Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 1
Ur bæariífinu fyrir 95 árum: ÞEGAR BEITUSKRÍMAN HVARF 1 OG HÆTTA VARÐ VIÐ RÓÐUR « SAGA ÞESSI gerðist vorið 1857. Vetrarvertíð var lokið (11. maí) og vorvertíðin var að hefjast. Þá var róið héðan úr Reykjavík á fjögurra manna förum og réðu sig þá til róðra ýmsir menn, sem ekki höfðu stundað sjó á vetrarvertíð- inni. Þá átti heima á Bergi (þar sem nú er Grundarstígur 2) Zakarías Árnason rokkasmiður. Hann gerði út bát, og nágranni hans, Björn Bjarnason, gerði út annan bát, sem hann átti í félagi við Þorstein Bjarnason lögregluþjón í Brunn- húsum. Á það skip voru ráðnir þessa vorvertíð vinnumaður Björns er Pétur Ólafsson hét og var hann formaður, en hásetar voru þeir ^ Þorlákur sonur Péturs Skúlasonar í Holti og Jósep nokkur Halldórs- son. Fjórði maður var sonur Alexíus Árnasonar lögregluþjóns, líklega Sigurður, sem þá var 17 ára. Formaður á báti Zakaríasar var 23 ára gamall piltur, Friðrik Þor- kelsson. Hann var fæddur í Stekkj- arkoti í Reykjavík og hafði alist upp hér í bænum fram til tvítugs. Þá réðist hann vinnumaður til Er- lendar Þorsteinssonar bónda í Hamrahlíð í Mosfellssveit. Sá bær fór í eyði um 1890 og stóð hann uppi undir Úlfarsfelli, neðan við þjóðveginn ,sem nú liggur þar, nokkuð til austurs frá Korpúlfs- stöðum. Var Friðrik enn vinnu- maður þarna þótt hann hefði á hendi formennsku á báti í Reykja- vík. Hjá honum var ráðinn í skip- rúm Erlendur húsbóndi hans, og hafði hann aldrei komið á sjó áð- ur og þekkti ekkert er að sjó- mennsku laut. Annar háseti hét Guðmundur Gunnlaugsson og hafði hann verið vinnumaður hjá Biering, en losnaði úr vistinni 14. maí. Þriðji hásetinn hét Sigurður Diðriksson. Þessir bátar ætluðu í fyrsta róð- ur sinn hinn 15. maí, en dagana þar áður höfðu formennirnir notað til þess að ná sér í beitu. Var þá einkum beitt krækling, en hann var stundum sóttur upp í Hval- fjörð, en oft tekinn inni í sundum Pétur Ólafsson. eða úti í Örfirisey. Pétur Ólafs- son hafði skorið úr beitu handa sér, alt að því hálfa skeppu, og geymdi hann hina úrskornu beitu í skrínu undir báti sínum, sem hvolfdi niður í fjöru. Var það venja að geyma úrskorna beitu þannig, að minnsti kosti nóttina áður en róið var. Annars geymdu menn krækling á grandanum út í Örfirisey. Höfðu menn gert þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.