Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 18
18 MORCVNBT 4 Ð IÐ Þriðjudagur 12. nóv. 1957 SatiSfjársýning að Hótel Borg? Norheim fylkismaður (til vinstri), Rönneberg búnaðarmálastjóri (formaður sýningarnefndar) og Johan Askeland, fyrrv. búnaðar- málastjóri í Rogaland-fylki, litast um á sauðfjársýningunni á Hótel Atlantic. VIÐ komum til Hótel Atlantic í Stafangri á sunnudagskvöld. Þeg- ar ég á mánudagsmorgun leit út um gluggann sá ég menn vera í óða önn að setja upp flaggsteng- ur framan við hótelið. Slíkt er ekki frásagnarefni, en hitt þótti mér tíðindum sæta að menn voru þar á ferð og leiddu sauðkindur, og stefndu að aðaldyrum hótels- ins. Brátt komst ég að raun um hvað til stóð. Þriggja daga sauð- fjársýning í Hótel Atlantic! Hug- urinn flaug heim til Reykjavík- ur. Það yrði víst upplit á mann- skapnum ef einhver stingi upp á því að efna til sauðfjársýningar að Hótel Borg, en því ekki, þar væri þó hægara um vik en að Hótel Atlantic, Austurvöllur gro- inn og grænn rétt við dyrnar, og áreiðanlega þætti börnunum í Reykjavík gaman að sjá nokkrar úrvalsfallegar kindur í giriðngu á Austurvelli 2—3 daga haust og vor. — En höldum okkur við veruleikann, sýninguna að Hótel Atlantic, þar sem ég óútreiknað var einn af sýningargestunum við opnun sýningarinnar. Þó að Norðmenn séu miklar kjötætur, eins og við íslending- l'ýlenduvöruverzlun óskar eftir húsnæði í bæn- um eða nágrenni, nú þegar eða seinna_ Sameign kemur til greina. Tilboð sendist Mbl., fyrir 20. þ.m., merkt: „Nýlenduvöruverzlu.. — 3280“. — ar, finnst forráðamönnum búnað- armála í Noregi kjötneyzlan bein- ast um of að fleskinu og kinda- kjötinu ekki vera sá sómi sýndur sem því ber. Var nú ákveðið að gera átak til þess að vekja áhuga fyrir kindakjöti og sauðfjárafurð- um yfirleitt, og því ekki að reiða þá hátt til höggst. Þó að Hótel Atlantic sé talið eitt hið virðuleg- asta og fínasta hótel landsins, er þess að minnast að það er í borg og fylki sem fólk virðir búskap og bændur meira en annars stað- ar í Noregi. Var því auðsótt mál að velja sýningunni stað einmitt þar sem allar götur mætast, á Atlantic í Stafangri. Þetta var þriggja daga sýning. Á upphækk- un utan við aðaldyr hótelsins var komið fyrir lítilli girðingu, í henni voru nokkrar verðlauna- kindur af þeim sauðfjárkynjum sem mest eru ræktuð í Noregi. t anddyri hótelsins sátu konur við tóskap, kembdu, spunnu og slóu nef. í öllum hátíða- og funda- sölum hótelsins voru sýningar á ull, ullarvörum, skófatnaði, skinnavörum, loðfeldum, matvæl um o. s. frv., bæði sérsýningar frá verksmiðjum og verzlunum og yfirlitssýningar um hvað sauð féð gefur af sér, enda var nafn sýningarinnar: „Hvad sauen gír“. í matsal og gildaskála voru öðru fremur framreiddir kjötréttir — kindakjöt framreitt á 50 mismun- andi vegu, var auglýst, og aðal- rétturinn í veizlu þeirri sem.boðs gestum var haldin við opnun sýningarinnar var reykt kinda- kjöt, svipað, en varla jafngott ís- lenzku hangikjöti, sagði ég gest- gjöfunum, þó að ekki gæti það talizt til kurteisi frá minni hálfu, sem aðsvífandi gesti, sem vel var tekið. En því ekki að segja sann- leikann. En sú var bót í máli, að Norheim fylkisstjóri, sem þarna sat hinn æðri bekk, lýsti því yfir að aldrei hefði hann bragðað neinn veizlumat til jafns við það er faðir hans, gamli lénsmaður- inn, kom heim með íslenzkt dilka kjöt og „mamma eldaði baunir og saltkjöt". Starsýnt var gestum í gilda- skála á það, er bryti hótelsins starfaði að því á borði í miðjum sal að hluta sundur lambskroppa, eftir kúnstarinnar reglur, til mat- reiðslu á mismunandi hátt; einn- ig áttu gestirnir að sjá með eigin augum hvaða matur það væri sem þeim var boðið og borið. Tízkusýning var þarna dag hvern sem þáttur 1 sýningunni, voru sýndir þjóðbúningar, tízku- fatnaður úr ull, loðfeldir og skjólfatnaður og sitthvað fleira. Ekki skorti aðsóknina að sýn- ingu þessari — uppselt alla daga — og ekki bar á öðru en að gestir, útlendir og innlendir, sem þama voru á ferð, kynnu pý- breytninni í hótelinu vel, hótelið hefur áreiðanlega ekki skáðast á sauðfjársýningu þessari. Við opnun sýningarinnar voru, auk allra helztu framámanna í búnaði í Rogalands-fylki, mættir allmargir viðskiptafrömuðir og búnaðarmenn frá Bergen og Ósló. Óslómennirnir komu í sér- stakri flugvél sem beið eftir þeim. Þar var auðvitað dir. Sollid, yfjrmaður Jcjöt- og flesk- sölumiðstöðvar Noregs, Klose, forstjóri verðlagsmálaskrifstofu landbúnaðarins, próf. Boge frá búnaðarháskólanum í Ási o. s. frv. Ég hef hér sagt frá sýningu þessari, mest vegna þess að mér fannst húm bera þann vott skemmtilegri og heilbrigðri sam- vinnu bænda og borgarbúa, og af því mætti mikið læra. Það þarí víst ekki að efna til áróðurssýn- ingar í Reykjavík til þess að kenna Reykvíkingum að borða dilkakjöt, eii hvaS .um mjólkur- vörur og íslenzkt grænmeti. — Reykvíkingar eru raunar stór- snjallir að drekka mjólk, salan sannar það, #n fjölbreytni í frarú- leiðslu, sölu eg notkun mjólkur- innar mæáti vera pieiri. Hið sama gildir raunar líka um kjötið. Árni G. Eylands. Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld klukkan 8,30 e.h. D a g s k r á : Hr. borgarsljóri Gunnar Thoroddsen flytur ræðu um bæjarmál og svarar fyrirspurnum. Rædd félagsmál. Skemmtiatriði. Kaffidrykkja. Félagskonur, takið með ykkur gesti og aðrar sjálf- stæðiskonur velkomnar á fundinn meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Laus staða Staða bæjargjaldkera, sem jafnframt er skrifstofu- stjóri Akraneskaupstaðar, er laus til umsóknar og veit- ist frá 1. febrúar næstkomandi. Grunnlaún kr. 3700.00 á mánuði. Umsækjendur þurfa að vera þaulvanir bókhaldi, reglusamir og á bezta aldri. Eiginhandar umsóknir, ásamt meðmælum og öðrum skilríkjum, sendist undirrituðum fyrir 10. desember næstkomandi, er gefur allar nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Akranesi, 7. nóvember 1957. Daníel Ágústínusson. Carðar Minningarorð — Hrorfinn er góður drengur ÞANN 20. október sl. lézt á Lands spítalanum eftir erfiða legu Garð ar Flygenring, Sólvallagötu hér í bæ. Garðar heitinn var fæddur í Hafnarfirði 19. júlí 1895, sonur sæmdarhjónanna Þórunnar og Ágústs útgerðarmanns Flygen- ring. Lærði hann bakaraiðn á unga aldri og rak brauðgerð og brauðsölu í Hafnarfirði um skeið, en fluttist síðan til Reykjavíkur og gekk í þjónustu vélsmiðjunnar Hamars og starfaði þar meðan kraftar entust. Kvæntur var Garðar Ingibjörgu Kristjánsdótt- ur ættaðri af Snæfellsnesi, og eiga þau fjögur uppkomin og mannvænleg börn. 4 .. SKIPAÚTGCRB RÍKISINS BALDUR fer til Hvammsfjarðar, Giis- fjarðarhafna og HeUissands á morgun, miðvikudag. — Vötumót- taka í dag. — SKAFTFELLINGUP fei til Vestmannaeyja í kvöld. j Vörumóttaka daglega. N E S T I (Drive in) Fossvogi. Flygenring Engum gat dulizt, er kynntist Garðari heitnum, að hann var á | marga vegu óvenjuiegur persónu- leiki. Öll hans framkoma og lát- æði bar ljóslega vott um ríka manngæzku og ljúfa hjartahlýju. Hann var ætíð reiðubúinn að rétta náunganum hjálparhönd, beðinn og óbeðinn. Hann fór hljóðlega um lífsins vegu, aldrei ys eða þys í kring um hann, en jafnan stafaði frá honum óbland- inni hlýju og mannkærleika. Störf sin leysti hann af hendi með alúð og samvizkusemi og var dáð- ur og virtur af vinnufélögum sínum. Höfðingi var hann heim að sækja og hafði yndi mikið af að veita öðrum. Hann var léttur í lund og lét hnyttin og fyndin tilsvör fjúka, ef svo bar undir. Það stafar ósvikinni birtu af minningu slíkra manna sem Garð ari heitnum, og verður skarð það, sem orðið hefur við fráfall hans vandfyilt. Þeir sem báru gæfu til að kynnast honum eru for- sjóninni þakklátir fyrir að hafa látið leiðir þeirra liggja saman með slíkum gæðadrengi sem hon- um. Hreinleiki hjartans og kristal- tær sál voru aðalsmerki Garðars heitins, hann var „drengur góðux“ í þeirra orða elztu og beztu merk- ingu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Garðari heitnum góða og lærdómsríka kynningu um leið og ég votta eftirlifandi ættingjum hans djúpa samúð. B. B. Kommúnistaforingjar horfa á leik og ballet RAGNAR JÓNSSON hæstarcttarlogmaður. Laugaveg. 8. — Sími 17752. . Lögfræðistörf. — Eígnaumsýsla. HILMAR FOSS lögg. ikjalaþýð. & c.ómt, Hafnarstræti 11. — Sími 14824. Félagslíf Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar KR verður í félagsheimilinu í kvöld kl. 9. Venjuleg aðalfundarstörf. MOSKVU, 8. nóv. Einakskeyti frá Reuter. E N N F Á S T engar sönnur fyrir því að hafnar séu í Moskvu stjórnmálaumræður með rússnesku valdhöfunum og fulltrúum kommúnista- flokka frá ýmsum löndum, sem staddir eru í Moskvu. 1 dag eyddu kommúnistar frá öðrum löndum tíma sínum aðallega í að horfa á leik- og ballettsýningar. Hins vegar gengur enn orð- rómur um það ■ Moskvu, að ætlunin sé að halda fund i Moskvu með foringjum sem flestra kommúnistaflokka. — Ekki mun þó vera ætlunin að stofna nýtt opinbert bandalag kommúnistaflokka, eins og kominform, heidur er talið líklegt að efnt verði í fram- tíðinni til fleiri alþjóðlegra funda kommúnista án þess að um beina bandalagsstofnun verði að ræða. Þá virðist það almennt álit í Moskvu, að foringjum komm únistaflokka víða um heim verði nú gefnar ákveðnari fyr- irskipanir en áður um að taka upp vinsamlegt samstarf við jafnaðarmannafiokka víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.