Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 1
20 síður Ekkert fé /eng/ð til togara- kaupa. Osom/ð um smíði skipanna Lúðvik Jósefsson neitar að segja Alþ. hvort kostur sé á rússnesku stórláni FYRSTA mál á dagskrá sameinaðs þings í gær var fyrirspurn frá Slgurði Bjarnasyni til Lúðvíks Jósefssonar, sjávarútvegsmálaráð- herra, um togarakaup á vegum ríkisstjórnarinnar. Lúðvík gaf óljós svör við því, sem um var spurt, og kröfðu þeir Sigurður Bjarnason, Björn Ólafsson, Magnús Jónsson og Bjarni Benediktsson hann frek- ari sagna. í ræðum sínum sagði ráðherra, að ríkisstjórnin hefði fengið nokkur tilboð um togarasmíðar og um lán. Hefði verið ákveðið að ráðast í skipasmíðarnar, en jafnframt yrði reynt að fá hagkvæmari Ján. Engar ákvarðanir kvað hann hafa verið teknar um útgerðar- síaði skipanna. Engar upplýsingar fengust hins vegar um það, við hverja ætti að ræða frekar um smíðarnar eða hvaðan lánatilboð hefðu borizt. Kvað Lúðvík Jósefsson ekki rétt að svara því nú. Þá neitaði hann að svara því, hvort lán þau, er hann hafði talað um í sambandi við logarana, væru hluti af almennu stóru láni, sem ríkisstjórnin hygð- ist taka. Loks neitaði hann að gefa upplýsingar um það, hvort unnt er að fá stórt rússneskt lán og hver sé afstaða ríkisstjórnarinnar t'l þeirrar lántöku, ef hennar er kostur. Löng þögn um mikið mál Sigurður Bjarnason fylgdi fyr- irspurn sinni úr hlaði. Minntist hann í upphafi á togarakaupin í tíð nýsköpunarstjórnarinnar og á næstu árum þar á eftir, en þá voru keyptir rúmlega 40 togar- ar. Var þá jafnframt séð til þess, að skipin færi tii staða um allt land. Núverandi ríkisstjórn gaf á sín um tíma loforð um að standa fyr ir kaupum á 15 nýjum togurum og aflaði sér til þess lagaheim- ildar á árinu 1956. En síðan hef- ur ekkert um málið heyrzt. Kvað Sigurður fyrirspurn sína fram komna til að þingmenn og allur almenningur gæti fylgzt með þessu mikilvæga máli. Fyrirspurnin var á þessa leið: 1) Hvað líður byggingu hinna 15 togara samkvæmt lögum, sem sett voru á síðasta Alþingi? 2) Hve mikið lán hefur verið tek ið til þessara skipakaupa, og hvar hefur það verið tekið? 3) Við hverja hefur verið samið um smíði togaranna? 4) Hefur skipunum þegar verið ráðstafað tii ákveðinna staða og þá hverra og til hvaða að- iia? Bátar frá A-Þýzkalandi Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs málaráðherra stóð upp til and- svara. Fyrri hluti ræðu hans fjallaði þó ekki um tbgarakaupin heldur smíði 12 250 lesta báta í Austur- Þýzkalandi á vegum stjórnarinn- ar. Kvað hann þá byggða sem fullkomin togskip, en jafnframt gert ráð fyrir öðrum notum. Skipasmíðunum yrði lokið síðari hluta næsta árs og myndi verðið verða um 50 milljónir króna. Helmingur þess fengizt að láni hjá skipasmíðastöðvunum til 1 og 2 ára með 5% ársvöxtum, en önnur lán væru ekki fengin. Loks kvað Lúðvík Jósefsson 7 af þess- um skipum þegar ráðstafað. Eru kaupendur þeirra þessir: Sigurð- ur Magnússon, Eskifirði; Einar- Guðfinnsson, Bolungavík, Leó Sigurðsson Akureyri; Sigfús Þor- leifsson, Dalvík; Hjalti Gunnars- son, Reyðarfirði og tvö félög sem stofna á horðaustanlands. Togarakaupin Þá vék ráðherrann að togara- kaupunum. Kvað hann 3 manna i nefnd hafa unnið að undirbún- Frh. á bls. 3. Ráðstefna kommúnista- leiðtoga í Moskvu Búdapest um ráðstefnu kommún- istaleiðtoganna komi því engum á óvart. Situr Einar Olgeirsson ráðstefnuna ? BÚDAPEST, 11. nóv. — Komm- únistaforingjar hinna ýmsu landa, sem þátt tóku í byltingarafmæl-. Flugvélin ófundin NEW YORK, 11. nóv. ■— Enn er leitinni haldið áfram að banda- rísku Stratocrusier-flugvélinni, sem varð að nauðlenda á Kyrra- hafi í fyrradag. Ekkert hefur enn fundizt af vélinni, þrátt fyrir við- tæka leit flugvéla og skipa. inu í Moskvu, munu brátt setj- ast við samningaborðið, segir í fregn frá Búdapest. Kommún- istaforingjarnir hafa allir geng- ið á fund Krúsjeffs, Bulganins og Voroshilovs og rætt við þá og eru þær viðræður skoðaðar sem eins konar inngangur að ráð- stefnu allra kommúnistaleiðtog- anna, segir Búdapestútvarpið í fréttum í dag. — I Moskvu eru nú Mao Tse Tung, Gomúlka, Kardelj forseti Júgóslaviu og kommúnistaleiðtogar Frakklands og Ítalíu, þeir Thorez og Togliatti auk áhrifamikilla kommúnista- Ieiðtoga frá öðrum Iöndum. — Fréttamenn á Vesturlöndum segja, að tilkynning útvarpsins í Tíkin lifandi - tíkin dauð! Bulganin svarar rrfíkarlegum,r spurningum MOSKVU, 11. nóv. — I dag komu Bulganin forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, og einn frægasti gcim- vísindamaður þeirra, Skobeltsín, í heimsókn í sænska sendiráðið hér í borg í tilefni af 75 ára af- mæli Gústafs konungs. — Þeir voru spurðir margra spurninga og segja fréttamenn, að þeir hafi varla haft við að svara. M. a. voru þeir spurðir um liðan Sovét- tíkarinnar. Bulganin sagði, að hún hefði verið á Iífi, þegar hann vissi siðast til. Það var á sunnudag. Skobeltsín sagði aft- ur á móti, að sennilegt væri, að tíkin væri nú dauð. Systurskip ,Pamirs hætt komið LISSABON, 11. nóv. — Það hef- ur þótt tíðindum sæta, að systur- skip skólaskipsins „Pamírs“, sem fórst með 80 mönnum við Asor- eyjar á dögunum, komst í hann krappan, þegar það var á leið til Lissabon s. 1. föstudag. Skip þetta heitir „Passat" og er 3180 tonn að stærð. Þegar skipið sigldi fram hjá Azoreyjum, ekki langt frá þeim slóðum sem „Pamír“ fórst, lenti það í svo miklu óveðri, að skipstjórinn þorði ekki annað en senda út neyðaskeyti. — Þeg- ar björgunarskip komu á vett- vang, hafði ástandið lagazt, en af öryggisástæðum fylgdi eitt af björgunarskipunum „Passat“ í höfn í Lissabon. Þegar ofviðrið náði hámarki, voru 11 vindstig og var hið tign- arlega seglskip þá komið með 50 gráða slagsíðu. I heimsókn í Tyrklandi ANKARA, 11. nóv. — Groncho, forseti Ítalíu, kom í dag til Ankara í boði tyrknesku stjórn- arinnar. Hann verður fjóra daga í opinberri heimsókn í Tyrklandi. „Ike,f og Júpiter Þegar Eisenhower hélt á dögunum útvarps- og sjónvarpsræffu sína um geimrannsóknir Bandaríkjamanna, sýndi hann fremsta hlutann á Júpiter-skeyti, sem skotiff hafði verið upp í 1000 km liæff og náðst hefffi aftur óskemmt til jarffar. — Myndin er af „Ike“ og Júpiter. Mikilvæg yfirlýsing um geim- rannsóknir á NATO-fundi PARÍS, 11. nóv. — Á þingmanna- ráðstefnu Atlantshafsbandalags- ins í Paris í dag var einkum rætt um, hvernig bandalagsríkin eiga að snúast við rússneskum Spútnik unum og öflugum eldflaugum. Búizt er við, að bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn Henry Jackson gefi á morgun út mikil- væga yfirlýsingu í sambandí við þessi mál. Á ráðstefnunni eru menn þeirrar skoðunar, að Jack- son hafi fengið sérstakt leyfi Bandaríkjastjórnar til að gefa mikilvægar upplýsingar um eld- flaugarnar og geimrannsóknir. Er gert ráð fyrir, að í yfirlýsing- unni verði einnig fjallað um það alvarlega ástand, sem skapazt hefur á Vesturlöndum vegna skorts á sérfræðingum á þessum sviðum. í því sambandi er bent á, að Sovétríkin hafi nú um það bil helmingi fleiri geimvísinda- mönnum yfir að ráða en öll NATO-rikin til samans. í dag var rætt um nauðsyn þess að hafa meira samband við Asíu- og Afríkuríki og einnig um her Breta í Vestur-Þýzkalandi. — Þingmenn frá 15 meðlimaríkj- um taka þátt í ráðstefnunni. Kasser ræðst á Hussein KAIRÓ, 11. nóv. — Blöð og út- vörp í Egyptalandi hafa í allan dag haldið uppi linnulausum árás um á Hussein Jórdaniukonung og segja, að hann geti sjálfum sér um kennt, hvernig fara muni fyr- ir honum. Þá er því haldið fram, að Hussein sé í leynimakki við heimsveldasinna vestræna og fsraelsstjórn. í fréttum er þess getið, að arabiskir flóttamenn frá Palestínu, sem dveljast nú í Jórdaníu, hafi mótmælt árásum Egypta og segja ummælin stað- lausa stafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.