Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORCIJNBLAÐIÐ ímðjudagur 12. nóv. 1957 Vitaljós í myrkrinu: Samþykktir ungra Sjálfsfœðismanna # landbúnaöarmálum MIGAR illa hefir horft í landi voru og skuggarnir verið sem dimmastir milli hafs og heiða, J>á hafa það oftast verið ungir bjartsýnir hugsjónamenn, sem kveikt hafa vitaljósin, sem eftir var síðan unnt að rata rétta leið. Svona er þetta enn og svona mun það verða á komandi tíð, ef að likum lætur. Þessa ber nú sér- staklega að minnast í sveitum þessa lands. Þar hefir oft verið skuggaiegt um að litast og af mis- jöfnum orsökum. En sjaldan hafa að höndum borið svartari skugg- ar ranglætis og vesalmennsku en fyrrihluta síðasta septembermán- aðar, þegar bændum landsins var sýnt það í verki á áberandi hátt, að þeir skyldu ekki njóta neins jafnréttis um lifsafkomu við aðrar stéttir þjóðarinnar. Það mátti því vera gleðiefni mikið, þegar nokkrir tugir af ungum bændum og bændasonum víðs vegar af landinu komu sam- an til fundar í höfuðborginni. Að þetta voru eindregnir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins og and stæðingar núverandi kreppu- stjórnar gaf vomr um, að þarna kæmu saman bjartsýnir menn og einbeittir. Þær samþykktir, sem þeir hafa gert, eru líka greini- leg og afdráttarlaus sönnun fyr- ir því, að svo er. Fögnuðurinn yíir því, að rétt stefna er mörk- uð getur því verið heill og óskipt- ur, enda þó mjög sé í óvissu um, hvenær bændur og sveitafóik fær i fullum mæli að njóta þeirra gæða, sem framkvæmd þeirrar stefnu mundi hafa í för með sér. Fyrsta og eðlilegasta krafa þessara ungu bænda er sú, að dugandi bændur, sem hafa með- ■Ibú, geti haft álíka atvinnutekj- ur og verkamenn, iðnaðarmenn •g sjómenn, eins «g gert var ráð fyrir með sexmannanefndar lög- unum 1943. Þau lög voru á sín- um tíma beztu lög sem Alþingi hefur sett frá sjónSlmiði sveit- anna. En þeim var ekki fylgt í verðlagningu nema einu sinni. Ari seinna var gefið eftir, að til- hlutun Búnaðarþings, yfir 9 milljónir króna, frá því sem ver- ið hefði ef ákvörðun laganna hefði gilt og aldrei síðan hefur takmarkinu verið náð. Síðustu árin hefir bændum verið ætlað dagvinnukaup Dagsbrúnarmanna, sem orðið er lægsta kaup í land- inu utan sveitanna. Þó bændur landsins vinni allra landsmanna mest af eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu, þá hafa þeir ▼erið eina stéttin, sem ráðamenn- irnir mega eigi heyra nefnt að fái þar fyTÍr jafnrétti við verka- menn, hvað þá heldur iðnaðar- menn og sjómenn. Þó hefir ástandið að þessu leyti ■ldrei verið eins fráleitt og nú með hinum furðulegu samning- um í haust. Svo er að vísu látið heita, að bændur eigi að geta fengið mun meira fyrir sína vinnu en í fyrra. En það er allt byggt á fráleitum og staðlausum útreikningum. Meðal annars því, að tekjur meðalbóndans hafi á einu ári hækkað vegna fjölgun- ar á kúm og ám um hvorki mejra né minna en kr. 16875.00 og helzt að skilja, að sú tekjuaukning hafi engan aukinn reksturskostnað haft í för með sér. Meira að segja gengur vitleysan svo langt, að greiðsla fyrir aðfengna vinnu er lækkuð um kr. 3687.00! Og nú eru bændur einir allra stétta hræddir með offramleiðslu. En það talar enginn um offram- leiðslu í sjávarútvegi, þó gefa þurfi 85 krónur með hverri síld- artunnu og annað eftir því. Þvert á móti er það nú talið nauðsyn- legra en allt annað hjá núver- andi ríkisstjórn, að útvega minnst 15 nýja togara, sem kosta munu 12 til 15 milljónir hver og auk þess fjölda annarra fiskiskipa. Á það getum við bændur þó minnt, að Hermann Jónasson for- sætisráðherra gaf þær upplýsing- ar á Alþingi 13. febrúar sl. að samkvæmt áætlun erlendra og innlendra sérfræðinga muni á yfirstandandi ári þurfa að gefa með sjávarútvegsvörum, sem fluttar eru á erlendan markað kr. 304.2 milljónir auk niður- greiðslu á olíum til fiskiskipa kr. 22,5 milljónir og uppbóta á saltsíld kr. 33,5 milljónir eða samtals kr. 360,2 milljónir. Sam- tímis voru uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir áætlaðar kr. 36,5 milljónir eða um 1/10 móts við hitt. Þeir sem mest tala um offramleiðslu á landbúnaði ættu því að horfa víðar. Þeir ættu að tala um öfgar í sköttum og laun- um. í stuttu máli sagt, ættu þess- ir menn að tala um það, hvernig á því stendur að engin fram- leiðsla getur lengur þrifist í land- inu nema með miklum meðgjöf- um. Og þegar svo er komið, að ekki er eftir nema 13% af vinnu- færu fólki landsins í sveitunum, þá þarf engan að undra, þó ung- ir hugsjónamenn víðs vegar af landinu geri kröfur um breyting- ar, á tekjumöguleikum bænd- anna. önnur krafa hinna ungu sveita manna er sú, að frumbýlingar geti fengið hæfilegt lánsfé til kaups á jörð, bústofni og vél- um og til byggingarframkvæmda. Þetta mál er lengi búið að vera þrætumál á Alþingi en lítið þoli- ast áleiðis. Þó varð úrslitaráð rikisstjórnarinnar á síðasta Al- þingi, að lána Veðdeild Búnaðar- bankas 5 milljónir króna á árinu 1957 til þessara nota. Skyldu þær takast úr „Atvinnuleysistrygg- ingasjóði“. Þetta var auðvitað betra en ekkert. En alls ófull- nægjandi samt. Sýnir þetta líka meðal annars, að ekki er sama hverjir eiga í hlut. Það má ekki heyrast, að taka 1 fjárlög neitt fé til að stofna bú, nema það sem lagt er fram til ræktunar, sem ekki þarf undan að kvarta. Samtímis er tekið á fjárlög þessa árs 21 milljón króna í Atvinnu- leysistryggingarsjóð. Þó er á- standið nú slíkt, að helzta fanga- ráð framleiðenda til sjávar og sveita er að fá erlendan vinnu- kraft til þess að framieiðslan þurfi ekki að stöðvást. Á fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, sem fjármálaráðherr- ann hefir lagt fyrir yfirstand- andi þing er ætlað 22,5 milljónir króna í „Atvinnuleysistrygging- arsjóð“. En þar er enginn eyrir ætlaður til þarfa frumbýling- anna í sveitunum til kaupa á jörð, bústofni og vélum. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, lýsti því líka hátíðlega yfir á síðasta þingi, að hann hafi sannfærst um að ráð Alþýðu- sambands íslands væru alltaf bezt. Þriðja tillaga ungra Sjálfstæð- isbænda er sú, að unnið sé að því, að koma upp sterku hagsmuna- sambandi bændanna með því, að fá framleiðslufélögin þ. e. slát- urfélag, mjólkurbú o. fl. leyst úr tengslum við önnur félög svo að þau geti haft sitt sér samband, er verið gæti hinn eini félags- skapur bændanna, sem hefði bak við sig styrk allrar stéttarinnar með eðlilegum hætti. Þetta er mjög hyggileg tillaga og réttmæt. Ekki er heldur furða þó ungum mönnum komi hún í hug eftir að hafa séð eymdina uppmálaða hjá því félagi sem kallast: „Stéítasamband bænda“. En þó þessi tillaga sé réttmæt og eðlileg, þá getur það kostað langa og harða baráttu að koma henni í framkvæmd. í fjórðu tillögunni er á það lögð áherzla að taka alla vegi nema heimreiðarvegi á bæina í tölu þjóðvega og gera þá ak- færa hið allra fyrsta. Þetta er stórt mál, sem er þýðingarmeira og meira aðkallandi nú orðið en nokkru sinni fyrr, þegar nær all- ir flutningar að og frá eru á bifreiðum. Það er undirstaða þess, að bjarga einstökum bæj- um og heilum sveitum frá því að fara í auðn. En fjármálaráðherrann sýnir hug sinn til sveitanna með því, að leggja það til ár eftir ár að spara til muna I framlögum til vega- og brúargerða, en nálega engu öðru. Á þessa árs fjárlög- um er ætlað til lagninga allra þjóðvega kr. 15 milljónir og 980 þúsund. Það leggur ráðherrann til að lækka í kr. 12 milljónir. Til brúargerða er á þessa árs fjár- lögum ætlað kr. 11 milljónir 340 þúsund. Það vill ráðherrann lækka í kr. 8 milljónir 350 þús. Þessu til samanburðar er vert að geta þess, að á þessa árs fjárlög- um er ætlað til strandferða og flóabáta kr. 18 milljónir 291,6 þúsund. Það vill ráðherrann hækka um 200 þús. krónur. Þeg- ,.ar svo lagt er til að hækka fram- lag til „Atvinnuleysistrygging- arsjóðs" um 1500 þús. krónur, í 22,5 milljónir kr„ þá sést að það er talið meira virði að safna stór- fé handa væntanlegum atvinnu- ieysingjum, heldur en hitt, að leggja vegi um sveitir landsins. Það virðist liggja Framsókn í léttu rúmi, þó eitthvað af þeim fari í aúðn umfram það sem orð- ið er. Þannig er hugsunarháttur þess fjármálaráðherra, sem vesal ings Tímaliðsmennirnir í sveit- unum hafa mest dýrkað. Fimmta tillaga ungra Sjálf- stæðisbænda er hörð áskorun um það, að hraða sem mest rafvæð- ingu sveitanna i landi voru. Er þar um að ræða eðlilega og rétt- mæta jafnréttiskröfu frá hálfu sveitamanna við þéttbýlið, sem yfirleitt hefur fengið raforku til afnota. Þarna er nauðsynin ótví- ræð. En hitt er vitað, að þar er um svo geysi kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða, að varla mun unnt að koma þeim í verk nema með erlendu lánsfé. Er það heldur eigi neitt háskalegt ef slíkt fé verður fáanlegt með við- unandi kjörum. Nokkrar fleiri tillögur sam- þykkti ráðstefna hinna ungu Edith Sonja MINNING HÚN andaðist aðfaranótt mánu- dagsins 4. nóvember. Ástvinum hennar og vinum kom andlát hennar ekki á óvart, þar sem hún hafði verið sjúk og sárþjáð síðustu árin. Veikindi sín bar hún með still- ingu og hugprýði og talaði aldrei æðruorð eftir að hún vissi að hverju stefndi. Manni leið vel í návist hennar, hún var hýr og hlý, hógvær og rólynd en þó eng- an veginn skaplaus. Þessir mann- kostir gera mér hana minnisstæða og endurminningarnar hugljúfar. Hún var ágætur fulltrúi þjóð- ar sinnar glæsileg kona og hátt- prúð. Undir hlýju yfirborði leynd ist skapfesta og ákveðinn vilji. Edith heitin var fædd 21. febrú- ar 1920 í Frederikshavn á Jót- landi. Hún kom hingað til lands seinni hluta ársins 1939 og dvald- ist hér æ síðan. Við hjónin kynnt- umst henni þá strax og mynd- aðist vinátta milli hennar og okk- ar og barna okkar, sem hélzt æ- tíð síðan. Hún giftist 21. nóvem- ber 1942 Ágústi Brynjólfssyni járnsm.m. Var hjónaband þeirra með ágætum, enda gerði hann allt, sem í hans valdi stóð, til að létta henni sjúkdóminn. Edith heitin verður þeim er kynntust henni minnisstæð. Hún var búin beztu kostum og eigin- leikum þjóðar sinnar. íslandi er sómi að slíkum konum, sem svo fjarri ættjörð sinni, stofna eigið heimili og helga því alla krafta og starfþrek, slíkt er öllum til fyrirmyndar. Henni þótti inni- lega vænt um ísland og talaði íslenzku ágætlega. Hún vildi öll- um vel og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Henni var það svo fjarlægt að ég held að slíkt hafi aldrei komið henni í hug. Þolinmæði hennar og hugrekki í hinum langa sjúkdómi, bar vott um sérstakt sálarþrek. Þegar kemur að leiðarlokum verður gott að hugsa til Edith heitinnar, hugrekkis hennar og ærðuleysis. Það varpar birtu á minningu hennar og skapgerð. Þungbær var Sjálfstæðisbænda og sveita- manna. Eru þær allar vel þess verðar, að eftir þeim sé tekið. En ég ræði þær ekki í þetta sinn, þar sem ég tel höfuðatriðin koma fram í því, sem ég hefi hér að framan drepið á. Það er líka ljóst, að með sam- þykktum þessara ungu hugsjóna- manna hafa þeir reist björt og mikilsverð vitaljós í því skamm- degismyrkri, sem grúfir yfir okk- ar fámennu sveitum. Ef bændur og sveitamenn almennt sýndu þann þrótt og framsýni að sam- eingst allir um það, að fylgja á næstunni þeirri stefnu, sem þessi vitaljós marka, þá mundi fram- tið sveita okkar verða öll önn- ur en útlit er nú fyrir. Væri það líka þjóðinni allri mikil nauðsyn. En hvort sem svo verður eða eigi, þá eiga þessir ungu menn miklar þakkir skil- ið fyrir manndóm sinn og rétt- sýni. J. P. Brynjólfsson viðskilnaðurinn við soninn Eirík 9 ára og stjúpsoninn Karl 24 ára. Bóðir höfðu þeir gert sitt ýtrasta til að létta henni sjúkdóminn með blíðu og umhyggjusemi. Kærleiks rík umönnun og umhyggja eig- inmanns hennar voru henni ómet- anlegur styrkur og hugfróun. Blómvöndurinn, ’sem barst flug leiðis frá ástríkum foreldrum og systkinum í Danmörku, færðu henni hinztu kveðju þeirra og gladdi það hana ósegjanlega mikið. Sorgin varir ekki til langframa, því dauðinn getur aldrei svipt okkur hugljúfum og kærleiksrik- um endurminningum um heil- steypta og góða konu. Það er hug- fróun harmi gegn ástvinum henn- ar og vinum. Blessuð sé minning hennar. M. J. Br. Dodge sendiferðabifreið 1947, til sölu. Stöðvarpláss á sendibílastöð getur fylgt. Ford vörubifreið 1947 til sölu, í dag með mjög hag- kvæmum skilmáium. Bifreiðasalan Njálsgötu 40, sími 1-14-20. Fulltriiaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalf undur Fulltrúaráðs Sjálfstœðisfélaganna í Reykja vík verður haldinn nk. fimmtud. hinn 14. nóv D a g s k r á : klukkan 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ræða: Ólafur Fhors Fulltrúar eru minntir á að sýna skírteini við innganginn og mæta stundvíslega. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.