnst flugan skemmtilegra veiðarfæri. Það er mest veitt á flugu í uppánni, enda eru þar margir skemmtilegir flugustaðir. Flugurnar, sem hann tekur helst nú, eru smáar, frá nr. 6 til nr. 10, og því er oft erfitt að halda fiskunum, sérstaklega þeim stóru," sagði Frímann Jónsson. Maður er allt- af í fiski Næst hittum við að máli þá Árna Kristinsson og Gunnar Olafsson, Gunnar var að veiðum þegar komið var að ánni, en Árni var að bauka við veiðarfærin. Við spurðum Árna hvernig hefði geng- ið . „Ég er búinn að setja í þrjá stóra bolta,“ sagði Árni. „Þeir hlupu allir niður ána, tveir slitu úr sér, en sá þriðji fór með alla línuna," sagði hann, og tók nýtt hjól upp úr töskunni og setti á stöngina. „Þessir laxar stukku allir og sagði Þórður Pétursson leiðsögumaður mér, að þeir hefðu verið yfir 20 pund. í gær misstum við fjóra laxa i fossinum, en sem betur fer skildum við ekki nein veiðarfæri eftir í þeim. Þetta er í annað skiptið sem ég veiði hér í Laxá og þetta er ákaflega gaman, jafnvel þó við höfum ekki náð nema fjórum fiskum. Maður er alltaf í fiski og það er mjög skemmtilegt, jafnvel þó hann tapist. Ánnars held ég, að þið ættuð að spjalla við hann Gunnar, hann veiddi sinn fyrsta lax hér áðan og hann á flugu," sagði Árni. Við fórum að ráðum hans og spurðum Gunnar að því, hvernig viðureignin hefði verið. „Þetta var stórkostlegt," sagði Gunnar. „Ég hafði aldrei farið í laxveiði fyrr, svo þetta er góð byrjun. Laxinn tók rétt ofan við brúna hjá veiðistað, sem heitir Syðri Hagabakkar. Hann tók græna Kröflu nr. 8, svo ekki er hægt að segja annað en að Krafl- an komi að gagni! Þetta var 13 punda hrygna, ætli ég hafi ekki verið um 20 mínútur með hana og gekk það all sæmilega. Að vísu hlóðst töluvert slý á línuna, þann- ig, að línan varð ærið þung og ég afskaplega hræddur um að missa fiskinn, en allt fór þó vel að lokum. Það besta við þetta allt var þó það, að verið var að kenna mér að veiða á flugu þegar laxinn tók. Það var eir.mitt verið að segja við mig: „Þú átt að kasta svona", og þá kengbognaði stöngin! Ég held, að allir hafi verið jafnhissa, ég, kennarinn og fiskurinn," sagði Gunnar. „Annars held ég, að sú mest spennandi veiði, sem ég hef lent í, hafi verið við Æðarfossana í gær. Við veiddum ofan af háu bergi og urðum að hlaupa um kletta og klungur, vaða í ánni og fara út á bát, allt til að bjarga fiskunum. Það var alveg stórkostlegt," sagði Gunnar Ólafsson. Er hér var komið sögu, ákváðu Morgunblaðsmenn að gefa veiði- mönnum frið við veiðarnar og höfðu sig á brott. Að sjálfsögðu sögðum við veiðimönnum í lokin, að við óskuðum þeim ekki góðs gengis, en hástemmdar heillaóskir hafa jafnan öfug áhrif svo sem kunnugt er. Veiðimenn tóku þess- um kveðjum vel, sjálfsagt fegnir því að geta kastað færi sínu fyrir spegilfagran lónbúann á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.