Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1980 35 Attræð í dag: Jóney Jónsdóttir Aldamótabarnið Jóney Jóns- dóttir, er áttræð í dag. Þegar ég lít vestur á fjallahring Snæfellsness, með konunginn, sjálfan Snæfells- jökul, sem rís þar hæst, verður mér hugsað til þeirrar hörðu lífsbaráttu sem fólk háði þar á þeim árum, er Jóney var ung stúlka. Jóney er fædd að Brekku- bæ á Hellnum vestur þar, og ólst hún þar upp til tíu ára aldurs, er hún fluttist að Lýsudal í Staðar- sveit, en þar átti hún sín æskuár í hinni fögru og grösugu sveit með háum fjöllum, og dynjandi fossum og beljandi ám. Þar, í hinni fögru sveit, kynntist hún sínum lífsföru- nauti, ungum og myndarlegum manni, Kristjáni Jónssyni frá Einarslóni í Breiðuvíkurhreppi og fluttist með honum að Einarslóni, en þar bjuggu þau mestan sinn búskap. Þá voru engin nútíma þægindi, þá dugði aðeins að vinna hörðum höndum og það gjörði Jóney svikalaust. Þá var ekki spurt hvað klukkan væri. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóneyju og Kristjáni meðan þau bjuggu í Einarslóni, og sjá þann kraft og dugnað, sem hún sýndi í hinu daglega striti. Þvílíka vinnu þyrfti ekki að bjóða öllum ungum stúlkum í dag... En þrátt fyrir það, er Jóney nú hress og kát, hugsunin vel skýr enda vel gefin kona sem les mikið og hendir gjarnan fram stöku, því að það er henni létt þótt lítt hafi hún látið á því bera. Jóney er ein af þeim konum sem æðrast ei. Ætíð hefir hún verið sívinnandi allt sitt líf, og myndi ekki una því að sitja auðum höndum, meðan kraftar endast. Þau hjón Jóney og Kristján flutt- ust að Kirkjuhóli í Staðarsveit árið 1944 og með þeim þrjár dætur þeirra, en síðar á Akranes, og svo í Keflavík, þar sem Jóney hefir búið síðan, fyrst með manni sínum og dóttursyni, sem þau ólu upp og er augasteinn hennar, enda reyn- ist hann sem besti sonur. Jóney missti mann sinn 1970, og eftir þann missi hefur hún lengst af dvalið í návist við okkur hjónin, enda ávallt verið mikill kærleikur þar á milli. Ég veit að margur hugsar hlýtt til Jóneyjar í dag. Tekur hún á móti ættingjum og vinum í veitingahúsinu Artúni í Reykjavík á afmælisdaginn, sunnudaginn 27. júlí, og þá á milli 4—7, þar verða fagnaðarfundir góðir. Ég vil að lokum, Jóney mín þakka þér góð kynni og samleið og vona að ég megi njóta hennar lengi enn, þvi ég tek ekki undir hið margumtalaða spaug um tann- hvassa tengdamömmu, því ég hef ekki kynnst því. Að endingu bið ég þess að guð þinn, sem þú setur allt þitt traust á, gefi að þú fáir að halda heilsu og óskertri hugsun. Lifðu heil. Matthias Guðmundsson. \\' hártíska Dömur og herrar. Klippum háriö eftir nýjuatu tísku. Einnig litanir perman- ent, næringarkúrar o.fl. Hjá okkur er úrvals þjónusta. Beyniö viöskiptin. HÁRSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141. RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312. HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24, sími 17144. fólk óskast í eftirtalin hverfi: Vesturbær Skerjafjöröur sunnan Flugvallar I. Austurbær Njálsgata UPPLÝSINGAR í SÍMA 35408 Þeir sem fyrstir notudu HRAUN-utanhús- málninguna fyrir um 15 árum síðan geta best dæmt um endingu þessarar ágætu málningar. Aukþess að vera endingargóð þá spararhún tíma, því að ein umferð jaíngildirþrem umferðum af venjulegri plastmálningu. ekki Litavalið er í HRAUN litakortinu í næstu málningarvöruverslun. Þegar kemur að endurmálun er valið að sjálfsögðu HRAUN • ••• annað kemur til mála má!ninghf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.