Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 2
2 MORCV1VBLAÐ1L Þriðjudagur 12. nóv. 1957 Ahnenningur þnrf oð fá npp lýsingnr um efnahagsmálin EINS og áður hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu flytur Bjarni Benediktsson tillögu til þings- ályktunar þess efnis, að rikis- stjórnin birti nú þegar skýrslu um framlag ríkissjóðs til lækkun- ar á vöruverði. Sé þar sundurlið- að, hversu hátt framlag er vegna hverrar vörutegundar, og tekið fram, hver áhrifin yrðu, ef greiðsl unum yrði hætt. Þá segir í tillög- unni, að jafnan skuli birtar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um breytingar á núgildandi fyrir- komulagi á þessu sviði. Tillaga þessi kom til umræðu á þingfundi í gær. í framsögu- ræðu sinni komst flutningsmaður m. a. þannig að orði: Um fátt er meira rætt en efna- hagsmálin og þann vanda, er að steðjar í þeim efnum. Deila má um það, hverjar séu orsakir vandamálanna og til hvaða ráða eigi að grípa, en um hitt verður vart deilt, að viðfangsefnin er úrlausnar bíða verða ekki leyst nema allur almenningur hafi skilning á þessum málum. ákvarð anir ríkisvaldsins koma að litlu haldi nema almenningsálitið telji að aðgerða sé þörf. Hér á landi hefur oft gætt mis- skilnings á því, hver hinn raun- verulegi vandi er á þessu sviði. Menn hafa um of talið, að allar kauphækkanir hefðu í för með sér kjarabætur án tillits til getu atvinnuveganna. Og menn hafa líka haft oftrú á gildi vísitölunn- ar. Nú er svo að sjá að verulegur hluti ráðamannanna álíti, að all- ur vandi leysist, ef vísitölunni er haldið niðri án tillits til hins raunverulega verðlags í landinu. Það^ sem máli skiptir, er þó hið raunverulega verðlag, en ekki hitt, hvort tekst að dylja það með rangfærslum á vísitölunni. Slíkt háttalag hlýtur að hefna sín og magna vandann. Einn þáttur í að halda vísitöl- unni niðri er að greiða vissar vör ur niður úr ríkissjóði. Það hefur lengi verið viðurkennt, að þessi háttur geti átt rétt á sér að vissu marki, en hann verður til ills, ef hann dylur almenning þess, hvernig á stendur í efnahagsmál- unum. Einhver verður að greiða það fé, sem fer til að halda búð- arverðinu og vísitölunni niðri, og það lendir ekki á neinum nema öllum almenningi. Þegar meta á, hvort hér sé rétt að far- ið, verða að liggja fyrir upplýs- ingar um hin raunverulegu áhrif, sem niðurgreiðslurnar hafa á vöruverðið. Fjárveitingar til að greiða nið- ur vöruverð hafa tíðkazt á annan áratug. Þær fóru smáhækkandi frá því á stríðsárunum og þar til gengislækkunin var gerð 1950, en lækkuðu þá og voru um 2 ára skeið um 25 millj. kr. Á fjárlög um fyrir árið 1953 hækkuðu þær í 37 millj. kr., 1954 í 46 millj., 1955 í 49 millj. og á fjárlögum fyrir 1956 í 57 millj. Á fjárlaga- frumvarpinu nú eru áætlaðar í þessu skyni 125 millj. kr. Á rúmlega eins árs valda- skeiði núverandi ríkisstjórnar hefur því orðið hér veruleg hækk un, sem nemur um 66 millj. kr. Talið hefur verið hingað til, að um 6 millj. kr. þyrfti til að greiða vísitöluna niður um 1 stig. Eftir því hefur núverandi stjórn greitt hana niður sem svarar 11 stigum. Því sést þó haldið fram, að ein- ungis hafi verið greitt niður sem svarar 1 stigi — að» viðbættum 6 stigum „sem greidd voru niður s. 1. haust samkvæmt samning- um við bændur og verkamenn" og er sú ráðstöfun talin arfur frá fyrrverandi stjórn. Fara þau þá að gerast dýr vísitölustigin og sér hver maður, að hér er eitt- hvað óljóst og að það hlýtur að vera óheppilegt, er ákvarðanir um þessi efni eru teknar bak við tjöldin án þes að fullnægjandi greinargerðir liggi fyrir. Tillögunni var vísað til fjár- veitinganefndar Bönd náinnar vináttu og frændsemi tengja Islendinga og Norbmenn Alþingi rœðir um Ingólfsstyffu í Dalsfirði Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var rædd þingsályktunartil- laga sú, sem fimm þingmenn úr öllum flokkum flytja um, að myndastytta af Ingólfi Arnar- syni verði reist I Rivedal í Nor- egi. Bjarni Benediktsson hafði orð fyrir flutningsmönnum og sagði m. a.: íslendingar og Norðmenn tengja bönd náinnar vináttu og frændsemi og hvergi verður þess betur vart en í Vestur-Noregi, í heimahögum flestra þeirra, er gerðust landnámsmenn á íslandi. Við flutningsmenn þessarar til- lögu vorum í hópi fólks, er á sl. vori ferðaðist um þessar slóðir og kynntumst þvi af eigin raun, að vinarhugur Norðmanna í garð íslendinga er meiri og innilegri en við höfðum áður gert okkur grein fyrir. Þekking margra þeirra, bæði ungra og gamalla, á íslenzkum efnum, einkum fornri sögu, er einnig undursam- lega mikil. Sjálfir fundum vér meira en áður'til frændseminn- ar, og þá mest, er við vorum staddir í byggð Ingólfs Arnar- sonar hinn 17. júní. Þá samein- uðust allir um að gera okkur dvölina ógleymanlega, og við fundum, að þjóðirnar tvær tengja bönd, sem aldrei mega slitna. Það myndi verða til góðs og sýna lítillega vinarhug íslend- inga í garð Norðmanna að reisa afsteypu af Ingólfsstyttu Einars Jónssonar í Rivedal í Dalsfirði, en þar er talið, að Ingólfur hafi búið. Þessi staður er enn af- skekktur, en nú eru líkur til, að hann komizt í þjóðbraut. Yrði styttan þá til að minna marga á fornar sögur og skyldleika hinna tveggja þjóða, og íslendiogar, sem væntanlega færu þarna margir um, myndu öðlazt betri skilning á þjóðarsögu okkar og ástæðunum til þess, að ísland var numið frá Noregi. Tillögunni var vísað til 2. um- ræðu og utanríkismálanefndar. Dagskrá Alþingis Efri deild: 1. Útflutningssjóður o. fl., frv. 2. Bifreiðaskattur o. f 1., frv. — 2. umræða. Neðri deild: Dýrtíðarráðstafanir vegna at- vinnuveganna, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. Þingmenn á fund í París FARNIR eru til Parísar, til að sitja þar fund þingmannasam- bands NATO-landa, þrír alþm. héðan. Fóru þeir um helgina og eru það þeir Jóhann Hafstein, Benedikt Gröndal og Sigurvin Einarsson. Meðal þeirra er ávarpa þingmannafundinn er framkvstj. NATO, Spaak. Píanóhljómleikar á Akureyri AKUREYRI, 11. nóv. — Síðast- liðinn föstudag efndi Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari til píanóhljómleika í Nýja Bíói á Akureyri. Guðrún er nýlega kom in heim eftir langa námsdvöl er- lendis. Á efnisskrá voru verk eftir Beethoven, Brahms, Max, Reger, Debussy og Chopin. Tónlistar- fróðir menn létu í ljós það álit, á leik Guðrúnar, að hún hefði yfir að ráða mjög mikilli tækni og túlkun hennar á hinum ýmsu verkum væri nú orðin mjög sjálf stæð og persónuleg. Þóttu þessir tónleikar ungfrú- arinnar mjög glæsilegir. Henni barst fjöldi blómvanda og varð hún að leika tvö aukalög. — vig. Slæmar heimlur ÞÚFUM, N-ís., 8. nóv. — Undan- farið hefur tíð verið umhleyp- ingasöm, snjór kominn nokkur og víða farið að hýsa sauðfé. Heimtur sauðfjár af fjalli eru víða heldur slæmar, og vita menn ekki hverju veldur. Nú í dag hefur breytt til hlýrri veðr- áttu. Jarðýtan, sem unnið hefur mik ið í sumar, er nú hætt störfum, þar eð jörð er orðin frosin og tíðarfar óhagstætt. — P. P. Innheima skatta um leið og lekna er atlað Á ÞINGFUNDI í gær var tekin fyrir svohljóðandi fyrirspurn frá Birni Ólafssyni til fjármálaráð- herra: 1) Hvað líður athugun fjár- málaráðuneytisins á innheimtu skatta um leið og teknanna er aflað? 2) Hvenær má búast við, að þessi innheimta komist í fram- kvæmd? 3) Er gert-ráð fyrir, að sam- vinna komist á milli ríkis og bæjarfélaga um þetta innheimtu- skipulag? Björn minnti á, að í fyrra var frumvarpi, er hann flutti um þessa innheimtuaðferð, vísað til ríkisst j órnarinnar. Hann hafði orðið var við áhuga meðal almennings fyrir málinu, einkum meðal verkamanna, og nú nýlega hefði ríkisstjórnin gef- ið Alþýðusambandinu vilyrði um að taka aðferðina upp. Eysteinn Jónsson kvað málið hafa verið athugað í fjármálaráðu neytinu undanfarið. Skattlaga- nefnd, er starfaði 1953—4 hafði mælt gegn þessu kerfi vegna kostnaðar, en nú í sumar hefði þó verið sett reglugerð um að innheimta ríkisskatta á 8 gjald- dögum á ári. Miðaði það í þá átt» sem Bjöm Ólafsson hefði lagt til. f athugun væri, hvort lengra ætti að ganga, og hefði maður verið sendur til Svíþjóðar til að kynna sér skattheimtuaðferðir þar. Björn Ólafsson sagði í þessu sambandi, að hann teldi nánari samvinnu ríkisins og bæjarfélaga sjálfsagða á þessu sviði. Páll Zóphóníasson tók einnig til máls og kvað nauðsynlegt að gerðar yrðu ráðstafanir til að bæta þjónustuna hjá þeim aðil- um, er innheimta opinber gjöld. bæði með því að hafa opið á öðrum tímum dags en nú er og með því að gera fólki kleift að greiða hin mörgu gjöld á einum stað. 8 bækur að koma út bjá HláSi og Menningu ,lke' við góða heilsu WASHINGTON, 11. nóv. — Læknar Eisenhowers forseta Bandaríkjanna hafa um helgina rannsakað heilsu hans og I dag gáfu þeir út tilkynningu, þar sem segir, að forsetinn sé við prýðilega heilsu. Eisenhower lá í Walter Reed sjúkrahúsinu í Washington, á meðan rannsóknin fór fram. MÁL og menning er um þessar mundir að senda frá sér 8 bóka kjörbókaflokk. Auk þess sendir Mál og menning frá sér tvö hefti af barnasögunni um fílinn Bar- bar. Hjá Heimskringlu eru nú að koma út tvær bækur. Á þessu ári er Mál og menning 20 ára. Bækurnar 8, sem nú koma út, eru þessar: „Vetumóttakyrrur" eftir Jón- as Árnason. Það eru frásagnir, svipmyndir og sögur úr lífi sjó- manna. Þetta er þriðja bók Jón- asar Árnasonar, en tvær hinar fyrri eru uppseldar að mestu eða öllu leyti. „Loftin blá“ heitir bók er Páll Bergþórsson hefur skrifað. Hún er að mestu byggð á útvarpser- indum hans um veðrið. Bókin er myndskreytt. „Heimhvörf“ heitir ljóðabók eftir Þorstein Valdimarsson. Það er þriðja ljóðabók hans. „Lönd í ljósaskiptum“ heitir ritstörf hans, sem var aðall hans. Mannabörn“ héitir smásagna- safn kínverska skáldsins Lú Hsun. Sögurnar eru þýddar úr ensku af Halldóri StefánssynL Lú Hsun er'sagður upphafsmað- ur nútíma smásagnagerðar í Kína. „Vegurinn til lífsins" er eins konar hluti úr ævisögu rússneska uppeldisfræðingsins Makarenko. Er þetta gömul bók, skrifuð um 1920 og hefur verið þýdd á fjöl- mörg tungumál. Jóh. úr Kötlum þýddi á íslenzku. Bókin fjallar um störf höfundar á uppeldis- heimih fyrir flökkubörn, en slík- um heimilum stjórnaði höfund- ur. Segir bókin nánast frá starf- inu á slíku heimili. „Leikrit Shakcspeares“, 2. bindi, kemur nú út í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. í þessu hefti eru leikritin Júlíus Cæsar, Ofviðrið og Hinrik 4. Þýðingin er sögð snilldarleg. Þá eru barnabækurnar: bók Rannveigar Þorsteinsdóttur „Bernska Babars" og „Babar og og er ferðasaga frá Egyptalandi, Kína og Rússlandi. Þessi bók er að miklu leyti byggð á útvarps- erindum hennar. Bókin er mynd- skreytt og hin vandaðasta. „Snorri skáld í Reykholti“ heitir bók Gunnars Benedikts- sonar. Er þar brugðið upp nýrri mynd af Snorra, því að höfund- ur telur að sagnfræðingar hafi lagt of mikla áherzlu á að sýna valdagrægði Snorra og veraldleg áhugamál, en minna skeytt um Vilhjálmur 2. studdi Lenin af ráðum og dáð HAMBORG, 9. nóv. — Þýzka blaðið „Die Welt“ skýrir frá því, að þýzka keisarastjórnin hafi veitt Lenin og rússneskum komm únistum öflugan fjárstuðning og má ætla, að Lenin hafi átt erfitt um vik án þessarar aðstoðar. — Þetta kemur fram af skjölum, sem blaðið birtir í tilefni af f jöru- tíu ára afmæli rússnesku bylt- ingarinnar. Þau hafa aldrei verið birt áður, en hafa verið varð- veitt í ríkisskjalasafninu í Berlín. Meðal þeirra manna, sem studdu að því, á einhvern hátt, að þessi aðstoð yrði veitt, voru Vilhjálm- ur II keisari og Laindendroff hershöfðingi, auk fjölda annarra áhrifamikiila stjórnmálaleiðtoga þýzkra á þessum árum. — Þess- ir menn veittu bolshevikum margra milljóna marka aðstoð og gerðu það í þeirri trú, að sigur þeirra yfir zardæminu mundi binda endi á styrjöldina. — Af skjölunum kemur það m.a. fram, I að aðalmálgagn rússneska komm únistaflokksins, Pravda, var stofn að með þýzku fjármagni. Sigarettum stolib STÓRFELLDUR sígarettuþjófn- aður var framinn fyrir nokkru veitingastofunni að Laugavegi 11 hér í bæ. Var þar stolið 50 lengj- um a£ amerískum sígarettum, að verðmæti kringum 6000 kr. Þar var einnig stolið lítilsháttar af peningum. f gærmorgun var maður, gam- all kunningi lögreglunnar hand- tekinn á Laugaveginum þar sem hann var með fulla innkaupa- tösku af kjöti. Hafði hann boðið það til kaups. Lögreglunni þótti náunginn grunsamlegur og hand- tók hann og færði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögregluuni. Þar kom brátt í Ijós, að hann hafði stolið kjötinu úr saltkjötsgeymslu skúr við KRON-búð á Vesturgötu í fyrrinótt. gamla frúin“. Jóhannes úr Kötl- um og Jakob Benediktsson þýddu. Þetta er fræg frönsk barnasaga eftir Brunhoff og hafa komið út í -Frakklandi 10 hefti. Heimskringla er um þessar mundir að gefa út „Ljóð og sög- ur“ Jónasar Hallgrímssonar og minnist á þann hátt 150 ára af- mælis -hans. Eru þetta öll ljóð hans og sögur. Halldór Kiljan sá um útgáfuna og skrifar inngang. í bókinni eru m. a. 12 síður af rithandarsýnishornum Jónasar Hallgrímssonar. Þá er að koma 3. bindi af sögunni Jóhann Kristófer og hef- ur nú Sigfús Daðason tekið við þýðingunni af Þórarni Björns- syni skólameisttara. Gert er ráð fyrir 5 bindum af þeessari sögu. Þá kemur út félagsbókin „ís- lenzku handritin í Árnasafni“ eft ir Jón Helgason. Er ætlunin að hún komi fyrir áramót og mynd- ir allar (24 talsins, þar af 8 lit- myndir) eru tilbúnar, en handrit eigi allt. Bókin verður um 100 síður í allstóru broti. Rifu neglurnar af fórnarclýrum VARSJÁ, 11. nóv. — Tilkynnt var hér í borg í dag, að þrír æðstu menn pólsku öryggislög- reglunnar, áður en Gomúlka tók aftur við störfum framkvæmda- stjóra kommúnistaflokksins, hafi í dag verið dæmdir í 12—15 ára fangelsi. — Menn þessir eru dæmdir fyrir pyntingar og seg- ir m. a. í dóminum, að þeir hafi látið undirmenn sína rífa negl- urnar af föngum, sem öryggis- lögreglan hugðist fá til að „játa" glæpi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.