Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. nóv. 1957 MORCVNBTAÐIÐ 13 Nýsjálendingar hafa mikinn áhuga á, hvernig íslendingar nýta jarðhitann GREIN þessi er eftir frú Höllu Linker, sem ferðast nú ásamt manni sínum, Hal Linker, og syni þeirra, Davið Þór, um Súðurhöf í kvik- myndaleiðangri. — Mun frú Halla skrifa fleiri greinar úr ferð þessari fyrir Morgun- blaðið. Á FERÐ okkar um Suðurhöfin, ákváðum við að fljúga beinustu leið til Nýja Sjálands og dvelja þar um vikuskeið og halda þá áfram til hinna Suðurhafseyj- anna. Við flugum frá Honolulu með Canadian Pacific flugfélag- inu og á leiðinni til borgarinnar Auckland í Nýja Sjálandi, lenti flugvélin á Cantoneyju, til þess að taka benzín. Næsta viðkoma var á Fiji og á leiðinni þangað frá Cantoneyju, flugum við yfir alþjóðatímalínuna, en þá er klukk unni flýtt um heilan dag á einni mínútu og er það sannarlega ein- kennileg tilfinning að fljúga í fimm tíma en vera samt svo daga á leiðinni, því að við þessi tíma- skipti tapast heill dagur og þannig vildi það til að við lögð- um af stað frá Cantoneyju á mánudagskvoldi og eftir fimm tíma flug, lentum í Fiji á mið- vikudagsmorgni. Við erum í kvikmyndaleið- angri um Suðurhöfin og á kvik- mynd okkar að kallast Polynesia. Nýja Sjáland mun verða einn hluti myndarinnar, því að hér býr Maori kynflokkurinn, sem er af polyneskum uppruna og flutt- ist hingað frá Tahiti fyrir um 600 árum. Við höfum líka mik- inn áhuga á að sjá eldfjalla og jarðhitasvæðin á Norðureyjunni og sjá, hvernig það bæri saman við eldfjöllin, og hverina á ís- landi og líka til að sjá hvað Nýja Sjáland hefði gert til þess að not- færa sér þetta afl. Hvíti maðurinn uppgötvaði Nýja Sjáland fyrst árið 1642, þegar Hollendingurinn Abel Tasman sigldi þangað. Eftir því sem sögur fara af, steig enginn annar hvítur maður þar á land næstu 100 ár, þangað til skip- stjórinn James A. Cook sigldi þangað árið 1769. Landið varð ensk nýlenda árið 1840 og byrj- aði þá landnám fyrst að nokkru ráði, svo að Nýja Sjáland er mjög ungt land, hvað byggð snertir, en samt sem áður hefur það nú um 2 milljónir íbúa, 134 þús. Maori og hitt fólk’af evrópisk- um uppruna. Allt frá landnámi átti hvíta fólkið í skærum og hernaði við Maori þjóðina, því að þeir voru mjög herskáir, en árið 1864 háðu þeir sína seinustu baráttu og síðan hafa Maoriþjóð- in og Evrópubúar búið hlið við hlið í sátt og samlyndi. Svalt og tært loft Nýja Sjáland er á suðurhveli jarðar, svo að það var hávetur þegar við komum þangað þann 31. júlí og þar sem Auckland er á svipaðri breiddargráðu á suð- urhveli jarðar og New York er á norðurhveli jarðar, vorum við hrædd um að lenda í hörkufrosti. En okkur bæði til undrunar og ánægju var loftið rétt svalt, mjög tært og hressandi og glaðasól- skin, líkt og í byrjun október á ísland. Borgin Auckland er aðal- flughöfnin í Nýja Sjálandi, en líta. Nýja Sjálendingar sjálfir eru líka ólíkir Englendingum. Þeir eru mjög vingjarnlegir við ókunnuga og virðast ekki hafa hina siðaföstu hlédrægni Eng- lendinga. Jarðhitasvæði Fyrsti áfangastaður’okkar var hið mikla jarðhitasvæði í Waira- hi um 250 km frá Auckland. í fjölda ár hefur ferðafólk komið hvaðanæva að til að sjá goshveri, leirhveri og aðra hveri Wairahi- dals. Fyrir nokkrum árum var byrjað á jarðborunartilraunum í leit að gufu. Þessar tilraunir heppnuðust mjög vel og hafa þeir nú 50 jarðholur, sem gefa frá sér stöðugan gufustraum. Hljóðdemp arar hafa verið settir á allar gufu pípurnar, því svo mikið er aflið, sem gufan þrýstist út með, að hávaðinn er svo ærandi, að eng- inn héldist þar nálægt, ef hljóð- dempararnir væru ekki á. Við skoðuðum grunninn á 5 milljón dollara rafmagnsstöð, sem ríkis stjórn Nýja Sjálands er að byggja á þessum stað og mun hún fram leiða 50—60 þúsund kílówatt af rafmagni. Þeir búast við að ljúka fyrsta hluta stöðvarinnar, sem mun framleiða 20 þúsund Ein af borholunum í Wairaki eftir aff hljóðdeyfarnir verið settir á hana. hafa þó er Wellington höfuðborgin. Auckland hefur 400 þúsund íbúa, en seinni part dags, þegar fólk- ið er að koma heim úr vinnu, er engu líkara en að hún hafi margar milljónir íbúa, svo mikill er ysinn og þysinn. Ég var dauð- hræddur, að við bærumst með straumnum í allt aðra átt en við vorum að fara. Kiwifuglinn Hér í Auckland fengum við tækifæri til að sjá einhvern óvenjulegasta fugl í heimi, kiwi- fuglinn, sem finnst hvergi annars staðar en í Nýja Sjálandi. Kiwi- fuglinn hefur enga vængi og get- ur þar af leiðandi ekki flogið, en þegar fuglinn er athugaður gaumgæfilega, finnst það, sem virðist vera stubbar af vængjum, sem fuglinn hefur vafalaust haft fyrir mörgum þúsundum ára, en smám saman hafa þróast í þessa litlu stubba af notkunarleysi, því að fuglinn þurfti ekki á þeim að halda, þar sem hann ótti enga óvini. Kiwifuglinn hefur mjög einkennilegar fjaðrir, þær eru líkastar fiðruðum hárum, hann hefur mjög langt og mjótt nef og neðst í nefbroddinum hefur hann nasir. Hann sefur allan daginn, því að hann er nætur- fugl og algjörlega blindur í dags- ljósi. Það eru tveir Kiwifuglar i dýragarðinum í Auckland og þegar við fórum að *kvikmynda þá, var okkur sagt, að þeir hafi aldrei verið settir báðir út að degi til fyrr en við tókum mynd- ir af þeim báðum og meira að segja var okkur Davíð leyft að halda á þeim í dágóða stund og fannst okkur það alveg sérstakt, því að vandfarið er með svona sjaldgæfan fugl. Líkari Ameríkumönnum en Englendingum * Eftir stutta viðkomu í Auck- land, héldum við í suðurátt og sá Ferðaskrifstofa Nýja Sjálands okkur fyrir bíl, bílstjóra og leið- sögumanni. Við ókum í gegn- um frjósamar sveitir, þar sem nautgriparækt er mest stund- kílówatt um mitt árið 1958. Á meðan við vorum að skoða allt þetta, gat ég ekki um -annað hugs að en Krýsuvík og vonað, að ekki liði á löngu, að þar væri raf- magnsstöð komin í gang, knúin af gufuafli. Ég verð að benda hér á, að goshverirnir og hvera- svæðin, sem ferðafólkið kom hvaðanæva að til að sjá, hafa minnkað, en það virðist mér lítil fórn í skipti við rafmagnið sem Nýja Sjáland þurfti mikið á að halda. Nýja Sjálendingar eru vel kunnugir íslandi og hafa mikinn áhuga á, hvað fram fer í hvera- málum þar. Þeir öfunda okkur að geta notað hveravatnið til upp- hitunar, því að hér er svo mikill kýsill í vatninu að það er ógjörn- ingur að nota vatnið beint úr hverunum, heldur nota þeir guf- una af vatninu til að hita upp venjulegt vatn, sem er leitt inn í. ofnana en við þessa aðferð er aug ljóst að mikið hitastig tapast. f næstu grein frá Nýja Sjá- landi mun ég segja ykkur frá skíðaferð hjá eldfjallinu Tongar- iro, stöðuvatni með fljótandi stein um, heimsókn okkar til Maori kynflokksins og dönsum þeirra og trjáburknum, sem verða 30 metrar á hæð. KVI KMY N Dl R s-. • •' Halla og Davíð Þór með Kiwifugla í Auckland. uð. Ein aðal útflutningsvara Nýja Sjálands eru afurðir af kvikfjár- rækt. Á ferð okkar um landið, tók- um við eftir, að byggingarstíll- inn hér er miklu líkari amerísk- um en enskum stíl. Flest húsin eru úr timbri eða tígulsteini og mjög skemmtileg og björt á að „Austans Edens" t Austurbæjarb'iói AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir nú amerísku kvikmyndina „Austan Edens“, en myndin er gerð eftir sögu John Steinbecks, sem flest- um hér mun vera kunn, því að hún er nú framhaldssaga Morg- unblaðsins. — Sagan sjálf er svo viðamikil að ekki voru tök á þvi að kvikmynda alla atburðarás- ina. Var því horfið að því ráðí að nota aðeins síðasta hluta sög- unnar sem uppistöðu myndar- innar. Hefur það tekizt með þeim ágætum að myndin er öll frá- bærilega góð, bæði að efni og allri gerð, enda er sá kafli sög- unnar sem hér ræðir um áhrifa- mikill, átökin milli persónanna sterk og örlagarík. — Höfund- ur sögunnar notar á meistara- legan hátt og færir til nútímans söguna um Kain og Abel og persónulýsingar hans eru raun- sannar og stórbrotnar. — Myndin hefst þar sem Kate kona Arams Trask situr í vændishúsi sínu í Salina og stundar þar sína ill- ræmdu iðju, kaldrifjuð og spillt, — en Cal sonur hennar leitar til hennar í ómótstæðilegri þrá eftir að sjá móður sína. — Hér eru ekki tök á því að rekja efni mynd arinnar, en aðeins skal þess get- ið að átökin eru þar mikil milli feðganna Cal og Adams Traks og einnig milli bræðranna Cal og Arons, er lýkur á mjög drama- tiskan hátt. Elia Kazan hinn ágæti leik- stjóri, hefur stjórnað leiknum og sett hann á svið af mikilli snilld og leikendurnir fara afburðavel með hlutverk sín. Einkum er áhrifamikill leikur James Dean’s í hlutverki Cal’s. Þessi ungi leik- ari, sem lézt af slysförum fyrir nokkru aðeins 24 ára gamall, var óvenjulega mikill listamaður, enda hlaut hann aðdáun allra fyrir leik sinn í þessari mynd. — Julia Harris, er leikur ungu stúlkuna, Abra, fer einnig ágæt- lega með það hlutverk og svo er reyndar um alla sem hér fara með meiriháttar hlutverk, • þó ekki séu þeir nefndir hér sér- staklega. Leitt var að heyra bíógesti hlæja hástöfum að átakanleg- ustu atriðum myndarinnar, sem þó voru frábærlega vel leikin. Ber það vissulega ekki vott um mikinn skilning á því sem fram fer á léreftinu og er öllum til ama, nema þeim, sem svo hátt lætur í. Hér er um að ræða mynd í fremstu röð og er ekki vafi á því að hún verður mikið sótt. Ego. „Meðan stórborgin sefur" ÞESSI ameríska sakamálamynd, sem Gamla Bíó sýnir nú hefur margt sér til ágætis. Spenna myndarinnar er geysimikil, hún er ágætlega á svið sett og prýði- lega leikin ,enda fara hér margir af þekktustu kvikmyndaleikur- um Bandaríkjanna með hultverk, svo sem Dana Andrews, Ida Lupino, Vincent Price, Thomas Mitchell, Georg Sanders, John Barrymore yngri o. fl. o. fl. — Myndin gerist í New Yark og segir frá einskonar keppni blaða- manna við eitt af stórblöðum borgarinnar, við að finna glæpa- mann, sem myrt hefur nýlega þrjár ungar stúlkur. En sá blaða- mannanna, sem fyrstur kemst að því hver morðinginn er á að fá forstjórastöðu við blaðið að laun- um. — Atburðarás myndarinn- ar er ákaflega hröð og þar gerist margt og mikið á skömmum tíma og munar minnstu að hinir ungu konur, sem handgengnar eru blaðamönnunum verði morðingj- anum að bráð. — Úr öllu rætist þó vel að lokum og ein aðal- hetjan, Ed Mobley, sem Dana Andrews leikur, fær sín sigur- laun, aðalritstjórastarfið við blað ið, og vinkonu sína Nancy Liggett (Sally Forest) að auki. Myndin er bráðskemmtileg, full af góðri kímni og ákaflega spennandi. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.