Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1980 MK> '£? MORÖdk-l® KAFFINU 11 j flöfl&T ræð alltaf heldur lágvaxna þjóna. þvi þá sýnist gestunum maturinn vera betur útilátinn! Segðu mér kunningi: Ef konan þin hvarf að heiman fyrir nokkr- um dogum. þvi ertu að koma og tilkynna það nú? mwmm Hvar eru miklu skattfríðindin? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er ekki svo sjaldan, sem sagnir hafa áhrif á val sagnhafa i úrspili. Og hætt er við, að spilið i dag hefði tapast, ef austur hefði ekki verið svo óheppinn að hafa gefið, en allir voru utan hættu. Norður S. KD87 H. D83 T. D62 L. Á102 Vestur G 9 H. G742 T. G98753 L. 86 Austur S. 54 H. K106 T. ÁK4 L. KG974 Suður S. ÁG10963 H. Á95 T. 10 L. D53 Suður varð sagnhafi í 4 spöðum eftir að austur hafði opnað á 1 laufi. Og út kom laufáttan. Fyrsta slaginn tók sagnhafi í blindum með ás, því eftir lauf- sögnina var ekki útilokað, að áttan væri einspil. Því næst tók hann tvo siagi á tromp og spilaði lágu laufi að drottningunni. Austur tók með kóng og spilaði aftur laufi. Ekki var suður í vafa um, að austur ætti hjartakónginn og datt því ekki í hug að spila lágu hjarta á drottninguna. Hann undirbjó því einangrun hjartalitarins með þvi að spila tíglinum frá hendinni. Vörnin spilaði aftur tígli, sem suður trompaði. Síðan spilaði hann sig inn á blindan á tromp og trompaði aftur tígul. Þar með átti hann eingöngu hjörtu og tromp eftir og spilaði lágu hjarta frá hendinni. Hann ætlaði auðvitað að láta áttuna frá blindum svo austur festist inni og yrði að spila sér í óhag. Annað- hvort hjarta frá kóngnum eða laufi út í tvöfalda eyðu. En þessa laglegu fyrirætlan eyðilagði vestur þegar hann lét gosann. Hann ætlaði sko ekki að dæma makker sinn til að spila frá hjartakóngnum. En sagnhafi dó ekki ráðalaus. Austur verður bara að eiga tíuna líka, hugsaði suður um leið og hann lagði drottning- una á gosann. Og honum varð að ósk sinni. Næst varð austur að gefa tíuna í slaginn. Unnið spil. Og eins og sjá má var mun sennilegra að spilið hefði tapast ef austur hefði ekki þurft að segja frá hver ætti háspilin, sem vant- aði. COSPER — Ég er orðinn þulur hjá Sjónvarpinu. Reykvíkingur skrifar Velvak- anda pistil sem birtist 24. júlí. Víkur hann þar lauslega að ýmsu og langar mig að ræða þrjú atriði þess ofurlítið nánar við hann. • Skattfríðindi Fyrst langar mig að sjá hann tilgreina hver eru hin „miklu“ og alþekktu skattfríðindi samvinnu- félaga? Hvar eru þau ákvæði sem maðurinn á við? Ég er svo fávís að ég þekki þau ekki. Grunar mig að svo sé um fleiri en mig. • Iðnaðarvörur á Akureyri Mér finnst eðlilegt að verzlan- ir á Akureyri selji einkum iðnað- arvörur sem þar eru unnar. Hefur Reykvíkingur hugmynd um hvað það kostar að flytja vörur milli Reykjavíkur og Ákureyrar? Veit hann að flutningsgjald er kr. 36.55 á kg? Finnst mönnum þá furða þó að verzlanir selji fremur þær vörur sem þær fá þar, en aðrar samskonar sem kaupa yrði flutn- ing undir? Hefur Reykvíkingur einhver vottorð sem sanna að þvottaefnin og pylsurnar að sunn- an séu betri? • Vægi atkvæða Reykvíkingur talar um fimm- faldan atkvæðisrétt. Fyrst skal honum bent á að ekki munar miklu á atkvæðamagni milli flokka bak við hvern þingmann. Hins vegar er því hagað svo, að frambjóðendur úr fámennum kjördæmum fá þingsæti til jöfn- unar milli flokka. Hvað segir Reykvíkingur um þau lög Bandarikjamanna að hvert ríki eigi tvo fulltrúa í öldungadeild sambandsþingsins? Þar er vægi atkvæða misjafnt svo að nærri lagi væri að tala um þrítugfaldan mun en fimmfaldan. Þetta þykir eðlilegt af því að litið er á fylgi sem sérstakar einingar Ný plata með Pálma Gunnarssyni — Ný hljómsveit í kjölfarið HUÓMPLÖTUÚTGÁFAN hf. hefur nýverið sent frá sér íyrstu sólóplötu Pálma Gunnarssonar og ber hún nafnið „Hvers vegna varst’ ekki kyrr?“ Margir af þekktustu hljóð- færaleikurum landsins að- stoðuðu Pálma við gerð plöt- unnar. Magnús Kjartansson lék á hljómborð, stjórnaði upptökum og samdi nokkur lög, Karl Sighvatsson og Pét- ur Hjaltested léku auk þess á hljómborð, Tryggvi Hiibner, Björgvin Halldórsson og Friðrik Karlsson önnuðust gítarleik, Sigurður Karlsson og Jeff Seopardi sáu um trommuspil og Kristinn Svavarsson blés í saxófón. Pálmi leikur sjálfur á bassa í öllum lögunum og útsetn- ingar fyrir strengi gerði Jón Sigurðsson. Titillag plötunnar, Hvers vegna varst’ ekki kyrr?, samdi Jóhann G. Jóhanns- son. Magnús Eiríksson samdi eitt lag plötunnar. Magnús Kjartansson á þrjú, þar á meðal lagið Andartak úr kvikmyndinni Veiðiferð. Þá syngur Pálmi tvö lög, sem Arnar Sigurbjörnsson samdi við ljóð eftir Davíð Stefáns- son og Vilhjálm frá Skál- holti. Jeff Seopardi tromm- Pálmi Gunnarsson og hin nýstofnaða hljómsveit hans, Friðryk. uleikari er skrifaður fyrir þremur lögum og Ragnhildur Gísladóttir söngkona fyrir einu. Eitt lagið er erlent, She Believes In Me. íslenzkur texti Halldórs Gunnarssonar við það nefnist Hún hefur trú á mér. — Halldór á alls sex texta á plötunni. Aðrir textahöfundar plötunnar eru Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Eiríksson, Magnús Kjartansson og Andrés Ind- riðason. Hugmyndina að hönnun plötuumslagsins átti Björg- vin Halldórsson, en ljós- myndina tók Loftur Ás- geirsson. Pétur Halldórsson sá um leturgerð og Prisma annaðist filmuvinnu, lit- greiningu og prentun. Pálmi Gunnarsson hefur nú nýverið stofnað sína eigin hljómsveit, Friðryk og Pálmi Gunnarsson. Auk Pálma eru meðlimir: Sigurður Karlsson, Pétur Hjaltested, Lárus Grímsson og Tryggvi Hiibn- er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.