Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 13
f 105 ff LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • ir, Tryggvi, Þórgnýr og öll þau nöfn, sem af þeim nafnliðum eru gerð. í framhaldi af þessu er ’eðlilegt að mælast til þess, að y haldist í . orðunum ey, brynja, gnýr, 'gyðja, Gyðingur, dýr, nýr og tryggur. En vilji einhver t. d. vérnda ritháttinn afstyrmi með líkingunni við. Styrmi, vir'ðist óshýlt að sinna r þeirri ,kröfu," me’rkingaténgsl eng- r • j orðin: fyrir, fyrr, fyrra, fyrstur, í öðru lagi systir og systkin. Við- tengingarhættirnir yrði og skyldi reyndust með altíðustu orðum, en • þar næst sagnir eins og þykja, flytja, heyra, týna, þreýta,- reýna, spyrja, sýna, synda, þú býst við,. hleypur og orðin yfir, mynd, byggð, “ kýr, nýr, dýrin. ■ * 4 * * é— 4 • Sams .konar talning á máli full- in, hæpið um nokkúíri skyldleik. . í lengra framhaldi renna raðir af y-orðum fyrir auga manns: Ey rímar við Frey. Dýr við' dýr (no. ; og lo.), nýr, gnýr, kýr, býr, brýr, flýr, knýr, snýr, lýr. Hljóðorð af so. eins og bylja — buldi eru bylur, glymur, rymur, ymur, þrymur, stynur, dynur, drynur. En trygg- ur hefur í fylgd með sér‘t. d. bygg, byggja byggð, bryggja, dyggur, glyggur, hyggja,’ hyggrii, hryggja hryggð, hryggur (no. og lo.), skyggja, skyggnast, skyggni, skyggndur, styggja, styggð, stygg- ur, tryggja, tryggð, trygging, tyggja, — fyrir utan fátíð orð og Samsetningar ótaL Myndræmi þessara orðhópa er svo öflugt, að lítil fyrirhöfn er að kenna þar y um alla framtíð. Þann- ig mætti benda á fleiri hópa orða og sýna fram á það, sem flestir kennarar hafa reynt, að haganleg meðferð á y-orðum í samstæðum, sem eru raunar þurr upptalning, er árangursrík í námi. Algengust orð eða orðafjölskyld- ur með y þarf að telja, áður en fullnaðarrökum verði beitt um varðveisluúrval á slíkum grund- velli. Hér skal til bráðabirgða vísað í niðurstöður Ársæls Sigurðssonar kennara, birtar í Menntamálum 1940. í 990 tíðustu orðunum í barna- skólastílum og öðru lesmáli barna- skólaaldursins fann hann 28 orð með y, þar af fáein í fleiri en einni beygingarmynd. Skyld voru þar orðinna mundi ;sýna mikla tíðni t helstu kennimynda af sterkum sögnum -og nokkrum veikum, þar sem y skíptist á við óhljóðverptar myndir. orðsins, t. d. mér finnst, fyndist, ef þið ynnuð, vinn ég, kaupa, — keypti, knýja — knúði, lýjast — lúðist, enn fremur öll þau lýsingarorð, sem haga sér eins: ungur — yngri, þungur — þyngri, (suður) syðri — syðstur, eystri — austastur o. s., frv. Mjög mikjð af þeiin náfnorðum, serh háfa i-hljóð- , varpið y í sumum, en ekki öllum beygingarmyndum, verður að telj- ast algengt eða sæmilega algengt. Bæði vegna tíðni og samlagðra málfræðiröksemda annara virðist y-regla þeirra eiga að standa fyrst og fremst af öllum y-reglum: Tillögur um verðveizlu yfsilons verða í aðalatriðum þessar: 1. Rita skal ey, y eða ý eftir forn- venju í orðum, er eiga í beyg- ing sinni sérhljóða, sem ey, y, ý gátu myndast úr. Annars rit- ist ei, i, í, nema orðstofn falli undir 2.—3. reglu. 2. Rita skal Ey- og Frey- eftir fornvenju í öllum nöfnum og orðum með samhljóða stofni, en y og ý að fornvenju allra goða- og mannanafna og orða, sem eru samhljóða við þau að stofni: bryn-, dýr-, gyð-, lýð-, -ný, styr, trygg- og tý-. Af því þykir leiða í riti: brynja, dýr (no. og lo.), fjölgyði, Gyð- ingur, lýðræði, ný, nýr, nýung, styrjöld, tryggð, týsfjóla, tý- hraustur o. s. frv. 3. Rita skal y eftir fornvenju, eða ý eftir framburði, í þeim hóp- um orða, sem nú skúlu taldir: sömúleiðis í samsetningum þeirra: a) nafnorðum sem tákna að ein- hverju leyti hljóð og eru sam- stofna við so., sem beygjast eins og .b-ylja: bylur, Dynjandi, dyn- ur, drynur,,Glymur, glymjandi, gnýr (sbr., Þórgnýr), , rymur, stynur, ymur, Þrymur, þys. b) nafnorðum og sögnum, sem leidd eru af þeim íýsingárorð- um, er fá y, ý í miðstigi: dýpri, grynnri, styttri, yngri, þyngri, þynnri, . c) orðum, sem hafa samstöfuna -ygg í stofni, d) • örfáum orðum,. þar setn forðast þarf, að saman falli orð- myndir, .-.. e) erlendum landfræðiheitum og fáeinum þeim tökuorðum (upp talin), sem torkennileg yrðu án y. Ef y-reglur væri ákveðnar á þennan hátt, yrði framkvæmd þeirra í einstökum atriðum að fara eftir löggiltri stafsetningarorða- bók, sem gerð væri með eftirlits- og íhlutunarvaldi fremur fjöl- mennrar nefndar, en annars unnin af fræðimönnum. : < - - Þessar tillögur legg ég fram sem umræðugrundvöll og vil ekki láta rasa um ráð fram að löggilding þeirra og fullnaðarorðalagi. Með þessari aðferð tel ég haldast nægi- legt samhengi við fornan og ný- legan svip málsins, einnig varð- veitist hugmynd, sem y veítir um orðaskyldleik innan tungunnar og stundum viðNorðurlandamál.Þetta væri okkur nóg. Og einhverjum yrði léttir að losna við 500—800 orð með y úr stafsetningarnáminu. Meira.--,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.