Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 27.07.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1980 23 * Attræður: Pálmar ísólfsson Við verðum víst að trúa kirkju- bókinni sem telur Pálmar áttræð- an um þessar mundir — nánar tiltekið 28. júlí. Sögur segja Pálmar nær því að vera annars heims a.m.k. einu sinni, en sigurinn var Pálmars og hann sneri heim á Þórsgötuna sprækur sem fyrr. Símaskráin segir Pálmar hljóðfærasmið, sem út af fyrir sig segir ekki mikið, því margir eru kallaðir. Pálmar er reyndar einn af mörgum ágætum bræðrum sem að vísu eru greinar af víðfrægri ætt sem kennd er við tónlist og aðrar listir, og verður að viðurkennast þótt ættin sé ekki húnvetnsk. Ekkert af þessu segir þó neitt endaniegt um manninn sem kynntur er sem hljóðfæra- smiður í símaskránni. Hljóðfæraleikarar eru kannske ekki alltaf sammála innbyrðis, fremur en er um aðra sambæri- lega hópa. Eitt er það þó sem tónlistarmenn hafa aldrei deilt um, en það er ágæti Pálmars sem hljóðfærastillara. Ég veit ekki hvort allir lesendur þessarar greinar átta sig á þýðingu þessar- ar samstöðu tónlistarmanna varð- andi Pálmar. Hljóðfæraleikarar hafa litla samúð með slæmri hljóðfærastillingu og eiga höfund- ar slíkra verka auðvelda leið upp að háborðinu. Öndvegissæti við þetta borð hafa tónlistarmenn afhent Pálmari fyrir löngu og þar hefur Pálmar verið sjálfkjörinn forseti í áratugi. Kollega Pálmars sagði eitt sinn um hann að sem hljóðfærastillari væri hann „un- ik“, að svo er hafa bæði erlendir og innlendir hljóðfæraleikarar sannreynt og staðfest við ótal tækifæri. þrátt fyrir áttatíu árin er heyrn Pálmars ennþá „unik“ og hæfileikinn til þess að fá hljóð- færið til þess að hljóma býr enn í sál hans. Ég undirritaður hef orð Pálmars sjálfs fyrir því að hann geti ekki hugsað sér að setjast í helgan stein á meðan fæturnir eru færir um að flytja hann að hljómborðinu. Um leið og við hljóðfæraleikarar sendum Pálm- ari afmælisóskir ásamt þakklæti fyrir stemminguna vonum við að langt sé í hinn helga stein og að lappirnar gleymi ekki því hlut verki sínu að flytja Pálmar þang- að sem hans þörf er mest enn um mörg ókomin ár. Síminn er 13214 og ef ekki svarar í dag þá er von til þess að á morgun heyrist úr hinum endanum svarað dimmum hægum rómi, já —. Með bestu óskum. Ragnar Björnsson. Niðjamót í Hróarsdal ÆTTARMÓT niðja Jónasar Jónssonar bonda og smáskammta- læknis, sem bjó í Hróarsdal í Hegranesi, Skagafirði, verður laugardaginn 9. ágúst. Ættarmótið hefst klukkan 12.30 með guðsþjónustu að Ríp og verð- ur síðan fram haldið í Hróarsdal. Þeir, sem hafa hug á því að gista, þurfa að hafa með sér viðleguút- búnað og matföng. AUDIOVOX Vantar þig vandað h/jómtæki / bí/inn? AUt tH hljómfhítnmgs fyrir: HEIMILID — BÍL/NN OG DISKÖ TEKIO D i • INdOÍO ARMULA 38 'Selmúia megin* 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 vvow/ Verksmiðjuútsala Skipholti 3, sími 29620 Fatageröin Bót h.f., Skipholti 3. Verksmiðju- útsala Einstakt tækifæri fyrir verzlunarmannahelgina. Buxur á alla fjölskylduna úr denim, flauel, kakhi og ull. Úrval af bútum. Oft hefur verksmiöjusalan verið góð í Bót, en nú slær hún öll met. Opiö frá 9—6. Fatagerðin BÖT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.