Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. nðv. 1957 MORGUNBL4Ð1Ð 19 Ný bylgia af Asíuflenzu? Bandarískur sérfræðingur óffast nýja ,Spánska veiki' STOKKHÓLMI. — Sænskla dagblaðið skýrir frá því, að einn helzti sérfræðingur Bandaríkjanna í veirusjúkdómum, dr. Richard Scope við Rockefeller-stofnunina, sé þeirrar skoðunar, að Asíuflensan, Bem herjað hefur um heim allan, sé aðeins fyrsta bylgjan og muni önnur verri fylgja á eftir. Dr. Schope segir jafnvel, að önnur bylgj- an geti orðið eins skænuhætt og „Spánska veikin“, sem margar milljónir manna dóu úr haustið 1918. Vill allsherjarbólusetningu ið Asíuveikina nú, verður eink- Dr. Schope er ekki trúaður á, að nýju lyfin verði nógu öflug í baráttunni við þær bakteríur, sem fylgja munu veirunum í annarri bylgjunni. Að minnsta kosti dregur hann í efa, að nýju lyfin geti hjálpað fullorðnu fólki. Roskið fólk, sem ekki hefur feng um fyrir barðinu á annarri bylgjunni, ef hún skyldi koma. Aftur á móti ættu þeir, sem hafa fengið Asíuveikina nú að verða ónæmir, ef ný bylgja fer yfir löndin. Dr. Schope hvetur til alls herjar bólusetningar við veik- inni, svo að hún verði ekki milljónum manna að bana. Rossollini fer sennilega til Indlands - en Ingrid Bergman leikur í fyrstu gamanmyndinni RÓMABORG, 11. nóv. — Vinir samvistum. — ftalski kvikmýnda- Robertos Rossollinis, kvikmynda- stjórans fræga, segja, að hann hafi í hyggju að setjast að í Ind- landi fyrir fullt og allt. — í síð- ustu fregnum segir, að enginn viti um það, hvar Rossollini dvelst um þessar mundir og einnig virðist das Gupta, ind- verska konan, sem hann gekk með grasið í skónum á eftir, horfin með öllu. Hún er gift ein- um helzta kvikmyndaframleið- anda Indlands. Rossollini fór með bifreið úr Róm á fimmtudag, eða skömmu eftir að þau Ingrid höfðu slitið stjórinn Fellini (La Strada) var með Rossollini, þegar hann yfir gaf Róm og hefur sagt vinum þeirra beggja, að Rossollini hafi kvatt sig á þann máta, að þeir mundu sennilega ekki hittast aft- ur á ítalskri jörð. — í ráði er, að Rossollini taki nokkrar heim- ildamyndir á Indlandi. Ingrid Bergman fór til Lundúna í gær, þar sem hún leikur 1 nýrri mynd (Kind Sir) með Cary Grant. Það eru kaldhæðni örlag- anna, að „Kind Sir“' er fyrsta gamanmyndin, sem Ingrid leik- ur í. Menn úf í geiminn WASHINGTON, 11. nóv. — Yfir- maður geimrannsókna Banda- ríkjamanna sagði í dag, að bandarískir vísindamenn ynnu nú að því öllum árum að senda þjálfaða menn út í geiminn og ná þeim svo aftur til jarðar. Dr. Hagen, en svo heitir yfirmaður geimrannsóknanna, lagði áherzlu á, að hann gæti ekkert um það sagt, hvenær tilraunir Banda- rikjamanna væru komnar á það stig, að unnt væri að skjóta mönnum upp 1 háloftin. Við get- um ekki skotið út manni, sagði hann, fyrr en við vitum ná- kvæmlega, hver áhrif það hefur á líkamann að ferðast uppi í him- inhvolfinu. Maðurinn verður að vera í stóru hylki, sem hægt verð ur að ná aftur niður í gufuhvolf jarðar. Við gerum ráð fyrir, að bezt verði að leysa þetta vanda- mál með því, að setja vængi á hylkið, sagði dr. Hagen ennfrem- ur, og getur það þá flogið inn í gufuhvolfið eins og lítil flug- vél. En þetta þýðir, að eldflaug- in, sem skýtur hylkinu upp í loft- ið verður að vera mun öflugri en þær eldflaugar, sem við höfum yfir að ráða nú. Yrði slík eld- flaug sennilega að vera kjarn- orkuknúin. Þá sagði hann, að Bandaríkjamenn mundu skjóta upp gervihnetti í marz nk. og yrði hann fluttur upp í himin- hvolfið í Vanguardskeyti. Hann yrði rúmlega 10% kg. og útbúinn öllum hugsanlegum mælitækj- Handknattleiksmótið : ármann vnnn Þrótt — KR vnnn From 09 ÍR vonn Víhing REYKJAVÍKURMÓTINU í handknattleik var fram haldið á sunnu- daginn og er nú mótið um það bil hálfnað. í meistaraflokki karla eru enn 3 lið án tapa. Það er ÍR eftir 3 leiki, Valur og KR eftir tvo leiki. í meistaraflokki kvenna eru tvö lið án taps. Fram eftir 2 leik: >g Ármann, sem aðeins hefur leikið einn leik. Vanhirða Gestir á Hálogalandi um helg- Ina lýsa furðu sinni á óþrifnaði í íþróttahúsinu. Telja sumir að svo hafði keyrt um þverbak að til aðgerða borgarlæknisins hljóti að koma, því að heilsuspillandi sé það jafnt fyrir áhorfendur sem keppendur að dvelja stund- arlangt í slíkum mckki moldar- ryks sem þar er inni. Þykkt lag moldarryks lá yfir salargólfi og bekkjum öllum. Undir bekkjum eru hrúgur ryks og pappírsdrasls sennilega margra daga eða vikna gamlar. Það er lágmarkskrafa allra sem i húsið koma að úr þessu verði bætt hið fyrsta. — Menn skilja vel hinar erfiðu að- stæður við að halda uppi full- komnu hreinlæti í hjalli sem þess um, en þó. hlýtur að mega bæta úr. Er ekki hægt að loka alveg gólfinu fyrir yfirferð áhorfenda? Má ekki hafa tvær dyr opnar og menn verði að fara út ætli menn hinum megin vallarins? Sagt er að húsið sé vart þrifið á annan hátt en að ungir drengir hlaupi yfir það með rakan klút á kvöld- in með það helzt að áhugamáli að fá „kókflöskuna“ að launum sem fyrst. Ármann—Þróttur 18:13 Leikurinn var jafn framan af en leikurinn lélegur, einkennd- ist öðru fremur af tilviljunum, öryggisleysi og ónákvæmni. 1 hálfleik stóð 8:7 fyrir Armann. 1 fyrrihluta síðari hálfleiks náðu Ármenningar allgóðum leik og var það langbezti hluti leiksins. Stóð um tíma 17:9 fyrir Armann, en Þróttur sótti sig síð- ustu mínúturnar svo að leik lauk 18:13. Beztir hjá Armanni voru Krist inn og markvörðurinn. í liði Þróttar bar mest á Guðm. Axels- syni og einnig þar vakti mark- vörðurinn athygli. Fram—KR G:10 KR náði með hröðum og góð- um leik miklu forskoti, 6:1, og gerði raunar þar með út um leik- inn. I hálfleik stóð 7:4. Það jók svolítið á spenninginn að Fram skoraði fyrst í síðari hálfleik, svo að staðan varð 7:5. En KR-ingar léku af öryggi bæði í sókn og vörn og sigruðu með 10:6. KR-liðið virðist sterkasta lið þessa móts, um það eru flestir sammála. Kaflar í leikum þeirra til þessa hafa verið mjög góðir, eins og byrjunin í leiknum við Þrótt 3. nóv. og byrjunin í þess- um leik gegn Fram. En í báðum leikunum hefur komið í ljós eitt- hvert getuleysi til að halda þeim leikhraða sem settur er í upp- hafi og hefur gefið mjög góð for- skott. 1 báðum leikunum hafa KR-ingar „gefið til baka“ af því forskoti sem þeir náðu á fyrstu mínútunum. Annað er það sem lýtir leik KR-inga. Það er hark- an. Hún er óþarflega mikil — allt að því gróf brot sem henda menn. Slíkt er óþarfi í leik sem þessu við Fram á sunnudaginn. Víking vantaði 3 menn, Axel, Sigurð Jónsson og Gissur í mark ið. ÍR vantaði Þorleif og Matthí- as. En forföllin komu ver við Víking og fyrirfram mátti bóka stórsigur ÍR. ÍR-ingar léku sér því furðumikið á vellinum, en af og til sýndu þeir falleg tilþrif, léku vörn Víkings sundur og saman og bar í því mest á „línu- mönnunum" Hermanni og Val og Rúnar kom mjög á óvænt. Gunnlaugur var athafnasamast i ur við að skora. í hálfleik stóð | 8:2 og þó byrjaði þessi leikur, með því að Víkingar skoruðu 2 fyrstu mörkin. í þriðjaflokksleikunum, sem fram fóru á undan, urðu úrslit þau að í 3. flokki (B-lið) vann Þróttur B-lið Armanns með 7:5 og KR vann ÍR með 10:5. A laugardag urðu úrsilt þessi: 2. fl. kvenna: Ármann B—KR 2:5. Mfl. kvenna: Fram—Þróttur 5:4. 3. fl. A-lið: A-riðiII: Víkingur —KR 5:2, Fram—ÍR 9:5. 2. fl. karla, A-riðill: IR—KR 9:5. Með þessum leik hefur ÍR sigr- að alla sína keppinauta í þessum riðli og keppir til úrslita við sig- urvegarana í B-riðli. B-riðill: Fram—Valur 6:3. Hafnfirðingar sigra enn UM helgina léku íslandsmeistar- ar FH í handknattleik annan leik sinn í Þýzkalandsför sinni. — Mættu þeir liði er heitir Jever og er í Hamborg eða nágrenni. Fóru Hafnfirðingar með yfir- burðasigur af hólmi, skoruðu 23 mörk gegn 15. Ekki er glögglega vitað um stöðu þessa þýzka félags í keppni í Þýzkalandi, en liðið Hamborg— Bergedorf er Hafnfirðingar mættu fyrst er í svokallaðri „Stadtliga" (undir 1. deild eðal Oberliga) og þar í 10. sæti af 11.! Skrifstofur vorar HAFNARSTRÆTI 5, verða lokaðar frá hádegi í dag, vegna jarðarfarar. Olíuverzlun Islands hf. Móðursystir mín MRS. KRISTÍN THORGEIRSSON f. KÆRNESTED frá ísafirði, andaðist að heimili sínu í Winnipeg 1. okt. sL Sólrún Þ. Kristjánsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGLJÓT JÓNSDÓTTIR, frá Meðalnesi, Fellum, lézt á heimili sínu Álftröð 7, Kópa- vogi, 10. þ. m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Halldór Gíslason. Vinstúlka mín, SIGRÍÐUR JÓSEFSDÓTTIR, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimiiinu Grund í Reykjavík 9. þessa mánaðar. Anna Guðmundsdóttir, 'Njálsgötu 74. Konan mín JÖRUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, er andaðist 7. þ. mán., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 15. þ. m. klukkan 1,30. Þorsteinn Þorsteinsson. Litli sonur okkar er lézt 5. þ.m. verður jarðsunginn mið- vikudaginn 13. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 10.30 f.h. Sigriður Guðmundsdóttir Niels Hansen, Þverveg 36. Útför MÁLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Mávahlíð 13, er andaðist 6. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 14. þ.m. kl. 10.30. Börn og tengdabörn hinnar látnn. Móðir mín GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR sem lézt 2. þ.m. að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verð- ur jarðsungin miðvikudaginn 13. þ.m. kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Björg Böðvarsdóttir. Útför GUÐMUNDAR HELGA SIGURÐSSONAR bónda að Lögbergi, fer fram fimmtudaginn 14. þm., og hefst með kveðjuathöfn í Dómkirkjunni kl. 10.30. Húskveðja verður að Lögbergi kl. 12. Jarðsett verður í heimagrafreit Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað. Strætisvagnar verða við Dómkirkjuna. Guðfinna Karlsdóttir, Svavar H. Guðmuudsson. Maðurinn minn GUÐLAUGUR STEFÁNSSON, húsasmíðameistari, Skjólbraut 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. þ. m. klukkan 2. Blóm vinsamlega afbeðin. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd barna minna og annarra aðstandenda, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og útför BRYNJÓLFS EIRÍKSSONAR, fyrrv. símaverkstjóra. Aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður JÖRGENS L HANSENS Inga Hansen, börn og tengðabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.