Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 10
10 MORGlllSftl 4 Ð IE í>riðjudagur 12. nóv. 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjaid kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ,,MORGUNBLAÐSHÖLLIN" SKIPULAGNING og ný- bygging gamla miðbæjar- ins í Reykjavík er mál, sem menn hafa lengi velt fyr- ir sér. Það hefur ekki verið neinn ágreiningur um að í þess- um kjarna sjálfs höfuðstaðar landsins ættu að vera breiðar götur og torg og að húsin ættu að vera margar hæðir, til að hagnýta hið þrönga svæði, sem bezt. Allir eru á einu máli um að hin gömlu hús í miðbænum eigi að hverfa. Þessi hús eru öll byggð fyrir löngu síðan og við allt önn- ur skilyrði en nú eru fyrir hendi. Flest eru þau frá því á síðari hluta aldarinnar sem leið og sum enn eldri. Þær verðmætu lóðir, sem þessi gömlu og smáu hús standa á, eru aðeins nýttar að mjög litlu leyti. Staði skortir fyrir nauðsynlegar nýbyggingar og fyrir þeirri nauðsyn víkja gömlu húsin smátt og smátt. ★ En svo er spurningin, hverjir raunverulega hafi bolmagn til að byggja þau stórhýsi, sem þurfa að risa í miðbænum. Hið opin- bera, ríki og bær, verða auðvitað þátttakendur í slíkri nýbyggingu. Nú er rætt um nýtt stjórnarráðs- hús við Lækjargötu og ráðhús við norðurenda Tjarnarinnar. En hvað er þá um þátt einstakling- anna í nýsköpun miðbæjarins? Það er alveg Ijóst að einstakir menn eða eitt einstakt félag hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að reisa ný stórhýsi eins og gert er ráð fyrir, að byggð skuli á svæði miðbæjarins. Einasta leiðin er því sú að einstaklingar, félög og stofnanir bindist samtökum um byggingu slíkra stórhýsa, þar sem hver aðili sé eigandi að tiltekn- um, afmörkuðum hluta, alveg á sama hátt og þegar margir ein- staklingar reisa stórar íbúðar- húsa-blokkir í samlagi en eiga hver sína íbúð. Það var svipað þessu, sem gerðist, þegar húsið nr. 6 við Aðalstræti, sem oft er kallað Morgunblaðshúsið eða Morgun- blaðshöllin var byggt. Síðara heit ið er þó einkum notað af áróð- ursmönnum, til að reyna að koma því inn hjá almenningi, að Morg- unblaðið hafi byggt einhverja „lúxushöll" yfir starfsemi sína, en þegar fram líða stundir og mörg slík háhús eru komin upp, dettur vafalaust engum í hug að tengja slíkt hallarheiti við Aðal- stræti 6. Það hús, sem hér um ræðir, er fyrsta nýtízku stórhýsið í mið- bænum, sem byggt er af einstakl- ingum og félögum, þannig að hver aðili er eigandi að sínum ákveðna hluía. Morgunblaðið á í þessu húsi afmarkað húsrými, sem það ber ábyrgð á með sama hætti og eigendur annarra hluta hússins bera ábyrgð á bygg- ingu annarra hæða í húsinu, sem eru í eign þeirra. Morgunblaðið hafði öll þau leyfi, sem krafist er til byggingar síns hluta af húsinu og er alveg óviðkomandi hvernig aðrir aðilar hafa hagnýtt þann hluta, sem er í þeirra eigu. Morgunblaðið hefur ekki selt öðr- um þann hluta af húsinu, sem málaferli hafa risið út af, eins og stendur í rógsgrein Tímans um þetta hús, s. 1. sunnudag, einfald- lega vegna þess að blaðið hefur aldrei verið eigandi hans. Hér stendur því svipað á og þegar einstaklingar byggja íbúðir handa sjálfum sér í sama húsi, þannig að hver aðili ræður sín- um hluta og stendur að öðru leyti straum af byggingu þeirrar íbúðar, sem hann á. Pólitískir áróðursmenn höfðu reynt að telja almenningi trú um að Morgun- blaðið hefði byggt húsnæði sitt ólöglega og munu þessir áróðurs- menn hafa trúað þessu sjálfir, því svo langt var gengið, að ákveðin löggjöf var sett, sem sér staklega átti að vera beint gegn Mbl. Urðu þessir menn mjög vonsviknir, þegar rannsókn sem þeir létu gera, leiddi í Ijós að enginn grundvöllur væri fyrir hálshöfðun eða öðrum aðgerðum gegn blaðinu, eins og ætlazt hafði verið til. ★ Tíminn segir á sunnudaginn í forustugrein um „Morgunblaðs- höllina" að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sölusamband ísl. fiskframleiðenda séu að „draga fé út úr framleiðslunni“ með því að byggja handa sér skrifstofuhúsnæði í Aðalstræti 6. Þessar stofnanir hafa frá upphafi starfað í leiguhúsnæði. S.Í.F. hefur starfað um tugi ára og S.Í.H. er orðin stór og þýðingar- mikil stofnun, og er ekki óeðli- legt að þessir aðilar eigi sjálf- ir sínar bækistöðvar. Þessi fyrir- tæki eru ekki með því að „draga fé út úr framleiðslunni" frekar en S.Í.S. þegar það byggði stór- hýsi yfir sína starfsemi. Það má hins vegar fremur segja, að ver- ið sé að „draga fé út úr fram- leiðslunni", þegar „samtök bænda“ eru látin byggja hótel norður á Akureyri eða „luxus“- gisti- og samkomustað uppi í Borgarfirði. Og hvað á að kalla það, þegar „samtök bænda“ eru látin borga hallann af útgáfu „Timans“? Þeir eru ótaldir peningarnir, sem búið er að „draga út úr framleiðslunni" til að borga útgerðina á „Tímanum" og „Degi“ og yfirleitt allri iðju þeirra Framsóknarmanna. Skiftir ekki máli í því sam- bandi þótt þessar greiðslur séu duldar í formi óarðbærra auglýs- inga eða í „sakleysislegum" fyrir greiðslum. ★ Gamli miðbærinn í Reykjavík verður byggður upp af því opin- bera, félagasamtökum og einstakl ingum. Bygging Aðalstrætis 6 er .einn þáttur í þessari uppbygg- ingu. Löngu eftir að þeir áróðurs- menn eru dæmdir ómerkir og eru að fullu gleymdir, sem nú halda uppi rógi um byggingu þessa húss og Morgunblaðið í því sam- bandi, munu Reykvíkingar horfa yfir nýjan miðbæ stórra og veg- legra húsa. Ef einhver verður þá til að rifja upp herferðina gegn einu þessara húsa — Aðalstræti 6 — munu menn hrista höfuðið en minnast þess um leið að það er ekki einsdæmi að óvandaðir og öfundsjúkir áróðursmenn reyna að níða það, sem vel er gert og tefja fyrir framförum og framtaki. UTAN UR HEIMI Margt bendir til þess að Rosselini gangi að eiga indverska fegurðardís FREGNIN um skilnað þeirra Ingrid Bergmann og Roberto Rosolini hefur vakið meira en Myndin var tekin af Ingrid Berg- mann, daginn sem skilnaðurinn var tilkynntur. litla athygli á Vesturlöndum. — Enda þótt orðrómur hafi verið á kreiki þess efnis að skilnað- arins væri skammt að bíða, virt- ist fréttin koma öllum á óvart. Sem kunnugt er hefir Rossolini dvalizt að undanförnu í Indlandi og fregnir þaðan hermdu, að hann hefði leitað ásta indverskr- ar blómarósar — og þótti það benda til þess að ekki væri allt með felldu í hjónabandi þeirra Bergmann. Þegar fréttin barst út, ruku blaðamenn í Róm upp til handa og fóta og ætluðu að reyna að ná tali af Bergmann eða Rosso- lini, en þeir gripu í tómt. Rosso- lini hafði forðað sér úr borginni og Bergmann vildi ekki við neinn tala. Lét hún fréttast að hún lægi í Asíuinflúenzunni á heimili sínu. ÓHk að i'nnla^i. Hins vegar gáfu þau út opin- bera tilkynningu um skilnaðinn til þess að forðast ágang blaða- manna. í tilkynningunni sagði, að fyrir löngu hefði farið að bera á erfiðleikum í sambúð þeirra. Að upplagi væru þau mjög ólík og því hefðu árekstrar verið ó- umflýjanlegir. Að þrauthugsuðu máli hefðu þau bæði komizt að samkomulagi um það, að bezt væri að binda endi á hjónaband- ið. ^tromboli" Bergmann er nú fertug að aldri, en Rossolini 51. Þau hafa verið gift í sjö ár, hittust fyrst í París 1948, en voru gefin saman í hjónaband 24. maí 1950. Þeim hefur órðið þriggja barna auðið og fæddi Bergmann fyrsta barn- ið, Robertino, í febrúar 1950, en þá hafði hún ekki fengið skilnað frá fyrri manni sínum, sænska tannlækninum Peter Lindström. Sem fyrr segir, hittust þau Bergmann og Rossolini fyrst í Paris 1948. Ári síðar gerði Rosso- lini sér ferð vestur um haf og dvaldist hjá þeim Lindström hjónunum. Skömmu eftir að Rossolini hvarf heim flaug Berg- mann austur yfir hafið — til ítal- íu, en svo hafði um samizt, að hún léki í kvikmynd, er Rossolini stjórnaði. Mynd þessi er fyrir löngu víðfræg orðin. Hún hét „Stromboli" og var kennd við eldfjallaeyjun frægu undan ítal- íuströnd. Leitaði eftir skilnaði í fimm löndum. Á meðan á kvikmynduninni stóð, fóru að berast alls konar sögur um það, að innilegt sam- band hefði tekizt með þeim Berg- mann og Rossolini. Lindström flaug til Rómaborgar, en var lítt fagnað af konu sinni. Fór hann aftur heimleiðis og ól Bergmann skömmu síðar fyrsta barn þeirra Rossellini. Bergmann og Lind- ström höfðu eignazt eina dóttur og hittust þær mæðgur fyrst í sumar eftir að slitnað hafði upp úr hjónabandinu. Rossellini var einnig giftur áð- ur, en hann hafði fengið skilnað frá konu sinni árið 1949. Lind- Rossellini í Farís? ström var ófús til þess að sam- þykkja skilnað, þegar Bergmann fór þess á leit eftir að hún hafði ákveðið að ganga í hjónaband með Rossellini. Hún leitaði eftir skilnaði í fimm löndum og það var ekki fyrr en hún leitaði til Mexico í febrúarmánuði 1950, að dómstóll þar veitti henni skiln aðinn. Rossellini í biónabands- huórIeiðin"um? Það hefir orðið að samkomu- lagi með þeim Bergmann og Rossellini, að börn þeirra þrjú, 7 ára piltur og 5 ára tvíburasyst- ur, verði með móðurinni fyrst um sinn. Rossellini hefur dvalizt í Ind- landi við kvikmyndastjórn i hart nær ár. Er hann sagður hafa átt vingott við indverska blómarós, Sonali Das Gupta að nafni. Óstað festar fregnir herma, að hún sé nú komin til Parísar — og í Róm er fullyrt, að Rossellini hafi hald- ið til Parísar jafnskjótt að gengið hafði verið frá skilnaði þeirra Bergmann. Moskvu-útvarp og Tassfréttastofan minnast nú ekki lengur á geimtíkina Litlu sítrónuna, sem send var upp með Sputnik öðrum. Hefur þetta vakið athygli, því að ekki var tíkinni svo lítið hampað í fregnunum. Ýmsum getum hefur að því verið leitt hvað muni valda þessu. Sú skýring er m. a. að Krúsjeff hafi fyrirskipað að tíkin skuli ekki lengur nefnd á nafn. Hafi honum staðið stuggur af og talið það réttlætanlegt að bann- lýsa geimtíkina með skírskotun til þess að við borð hafi legið að persónudýrkunin frá tímum Stalins væri uppvakin að nýju. Myndin er af geimtíkinni nokkru áður en henni var skotiö út í geiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.