Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 12
r 104 . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Samræmd Framh. af bls. 99. * ast. Eina leiðin til að bjarga rit- hætti þeirra hefur reynst vera sú að fella þau undir einhverja ein- falda reglu, sem allir gátu lært og þurftu ekki að kveinka sér und- an. Enska er undantekning, en þar er líka stafsetningarkunnátta al- mennings óviðunandi og okkur eigi fyrirmynd. Vandamálið að kenna y eins og næst þykir komist fornmáli tók all- an þann tíma, sem kennarar máttu af sjá til þess á fyrri helmingi 20. aldar. Með lenging skólaskyldunn- ar síðustu ár hafa fleiri tímar unníst til stafsetningarkennslu. En sé hér um bil öllum vexti íslensku- n&ms í stafsetning varið, líkt og í botnlausa hít, verður lenging skólaskyldunnar einhver strang- asta röksemdin um nauðsyn ein- faldari stafsetningar. Aukið ís- ltínskunám verður að temja nem- endur við skilning og beiting máls á æðra stigi en stafsetningarinnar 1 einnar. t „Þetta er kennurunum að kenna,“ segja einhverjir, „þeir eru ■' verri en í gamla daga.“ — Það er . þá best ég vitni ekki nema í gaml- ! an og viðurkenndan kennara um vandræðin með y. Fyrir 63 árum hélt Björn M. Ól- sen fyrirlestur sinn í hinu íslenska kennarafélagi um stafsetning. f Sjónarmið hans var stórt og djarf- ^ legt, að fella óvininn einfaldlega i burt úr ritmálinu. Hann hefði einn- ? ig verið fús til málamiðlunar, að viðhalda þeim yfsilonum, sem auð- ? lærð þættu, ef íramkvæmdaörðug- ? leikar hennar hefðu ekki verið 1 mun meiri þá en nú. Hann kvaðst l vilja stafjsetja nær framburði en var og bætti við: „Aftur á móti ^ mega þau atriði stafsetnino31. stafsetning haldast óbreytt, sem ekki valda neinum sérlegum erfðileikum .... þó að þau séu ekki í samræmi við framburðinn." Þessi afneitun hans á framburð- arstafsetningu, um leið og hann barðist gegn yfsilonum, er eitthvert fyrsta sporið, sem íslendingur steig til að leysa myndræmi ritmáls úr ánauð og stagli þeirra sérfróðu. Hann gerði það ekki síður fyrir það, að hann var einn hinna sér- fróðu. Meðal röksemda BMÓ. fyrir af- námi y skal hér aðeins rekja þær, sem hann fékk úr skólastílum. Til grundvallar í talning lagði hann 200 inntökuprófsstíla með 1008 ritvillum, þar sem y-villur námu 20.2%, og aðra 200 stíla við stúdentspróf eða úr 5.—6. bekk Lærða skólans. Villur hinna síðar- nefndu voru um 300, en 27.7% þeirra voru y-villur. Auðséð var, að þrátt fyrir 6 ára nám hjá kennurum, sem við get- um ekki sakað um hirðuleysi í stafsetning, hafði y-villum fækkað tiltölulega minna en nokkrum öðr- um hjá stúdentaefnum. BMÓ. dró þá ályktun, að fyrir stúdenta, hvað þá aðra, væri y-námið of grautar- legt minnisnám til að borga sig, árangur auk þess svona götóttur og þjóðinni yrði einhvern tíma of- urefli að dragnast með þennan dauða staf. Auk þessa kom svo fræðilegi vafinn um sum y. Hví fresta breyting, sem fram hlyti að ganga á endanum? Þeirri spurn- ing og ögrun hefur ekki verið svar- að enn, málinu skotið á 63 ára frest. Nú vil ég taka undir röksemdir* hans að því viðbættu, að y vil ég alls ekki missa úr íslensku, heldur láta a. m. k. þau y „haldast óbreytt, sem ekki valda neinum sérlegum erfiðleikum .... þó að þau séu ekki í samræmi við framburðinn.“ Ummæli hans, innan tilvitnunar- merkjanna, eiga að vera okkur leið- arljós til að varðveita y að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt þykir að reglubinda það á auðskil- inn hátt auk venjubundins y í fleiri algengum orðum. '—•« * Hvers vegna má y ekki fara? Það gerir sambandið við forn- mál og siðskiptaaldarmál. Oímikil svipbreyting ritmáls getur reynst háskaleg, þótt dálítil svipbreyting sé meinlaus. Enginn þarf að halda, að y fremur en önnur fornmáls- einkenni hafi haldist óskert, þótt síðustu kynslóðir hafi leitað þess fornleiks, sem 16.—18. öld höfðu týnt. Og burtfelling nokkurs af fornleiknum nú gerir aðeins stigs- mun, engan eðlismun sjö alda þró- unar. Látum svið yfsilons þrengj- ast enn. Tryggjum því betur til- veru þeirra leifa þess, sem lífvænt eiga. Tökum dæmi hugmyndatengsla, sem eru ekki óháð stafsetningu. Nokkur mannanöfn eru leidd af goðaheitum með y: Freydís, Hjálm- týr o. s. frv. Þeim er eiginlega ekki hægt að breyta, því að stofni goðs- nafna verður ekki hnikað. Með sjónmynd nafns fylgir meir en hálft inntak þess og blærinn, sem fáir vilja glata. Þá er og auðveld- ast að halda áfram að skrifa: búsfreyja (eða húsfreya), Freys- gyðlingar, týsfjóla, týliraustur. Hugmyndatengsl og verðmæt erfða venja styrkja þá skoðun, sem mér finnst óhrekjandi, að þorri fornra og fornstílaðra mannánafna sé yfir y-breytingarnar hafinn: Brynhild- ur, Brynjólfur, Dýrleif, Eyjólfur (eða Eyólfur),- Eysteinn, Eyvind- ur, Eyvör, Freysteinn, Gyða, Lauíey, Signý, Sigtryggur, Styrm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.