Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 25 Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ÁRBÓK Slysavarna- félags íslands 1980 177 bls. Rvík, 1980. ÁRBÓK Slysavarnafélags ís- lands er að talsverðu leyti félagsrit, það er að segja ársskýrslur og annálar ýmiss konar varðandi málefni sam- takanna. En hér eru líka ritgerðir um afmörkuð efni sem lúta að slysavörnum; rit- gerðir sem eiga erindi til flestra ef ekki allra þegna þjóðfélagsins. Nefni ég þá sér- staklega ritgerð Magnúsar Hallgrímssonar, Snjóflóð og fjallaferðir. Magnús mun vera fjallagarpur og því gjörþekkja efni það sem hann ræðir um. Magnús segir »snjóflóð hafa orðið fleiri íslendingum að bana en nokkrar aðrar nátt- úruhamfarir.« Það hygg ég muni koma á óvart. Þó eru í fersku minni nokkur stórslys af völdum snjóflóða á þessari öld. En Magnús upplýsir að »samt hafa fleiri farist á víðavangi, ferðamenn á leið milli byggða og bændur við gegningar.« Magnús gefur ferðamönnum góð ráð um hvernig forðast skuli snjóflóð, skilgreinir hvers eðlis þau eru því orsakir þeirra eru ekki alltaf hinar sömu; gefur líka leiðbeiningar um hversu haga skuli leit að þeim sem grafist hafa í flóðum. Ritgerðin er gagnorð og skipuleg og út- skýrð með nokkrum ágætum teikningum. Tel ég bæði þeim, sem eiga heima á snjóflóða- svæðum, og eins ferðamönn- um, sem ferðast um fjöll á vetrum, hollt að lesa þessa greinagóðu ritgerð. Ég nefni líka þátt Hannesar Þ. Hafstein um gamla Þór, björgunar- og varðskip það sem Vestmannaeyingar keyptu 1920 og gerðu út í nokkur ár. Vestmannaeyjar voru þá, eins og bæði fyrr og síðar, langmesta verstöð landsins, athafnalíf með mikl- um blóma og framfarahugur í útvegsmönnum. Þetta var á öðru ári íslensks sjálfstæðis og því ekki að furða þó Eyja- menn vildu sýna sjálfstæðis- hug sinn í verki. Hannes segir að »þegar frá leið reyndist útgerð skipsins hinu fámenna bæjarfélagi ofviða fjárhags- lega, og því er það selt íslenska ríkinu. Áfhending skipsins fór fram 1. júlí 1926 og þar með tekur Landhelgisgæsla íslands til starfa.« Ég nefni líka þáttinn Um- ferð eftir Brynjar M. Valdi- marsson, erindreka Slysa- varnafélagsins í umferða- málum. Brynjar segir meðal annars: »Allir eru sammála um að eitthvað þurfi að gera til fækkunar slysum, en hvað og hverjir eiga að gera það? Það geta engir bætt ástandið nema við sjálf, það er ekki nóg að hinir bæti sig og verði betri ökumenn, ef við gerum það ekki, því við erum þessir hinir.« Þetta er loðið orðalag og dæmigert fyrir umferðar- málapredikanir þessi árin, predikanir sem virðast ekki koma að minnsta gagni ef dæma skal af atburðum ársins í ár. Ég sé ekki betur en alltaf sé verið að tala til þeirra sem síst þurfa brýninga við. Flestir ökumenn aka vel og gætilega og þeim þarf ekki að segja að þeir séu »þessir hinir«. Sann- arlega geta örlögin orðið grandvörum ökumanni svo rangsnúin að hann valdi slysi. En ökufantar, sem engu eira, fara líka um veginn. Og þeir eru meira en hvimleiðir. Þeir eru háskalegir hvar sem þeir fara. En umferðarmála- predikararnir láta sem þeir viti ekki af ökuníðingunum. Kannski er þeim vorkunn. Við slíka verður að tala á máli sem þeir skilja. Og að tala það mál er ekki á valdi annarra en löggjafarvaldsins og dóms- valdsins sem er hvort tveggja sofandi. Brynjar telur upp orsakir umferðarslysa, meðal annars að »aðalbrautar- réttur eða umferðarreglur eru ekki virtar.« En hann víkur hvergi að hinum raunverulegu orsökum, t.d. ölvun við akstur sem valda kvað mörgum um- ferðarslysum, kannski flest- um, þó enginn treysti sér til að rannsaka það né upplýsa. Ef til vill er hógværð erindrekans skiljanleg því viðurlögin við ölvun við akstur hafa reynst vitagagnslaus. Maður kennir í brjósti um lögregluna að vera sífellt að stöðva og yfirheyra ölvaða ökumenn sem síðan eru kjassaðir af dómsvaldinu. Menn eiga að tala tæpitungulaust um alvarleg mál. Og það gerir Ágúst Sigur- laugsson, vélstjóri á Ólafs- firði, í stuttum þætti um staðsetningu og^notkun gúm- björgunarbáta. í ljósi reynsl- unnar nefnir Ágúst þátt sinn. »Eins og lesendum er kunn- ugt,« segir Ágúst, »urðum við skipverjar á Guðmundi Ólafssyni ÓF 40 fyrir reynslu, sem við gleymum sennilega aldrei, og fáir verða fyrir, sem betur fer. Ég tel það skyldu mína gagnvart sjómönnum á bátum undir 50 tonnum að segja frá reynslu minni.« Að lokum nefni ég þáttinn Flugslys á Mosfellsheiði eftir Ólaf Ishólm Jónsson. Slys þetta — en einkum þó björg- unaraðgerðirnar — varð til- efni umræðna og blaðaskrifa. Þar sem þetta gerðist í nánd við höfuðstaðinn og fregnir af því bárust fljótt til Reykjavík- ur þótti mörgum sem unnt ætti að vera að koma hinum slösuðu skjótt og greiðlega á sjúkrahús þó vetur væri og nokkur ófærð á vegum. En annað varð uppi á teningnum. Björgunin þótti takast seint og ógreiðlega og ýmsum kennt um. Ólafur telur að ekki hafi verið skýrt allskostar rétt frá slysinu í fréttum. »Þá hefur,« segir hann, »verið rætt um skipulagsieysi við björgunar- starfið, en ég vil aðeins vekja athygli á staðreyndum varð- andi það. Þátttakendur í björgunarstarfinu voru allir þjálfaðir meira og minna til slíkra starfa og ég held að hver og einn hafi lagt fram sinn skerf, svo sem best hann mátti og tel ég að vart verði hægt að tala um skipu- lagsleysi varðandi það.«. Slysa- og björgunarannálar þessa rits fyrir liðið ár eru fáorðir og gagnorðir. í heild ber þetta ársrit vott um að mikið líf sé í þessum fjöl- mennu og þjóðhollu samtök- um. Erlendur Jónsson Slysavarnir á sjó og landi LjÓNm. Mbl. Kristinn kvæmt reglugerðinni á sjónvarps- gjaldið eitt að vera nægjanleg greiðsla fyrir þjónustu Ríkisút- varpsins. Morgunblaðið bar þetta mál undir Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra, sem hafði m.a. þetta að segja sbr. Mbl. 19. júlí sl.: „Við gerum okkur grein fyrir að það verður að tryggja, að reglur séu í heiðri hafðar, en það eru ýmsir tæknilegir þættir sem þarf hér að gæta að ... Ég held nú, að þegar allt kemur til alls, hljóti það að vera álit allra, að þeim beri að greiða fyrir útvarpsafnot." Og ekkert vildi ráðherrann segja um það, hvernig hann ætlaði að snúa sér í málinu, en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er heimilt að sameina með reglugerð sjónvarps- og hljóðvarpsgjöld í eitt gjald, þótt þar segi, að innheimta skuli hljóðvarpsgjald og sjónvarpsgjald. Reglugerðin frá 1972 sameinar þessi gjöld einmitt undir heitinu „sjónvarpsgjald" en það heiti er ekki til í gjaldskrá Ríkisútvarps- ins heldur einungis á innheimtu- seðli þess. Viðbrögð menntamálaráðherra sýna, að hann veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Hann hefur engin svör á reiðum höndum til að skýra mál sitt, þótt upplýst sé, að 10. apríl hafi Neytendasam- tökin sent honum bréf og rakið alla málavexti fyrir honum. Því bréfi hafði ekki verið svarað 19. júlí og ráðherrann virtist enga hugmynd hafa um það, hvernig hann ætlaði að svara því. Hér með er því spáð, að endanleg afstaða ráðherrans í þessu máii ráðist af hagsmunum hinnar opinberu stofnunar en ekki hins almenna neytanda. Reglugerðinni verði breytt henni í vil og þar með svarað bréfi Neytendasamtak- anna. Ríkishítin fyrst Fréttir frá Bretlandi herma, að ríkisstjórn Margaret Thatchers hafi skýrt frá víðtækum áformum um að losa marga þjónustuliði úr hinum opinberu viðjum. Rætt er um að póstþjónustan eða hluti hennar færist í hendur einkaaðila, símaþjónustan hætti að vera ein- vörðungu á ríkisins vegum og hlutdeild einkaaðila í raforku- framleiðslu verði aukin. Enn er of snemmt að segja fyrir um það, hvernig þessari umbyltingu vegn- ar, en gleðilegt er að sjá þess merki, að stjórnmálamenn hafi til þess þrek og þor að hugsa á annan veg en þann, að öllu sé best fyrir komið i höndum ríkisvaldsins. Því miður hefur ríkisafskipta- sinnum og hugmyndum þeirra verið gert alltof hátt undir höfði síðustu áratugi. Margar hugsjónir þeirra á hinu félagslega sviði hafa átt fullan rétt á sér, en eins og oft vill verða, er erfitt að nema staðar, fyrr en mál hafa þróast út í öfgar. Það hafa þau greinilega gert í ýmsum nágrannalanda okk- ar, og má þar sérstaklega nefna tvö, Svíþjóð og Danmörku. Þegar ríkisvaldið er farið að hafa putt- ana í flestum þáttum efnahags- starfseminnar, leiðir það til þess, að stjórnmálamennirnir verða of yfirgangssamir. Þeir fyllast þeirri trú, að það sé aðeins á þeirra valdi að leysa úr vandamálum til dæmis í atvinnurekstri. Og þar sem fjármagnið er afl þeirra hluta, sem gera skal, hvort heldur hjá einkaaðilum eða opinberum aðil- um, leiðir ofvöxtur í athöfnum stjórnmálamannanna óhjákvæmi- lega til þyngri skatta. Kjörorðið verður, að ríkishítin komi fyrst, hún verði að fá sitt, og allir aðrir þættir efnahagslífsins verði að laga sig að henni Enginn ber á móti því, að jafnt þeir flokkar sem telja sig til hægri í stjórnmálum og hinir, sem að- hyllast sósíalisma, hafa gerst sek- ir um oftrú á getu hins opinbera. En á afstöðu þessara aðila er þó grundvallarmunur. Hægri menn- irnir eru reiðubúnir til að vinda ofan af vitleysunni, sjái þeir sér það fært. Sósíalistarnir, jafnt sósíal-demókratar sem kommún- istar, hafa hins vegar afskipti af stjórnmálum í þeim eina tilgangi að auka hlut ríkisins á kostnað einstaklingsins. Fái ríkisstjórn Margaret Thatchers ráðrúm til að vinna að stefnu sinni um minni íhlutun ríkisvaldsins á þeim sviðum, þar sem samkeppni og markaðslögmál geta skilað miklu betri árangri, er ekki að efa, að fleiri munu feta í þau fótspor, öllum til góðs. Múg- mennska sósialismans er sem bet- ur fer á undanhaldi. Ronald Reagan Með því að velja Ronald Reagan sem forsetaframbjóðanda sinn hafa repúblikanar í Bandaríkjun- um valið hægri sinnaðasta mann- inn, sem þar hefur verið í slíku framboði síðan Barry Goldwater gaf kost á sér 1964. Og það segir sína sögu um þróun mála í Banda- ríkjunum síðan þá, að nú er Reagan spáð sigri en Goldwater þótti aldrei sigurstranglegur. Ekki síður í Bandaríkjunum en annars staðar hafa menn gengið fram á ritvöllinn eða annan opinberan vettvang á undanförnum árum og varað við síaukinni opinberri íhlutun. Má þar til dæmis nefna bókina „A Time for Truth" eftir William Simon fyrrum fjármála- ráðherra, en hann kom til álita sem varaforsetaefni Reagans. Þótt mönnum þyki Reagan hafa verið klaufalegur í þeirri aðferð, sem hann beitti við val á varafor- setaefni sínu, er það almenn niðurstaða þeirra, sem meta bandarísk stjórnmál með hlutlæg- um hætti, að George Bush sé réttur maður á réttum stað. Hann hefur víðtæka reynslu í utanrík- ismálum, þar sem Reagan hefur litla sem enga þjálfun hlotið. Skoðanir Bush mótast af hógværu mati á framvindu mála en þó fullri hörku gagnvart útþenslu- vilja Sovétríkjanna. Ronald Reagan og George Bush munu í kosningabaráttunni fara fram á stuðning til að fylgja fram einbeittari utanríkisstefnu en Jimmy Carter hefur mótað. Má raunar segja, að fátt standi eftir af þeim háleitu markmiðum í utanríkismálum, sem Carter setti sér, þegar hann settist að í Hvíta húsinu. Stefna forsetans hefur ekki leitt til þess, að yfirgangs- semi Sovétmanna minnkaði. Þvert á móti má segja, að hún hafi færst í aukana, því með hernámi Afgan- istans ráðast þeir í fyrsta sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar inn í hlutlaust land. Af yfirlýs- ingum Reagans og Bush má ráða, að þeir þurfi ekki að taka eins til orða og Carter eftir innrásina í Afganistan, sem sagði, að hann hefði þá á nokkrum dögum gert sér grein fyrir hinu sanna eðli sovéskrar utanríkisstefnu. Öll rök hníga áð því, að gagn- vart Sovétríkjunum dugi ekki annað en sýna vígtennurnar, ætli menn að halda þeim í skefjum. Hið kommúníska stjórnkerfi hef- ur leitt til þess, að allir sovéskir valdamenn verða að gæta hags- muna hersins og leynilögreglunn- ar. Þessir aðilar fá ekki þrifist nema þeim sé gefið færi á að reyna kraftana af og til. Baráttan gegn sovéskum ríkisborgurum er orkugjafi KGB, og Ólympíuleik- arnir besta tækifærið, sem KGB hefur fengið til þessa til að sýna mátt sinn og megin. í Afganistan fær herinn tækifæri til að reyna allar sínar vígvélar, á meðan KGB nýtur sín í Moskvu. Ríki, sem þannig er komið fyrir, skilur ekkert annað en vald og ber ekki virðingu fyrir öðru. «;*o»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.