Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Guðmundur Þórhalisson, ráðftjafi Hugarfar stöðugleikans AÐILAR vinnumarkaðarins og ríkisvaldið undirbúa þessa dagana viðræður um kjarasamninga á al- mennum markaði. Formenn lands- og svæðasambanda ASI hafa ný- lega kynnt stjórnvöldum kröfugerð sína um aðgerðir ríkisvaldsins vegna komandi kjarasamninga. Jafnframt hefur mikill meirihluti félagsmanna í Kennarasambandi Islands og Hinu íslenska kennar- afélagi samþykkt viðamikla verk- fallsboðun. Við gerð kjarasamninga er að mörgu að hyggja fyrir viðsemjend- ur. Afar mikilvægt er að hafa lang- tímasjónarmið í huga þar sem skammvinn hækkun launa ræður ekki ferðinni ein og sér. Þýðingar- mikið er að skapa aðstæður sem tryggja almennar kjarabætur heildarinnar til frambúðar. Samn- ingsaðilar mega ekki missa fót- anna í einstökum þröngum þáttum Við gerð kjarasamninga er mikilvægt að hafa í huga sameiginlega stefnu verðmætasköp- unar, segir Jón Asbergsson. Það verður að skapa verð- mætin áður en farið er að skipta þeim. kjaraviðræðnanna heldur gera sér grein fýrir heildarmyndinni. Það er staðreynd að ísland hefur siglt í öldudal á undanförnum árum. Hvaða lærdóm má læra af mistök- um fyrri ára? Hvemig má lyfta þjóðarskútunni upp úr öldudalnum á nýjan leik? Hvernig er unnt að auka framleiðni íslenskra atvinnu- fyrirtækja svo þau megi standa undir aukinni velmegun, hærri launum og fleiri störfum? Þessum spumingum verða samningsaðilar að reyna að svara. Síðustu ár hafa verið ótvíræð batamerki á lofti. Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og hægan hagvöxt, hefur ríkt stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Verðbólgan hefur verið nánast engin, gengisskráning krónunnar stöðug og vextir hafa lækkað. Þessi stöðugleiki er mikil kjarabót fyrir alla, fjölskyldur jafnt sem fyrirtæki. Einn athyglisverðasti bati undanfarinna ára kemur fram í utanríkisverslun okkar íslendinga. í stað óhagstæðs vöruskiptajöfn- uðar á áram áður, er nú umtals- verður afgangur af vöraskiptum okkar við útlönd tvö ár í röð. Ut- flutningsverslun okkar hefur vera- lega sótt í sig veðrið og sem dæmi má nefna að útflutnings- verðmæti almenns iðnaðarvamings jókst um 15% að raunvirði milli áranna 1993-94. Fiskafurðir okkar hafa selst vel og í vax- andi mæli í verðmæt- ari sölueiningum en áður, sem þýðir að virðisaukinn hér heima er meiri. Minni fyrirtæki, sem selja háþróaða vöru, leita einnig í vaxandi mæli Jón Ásbergsson á erlenda markaði. Þessa þróun ber að standa vörð um og efla á allan máta, því hún er undirstaða velferðar á komandi árum. Bati og stöðugleiki í íslensku efnahagslífi stendur síður en svo á traustum grunni. Gott dæmi um hina já- kvæðu en brothættu þróun, eru gjaldeyris- tekjur landsmanna í fyrra af óvenjulega hagstæðri loðnuvertíð og umdeildum Smugu- veiðum. Það er ekki sjálfgefið að slíkir lottóvinningar falli okkur aftur í skaut á þessu ári. Það er því mikil- vægt að landsmenn standi vörð um hinn hæga en já- kvæða bata í íslensku efnahagslífi. Kollsteypur fyrri ára og áratuga, þar sem óstöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífi réð ríkjum, samfara einangran í verslun og viðskiptum, eru vonandi liðin tíð. Stöðugleikinn í efnahagslífi byggist fyrst og fremst á hugarfari stjórnvalda, atvinnurekenda og launþega. Það verður að skapa verðmætin áður en farið er að skipta þeim. Stjóm- völd og aðilar vinnumarkaðarins verða að taka höndum saman um að mynda sameiginlega stefnu verðmætasköpunar, sem hefur það að markmiði að auka hagsæld í landinu og styrkja atvinnustarfsem- ina. Aukin verðmæti leiða síðan aftur til hærri launa og fleiri starfa. Þetta ber fyrst og fremst að hafa í huga við gerð komandi kjara- samninga. Höfundur er frnmkvæmdnstjóri Útflutningsráðs íslands. —iHWwmmiwmmHim————————ii—i—Mi—ni T\ 'TTlí n „ Tekjubréf ergóöur kostur fyrir þá sem vilja fá tekjur reglulega. “ Hrefna Sigfinnsdóttir, ráögjafi „Það kostar ekkert að mnleysa spariskirteinin hjá okkur. “ Árni Oddur Þóröarson, ráögjafi I8ÍR§£' 1 „Með leið 1 og 2 gœtir þú átt von á gengishagnaði “ „Erþessi myndataka ekki að verða búin.“ blvar Guðjónsson, markaðsstjón „Lattu sja þig og við fmnum góða leið sem hentarþér. “ Elín Krístjánsdóttir, ráðgjafi GÓÐ i ai iqivi Á INNLAUSN Ráðgjafar Skandia benda á þrjár góðar lausnir við innlausn spariskírteina ríkissjóðs ávöxtun 8% 80% Ecu 20% Dollar Miðað við nafhávöxtun nú í viðkornandi myntum ávoxtiui 8,5% 50% Innl. 50% Ert Ef þú átt spariskírteini ríkissjóðs sem komin eru á innlausnartíma getur þú innleyst þau hjá Skandia án kostnaðar. Ráðgjafar Skandia benda á þrjár góðar lausnir tíl áframhaldandi ávöxtunar við innlausn. ■ NEMENDUR úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar selja mörg hundruð plötur sem skólinn gefur til styrktar Blackpoolförum skólans í Kolaportinu. í safninu era m.a. margar ónotaðar plötur svo sem um 20 stk. af salsa-plötum sem Heiðar keypti í New York en voru aldrei notaðar og nokkrar Victor Silvester-plötur sem einnig sluppu við notkun. I safninu era að sjálfsögðu plötur með öllu helstu dansplötum síðari ára svo sem Joe Loss, Edmundo Ross, Hugo Strauss, Bela Sander o.fl. Allar helstu diskóplötur era í safn- inu og einnig allar plötur The Beatles. M.v. nqfiiávaxtun mí í viðkomandi myntum og 3,5% verðbólgu. ávaxtun7J% Tekjubréf Raunávöxtun síðustu firiggja mánaða. Að auki býðurSkandia spariskírteini á skiptikjörum með 5,30% ávöxtun ogfjölda aimarra kosta. Hafðu samband við ráðgjafa Skandia og þeirfinna góða lausn jyrir þig. Skandia LÖGGILT VER0BRÉFAFYRIRTÆKI LAUGAVEQI 170 • SÍMI SB 13 700 imiimiiiiiin I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.