Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUWBL AÐIÐ Þriðjudagur 12. nóv. 1997 VIÐSKIPTABANDALÁG NORÐUR- LANDA - FRJÁLSI MARKAÐURINN OG FRÍVERZLUNARSVÆÐIÐ Aþessum stað í blaðinu, fyr ir stuttu síðan, var gerð nokkur grein fyrir þeim umraeðum, sem farið hafa fram milli Norðurlandanna, um að koma á tollabandalagi og að öðru leyti nánara samstarfi í viðskipta málum en verið hefur. Kaup- mannahafnarblöðin frá því í fyrradag skýra all ítarlega frá fundi Norðurlandaráðs, sem lauk á laugardaginn, en niður- staða hans var sú, að nú skyldu Norðurlöndin reyna að komast að samkomulagi um, hvernig unnt væri að gera hið fyrirhug- aða tollabandalag víðtækara en í upphafi var ráðgert. í þeirri álits- gerð frá sérfræðingum, sem Norðurlandaráðið hefur til með- ferðar, var gert ráð fyrir að 80% af innbyrðis viðskiptum land- anna félli undir hið nýja kerfi, en nú er hugsunin, að þau 20%, sem fyrirhugað var að yrðu út- undan, falli einnig undir hið nýja viðskiptabandalag Norður- landa. Talið er að alllangan tíma þurfi til að undirbúa málið og er ráðgert að nýr fundur í fjármála- nefnd Norðulandaráðs verði hald inn í byrjun næsta árs. Næsta fundi Norðurlandaráðsins sjálfs hefur verið frestað, þar til í októ- bermánuði og er þess þá vænst að þetta mál allt liggi skýrar fyrir. ★ Kaupmannahafnarblöðin skýra frá því að á fundinum á laugar- daginn hafi verið gert ráð fyrir því að öll Norðurlöndin yrðu aðilar að hinu nýja viðskipta- bandalagi en hingað til hefur ekki verið fyrirhugað að íslandi yrði þar með. Kom það af því, að ekki var gert ráð fyrir að matvæli, svo sem fiskur og landbúnaðar- afurðir, féllu undir þetta við- skiptabandalag. En nú þegar búið er að ákveða að gera til- raun til þess að útvíkka þetta bandalag, svo að það nái yfir all- ar vörur í innbyrðis viðskiptum þjóðanna, þá opnast möguleikar fyrir þátttöku fslands . Verður það hlutverk efnahagsmálanefnd ar Norðurlandaráðsins, að athuga með hvaða móti ísland geti tekið þátt í viðskiptabandalaginu. ★ Af Norðmanna hálfu hefur komið fram nokkur mótstaða gegn tollabandalagi en talið er að hún sé eins mikil og áður, en af þeirra hálfu er lögð á' það áherzla, að hafa verði í þessu efni hliðsjón af þeim umræðum, sem nú fara fram um fríverzlun- arsvæðið í Evrópu Þó Norðurlöndin hafi lengi haft í huga að koma á fót tolla- bandalagi og það hafi verið mik- ið rætt, hefur þó fyrst komist skriður á það mál nú á seinni árum og aldrei verið eins mikið að því unnið og nú á allra síðustu tímum. Er vafalaust að þær hreyfingar, sem nú eru uppi í Evrópu um sameiningu hennar á viðskiptalegum sviðum, hefur haft hér úrslitaþýðingu. ★ í þessu sambandi er rétt að minn ast á það helzta, sem gerst hefur nýlega varðandi hinn sameigin- lega markað og fríverzlunarsvæð ið. í hinum sameiginlega markaði felst tollabandalag milli Frakk- lands, Vestur-Þýzkalands, Italíu, Belgíu, Hollands og Luxemburg og á upp úr því tollabandalagi smám saman að skapast efnahags legt bandalag, sem nái yfir vinnu- markaðinn og lánsfjármarkaðinn. Einnig er gert ráð fyrir að löndin samræmi félagsmálalöggjöf sína, komi á fót sameiginlegum fram- kvæmdabanka o. s. frv. Einnig er gert ráð fyrir, að komið verði upp stjórnmálalegum stofnunum, sem séu æðri, í þeim efnum sem þær eiga að fjalla um, en þing og stjórnir viðkomandi ríkja. Talið er að 12—15 ár þurfi til að koma hinum sameiginlega markaði að fullu á fót. Samkomulag um sam- eiginlega markaðinn, sem nefnd- ur er Rómar-samningurinn, var gerður hinn 25. marz 1957 í Róma borg en þó að þar sé búið að ganga frá öllum aðalatriðum, er þó margt, sem látið er liggja milli hluta þar til síðar. Rómar-samn- ingurinn hefur verið staðfestur af þingunum í Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi, Ítalíu og Hol- landi og búist er við að Belgía og Luxemburg staðfesti samning- inn fyrir lok yfirstandandi árs og að samningurinn taki glidi 1. jan- úar 1958. Á síðustu ‘ vikum hefur mjög verið rætt um Rómar-samning- inn út frá því sjónarmiði, að nokkur lönd, sem standa utan við hann, hafa látið í ljósi ótta um að hér yrði um eins konar við- skiptalega innilokun Evrópu að ræða í gömlum stíl, eins konar tollvernd fyrir Evrópuríkin, sem mundi koma hart niður á fram- leiðendum utan markaðsvæðisins. Til þess hefur ekki verið ætlazt og starfar nú nefnd manna að því að athuga samninginn með hlið- sjón af þeirri gagnrýni, sem utan við standa. Ekki er þó búist við að þessar athuganir tefji neitt fyrir því að Rómar-samningur- inn gangi í gildi. Samkvæmt Rómar-samningn- um á að kalla saman sérstaka ráðstefnu um landbúnaðarvöru, en þær falia ekki undir markað- inn eftir að samningurinn hefur tekið gildi. Þessi ráðstefna á að athuga möguleika á því, að land- búnaðarvörur falli undir hið nýja kerfi, á ekki alveg ósvipaðan hátt og nú á að stefna að á vegum Norðurlandaráðsins og getið er í upphafi. ★ Fríverzlunarsvæðið á að ná yfir þau 6 lönd, sem standa að sam- eiginlega markaðnum og öll önn- ur lönd, sem taka þátt í efnahags- samvinnu Evrópu. Gert er ráð fyrir að tollar á viðskiptum milli landanna verði smátt og smátt felldir niður. En ekki er gert ráð fyrir sameiginlegu tollakerfi gagn vart löndum, sem utan við standa á sama hátt og á að vera hvað varðar sameiginlega markaðinn. Ekki er heldur gert ráð fyrir, að í sambandi við fríverzlunarsvæð- ið verði sett á fót nein stofnun, sem hafi meira vald en stjórn og þing þátttökulandanna. Enginn samningur liggur enn fyrir um fríverzlunarsvæðið og ekki held- ur uppkast að slíkum samningi en á ráðherrafundi Efnahágsmála samvinnustofnunarinnar í októ- ber sl. var komist að samkomu- lagi í grundvallaratriðum um stofnun og uppbyggingu svæðis- ins. Starfandi er ráðherra-nefnd til þess að ganga frá ýmsum atr- iðum varðandi fríverzlunarsvæð- ið, svo sem afstöðu landbúnaðar- ins, afstöðu nýlendnanna og ýms önnur mál. Formaður þeirrar ráð- herranefndar, sem starfandi er til þess að athuga nánar um upp- byggingu fríverzlunarsvæðisins er Englendingurinn Reginald Maudlins. Þessi nefnd kemur sam an hinn 14. október nk. f sam- bandi við hinn væntanlega fund hefur Maudling sent öllum ríkis- stjórnum, sem taka þátt í Efna- hagsmálanefndinni, greinargerð þar sem hann rekur þau málefni, sem taka eigi fyrir á fundinum. Ríkisstjórnirnar fá þannig tæki- færi til að gera sínar athuganir á þeim málum, áður en fundur- inn, sem hefst nú hinn 14. nóvem- ber, verður hinn fyrsti af mörg- um, sem haldnir verða áður en hægt er að búa til fastan sáttmála um fríverzl- unarsvæðið á sama hátt og Rómar-samninginn um frjálsa markaðinn. Upprunalega var fyr- irhugað, að fríverzlunarsvæðið yrði stofnsett á sama tíma og frjálsi markaðurinn en af ýmsum ástæðum er ekki búist við að frí- verzlunarsvæði verði komið fyrr heldur en seint á árinu 1958. En þar á eftir eiga svo þau 17 lönd, sem að Efnahagsmálastofnuninni standa, eftir að staðfesta samn- inginn. Það virðist því vera nokk- uð löng leið þar til náð er því marki, að Evrópulöndin komi frí- verzlunarsvæði á fót. Allmikið hefur verið rætt hér á íslandi um afstöðu okkar til allra þessara mála. Fundurinn i Norðurlandaráðinu á laugardag- inn opnar líka nýja möguleika en það virðist vera ljóst, að allt er þetta af sömu rótum runnið og skylt hvað öðru, viðskipta- bandalag Norðurlanda, frjálsi markaðurinn í Evrópu og fríverzl unarsvæðið. fslendingar þurfa vafalaust mjög bráðlega að taka ákvörðun um afstöðu sína til þesa ara stofnana. Myndin ér tekin á flugvellinum í Moskvu á dögunum. Malin- ovsky marskálkur (t. v.), sem tók við emþætti Zhukovs, tekur á móti Amer hershöfðingja (t. h.), hermálaráðherra Egypta, er hann kom í heimsókn til Moskvu. Þetta var í fyrsta sinn, sem Malinovsky lét sjá sig á opinberum vettvangi eftir að hann tók við nýja embættinu. Kúseigendur viljo breytingu ú lögum um ufnot íbnðurhúsn Allsherjarnefnd Neðri deildar Alþingis, Reykjavík. HÚSEIGENDAFÉLAG Reykja- víkur fer þess á leit við háttvirta þingnefnd, að hún hlutist til um, að flutt verði á yfirstandandi Al- þingi frumvarp til laga varðandi núgildandi lagabókstaf um afnot íbúðarhúsa í kaupstöðum sbr. bráðabirgðalög nr. 63, 1956, og lög nr. 10/1957. Það er ósk húseigendafélags- sbrifar úr daglega lífinu 1 Peningarnlr í ÁVR SKUGGI skrifar: „Margblessoður og sæll Vel- vakandi góður. Einn daginn var ein af bless- uðum frúnum okkar að kvarta í þáttum þínum yfir því hugsunar- leysi kaupmanna, að hafa ekki reikningsvélar og önnur slík tseki á búðarborðum sínui-.. Eg er al- veg sama sinnis og hún, að slík „apparöt“ séu sjálfsögð í hverri verzlun. En frúin hefur víst ekki komið í þekktustu og umfangs- mestu verzlunina á landinu, Afengisverzíun ríkisins. Ef hún kynnti sér aldamótafyrirkomu- lagið þar, trúi ég ekki öðru en að hún yrði stórorð í meira lagi. Þar gefur nú á að líta, — sér- staklega í skúrnum við Skúla- götuna. Ekki er mér tíðförult í þser herbúðir, en þó kemur fyrir nokkrum sinnum á ári, að ég greiði smávegis skemmtanaskatt. Síðast þegar ég heimsátti stað- inn í Skúlagötunni, var ró og frið ur þar inni. Og auðséð var á pen- ingakassanum, að „bissnessinn" hafði verið lítill þá um morgun- inn, enda í miðri viku, og upphaf og endir helgar-fylliríanna' um garð gengin. Vindlaaskja og blikkkassi ENGA sá ég þarna samlagninga- vélina, en peningaílátin voru gamall vindlakassi, þó heiikassi, eins og konurnar okkar nota undir matarpening- ana sína. I vor er ég kom þarna í eitt skiptið, sá ég hvorugt þessara íláta, en þá var mikið um mannaferðir í verzluninni, og keyptu margir af rausn. Blessað- ir innanbúðarmennirnir voru á þönum, og þeyttu peningaseðlun- um í eitt hilluhólfið innanum brennivínsflöskurnar. Þarna gaf að líta þúfu-háan bunka af stór- seðlum, og hefði ekki þurft mik- inn vindgust til þess að pening- ar rikisins laumuðust í rusla- körfu, eða undir búðarborð, og yrðu þar að klessu undir fótum búðarmannanna. Hélt ég þó, að ríkinu veitti ekki af að hafa gát á sínu, þegar allar hirzlur þess eru á góðri leið með að verða gal- tómar. En ekki vil ég vera ósann- gjarn, og virðist mér sem vindla- kassinn og húsfreyju-kassinn beri þess vott, að heldur miði í fram- faraátt. Heldur er þetta skárra í verzl- un ríkisins á Snorrabrautinni. Þar er þó skúffa, — gamaldags marg- hólfa tréskúffa, sem ætíð stendur galopin, og getur vindgusa líka áorkað þar miklu. En allt stendur til bóta hér á okkar kæra landi. Og vonandi verður nýtízku peningakassi stað- settur í þessum verzl. ríkisins áður en fastar ferðir hefjast til tunglsins. En spekingarnir spá, að þær muni hefjast kringum ár- ið 1967. Vera naá, að nauðsynlegt sé að einhverjir haldi við þjóðlegum siðum með þjóð vorri. Fisksal- arnir í Trékyllisvík kváðu hafa notað ýmis konar tréstokka undir aura sina kringum aldamótin síð- ustu, — vindlakassa þegar bezt lét.“ Velstæðingsskapur í orðafari 1/-ELVAKANDI var að líta yfir ^ Þjóðviljann á sunnudaginn og sá þar hina kyngimögnuðu bylt- ingarafmælisræðu rússneska sendiherrans. Er það hverju orði sannara hjá Þjóðviljanum, að þar er „mjög athyglisvert ávarp“ á ferðinni. M.a. er þar upplýst, að rösklega hafi verið unnið að því í Sovét að vinna bug á ýmiss kon ar „frumstæðisskap“, eins og svo haganlega er komizt að orði í hinum íslenzka texta. Þó að hér verði ekki rakið meira úr ræð- unni, er þar sitthvað fleira, sem með sanni má flokkast undir sér stæðingsskap. ins, að lög þessi verði úr gildi numin. Ef það þykir ekki fært, verði bannákvæðum laganna nú þegar breytt í eftirfarandi horf: Ákvæði laganna nái ekki til íbúðarhúsnæðis sem byggt var fyrir þennan tíma, er ríkisvaldið setti hömlur á fjárfestingar með lögum um fjárhagsráð á árinu 1947. Ennfremur verði einstök her- bergi sem íbúðareigandi eða leigj andi óska að nota til eigin at- vinnurekstrar, undanþegin ákvæðum laganna, þegar í hlut eiga félög og stofnanir, sem ekki hafa atvinnurekstur með hönd- um. Síðan tilvitnuð bráðabirgðalög voru sett, hafa margir húseig- endur leitað til Húseigendafélags ins með beiðni um að félagið beitti sér fyrir að lögin verði af- numin, eða að hinum einstreng- ingslegu bannákvæðum þeirra verði breytt í vægara horf, án þess að nokkuð skerðist það höf- uðmarkmið laganna, að fyrir- byggja að húsnæði, sem eingöngu var leyft að byggja til íbúðar, verði síðar tekið til annarra af- nota. Sem kunnugt er, er enginn skortur á einstökum íbúðarher- bergjum á leigumarkaðinum, og því er tilgangslaust og reyndar skaðlegt, að banna almenn afnot slík húsnæðis. Á sama tíma og nýbyggingar fyrir verzlanir, iðnað og annan atvinnurekstur eru næstum bann aðar með öllu, virðast engin skyn samleg rök mæli með því, að ekki sé leyft að breyta eldri húsum við aðal-viðskiptagötur bæjarins, þannig, að nota megi slík hús til atvinnurekstrar að einhverju leyti, enda samsvara þau vart kröfum nútímans sem íbúðarhús, hvorki um staðsetningu né frá- gang. Vitað er, að ýmiss stéttarfélög og önnur hagsmuna- og áhuga- félög borgaranna hafa verið svipt möguleikum til þess að öðlast samastað fyrir starfsemi sína, og nokkur dæmi eru til, að slík fé- lög hafa ekki komizt inn í eigið húsnæði eftir tilkomu laganna. Þess vegna þykir nauðsynlegt, að undanþáguheimilidin sé sett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.