Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. nóv. 1957 MORGVKBT ifílfí 11 Umræður á Óðinsfundi: Verðstöðvunarstefnan # framkvæmd *----------- 44 // Kommúnistar undirbúa gengisfellingu MÁLFUNDAFÉLAGIÖ Óðinn hélt fjölmennan fund í Sjálf- stæðishúsinu sl. sunnudag. Magn- ús Jóhannesson, hinn nýkjörni formaður félagsins, setti fundinn og stjórnaði honum. í upphafi minntist formaður Bjarna heit- ins Sigurðssonar og bað menn um að standa upp minningu hans til heiðurs og gerðu fundarmenn það. Bjarni Benediktsson hélt fram- söguræðuna. Hann hóf mál sitt á því að bjóða hina nýju félags- stjórn velkomna til starfa og árnaði henni og þá einkum hin- um unga, ötula formanni, allra heilla. Síðan sagði Bjarni m. a.: í ályktun fundar „miðstjórn- ar- og efnahagsmólanefndar Al- þýðusambands íslands", sem haldinn var í okt. sl., er, svo sem landfrægt er orðíð, talað um „verðstöðvunarstefnu verkalýðs- hreyfingarinnar". Áður en efni yfirlýsingarinnar er rætt, er e. t. v. rétt að athuga hverjir hana gefa. Bæði mið- stjórnin og efnahagsmálanefnd, 19 manna nefndin svokallaða, eru skipaðar yfirlýstum stjórnar- liðum eingöngu eða svo til. Þrátt fyrir það er kunnugt, að einung- is um helmingur 19 manna nefnd arinnar, eða e. t. v. tæplega það, greiddi atkvæði með tillögunni. Hinir voru fjarverandi eða sátu hjá. Meðal þeirra, sem ekki greiddu ályktuninni atkvæði, voru t. d. Hermann Guðmundsson, formað- ur Hlífar, Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, Garðar Jónsson, for- maður Sjómannafélags Keykja- víkur og Sigurrós Sveinsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðar. í forystu þeirra, sem að álykt- uninni stóðu, var pílagrímurinn til Moskvu, Hannibal Valdimars- son. Aðrir þrír þingmenn stjórn- arliðsins: Eggert Þorsteinsson, Gunnar Jóhannsson og Björn Jónsson, voru meðal stuðnings- manna. Ennfremur menn sem búnir eru að missa þær trúnaðar- stöður, sem þeir höfðu innan fag- félaga sinna, svo sem fyrrv. for- maður Trésmiðafélags Reykja- víkur og fyrrv. formaður Iðju. Er þá rétt hjá þessum stjórn- arherrum, að tekizt hafi að stöðva verðlag? Litum á staðreynd irnar: Vísitala hefur hækkað um 5 stig frá ára- mótum. Þá vár látið í veðri vaita, að von væri á 1—2 stiga hækk- un. —. Berum þessa hækkun á nokkr- um mánuðum saman við það sem gerðist á næstu 2Vt árum áð- ur en áhrif verkfallsins mikla 1955 sögðu til sín. Vísitalan í des. ’52 var 162 stig. •— í marz ’55 var 161 stig. Á tímabili hafði hún farið ofan í 157 stig. Lækkuninni var að vísu að nokkru náð með niður- greiðslum og skulum við líta nánar á þær. Niðurgreiðslur. í fjárlögum fyrir ’52 voru þær 25 millj. kr. í fjárlögum fyrir ’55 voru þær orðnar rúmar 49 millj. kr. Hækkunin er 24 millj. króna og svarar til 4 stiga hækkunar á vísitölu. í fjárlögum fyrir ’56 voru nið- urgreiðslur komnar í 57 millj. kr. Skv. frv. og grg. fjárlagafrv. fyrir 1958 eiga þær nú á rúmu ári að hækka í 125 millj. kr. eða um 66 millj., sem samsvarar 11 nýjum vísitölustigum. Skattar hækkuðu með jólagjöfinni fyrir síðustu óramót og síðari skatta- hækkunum um fullar 300 millj. kr. Þrátt fyrir þá gífurlegu hækkun er nú stórkostlegur tekjuhalli. Fróðir menn telja, að á næsta ári muni þurfa, að ó- breyttu, viðbótartekjur a. m. k. 200 millj. kr. Verðlag Auðvitað hljóta skattarnir að segja til sín. Vísitalan er notuð til að fela en ekki segja satt um verðlagið. Hitamælirinn er brotinn, en sótthitinn hverfur auðvitað ekki við það eitt, eins og Ólafur Björnsson komst að orði. Buddan segir til um hið raunverulega verðlag. 1 sambandi við sífelldan dýrtíðarvöxt, getur m. a. s. Þjóðviljinn ekki orða bundizt og segir: „Mál að linni“. Sem smádæmi um hinar stöð- ugu hækkanir, má minna á, að sama daginn og ekki var lengur hægt að segja upp samningum verkalýðsfélaganna, hækkaði hangikjöt verulega. Þá hefur Leikskrá Þjóðleik- hússins, þ. e. hjá sjálfu ríkinu, nýlega hækkað úr 5 lcr. í 7 kr. eða um 40%. Felst í því raun- hæfur dómur valdhafanna á þvi, hvernig ástandið er. Kaupgjald. Á þessu ári hafa meðlimir verkalýðs- og launþegafélaga með á 14. þús. félaga, fengið kauphækltanir. Sumir upp í 30 —40% fyrir atbeina sjálfrar rík- isstjórnarinnar og á þann veg, að ekki er líklegt að komi til skatts. Þetta eru staðreyndirnar um hina svokölluðu „stöðvun". Hún hefur því miður ekki tekizt vel. Vöxtur sparifjár hefur mjög dregizt saman, þrátt fyrir barnalegar tilraunir stjórn- arflokkanna ti lað dylja þá stað- reynd. Gjaldeyrisástandið versnaði um 300 millj. kr. á fyrsta valdaári V-stjórnarinnar. Þetta hefur ekki breytzt til batn- aðar að neinu marki á þeim mán- uðum, sem síðan eru liðnir. Vöruskortur margháttaður er um land allt. Hann á sinn þátt í því erfiða atvinnuástandi, sem víða er. Atvinnuástandið: T. d. um það skal einungis þetta nefnt: Alþýðublaðið segir fólksflutn- inga frá Vestmannaeyjum og sér- stakra ráðstafana þörf í Hafnar- firði, höfuðvígi Alþýðuflokxs- ins á íslandi. Útvarpið segir mjög erfitt at- vinnuástand í Ólafsfiröi og Stykkishólmi. Eins konar haliærisnefndir hafa verið kosnar á Siglufirði og Akureyri. Þetta eru aðeins fá dæmi, en engin tæmandi upptalning. Hvernig hafa stjárnarflokkarnir staðið að hinni margumræddu „stöðvuri' ? Framsóknarflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á Hamrafellsokrinu, þar sem 15 millj. kr. voru teknar af lands- lýðnum að óþörfu. SÍS veitti og á meðan kaupbindingarlögin voru í gildi, kauphækkun um 8% til sinna föstu starfsmanna. Má nærri geta hvaða áhríf þessi for- dæmi hafa haft. Alþýðuflokkurinn er stefnulítill í þessum efnum eins og fleirum. Guðmundur í. Guðmundsson varði í útvarps- ræðu berum orðum og þakkaði Alþýðuflokknum sjómannade.l- una í vetur, sem Tíminn a. m. k. kenndi Sjálfstæðismönnum um. Eins hefur Alþýðublaðið haldið uppi vörnum fyrir Iðju-samning- ana o. fl. sem hinir stjórnarflokk arnir hafa harðast gagnrýnt. Auðsætt er, að Alþýðuflokks- menn vilja láta kommúnistana taka á sig örðugleika og hagnast á þeirra óvinsældum. Kommúnistar hafa nú, undir forystu Hannibais, „uppgötvað‘f, að grunnkaups- hækkanir og vísitöluhækk- un séu hvort tveggja gagns- lausar eða verri en það fyrir verkalýðinn. Sá boðskapur er þó bundinn því skilyrði, að hann á að halda gildi einungis á meðan kommúnistar sjálfir eru í stjórn. Fullur fyrirvari er um, að taka skuli til fyrri iðju, þegar „hags- munir verkalýðsins“, þ. e. þeirra sjálfra krefjast. Hér sannást, að fyrir þessum mönnum eru verkalýðsfélögin einungis tæki í þeirra eigin valda baráttu. Annað hvort hafa kaup- hækkunarkröfurnar að undan- förnu verið gegn betri vitund eða kenningarnar nú, því að þær samrýmast engan veginn. Hið rétta er, að fyrir kommúnist- um vakir allt annað en kjara- barátta verkalýðsins. Auk per- sónulegrar valdastreitu keppa þeir að heimsyfirráðum hins al- þjóðlega kommúnisma. Hollusta kommúnista lýsir sér svo í þvi, að einstök uppáhalds- félög þeirra eru látin segja upp samningum. T. d. mjólkurfræð- ingar í sumar og klæðskerastarfs menn nú, þótt hinum lægst laun- uðu sé haldið niðri. Hvað er fram- undan? Hannibal segir engar hækkan- ir væntanlegar um áramót. Þetta er þvert gegn málflutningi Ey- steins, því að af orðum hans varð ekki annað leitt en mikilla hækk ana væri þörf til sjómanna og útvegsmanna. Sum stuðningsfé- lög stjórnarinnar hafa og gert beinan áskilnað um kjarabætur til sjómanna, t. d. samtökin í Arnessýslu. Hvað sem þessu líður er fyrir- sjáanlega þörf ráðstafana, þótt ekki komi til hækkana hjá út- gerðinni, hvað þá, ef þvílíkra hækkana verður þörf. Hér ber að minnast ummæla Eysteins og Gylfa um mánaða- mótin sept.-okt. Þá sagði Gylfi, að spurningin væri einungis, hvort halda mætti núv. kerfi „eitthvað enn“, eða hvort nú þegar þyrfti að breyta til. Eysteinn fitjaði enn upp á tal- inu um „varanlegu úrræðin“ og góða aðstöðu stjórnarflokkanna til að finna þau. Gengislækkun. Engum duldist að báðir þessir ráðherrar voru þá að boða, að gengislækkun væri óhjákvæmi- leg. Ályktun ASÍ neitar að vísu gengislækkun og lætur skiljast sem tryggt hafi verið með samn- ingum við ríkisstjórnina, að hún kæmi ekki til greina. Hermann Jónasson staðfesti þetta hins vegar ekki, heldur talaði einungis um „samráð við verkalýðshreyfinguna", og áskildi ríkisstjórninni þar með fullt at- hafnafrelsi. Haraldur Jóhannsson er aðalráðunautur ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og skrif- ar nú að staðaldri um þau í Þjóð- viljanum. Hinn 7. nóvember s.l. játaði hann í Þjóðviljanum og blaðið gerði enga athugasemd við, að ráðstafanirnar, sem gerðar voru með stofnun útflutningssjóðs í s.l. desember hafi verið „dulbú- in gengislækkun“a Hann hefur hvað eftir annað sagt, að íslenzka krónan verði „-------að teljast ofmetin“. Haraldur fer og ekki dult með, að gengislækkun ásamt öðrum ráðstöfunum sé nauðsynleg til „að leggja grundvöll að varan- legum vexti raunverulegra tekna og gjaldeyristekna á íbúa“. Haraldur spyr m. a. hinn 5. nóvember, þegar hann hefur lýst því, hver undirbúningsverk þurfi að vinna til að fella geng- ið: „En hvernig er hag lands- manna komið, ef þau verða ekki leyst?“ Hann segir að vísu: „Nauðsynlegustu ráðstafanir til undirbúnings þessháttar ráð- stöfunum krefjast margra mán- aða vinnu“. Þessi yfirlýsing Haralds kem- ur mjög heim við það, sem menn skildu á Edvarð Sigurðssyni á Dagsbrúnarfundinum, að reynt yrði að láta hinar óþægilegu á- kvarðanir bíða fram yfir bæjar- stjórnarkosningarnar. Lærdómar Allt staðfestir þetta, að stjórn- arliðið telur almennt kaupgjald í landinu nú of hátt. Þetta viðurkennir Haraldur Jóhannsson og berum orðum í Þjóðiljanum hinn 31. okt. sl. þegar hann segir: „ástand---------sjávarútvegs- ins verður að segja til um hæð kaupgjaldsins". Sjálfstæðismenn hafa marg- bent á, að hækkanirnar undan- farin ár og einkum í verkfallinu 1955 væri engum til góðs. And- stæðingarnir sögðu auðvelt að ráða við vandann með töku milliliðagróðans. Nú er komið á daginn, að þeir kunna engin önnur ráð, en að leggja byrðarnar á almenning. Með þessu er staðfest, að eng- in töframeðöj eru til. Hér eru að visu margar sam- verkandi orsakir. En aðalhætt- an liggur í ofurvaldi kommún- ista og annarra ábyrgðarlausra aðila í verkalýðshreyfingunni. Þeir geta eyðilagt hvert það jafnvægi, sem nást kann um stund. Jafnvægisskortinum fylg- ir hins vegar margs konar óhag- ræði, t. d. það, að sparnaðarvilj- inn lamast. En þar með er kippt grundvellinum' undan fram- kvæmdum og framförum. Reynslan hefur að vísu sýnt, að þessu er hægt að bjarga við að nokkru a. m. k. svo að at- vinnuvegirnir þurfa ekki að stöðvast. En það kostar stöðuga baráttu. Skilyrði raunverulegra kjarabóta. Eina haldgóða ráðið, þótt sein- virkt sé, er fræðsla almennings um staðreyndirnar og samhengi þeirra. öflug samtök gegn skemmdarvörgunum er og þjóð- arnauðsyn. Nú hafa þeir verið leiddir til heiðurssætis, svo að þeir geta gert enn meira tjón en áður, hvenær sem þeim sjálf- um þóknast. Raunverulegar kjarabætur fást einungis með framleiðsluaukn- ingu. Frelsið er öruggasta lyfti- stöng betri lífskjara. Þess vegna verður, miðað við aðstæður hverju sinni, að hafa viðskipta- frelsið ætíð svo mikið sem mest er mögulegt. Á þann veg er fram tíðarheill bezt tryggð. Á Islandi býr dugmikil og harð- feng þjóð. Hún er fær um að bjarga sér og sækja fram til stöðugt betri tíða, svo fremi, að hún sé ekki heft á höndum og fótum né þurfi öll ráð að sækja til ráðleysingja. Frelsi, dugur og drengskapur mun nú sem fyrr bezt endast þjóðinni til farsæld- ar í bráð og lengd. Að ræðu Bjarna Benediktsson- ar lokinni tóku þessir til máls; Umræður Jóliann Sigurðsson: Yfirlýsingin um, að „gengis- felling verði ekki“ er blekking. Loforðin um útvegun fjár til í- búða og um skattinnheimtu jafn- óðum munu og því miður reyn- ast haldlítil. Jóhann benti á óákveðin lof- orð um byggingu stálskipa inn- anlands og hvernig þau kæmi heim við sendingu SÍS á skipum sínum til viðgerðar erlendis. Kommúnistar notuðu nú sem áður verkalýðsfélögin til fram- dráttar eigin flokkshagsmuna. Að lokum mótmælti Jóhann Moskvuför Hannibals og Einars. Guðmundur Nikulásson: Verkamenn vilja yfirleitt ekki standa í verkföllum á tímum eins og nú. Á Dagsbrúnarfundi hefði Eðvarð Sigurðsson fjölyrt um hættuna af því að hafa samn- inga lausa. Hann hefði ekki skír- skotað til þeirrar aðstoðar, sem „fulltrúar verkaRýðsins“ í ríkis- stjórn mundu nú veita verka- mönnum, ef í harðbaklta slægi. Hann hefði og þagað um fölsun vísitölunnar. Ríkisstjórnin legði byrðarnar á lægst launuðu verka menn og launþega. Verkamenn væru andvígir ferð „forystu- manna“ sinna svokallaðra aust- ur til Moskvu nú. Sjálfstæðis- menn munu standa saman, enda þarf þjóðin á því að halda. Hannes Jónsson kvað ekki þörf á innflutningi sjómanna. Verðbólgan stafaði af óhófseyðslu og óheppilegum sölu- samningum útflutningsvara. Efl- ing iðnaðarins yrði öruggasti framtíðargrundvöllurinn. Guðjón Hansson rakti blekkingar stjórnarliðsins. Ráðstafanir stjórnarinnar væru dulbúin gengislækkun. Fór Hannibals til Moskvu er for- dæmd af verkamönnum Bæjar- stjórn Akraness ætlar að senda togara í hennar eign til viðgerð- ar í Þýzkalandi. Egill Hjörvar: Eðlilegt er að Hannibal vilji vera í Moskvu enda hæfir hon- um bezt þar að vera. Hannibal hefur nú allt aðra skoðun á verkalýðsmálum en t. d. í verk- fallinu mikla 1955. Þá fullyrti hann að allar kauphækkanir væru verkalýðnum til heilla. I sumar hélt hann því fram í sam- bandi við farmannaverkfallið, að kauphækkanir væru hið mesta skaðræði. Nú fer hann úr landi í stað þess, að annast um efndir þeirra loforða, sem verkalýðn- um hafa verið gefin. Gestur Sigurjónsson þakkaði stjórn Óðins fyrir þenn- an ágæta fund. Úttekt þjóðar- búsins, sem Hermann lofaði, hef- ur aldrei verið opinberuð. Þagað er um álitsgerð hinna erlendu sérfræðinga, sem fengnir voru hingað. Miðað við „jólagjöfina“ frá í fyrra og það, sem síðan hefur gerzt, er nú ekki við góðu að búast. Hannibal hefur hér á landi tekið að sér hlutverk Pot- emkins hins rússneska. Blekk- ingar Hannibals um spariféð eru ofboðslegar. Þegar allt er í vand- ræðum hleypur hann svo austur til Moskvu til að skemmta sér þar með Krúsjeff. Stjórnin byrj-. aði með svikum og hefur haldið áfram uppteknum hætti. Gestur og fleiri ræðumenn skoruðu á fundarmenn að starfa vel að bæjarstjórnarkosningun- um. Þær áskoranir og annar mál- flutnigur ræðumanna fékk á- gætar undirtektir og fór fundur- inn allur hið bezta fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.