Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Biblíulestur vikuna 27. júlí til 2. ágúst. Sunnudagur 27. júlí Matt. 7:15—23 Mánudagur 28. júlí Matt. 5:13—16 Þridjudagur 29. júlí Gal. 6:7—lO Miövikudagur 30. júlíJak. 2:14—17 Fimmtudagur 31. júlíl. Kor. 12:12—26 Föstudagur 1. ágúst Fil. 1:6—11 Laugardagur 2. ág. Matt. 21:18—22 „Ekkert annað nafn ... I Postulasögunni er sagt frá varnarræðu sem Pét- ur postuli hélt fyrir ráðinu í Jerúsalem. Hann var ákærður fyrir að kenna í Jesú nafni. Lokaorð og hápunktur ræð- unnar er á þessa leið: Og ekki er hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. (Post. 4,12). Við þessi orð má bæta ýmsum hliðstæðum orðum í Nýja testamentinu, t.d. orðum Jesú í Jóh. 14,6: „Ég er vegur- inn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig,“ eða orðunum í Mt. 11,27: „Enginn gjörþekk- ir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.“ Allt frá fyrstu tíð hefur kristindómurinn, eða réttara sagt Kristur, verið boðaður sem eina von mannanna. Þetta er ekki tilviljunarkennt einkenni á kristindómi, sér- kennilegheit, sem skaðlaust megi skera burt. Þetta er hluti af innstu veru kristindómsins, þannig að ef þetta er fjarlægt þá er þar með búið að fjar- lægja kristindóminn sjálfan. Þar sem Kristur er boðaður sem einn möguleiki af mörg- um, er ekki lengur um krist- indóm að ræða. Að leggja í trú- arlegt „púkku Þar með er ómögulegt að leggja kristinn dóm í sameig- inlegt „púkk“ trúarbragðanna, þar sem hann legði sitt til málanna. Ef slíkt væri gert væri þar með búið að fjar- lægja kristindóminn sjálfan, þannig að það væri alls ekki hann sem í „púkkinu“ væri. Sama er að segja um allar tilraunir til þess að benda á kristna trú sem þau trúar- brögð, sem hentuðu vel ákveðnum hópi manna, t.d. Vestur-Evrópubúm, en aðrir menn gætu valið það sem betur hentaði þeim. Hvað svo sem menn kjósa að kalla slíkt, er það ekki kristindómur. Það er eðli kristinnar trúar, að boða Krist sem hina einu von, eina möguleikann. Pétur postuli komst ekki að niðurstöðu sinni með því að Iesa trúarbragðavísindi. Þetta var fullyrðing, sem var fólgin í sjálfu fagnaðarerindinu. Þannig og aðeins þannig var hægt að boða það. Þannig og aðeins þannig var hægt að taka á móti því eða hafna því. Þriðji möguleikinn var ekki til. Ef reynt er að taka á móti fagnaðarerindinu sem uppbót á önnur trúarleg sannindi, er það ekki fagnaðarerindið sem tekið er á móti heldur eitthvað annað. Frá sjónarmiði trúar- bragðafræðanna virðist fagn- aðarerindið vera möguleiki við hlið ýmissa annarra mögu- leika, tilboð meðal annarra tilboða. En fyrir trúnni er það eini möguleikinn. Fagnaðarer- indið stingur ekki upp á því að Kristur sé tekinn til „vinsam- legrar athugunar", heldur bendir það á hann sem hinn eina. Það er ekki aðeins krist- indómurinn sem breytist á róttækan hátt heldur einnig afstaða manns til hans, ef hann er borinn fram sem einn möguleiki af mörgum. Vandræðabarn trúarbragðanna Með þessum hætti hefur kristinn dómur gert sjálfan sig að vandræðabarni trúar- bragðanna. Kristin trú er, sögulega skoðað, trúarbrögð meðal annarra trúarbragða, með öll einkenni trúarbragða. En hvernig verður þá afstaðan milli kristins dóms og annarra trúarbragða, sem bjóða sig sem einn af mörgum mögu- leikum mannsins? Á fyrstu öldum var litið á kristna trú í Rómaveldi, sem svartan sauð meðal trúar- bragðanna. Það vitnar um það að hann hafi þá verið boðaður samkvæmt eðli sínu. Gyðing- dómur hafði einnig sérstöðu, en erfiðleikar hans voru af öðrum toga, þar sem hann hafði ekki sömu útbreiðslutil- hneigingar og kristindómur. Þessi sérstaða kristindóms kemur vel fram í samtali sem tekið er úr bókinni „Sandal- magerens gade“ eftir Nils Pet- ersen. Samtalið er milli ungr- ar kristinnar stúlku, Ceciliu og Marcellusar, sem er ungur Rómverji, sem hefur áhuga á kristinni trú: „„Hvers vegna hatið þið okkur, Marcellus? Að austan hafa komið margir aðrir leyndardómar, sem vel hefur verið tekið á rnóti." „Sá er munurinn, aðrir hafa haft vit á að lúta eða vinna með hinum gömlu prestsembættum okkar", svarar Marcellus. „Þeir hafa, ef svo má að orði komast, látið sér nægja eina hillu í búðinni. En kristindóm- urinn gerir kröfu til að fá alla búðina. Það hlýtur að leiða til átaka!" Cecilia féllst á þetta og sagði: „Nú já, — það stendur skrifað: Ég er ekki kominn til þess að boða frið heldur sverð. Þetta verður víst svona að vera.““ Eftir að kristin trú hafði borið sigur úr býtum, og á meðan hún var ríkjandi trúar- brögð, hvarf þetta vandamál í skuggann fyrir öðru vanda- máli, þ.e. spurningunni um hina náttúrulegu guðsopinber- un, og afstöðuna milli skyn- semi og opinberunar. Á okkar dögum, þegar sannleikur kristindómsins er ekki lengur sjálfgefinn, er vandamálið um kristna trú og önnur trúar- brögð komið fram að nýju. Að því er þetta varðar er margt líkt með nútímanum og þeim tíma þegar kristinn dómur hélt innreið sína í heiminn. Trúarbrögð og menningar- hefðir mætast og geta ekki lengur látið sem ekkert sé. Þetta felur í sér nýja mögu- leika fyrir kristna guðfræði. En ástandið er ekki hættu- laust. Önnur hættan er sú að máiin verði afgreidd með slag- orðinu: „Hver er sæll í sinni trú.“ Þetta felur í sér höfnun á kristinni trú. Hin hættan er sú að kristin kirkja einangri sig í sannleika sínum, noti hann sem vígi til varnar en sæki ekki fram. Þar með er búið að fella sannleika krist- indómsins í fjötra, vegna þess að það tilheyrir fagnaðarer- indinu að brjóta sér leið til manna. Hið „útilokandi" í kristindóminum, þ.e. að ekki skuli vera nokkurt annað nafn undir himninum, er aðeins önnur hliðin á hinu alheims- lega í kristindóminum, þ.e. að ekki er undir himninum nokk- urt mannsbarn, sem þetta fagnaðarerindi á ekki erindi við. En hin nýja staða felur ekki aðeins í sér hættur, heldur einnig möguleika. Það, að sannleikur kristindómsins er ekki lengur gefinn með um- hverfinu, er jafnframt áskor- un um að kafa enn dýpra í sannleika hans og gera sér betur ljóst, hvað það felur í sér að ekki skuli vera annað nafn, sem mönnum er ætlað fyrir hólpnum að verða. Þýtt og endursagt úr Tænkning og tro eftir Rudolph Arendt.) ... píndur undir valdi Pontíusar Pílatusar... Eina mannsnafnið við hlið heilagrar Guðsmóður í postul- legu trúarjátningunni er þetta nafn: Pontíus Pílatus. Það er nafn þess embættismanns, sem dæmdi Jesúm til dauða, dómara, sem framdi einn versta glæp allra tíma. Hvers vegna er kirkj- an að rifja þetta leiða nafn í helgum texta við hverja skírn og fermingu og jafnvel hverja guðs- þjónustu? Ymsir hafa spurt sem svo, og jafnvel komið fram með tillögur á héraðsfundum uppi á íslandi um það, að þetta nafn sé fellt út úr hinum æruverðuga texta. Pílatus var landstjóri í Júdeu á árunum 26—36 eftir Krists burð. Sem slíkur stjórn- aði hann rómverska setuliðinu í landinu og gætti hagsmuna keis- arans á þessu róstursama lands- svæði. Gyðingar höfðu allmikla sjálfsstjórn í innri málum og höfðu yfir sér Ráðið, skipað 70 fulltrúum, öldungunum, fræði- mönnunum og faríseunum, undir forsæti æðsta prestsins. Róm- verjum var mikið í mun að halda uppi lögum og reglu í skattlönd- um sínum og létu þjóðunum eftir talsvert sjálfstæði um eigin mál, að því tilskildu að skattar væri skilvíslega greiddir. Um Pílatus er vitað, að hann fór oft út fyrir takmörk sín í landstjórn sinni með grimmd og tillitsleysi og æsti gyðinga upp á móti sér, svo að þeir urðu hvað eftir annað að kvarta við keisarann og keisar- inn veitti landstjóra sínum al varlega áminningu. Þetta er bakgrunnur þess, sem guðspjöll- in greina frá um réttarhöldin yfir Jesú frá Nasaret. Pílatus var hræddur um stöðu sína og hræddur við uppþot í Jerúsalem. Gyðingar notuðu sér ótta hans óspart: „Ef þú lætur Jesúm lausan, þá ertu ekki vinur keis- arans" sögðu þeir (Jóh. 19,12). Þannig hóta þeir að kæra hann enn til Rómar og því hafði Pílatus alls ekki efni á. Þannig fór það, að hann dæmdi Jesúm til dauða, gegn eigin sannfær- ingu, aðeins af því að með því einu gat hann keypt sér stundar- frið í embættinu. Sá friður entist ekki lengi. Þremur árum síðar lét hann herflokk sinn myrða hóp Samverja á Gerísímfjalli. Samverjar kærðu og keisarinn svipti Pílatus embætti. Nafn Pílatusar þarf að standa í trúarjátningunni. Þetta nafn tengir hana raunverulegu lífi okkar. Trúin byggir ekki á ævintýrum eða líkingum og dæmisögum. Hún á sér rætur í raunverulegum atburðum okkar sögu og er köllun til lífs í aðstæðum hversdagsins. Pílatus neglir guðspjallið við hinn kalda veruleika mannlífsins og minnir okkur á það að í þessum heimi var Guðs sonur á ferð, maður meðal manna, leið og dó í mannlegri þjáning, mannlegum dauða. Trúarbrögð mannkyns eiga helgisagnir um goð, sem árlega dóu og risu á ný. Það er myndlíking náttúrunnar, sem þar er um að ræða. Hún minnir á frásagnir guðspjallanna um Jes- úm Krist, en aðeins á yfirborð- inu. Sagan um Jesúm er ekki helgisögn heldur vitnisburður manna, sem þekktu hann, lifðu með honum, sáu hann dæmdan af Pontíusi Pílatusi, krossfestan, deyddan. Og mættu honum upp- risnum. Þeir gátu sagt: „Það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.