Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 9
MORCVNBT 4 ÐIÐ *em enginn kjósandi þarf að greiða atkvæði frambjóðanda, sem hann er óánægður með, en getur kosið annan frambjóðanda flokksins. Enginn getur því knú- ið fram framboð ákveðinna manna gegn vilja þorra kjósenda eins og hugsanlegt væri, ef um lista væri að ræða, þar sem telja mætti öruggt, að þeir, sem skipa efstu sætin, nái kosingu. Jafnframt þessu er hitt tryggt, að flokkarnir fá þingmenn kosna í hlutfalli við fylgi sitt á hverju kjörsvæði. Öll atkvæði minni flokkanna koma að fullum not- um fyrir flokkinn. Þá er einnig komist hjá þeim erfiðleikum, sem það mundi hafa í för með sér, ef ákveða þyrfti einn framboðslista fyrir mjög stórt landssvæði. Slíkt listaframboð myndi hafa í för með sér, að mest yrði hugsað um framboð manna, sem fengju fylgi í mesta þéttbýli kjörsvæðis ins, en hin strjálbýlli héruð yrðu afskipt. Einnig er komið í veg fyrir hugsanlegan héraðaríg, þar sem rnenn mundu meta meira að tryggja kosningu sem flestra þingmanna úr sama héraði en greiða atkvæði þeim flokki, sem þeri telja sig eiga mesta sam- stöðu með í þjóðmálum. Ég held, að engin betri leið sé til þess að gefa hinum fámennari kjördæm- um tækifæri til þess að fá kosna þingmenn, ef á annað borð á að breyta nokkru frá því, sem nú er, til stærri og færri kjördæma. Ég hef þessi orð mín ekki fleiri að sinni. Hygg ég, að öllum megi ijóst vera, í hverju meginbreyt- ingin er fólgin frá núverandi skipan. í stuttu máli er það þetta: Um ákvörðun þingmannafjölda flokk anna á hverju kjörsvæði ræður samanlagður atkvæðafjöldi hvers flokks á því svæði. Um ákvörðun Þess> hvaða einstaklingar skuli sitja á þingi hverju sinni, ræður persónulegt fyigi hvers frambjóð anda. Um einstök atriði önnur, t.d. fjölda kjörsvæða eða skiptingu milli þeirra, má alltaf ræða. Þau eru þó aukaatriði. ' ■ Annað meginatriði tillagnanna er það, að ákveðið skuli fast hlut fall milli kjósendafjölda að baki hvers þingmanns í þéttbýli og strjálbýli. Fjöldi þingmanna hvers kjörsvæðis breytist sjálf- krafa með brejdingu á íbúa- fjölda. Flestir munu sammála um það, að nú ríkir óviðunandi misrétti í þessum efnum, þar sem nú eru um 440 kjósendur í fámennasta kjördæminu, en yfir 7600 kjósendur i fjölmennasta einmenningskjördæminu. Alger jöfnun með því að gera landið allt að einu kjördæmi er hins vegar ekki heldur réttlát að mínum dómi, meðan við teljum það einhvers virði, að byggð sé haldið við sem víðast á landinu. Það er ekki einhlítt að taka að- eins tillit til mannfjölda. Stund- um má einnig taka talsvért til- lit til landsstærðar. Þess skal getið, að allar tölur hér eru teknar upp úr kosninga- handbók, skrifuð niður um leið og talning fór fram. Einnig er kjósendafjöldi miðaður við tölur úr sömu bók. Getur verið, að að- eins skakki frá því, sem gefið er upp í skýrslum Hagstofunnar, en það hefur engin áhrif til breyt- inga í þeim efnum, sem hér um ræðir. Vík í Mýrdal, 21. okt. 1957. Jónas Gíslason. Óperan „Cosi fan futte" eftir Mozart Gestaleikur Wies- baden-óperunnar Hljómsveitarstjóri: Arfhur Apelt Leikstjóri: Friedrich Schramm HÉR eru í heimsókn hjá Þjóð- leikhúsinu söngvarar frá Wies- baden-óperunni, ásamt hljóm- sveitarstjóranum Arthur Apelt og leikstj. Friedrich Schramm, og flytja þeir hér hina fögru óperu Mozarts, Cosi fan tutte. — Fór frumsýningin fram sl. laugar- dagskvöld og var hvert sæti i sama háa i Pianinu“ og „diciplin" Að leikslokum: Reinhold Bartel, Marianne Dorke, Peter Lagg- er, Trude Kortegast, Lois Toman og Heinz Friedrich. húsinu skipað. Þessi heimsókn Wiesbaden- óperunnar er einn merkasti ton- listarviðburður, sem hér hefur átt sér stað. Ekki sökum þess, að hér hafi ekki fyrr heyrzt ágæt- ur söngur og glæsilegar söng- raddir, heldur vegna þess, að hér fer allt saman, prýðilegur söng- ur, ágætur leikur og svo það, sem mestu máli skiptir, það list- ræna samræmi og jafnvægi milli allra persóna leiksins í söng og leik, sem skapar fullkomna heild, — fullkomið listaverk. „Stjörnu“ söngur er hér enginn, en allt er á og nákvæmni í allri meðferð eins og vera ber, þar sem hæstar kröf- ur eru gerðar til listflutnings. Marianne Dorke fer með hlut- verk Fiordiligi. Hefur hún mjög glæsilega sópranrödd, sem hún þó beitir hófsamlega og af mik- illi smekkvisi. Leikur hennar er einnig mjög athyglisverður, ekki síst skemmtileg svipbrigði henn- ar. Lois Toman fer með hlutverk systurinnar, Dorabella. Hefur hún mjög fagra mezzosópran- rödd, sem hún beitir einnig fag- urlega. Leikur hennar er einn- ig prýðisgóður. — Heinz Fried- rich, sem leikur Guglielmo er a- berandi snjall barytonsöngvari og jafnframt mjög öruggur og skemmtilegur leikari. Reinhold Bartel, er leikur Fernando, hefur mjög þýða tenor-rödd, en ekki ýkjamikla, og hann beitir rödd- inni af mikilli kunnáttu. Trude Kostegast, er leikur þernuna Ðespina, hefur háa sópran-rödd og er elskuleg og kankvís í leik sínum. — Þá er hinn aldraði heim spekingur, Don Alfonso, ótalinn. Fer Peter Lagger, ungur Sviss- lendingur, með þetta hlutverk, og leysir það af hendi af mikilli prýði, bæði um söng og leik. Er hann ágætur baryton, og leikur hans glettinn og skemmtilegur. Þá má ekki gleyma Þjóðleik- húskórnum okkar, sem dr. Urbancic hafði æft og undirbúið. Stóð kórinn sig mjög vel og féll ágætlega inn í leik hinna þýzku listamanna. Hljómsveitarstjórinn, Arthur Apelt, er afburða stjórnandi. Hefur hljómsveitin sjaldan leik- ið eins vel og nú á köflum. Kann hljómsveitarstjórinn tökin á þvi að samræma á snildarlegan hátt 'öng, leik og hljómsveit. — Þá * .r hlutur leikstjórans, Friedrichs Schramm’s einnig með miklum ágætum. Honum hefur tekist að skapa óperunni hin léttu leikandi blæbrigði, og leiktjöldin, sem Ruodi Barth hefur gert og annar sviðbúnaður, eru mjög athyglis- verð atriði og falla ágætlega við óperuna. Þessi heimsókn Wiesbaden- óperunnar hefur vissulega hina mestu þýðingu fyrir okkur hér. — Af þessum samstillta hópi ágætra listamanna má mikið læra. List þeirra mun verða hvatning okkar eigin prýðilegu söngvurum, sem við eigum svo mikið af, og þá ekki síður þeim, sem skapa eiga listrænan heild- arsvip á sýningum ópera hér. Þjóðleikhúsið á þakkir skilið fyx ir að hafa gefið okkur kost á að sjá og heyra þessa fögru óperu í túlkun jafn ágætra listamanna og hér er um að ræða og vér þökkum þeim af alhug fyrir komuna hingað. P. f. — S. Gr. Hlustað á útvarp Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögniaftur. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Císli Einarsson héraðsdómslögruaOur. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Hilmar Garðars hé.*u3sdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Gamla-Bíó. Ingólfsstræti. DAGSKRÁ sunnudagsin 3. nóv- ember var mjög löng. Sumt af músík þeirri er flutt var hefur efalaust verið gott, en ég hlustaði lítið á það, læt, vfirleitt, hljóm- list útvarpsins afskiptalausa. Þeg ar búið er að taka músík upp á plötur og svo útvarpa henni er hún orðin eitthvað svipuð því, er maður fær brætt smjörlíki út á nýjan lax! Unaðurinn er horfinn að mestu eða öllu leyti, — eftir- líkingin ein fæst út úr viðtækinu. Misjafnlega vel gerð. Alveg eins og eftirlíking af málverki eða högmynd. Getur verið góð — en aldrei ekta. Þannig er hljómlist heyrð genum útvarp. Allt öðru máli er að gegna um hið talaða orð. Það nýtur sín fullkomlega í útvarpi — og hjá góðum útvarps röddum jafnvel betur en úr ræðu stóli. Enn auðvitað eru margir þeir er í útvarp tala lélegir í því og ættu að láta aðra lesa fyrir sig. Mörgum góðum erindum er spillt af því að menn vilja flytja þau sjálfir, vantar sjálfsmat. En við því er erfitt að sporna, hverj- um þykir sinn fugl fagur. ★ Fluttur var þáttur um nýjar bækur og talaði Gils Guðmunds- son, útgáfustjóri Þjóðvinafléags og menningarsjóðs um bækur þær er þau félag gefa út nú. Sagði hann að áður hefði menn- ingarsjóð oft skort fé til útgáfu góðra bóka en nú væri nægilegt fé fyrir hendi, — mér skyldist, — vegna góðs skilnings núverandi menntamálastjórnar og meiri- hluta Alþingis þess er nú situr. Er gott að nú skortir hvorki fé né vilja til þess að mennta og upplýsa þjóðina! Félagsmenn Menningarsjóðs og Þjóðv.félags fá nú 6 bækur fyrir 100 krónur. Þar á meðal fyrra bindi af ævi- sögu Einars Ásmundssonar í Nesi eftir Arnór Sigurjónsson. Verður það sjálfsagt merk og fróðleg bók, því bæði var Einar stórmerk ur maður og Arnór er ágætur rit- höfundur og fræðimaður. Einnig kemur út, í einni bók, úrval kvæða fjögurra skálda og mun mörgum þykja vel við eiga að varðveita beztu kvæði þessara manna. Þó vil ég ekki heita því, að ég tel eitt þessara ljóðskálda standa langt framar hinum þremur. — Eftir að Gils Guðm. hafði lokið máli sínu var lesið upp úr bókum valdir kaflar. ★ Þáttur Gests Þorgrímssonar og Páls Bergþórssonar Um lielgina var góður. Voru það nokkur atr iði með svipuðum hætti og áður hafa verið fluttir, farið úr einu í annað. Til dæmis var farið í sjúkravitjun til konu er lá veik í flenzu eins og margir aðrir hafa gert nú um stundir með háan hita þurrahósta og höfuðverk. Held ég að slíkt hafi aldrei verið gert í útvarpi fyr hér hjá okkur. Svo fóru þeir til Péturs Jakobssonar fasteignasala og skálds. Kvaðst hann vera þetta hvorttveggja, og heyrði maður að það var satt, því meðan hann fór með kvæði hringdi kona til hans og vildi kaupa hús. Var Pétur þá ekki seinn að skrúfa fyrir skáldið en hleypa fasteignasalanum að. Dr. Guðni Jónsson las upp þjóðsagna kennda frásögn um dularfullan atburð og síðar manntjón er varð af ofvirðri og stórhríð. Gerðist þetta í Odda síðla á átjándu öld. Var áhrifamikil, vel sögð og vel lesin saga. Fleira var gott í þætti þessum og má vænta mik- ils frá þeim Gesti og Páli í vet- un á leikriti Laxness „íslands- klukkunni". íslandsklukkan er skáldsaga, ekki leikrit og hefði verið nær að lesa söguna eða þá aðra sögu eftir Laxness eða eitt- hvað annað stórskáld. Það er leið inlegt þegar afbragðs skáldverk er skemmt með því að breyta því í lélegra form. En það tel ég tví- mælalaust að hafi verið gert með því að hnoða saman leikriti úr íslandsklukkunni. Á mánudaginn talaði Sigurður Magnússon blaðafulltrúi um dag- inn og veginn. Var það nær ein- göngu um viðskiptamál, svo sem tollabandalög Evrópu og fl. af líku tagi. Margt skynsamlega sagt, en Sigurður hefur marg oft verið skemmtilegri. — Ég gat ekki hlustað á þátt þeirra Einars Magnússonar menntaskólakenn- ara og Ævars Kvaran um Skóla- skáldskap og sá eftir því. — í ný- útkomnu Skírnishefti er ritgerð um sama efni eftir Gunnar Sveinsson (Islenzkur skólaskáld- skapur 1846—1882). Á þriðjudag hóf Hendrik Ottós- son, rithöfundur erindaflokk er hann nefnir Daglegt líf í landinu helga á Krists dögum. Hendrik er ætíð hressilegur fyrirlesari en um vísindamennsku hans í trúar- bragðasögu skal ég láta ógert að dæma. Efalaust felst honum vel að halda áheyrendum sínum vak- andi. Á miðvikudag var svo byrj- Kvöldvaka var á fimmtudaginn 7. nóv. Björn Th. Björnsson list- fræðingur las úr bók eftir Pétur Hallberg um Halldór Kiljan Lax- ness. Var það mjög brosleg frá- sögn um veru Halldórs í klaustri einu í Clervaux, dagbókargreinar skáldsins — og kaflar úr bréfum. Veit ég að margir hafa fengið hressandi hlátursskorpu af að hlusta á lestur listfræðingsins. — Ég var um þetta leyti eitt sinn á fyrirlestri er Halldór skáld flutti í Nýja bíó. Þóttist hann þá vera vantrúaður á kaþólska vísu — og efuðu þó sumir einlægni hans, en ég held að honum hafi verið alvara. Fljótt snerist hann þó til annarar trúar, því miður, sem kunnugt er. Þessi dagbókar- brot og bréfakaflar eru fróðleg plögg. Peter Hallberg er gagntek- inn af aðdáun á Laxness — er það hrein persónudýrkun — og sjálfsagt ekkert við því að segja, en eykur ekki gildi bókarinn- ar. Finnborg Örnólfsdóttir las ágætlega nokkur snotur kvæði eftir Helga Valtýsson. Loks flutti svo Ólafur Þorvalds son þingvörðUr erindi um séra Þprarin Böðvarsson í Görðum, hinn merka prest og þingmann, er gaf Flensborgarskóla húsið og stofnaði þar með það menntaset- ur, Ölafur er ætíð áheyrilegur | fyrirlesari og fróðlegt það sem hann segir. Börnin fara í hehnsókn tii merkra manna, heitir nýr þáttur er Guðmundur M. Þorláksson kennari hefur flutt tvo föstudaga. Hefur hann talað um H. C. And- ersen og Helen Keller og gert það vel. Hygg é að þetta verði góð fræðsla fyrir börn og jafnvel marga fullorðna líka. Þórður Björnsson lögfræðingur flutti erindi um heimsókn Napó- leons keisarafrænda á öldinni sem leið. Erindi Þórðar eru fróð- leg og skemmtileg og hann hefur góðan málróm og framburð. Leikritið Með lestinni að aust- an eftir W. Hildesheimer var gam anleikur í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Leikstjóri og aðal- leikari var Ævar Kvaran. Leikrit þetta var gott, því bak við reyf- aralega frásögn duldist snörp ádeila á rotið þjóðskipulag og sérdræg og óvönduð yfirvöld, sem alltof mikið er til af og allt of víða. Að lokum vil ég leiðrétta mi_s- ritun er varð í síðasta þætti. Ég sagði að Bragi Sigurjónsson hefði undirbúið þáttinn um Alfreð Dreyfus, en átti að vera Bragi Sigurðsson, lögfræðingur. Bið ég afsökunar á þessu. Þorsteinn Jónsson. Kristján Guðlaugssoc hæsti.réttariögniaður. Skrifstofutími kL 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400. PÁLL S. PÁLSSON liæstaréttarlögmaður* Bankastræti 7. — Sími 24-200. Ungling vantar til blaðburðar við Baldursgafa HtorBimblt&Uk Sími 2-24-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.