Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. nóv. 1957 MORGV1SB1. 4 ÐIÐ 3 , Fiskgengd athuguð í landhelgi síldarleitarflugvöllur á Raufarhöfn • Frá aðalfundi Fiskideildar Reykjavíkur. AÐALFUNDUR Fiskfélagsdeild- ar Reykjavíkur var haldinn í Fiskifélagshúsinu sl. fimmtudags kvöld 7. þ.m. Á fundinum voru rædd ýmis málefni sjávarútvegsins og voru eftirfarandi tillögur samþykktar: Upplýsingar um ný efni og veiðarfæri Með tilliti til þess, að margs konar gerviefni í veiðarfæri eru nú komin á markaðinn og miklar breytingar fyrir höndum á ýms- um veiðarfærum, telur fundur- inn nauðsynlegt, að Fiskifélagið hlutist til um, að hin nýju efni og veiðarfæri séu reynd eftir því sem við verður komið og Fiski- félagið gefi skýrslu um það hvern ig þær prófanir og tilraunir hafa gengið. Leiðbeiningar um notkun dýptarmæla og asdictækja Fundurinn telur bera nauðsyn til þess, að Fiskifélagið beiti sér fyrir leiðbeiningum um notkun og meðferð dýptarmæla og asdic tækja og stuðli að því, að á ver- tíðum séu jafnan menn í stærstu verstöðvunum, sem annast við- gerðir þessara tækja. Friðun hrygningarsvæða Fundurinn samþykkir að mæla með algerri friðun tiltekinna hrygningarstöðva þorsksins fyr- ir öllum veiðarfærum. Verði friðunarsvæðin og frið- unartíminn ákveðinn með lögum, að fengnum tillögum Fiskifélags fslands og áliti fiskifræðinga. Jafnrétti útvegsmanna Fundurinn telur sjálfsagt, að útvegsmenn í helztu verstöðvum landsins, þar með talinn Reykja- vík, eigi jafnan aðgang að stofn- lánum og fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins og fámennari staðir. Flugvöllur fyrir síldarleitarflugvélar Þar sem reynslan hefur sýnt, að æskilegt er að hafa bækistöðv- ar síldarleiðarflugvélanna sem næst síldarmiðunum, skorar fund urinn á Fiskiþingið að beita sér fyrir því, að flugvöllurinn við Raufarhöfn verði stækkaður veru lega, svo að þar sé öruggur lend- ingarstaður fyrir síldarleitarflug- vélar, sem þar hafi bækistöð. Athugun á fiskigöngum í landhelgi Fundurmn skorar á næsta Fiskiþing að beita sér fyrir því, að einum til tveimur vélbátum útbúnum dragnót verði leyft í tilraunarskyni að stunda veiðar innan landhelgi á tímabilinu frá 1. júlí til 30. sept. undir eftir- liti fiskifræðinga til þess að fá úr því skorið, hvort mergð ýmissa flatfisktegunda kunni að spilla veiði og göngu bolfisks á fiski- mið eins og ýmsir hafa haldið fram. Einnig sé athuguð hvaða áhrif rýmkun landhelginnar hafi haft á fiskimergð og fiskigöngur á hinu friðaða svæði. Fiskileit Aðalfundur Fiskideildar Reykjavíkur, beinir því til næsta Fiskiþings, að það beiti sér fyr- ir því, að 1 af þeim 15 togurum, sem ríkisstjórnin fyrirhugar að láta byggja, verði eingöngu lát- inn leggja stund á víðtækar rann sóknir og fiskileit, og verði hann í því skyni búinn hinum full- komnustu tækjum, sem völ er á. Stjórn deildarinnar var endur- kosin, en hana skipa: Sveinn Benediktsson, Ingvar Vilhjálms- son og Þorvarður Björnsson. Kosnir voru fulltrúar til fjög- urra ára til þess að mæta á Fiski- þingi: Sveinn Benediktsson, Ingvar Vilhjálmsson, Sveinbjörn Einars- son og Þorvarður Björnsson og tií vara: Baldur Guðmundsson, Ingvar E. Einarsson, Loftur Bjarnason og Andrés Pétursson. Vestmannaeyingar eiga að fá þennan valtara, sem nú stendur á hafnarbakkanum hér í Reykjavík, og vegur 6,5 tonn, og bæj- arsjóður þar hefur keypt. — Munu þessi kaup væntanlega standa í sambandi við gatnagerð í Vestmannaeyjakaupstað, sem vaxið hefur mikið á liðnum árum, svo að aukin og bætt gatnagerð er að sjálfsögðu aðkallandi. — Togarakaupin Frh. af bls. 1. ingi málsins ásamt ríkisstjórn- inni, og ættu sæti í henni Hjálm- ar R. Bárðarson, skipaskoðunar- stjóri, Erlingur Þorkelsson vél- fræðingur og Sæmundur Auð- unsson, skipstjóri. Útboðslýsing hefði verið send 28. júní til 16 skipasmíðastöðva, og hefði skipaskoðunarstjóri áð- ur rætt við forstöðumenn nokk- urra þeirra. Hinn 28. október höfðu borizt tilboð frá 9 stöðv- um, en fleiri höfðu tilkynnt, að tilboð væru á leiðinni. Þá kvað Lúðvík Jósefsson nú vera unnið íð samanburði á tii- boðunum óg lægi nokkuð fyrir hvaða skilmálar bjóðast. Kvað hann ríkisstjórnina hafa fyrir skemmstu tekið ákvörðun um að hefja samninga um smíðina. Loks sagði sjávarútvegsmála- ráðherra, að Ieitað hefði verið eftir lánum og nokkur tilboð bor izt, en áfram yrði reynt að út- vega hagstæðari lán. Úthlutun skipanna Sigurður Bjarnason benti ráð- herranum á, að upplýsingarnar um batana tólf hef ðu að vísu ver- ið fróðlegar, en ekki hefði verið um þá spurt. Hins vegar hefði meiri fróðleikur um togarana verið vel þeginn. Kvaðst hann vilja spyrja sjáv arútvegsmálaráðherra um eftir- greind atriði, sem ekki hefðu komið fram í ræðu hans: — Hefur verið tekin ákvörðun um að smíða alla togarana 15? — Hvar verður. leitað eftir samn- ingum um smíðarnar? — Hvað er um ráðstöfun skip- anna til innlendra aðila? Að lokum lýsti Sigurður von- brigðum sínum vegna þess, hve skammt þessum málum er á veg komið. Ekkert lán væri fengið til skipakaupanna og ekkert á- kveðið um, hvar skipin yrðu smíðuð. Væri þó nær ár liðið síðan lögin um togarakaupin hefðu verið samþykkt á Alþingi. Lúðvík Jósefsson svaraði ekki fyrstu tveimur spurningunum, en sagði að athuga þyrfti lanstilboð frá a.m.k. 2 löndum og að úthlut- un skipanna til innlendra aðila hefði ekki farið fram. Þá kvað hann hafa verið unnið að þess- um málum eftir föngum, en und- irbúningur allur tæki langan tíma. Um lánin sérstaklega sagði hann, að alltaf hefði verið gert ráð fyrir að tengja samninga um þau við samninga um smíðarnar. Lánsútvegunin Björn Ólafsson tók næstur til máls. Hann kvaðst ekki vera einn af þeim, er teldu, að mesta nauð- syn bæri til að flýta framkvæmd um á þessu sviði, meðan ekki hef ur verið búið betur að togaraút- gerðinni en nú er gert og við ligg ur, að hún stöðvist. Hann spurði síðan sjávarútvegs málaráðherra, spurninga: — .Hafa lán verið tryggð til bátakaupanna í Austur-Þýzka- landi umfram og í staðinn fyrir þau 1 og 2 ára lán, er frá hefur verið skýrt? — Á að gera samninga um smíði togaranna án þess að full- nægjandi lanatilboð séu fyrir hendi? Lúðvík Jósefsson sagði, að enn þá hefði ekki verið gengið frá frekari lánum vegna Þýzkalands batanna, en það væri nauðsyn- legt að það yrði reynt. Hins vegar hefðu hér verið hafðir á sömu hættir og við bátakaup í Dan- mörku og Svíþjóð. Þá kvað hann ákveðið, að geng ið yrði frá samningum um tog- arasmíðar. Hefðu þegar borizt nokkur lánatilboð, sem að vísu væru ekki nógu hagstæð, en e.t. v. mætti koma í betra horf. Magnús Jónsson benti á, að upplýsingar sjávarútvegsmálaráð herra um togarakaupin væru mjóg ófullkomnar og væri þó á honum að heyra, að hann væri hinn ánægðasti. Menn vissu, að tilboða hefði verið leitað, nokk- ur svör borizt, en enn hefðu eng- ir samningar verið gerðir og um lan væri allt á huldu. Yrðu þó að vera verulegar líkur til að þau fengjust áður en ráðist væri í smíðarnar. Loks ítrekaði Magnús þær fyrirspurnir um, hvar vænta mætti lána og hvort semja ætti nu um öll skipin eða aðeins nokkur þeirra. Björn Ólafsson benti á, að báta kaupin í Austur-Þýzkalandi væru gerð á öðrum grundvelli en kaupsamningar þeir, sem ein- staklingar hafa gert á Norður- löndum, þar sem ríkið væri hér aðili og um miklu meiri fjárhæð- ir að ræða. Þá kvað hann það fullkomið ábyrgðarleysi að ráð- ast í togarakaup fyrir 150 millj. kr. án þess að hafa tryggingu fyr- ir lánsfé. Lúðvík Jósefsson kvað nokkra lánamöguleika þegar vera fyrir hendi. Þá kvaðst hann ekki vilja gefa á þessu stigi málsins upplýs- ingar um lönd þau er til greina kemur að semja við eða hvort samið yrði um öli skipin í einu landi. Sérstök togaralán eða hluti af stórlánum? Bjarni Benediktsson kvað sízt ofmælt um það í umræðunum, að svör Lúðvíks Jósefssonar væru óljós og á reiki. Það álit hans að fjarstæða væri að spyrja um út- hlutun skipanna sætti nokkrum tíðindum í augum Reykvíkinga. Á bæjarstjórnarfundi nýlega hefðu flokksbræður ráðherrans krafizt þess að gangskör yrði gerð að því að tryggja Reykjavík marga togara og hefði það verið talinn óhæfilegur dráttur er til- lögunni var vísað til umsagnar þeirrar nefndar, er fer með út- gerðarmál bæjarins. Sæist nú enn af hvaða toga málflutningur- inn í bæjarstjórn væri spunninn. Bjarni sagðist síðan enn vilja reyna að fá nokkrar upplýsingar frá sjávarútvegsmálaráðherran- um og spurði hann þessara spurn inga: — Er hér eingöngu um lán að ræða í tengslum við byggingu skipanna, þ.e. frá skipasmíða- stöðvunum? Hvaða lönd koma þar til greina? — Er engin almenn lánsútveg- un í undirbúningi? Ef unnið er að slíkri fjárútvegun, hvar er það þá gert? Tekur hún ekki til togaranna? — Er rétt, að kostur sé á stóru rússnesku láni? Ef svo er, þá með hvaða kjörum? Hefur ríkisstjórnin tekið af- stöðu til þessa láns? Er stjórnin sammála um afstöðuna til þess? Ekki ástæða til að svara, sum part ekki rætt Lúðvík Jósefsson kvaðst ekki sjá neina ástæðu til að svara munnlegum fyrirspurnum af þessu tagi,er raunverulega vörð- uðu stjórnina alla og hefðu sum part ekki verið ræddar í ríkis- stjórninni. Bjarni Benediktsson sagði, að fyrri svör Lúðvíks hefðu verið óljós en þó hefði enn dimmt fyr- ir augum hans, er hann stóð upp síðast til að svara einföldum spurningum. Kvaðst Bjarni enn vilja spyrja: Er það ekki nauðsynlega í því sambandi að vita, hvort fé getur fengizt af almennu láni, sem sagt er að nú sé reynt að afla? Og hvað af spurningum mínum sagði Bjarni, hefur ekki verið rætt í ríkisstjórninni? Ef sjávar- útvegsmájaráðherra vill ekki svara spurningunum, ætti fjár- málaráðherrann að koma honum til hjálpar. Hér er um mál að ræða, sem þjóðin á heimtingu á að fá upplýsingar um. Loks spurði Bjarni, hvort rík- isstjórnin hefði í hyggju að aug- lýsa eftir umsóknum um togar- ana? Lúðvík Jósefsson sagði að eng- ar ákvarðanir hefðu verið tekn- ar um síðasta atriði, en menn gætu látið uppi áhuga sinn þótt ekki væri auglýst eftir. Loks kvað hann nokkra lánsmögu- leika þegar vera til, yrði nefnd send utan vegna máls þessa næstu daga. Úthlutun bátanna og' óskix um togara Magnús Jónsson kvað óvissuna um úthlutun togaranna hafa kom ið sér illa fyrir mörg bæjar- og sveitarfélög. Væri sér kunnugt um, að sveitarfélögum, sem sótt hefðu um báta frá Austur- Þýzkalandi hefði verið sagt, að þau fengju ekki bæði báta og togara. Ákveðið loforð um togara hefði hins vegar ekki fengizt. Loks benti Magnús á, að um allt það, er skiptir höfuðmáli varðandi togarana, ríkti fullkom in óvissa, bæði um það, við hverja yrði samið, hvaða lána væri að vænta, hvert á landið skipin færu og hvenær þau kæmu til landsins. Lúðvík Jósefsson sagði að ekki hefði verið unnt að gefa loforð um togara, þar sem enn væri ó- víst um margt er þau varðar, bæði verð og annað. STAKSTEINAK ByggiiuíHrkostnao ar hækkar UNDANFARIN ár hafa vinstri flokkarnir, ekki sízt hinir sósíaL isku, talað mikið um háan bygg- ingarkostnað hér á landi. Hafa ; jeir talið hann hið mesU hneyksli og látið', sem auðvett væri að lækka hann, ef þeir fengju aukin áhrif á stjórn lands- ins. Nú hefir vinstri stjórn setið að völdum nokkuð á annað ár. Henni hefur gefist tækifæri tál þess að sýna þjóðinni úrræði sin og framkvæma þau. En hefur byggingarkostnaðurinn verið lækkaður? Nei, svo sannarlega ekki. Hann hefur þvert á móti hækkað veru- lega, sennilega ekki undir 15% og trúlega töluvert meira. Valda því bæði kauphækkanir og nýir tollar á ýmsar byggingarvörur. Loks ríkir nú svo tilfinnanleg- ur skortur á byggingarvörum, að til vandræða horfir. Byggingar liggja meira að segja undir skemmdum víðsvegar um land vegna þess að ekki fæst þakjárn eða rúðugler. Vinstri stjórnin hefur þess vegna ekki aðeins svik ið það loforð flokka sinna, að lækka byggingarkostnað. Hann hefur hækkað verulega á hinum stutta valdatíma hennar og bygg ingarframkvæmdir hafa torveld- ast vegna upplausnarstefnu stjórnarinnar, gjaldeyrisskorts og öngþveitis. Er hað Ivðræði? Kommúnistar og starfsmenn þeirra hafa fjölyrt mjög um það undanfarið, að mikla nauðsyn beri til þess að stytta kjörtima við almennar kosningar hér á landi. Hafa þeir flutt tillögur um það í bæjarstjórn Reykjavíkur. Mun það jafnvel hafa komið til orða að Hannibal yrði látinn leggja fram frumvarp um að fyr- irskipað yrði að hætt skuli að kjósa kl. 10 að kveldi. Telja kom múnistar það mjög mikla bót á íslenzku lýðræði ef kosningatím- inn yrði þannig styttur. En yfir- leitt hefur verið litið svo á, að kjördagurinn stæði til miðnættis og á stöku stað hefur jafnvel verið kosið fram yfir mið- nætti. Er það helzt fólk, sem verið hefur í ferðalögum eða ver- ið bundið við vinnu sína, sem neytt hefur kosningaréttar svo seint. Kommúnistar og fyldgarlið þeirra telur það stuðning við lýð- ræðið að stytta kjördaginn. I þeim ríkjum, sem þeir ráða einir hafa þeir tekið upp það skipulag að afnema lýðræðislegar kosn- ingar alveg. Þar er fólki aðeins gefinn kostur á að kjósa fram- bjóðendur úr hópi kommúnista. Varla f' ri'r kosnin^ar Eru kommúnistar nú orðnir sannfærðir um að gengisfelling verði að framkvæmast á næst- unni? sagði maður nokkur, sem las grein aðalhagfræðinðs komm- únista í „Þjóðviljanum" um dag- inn. Ekkert skal fullyrt um það liér. En varla verður það gert fyr ir bæjarstjórnarkosningarnar. _ AUt bendir til þess að vinstri stjórnin ætli sér ekki að afgreiða fjárlögin fyrir jól, og ekki heldur fyrir kosningar. Með því losar hún sig við að sýna framan í ráð- stafanir sínar til þess að mæta greiðsluhalla fjárlaga og aukinni þörf útflutningsframleiðslunnar fyrir stuðning. En augljóst er, að með áframhaldandi styrkja- stefnu muni Eystein vanta Z 300 millj. króna í pott sinn til l,css að afgreiða greiðsluhalla- laus f járlög og halda í horfinu um uppbætur og niðurgreiðslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.