Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. nóv. 1957 MORCUHBLAÐ1Ð 17 Jón Ólofsson rafvlrhjomeistari M i nningarorð EF EINHVER hefði reynt, fyrir svo sem 4—5 árum að telja mér trú um, að æskan og ellin gæti bundist vináttuböndum sams kon ar og þeim, er æskan tengist sín á milli, hefði ég sennilega mót- mælt slíku, sem firru einni. En nú í dag, er ég rita þessar línur er mér ekki lengur til efs, að slíkt geti átt sér stað og átti sér stað með okkur Jóni Ólafs- syni, sem við fylgjum til hmztu hvíldar í dag. Fæddur var Jón Ólafsson hinn 17. apríl 1886, að Syðri-Hömrum í Hotlum, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar bónda þar og konu hans Ragnhildar Filippusdóttur. Árið 1901 fluttist hann til Reykja víkur og gerðist verkamaður hjá Reykjavíkurbæ. Síðan gerðist hann starfsmaður hjá Gasstöð- inni, og fékkst einnig við gas- lagnir og viðgerðir á þeim. Er tekið var til við raflýsingu Reykjavíkur um 1918 hóf hann nám í þeirri iðngrein og varð meistari í þeirri iðngrein árið 1927. Hafði hann þannig starfað í 30 ár, sem meistari og innt af hendi margt starfið bæði í þágu einstaklinga og opinberra aðila, t.d. lagði hann raflögnina í Þjóð- minjasafnið. Á þessu árabili út- skrifaði hann einnig fjölda sveina, er hann hafði tekið í læri. Jón var einn af stofnendum Rafvirkjameistarafélagsins og var í stjórn þess á árunum 1929— 1931. En eftir það fékkst hann lítt við félagsmál og kom þar eink um tvennt til, miklar annir er á hann hlóðust og félagsleg hlé- drægni. Jón var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur, kvæntist hann 1912 og varð þeim þriggja barna auðið, og eru þau þessi: Ragnhildur gift Guðna Sigurðssyni, verzlunarmanni, Stella gift Leifi Þórhallssyni, skrifstofustjóra, og Þórir raf- virki kvæntur Ásu Ásgeirsdóttur. Jóhanna lézt eftir stutta sambúð árið 1915. Seinni konu sína, Stefaníu Pálsdóttur, gekk Jón að eiga ár- ið 1927. Þau eignuðust einn son, Guðmund, verkstjóra hjá Raf- veitu Reykjavíkurbæjar, sem kvæntur er Sesselju Sigurðar- dóttur. Stefanía andaðist 1953. Síðustu tvö æviárin bjó Jón hjá systur sinni, frú Filippíu Ólafsdóttur, og naut þar vel að- hlynningar og umönnunar þeirrar prýðiskonu. Miklar hlýleikar voru með Jóni og börnum hans öllum, enda var hann hinn elskulegasti faðir. Einnig var sérstaklega kærleiks- ríkt milli hans og Jóns Guðna- sonar, dóttursonar hans, er flutt- ist til afa síns eftir lát seinni konu hans, Stefaníu, og bjó hjá honum námsár sín í menntaskóla. Er kynni okkar bar saman var tekið að hausta að í lífi Jóns Ólafssonar og löng ævi hafði veitt honum skilning á lífinu og mönn- unum — ævi sem hafði gefið honum margt og margt af honum tekið, reynt hann, þroskað og auk ið honum umburðarlyndi, sem var ríkur þáttur 1 persónuleika hans. Ég kynntist honum fyrst sem vingjarnlegum gömlum manni. Þessi kynni okkar urðu von- bráðar að innlegustu vináttu, sem hélst æ síðan, mér til mikils þroska og ánægju. Það var gæfa góð að fá notið vináttu hans, hin síðustu æviárin, ræða við hann um hin ýmsu vandamál mann- lífsins, vandamál, sem þið gamla fólkið eru löngu búin að leysa, eða hætt að fárast yfir — en enn- þá vefjast fyrir okkur ungmenn- unum. Jón Ólafsson hafði gott vald á íslenzku talmáli og næma til- finningu fyrir hrynjanda máls- ins, eins og eldri kynslóðinni virð ist vera gefið í langtum ríkara mæli, en hinni yngri, ásamt orð- gnótt og fágætum orðatiltækjum, sem nú heyrist aðeins af vörum gamals fólks og virðist því mið- ur vera dæmt til dauða með því. Jón hafði skemmtilega samtals- gáfu og kom þar margt til. Mað- urinn var léttur í lund, einstak- lega ungur í anda, hispurslaus í viðmóti, og gæddur ríkri kímni- gáfu, sem hann beitti oft á gáska- fullan hátt í samræðum, en aldrei illkvittnislega, og gætti þess vel að ei sviði undan, enda sjálfur viðkvæmur í lund. Jón Ólafsson var greindur vel, starfsmaður góður og áhuga- maður mikill. Hann hlífði sér. því ekki sem skyldi eftir að hann tók að kenna sjúkleika þess, er síðar dró hann til dauða, fyrr en vera þyrfti, hefði hann kunn- að sér hófs. Eiginleika þessa kunna menn vel að "meta og var oft fjölmennt hjá þeim nöfnun- um á Vitastígnum og mátti heita, að ég væri þar daglegur gestur seinustu menntaskólaár mín, á- samt fleiri skólafélögum Nonna. íbúð hans var eins konar grið- land okkar, þar sem andrúms- loftið var mettað gestrisni og góð vild í okkar garð. Ekki var það aðeins, að við nytum gestrisni þinnar, heldur áttirðu einnig til að hlaupa undir bagga með okk- ur er pyngja okkar skólasveina tók að gerast léttvæg, og Hórace var loðinn og torskilinn, svo við sáum ekki aðra leið útúr ógöng- unum, en fleygja allri latínu niðri í tösku og labba í bíó. Þetta vildi ég nú, fyrir hönd okkar allra skólapiltanna færa þér innileg- ustu þakkir. í löngu starfi þínu hefur þá flutt ljós og yl inn á mörg heim- ili, en á enn lengri ævi hefur þú flutt Ijós og yl inn í sálir þeirra er orðið hafa á vegi þín- um. Nú við þessi þáttaskil veit ég, að þetta fólk hugsar til þín með þökk í hjarta og biður þér fyrirbæna yfir hina dökku móðu. En þar þurfum við ekki að ugga um hag hans því að Sókrates sagði: „Góður drengur hefur ekkert að óttast, lífs eða liðinn, því að hann er á Guðs vegum“, og Jón Ólafsson var drengur góð- ur. Að síðustu vil ég færa nánusta vandamönnum • innilegustu sam- úðarkveðjur. Magnús Thoroddsenu Þýzkir raffmagnsmótorar 0,22 ha. verð kr. 551.00 0,34 —• — — 586.40 0,40 — — — 70600 0.67 — — — 777.50 HANDLAMPAR — ýmsar tegundir. RAFLAGNINGAEFNI ALLSKONAR ég þakka Colgate velgengni mina Flugfreyja, eins og ég, verður að hafa fall- egt bros.Hið frábæra COLGATE DENTAL CREAM, heldur tönnum minum mjallhvít- um. Ég hef erfitt starf, en hef aldrei haft frátafir vegna tannpínu. COLGATE ver tennur mín ar skemmdum. Véla- og raffœkiaverzlunin hf. Tryggvagötu 23 FAÐIR VOR —• er lítið bænakver, með stórri lit- mynd á hverri siðu, þar, sem efni bænarinnar er táknað. Kverið er handa öllum börnum, læsum og ólæs- um. FORELDRAR, gefið börn- um yðar þetta litla bæna- kver, sem er mjög að- gengilegt til hjálpar við að kenna þeim Faðir vor, bæn, bænarinnar. Barnabókaútgáfan Máni, Ljósvallagötu 20, Rvík, Sími 33934, Box 552. Ég hitti margt heldra fólk á hverjum iegi, en get alltaf verið örugg, því að DOLGATE gefur hressandi munnbragð. ( burstið tennur yðar ’ C ( með COLGATE Q DENTAL CREAM o það freyðir! -y C KRISTJAN 0.| SKAGFJÖRD H/F REYKJAVHC. ENDING MEÐ MANSI0N BÓNI ÞAB HREINSAR MUNNINN MEDAN ÞA D VERNDAR TENNUR Y B A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.