Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1957, Blaðsíða 16
le MORGV1KBI AÐIÐ J>riðjudagur 12. nóv. 1957 I I I I A ustan Edens eítir John Steinbeck 179 B I -□ aumkunarverðir fátækliugar. En j það „Drottinn minn dýri. Ég verð »ð flýta mér á fætur“, „Hvers vegna?" „Hvers vegna? Já, hvers ve.gna? En mér líður eitthvað svo vel, Hee. Ég held bara að ég skreppi niður á skrifstofuna. Hvemig er veðrið?" „Kalt og drungalegt". Hann hjálpaði Adam að klæða «ig. Tölur, skóreimar og hálsbindi var Adam ekki fær um að annast hjálparlaust. Meðan Adam naut hjálpar Lees, eagði hann: — „Mig dreymdi und- arlegan draum í nótt — hann var avo Ijós og lifandi. Mig dreymdi föður minn“_ „Hann hlýtur að hafa verið •kemmtilegur, gamall maður“, sagði Lee. — .„Ég hef lesið blaðaúrklippurnar sem lögfræðing »r bróður þíns sendi. Hann hlýt- ur að hafa verið mikill maður“. Adam leit stillilega á Lee. — „Veiztu það, að hann var þjófur?" „Þig hlýtur sannarlega að hafa dreymt", sagð, Lee. — „Hann var grafinn í Arlington. Ég las það «-»hvers staðar að varaforsetinn hefði fylgt honum til grafar og hermálaráðherrann líka. Ég hugsa að Salinas Index þætti gaman að fá grein um hann — hollt Iestrar- efni á stríðsárunum_ Langar þig ekki til að lesa allar úrklippurn- »r?“ „Hann \ar þjófur", sagði Adam. „Fyrst átti ég mjög erfitt með að trúa því, en nú veit ég að það er *att. Hann stal úr sjóði uppgjafa- hermanna". „Því trúi ég ekki", sagði Lee. Þýðing Sverrii Haraldsson Q----------------------□ Það voru tár í augum Adams. Það kom oft fyrir að augu hans fylltust skyndilega tárum. Lee sagði: -— „Sittu nú hérna rólegur á meðan ég sæki einhvern morgun- verð handa þér. Veiztu hver ætlar að koma og heimsækja okkur í kvöld? Abra“. „Abra?“ sagði Adam viðutan. Svo áttaði hann sig. — „Já, Abra. Það er góð og falleg stúlka". „Ég elska hana“, sagði Lee hreinskilnislega. Svo hjálpaði hann Adam til að sitja við litla borðið í svefnherberginu. — „Hefurðu ekki gaman af að glíma við dægra- dvölina á meðan ég sæki morgun- verðinn þinn?“ „Nei, þakka þér fyrir, ekki núna_ Ég verð að hugsa meira um þennan draum minn, áður en ég gleymi honum alveg“. , Þegar Lee kom aftur með mat- arbakkann, var Adam sofnaður í stólnum. Iæe vakti hann og las upphátt fyrir hann í Salinas Journal meðan hann mataðist. I eldhúsinu angaði loftið af sætabrauði og sultu og terturnar bökuðust í heitum bakarofni vél- arinnar. Lee fann til hljóðlátrar innri gleði. Það var gleðin yfir hverful- leika allra hluta. — „Það fer að síga á seinni hlutann fyrir Adam“, hugsaði hann með sér. — „Og einn ig fyrir mér, en ég verð þess ekki var Mér finnst ég vera ódauðleg- ur. Áður fyrr, þegar ég var mjög ungur, fann ég að ég var dauð- legur — en nú hefur þaj alveg breytzt. Dauðinn hefur hörfað og horfið“. Hann braut heilann um það hvort þessi tilfinning myndi vera eðlileg og sameiginleg öllum mönnum. Og hann reyndi að glöggva sig á því, hvað vakað hefði fyrir Adam, þegar hann sagði að faðir sinn hefði verið þjófur. Kannske var það eitthvað sem hann hafði dreymt. Og hugsanir Less slitu af sér öll höft og flögruðu frá einu til annars, eins og þær voru van- ar að gera. Gat þetta verið satt — var það hugsanlegt að Adam, heið arlegasti og ráðvendasti maður- inn sem hann þekkti, hefði lifað alla sína æfi á stolnum peningum? Lee gat ekki varizt hlátri, Og svo þessi erfðaskrá og Aron — Aron, sem var svo hreinn og ósnortinn að það nálgaðist sjálfsdýrkun, átti hann að njóta lífsins fyrir tekj- urnar af hóruhúsi? Yar þetta eins konar spaug, eða var jafnvægi allra hluta þannig, að ef haldið var of langt í eina átt, þá var það þegar jafnað aftur með gagn- stæðri breytingu á vogarskálinni? Hann hugsaði um Sam Hamil- ton. Hann hafði drepið á svo marg ar dyr. Hanr hafði svo mikið af áformum og fyrirætlunum og eng- inn vildi láta hann hafa peninga. En auðvitað — hann átti svo mik- ið, hann var svo ríkur. Það var ekki hægt að gefa honum meira. Auðæfin virðast veitast þeim sem eru andlega fátækir, þeim sem eru snauðir af gleði og áhuga. Með öðrum orðum — auðugustu menn- irnir eru, þegar allt kemur til alls, gat því raunverulega verið þann- ig farið? Stundum höguðu þeir sér þannig, Hann hugsaði um Cal, sem brenndi peningana, til þess að refsa sjálfum sér. Og refsingin hafði ekki orðið honum jafnþung- bær og afbrotið sjálft. Lee sagði við sjálfan sig: —- „Ef til er sá staður, þar sem fundum okkar Sams Hamiltons ber einhvern tíma saman, pá skal ég hafa marg ar góðar sögur að segja honum“. Og svo bætti hann við: — „Og þá mun hann líka geta sagt mér eitt- hvað“. Þegar Lee kom aftur inn ísvefn herbergið, sat Adam við borðið og var að reyna að opna öskjuna með úrklippunum. S. Þegar leið á daginn kólnaði mjög í veðri og golan varð hráslagaleg og nöpur. Adam vildi ólmur og uppvægur skreppa á útboðsskrif- stofuna. Lee klæddi hann í þykk skjólföt og fylgdi honum út fyrir hliðið. — „Ef þú finnur til nokk- urrar þreytu, þá skaltu bara setj- ast niður, hvar sem þú ert stadd- ur“, sagði Lee. „Já, það skal ég gera“, sagði Adam. — „Ég hef ekki fundið til neins svima í allan dag. Ég ætti kannske að koma við hjá Victori og biðja hann um að skoða augun í mér“. „Láttu það bíða til morguns. Þá skal ég koma með þér þangað". „Við sjáum nú til“, sagði Adam. Og svo gekk hann af stað og vings aði handleggjunum oflátungslega. Abra kom inn með tindr- andi augu og rautt nef vegna kuld ans úti og það fylgdi henni svo mikið fjör og gleði, að Lee varð allur að einu bi'osi, þegar hann sá hana. „Hvar eru terturnar?" spurði hún. — „Við skulum fela þær svo að Cal haldi að við höfum borðað þær allar“. Hún settist á einn eld- hússtólinn. — „Það er svo gaman að vera aftur komin hingað“. Lee ætlaði að segja eitthvað og hóstaði og ræskti sig, en svo fann hann, að hann varð að segja það, sem honum bjó í brjósti — segja skilmerkilega. Hann stað- næmdist fyrir framan hana: — „Það er ekki margt, sem ég hef óskað mér um ævina“, sagði hann. „Ég lærði það mjög snemma, að óska mér ekki neins. Óskir höfðu aðeins verðskulduð vonbrigði í för með sér“. „En nú óskarðu þér samt ein- hvers“, sagði Abra glaðlega. —■ „Hvað er það?“ „Hann svaraði án þess að gera sér það fyllilega ljóst: — „Ég vildi óska að þú værir dóttir mín“. Hann undraðist sína eigin dirfsku. Svo gekk hann yfir að eldavélinni og skrúfaði fyrir gasið undir te- katlinum. „Og ég vildi óska þess að þú værir pabbi minn“, sagði hún lág- um rómi. Hann leit snöggt til hennar: — „Segirðu satt?“ „Já, ég segi alveg eins og mér býr í brjósti“. „Og hvers vegna vildirðu það?" „Vegna þess að mér þykir svo vænt um þig“. Lee flýtti sér út úr eldhúsinu. Hann settist á stól inni í herberg- inu sínu og sat þar hreyfingar- laus, unz skjálftinn í líkama hans var liðinn hjá. Svo reis hann á fætur og tók lítið, útslcorið íben- viðarskrín, sem stóð á kommóð- unni. Á því var mynd af dreka, sem var að klifra upp til himins. Hann fór með skrínið niður í eld- húsið og lagði það á borðið, milli handanna á Öbru. — „Þetta átt þú að eiga“, sagði hann og rödd hans var róleg og eðlileg. Þegar Abra opnaði skrínið kom í ljós lítill, dökkgrænn jade-hnapp ur. Að ofan var hann skorinn út eins og hannshönd — töfrandi hægri hönd, með smáum, örlítið krepptum fingrum. Abra tók hnappinn upp úr skríninu og skoð- aði hann. Svo vætti hún hann með tungubroddinum, strauk hon- um létt eftir vörum sér og þrýsti köldum steininum að kinninni á sér. „Þetta var eini skartgiipurinn sem móðir mín átti“, sagði Lee hljóðlega. Abra reis úr sætinu, tók með báð um handleggjum utan um hálsinn á Lee og kyssti hann á kinnina og það var í fyrsta skipti á ævinni, „Old English” DRIBBITE (frb. drse-brset) Fljótandi gljávax — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — — Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið „Silicones", sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar Nýkomið Kven inniskór úr cevrov skinni, rauðir, grænir, bláir, með krómleður-sólum. Mjúkir og þægilegir inniskór. Laugaveg 11 Laugaveg 81. M A R K U S Eftir Ed Dodd HEV, THAT'S A FtNE-LOOKING CUB VOU HAVE THERE... WHERE'D VOU GET HUA / S VCHJ, TOO, JOE...1 ^ BROUGHT THOSE 30-30'S VOU WANTED/ MARK TRAIL, MV FRIEND... IT'S GOOD TO SEE VOU/ ] FELLA SHOT HIS MOTHER- I RAISED HIM ON A BOTTLE... AND I TAUGHT HIM LOTS O' TRICKS WITH BROWN SUGAR/ WHILE CHERRV INSTRUCTS MR. WATTERSON MILLS IN THE ART OF TROUT FISHING, MARK tS DELIVERING SOME 50-30 SHELLS TO HIS FRIEND INDIAN JOE 1) Meðan Sirrí er að kenna Ver- jHwndi silungsveiðar, leggur Merkúe upp í allianga ferð. 2) — Er þetta ekki Markús? Komdu nú sæll. — Saell vertu Jói. Ég er kom- inu með það sem þú baðst um. 3) — Þú átt fallegan húna þarna. Hvar náðirðu í hann. — Einhver veiðimaður skaut birnuna. Ég er búinn að ala hann longi upp á flöskumjólk. Ég er líka búínn að kenna honum ýms ar listir. I ajlltvarpiö Þrúðjudagur 12. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega: 18.30 Útvarpssaga barnanna: —. „Ævintýri úr Eyjum" eítir Nonna; VI. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand.mag.) 20,35 Erindi: Daglegt líf í Land- inu helga á Krists dögum; II. —■ (Hendrik Ottosson fréttamaður). 21,00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Stjómandi: Thor Johnson. Einleikari: JFtögnvaldur Sigui-jóns son (Hljóðr á tónleikum í Þjóð- leikhúsinu 28. maí s.l.). 21,30 Út- varpssagan: „Barbara" eftir Jörgen-Franz Jacobsen XX. (Jó- hannes úr Kötlum). 22,10 „Þriðju dagsþátturinn". — Jónas Jónas- soon og Haukur Morthens sjá um flutning hans. 23,10 Dagskrárlok. t Mið\ ikudagur 13. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson i.óms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: — Hallfreðar saga vandræðaskálds; III_ (Einar Ól. Sveinsson próf.). 20,55 Samlekur á fðlu og píanó: Kogan og Mitnik leika (plötur). 21,10 Leikrit Þjóðleikhússins (framhaldsleikrit): „íslandsklukk an“ eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikstjóri: Lárus álsPson. 22,10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.30 íslenzku dægurlögin: Nóvemberþáttur S. K. T. — Kvart ettinn Fjórir jafnfljótir leikur. —* Söngvarar: Sigurður Ólafsson og Skafti ólafsson. Þórir Sigurbjörtt* fcon kynnir. 23,10 Dagsk-rárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.