Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 16
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ustu og tryggð við átthaga og félaga. Þeir voru hjálparhellan í öllum þrek- raunum, styrka stoðin, sem aldrei geig- aði. Eins og ég gat um í upphafi þessa greinarkorns, sá aldrei þreytu á hest- um mannsins míns. Þegar þeir komu heim úr erfiðum vetrarferðum, léku þeir sér niður túnið í áttir.a til hússins síns, þar sem þeirra beið ilmandi kjarngresi og þurrt hvílurúm. Og þegar að kvöldi leið og þeir urðu að ljúka skuldinni, sem allir verða að gjalda, var þarflaust að brjóta bein þeirra til mergjar. Mergholið var þéttur, sterkur beinvefur. Nú, í vanmætti hárrar elli, er það mesta gleði bónda míns að tala um hestana sína, horfa á myndir af þeim og rifja upp atvik úr lífi sínu og þeirra. Og einatt endar hann tal sitt með þess- um dapurlegu orðum: „Aldrei framar fæ ég að sjá hestana mína.“ En ég er á annarri skoðun. GuSrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum. ^ ^ Illhveli í Hafnarfirði. Mánudaginn 12. nóvember 1888 vildi það t’.l úti á Leirnum í Hafnarfirði, skammt fyrir utan skipaleguna, að hvalur grandaði báti. Tveir menn voru á bátnum, og sagði formaðurinn svo frá síðan, að hann sá allt í einu eins og einhvern svartan skúta yfir sér, og í sama vetfangi var hann kominn í sjóinn, því báturinn fór fyrst í kaf og kom svo upp aftur. Allt þetta var í einu vetfangi. Farviður allur fór út um allan sjó. Mennirnir náðu síðan í bátinn, sem maraði í kafi, og þaðan var þeim bjargað eftir svo sem tíu minútur frá því að hvalurinn kom. Var svo farið í land með þá. En allt kvöldið sáu menn, sem voru á sjó þar nálægt, hval vera að koma upp í kring um bátinn, sem lá kyr við stjórann, en sást bara á stafnana. Daginn eftir var báturinn sóttur. Var hann þá mik- ið til klofinn frá stefninu að aftan, fyrsta umfar klofið að aftan fram fyrir miðju, keipstokkur brotinn öðrum meg in og mest af farviðnum missti eig- VETRARFEGURÐ — Það þarf ekki mikinn snjó til þess að gera Reykvíking- um gramt í geði, því að þá verða allar götur illfærar vegna hálku. Snjórinn treðst óðar niður í hjarn og verður brátt að klaka, margir fá byltur og sum- ir slasast. Er því eðlilegt að vegfarendum sé illa við snjóinn. Fæstir taka eftir þeirri fegurð og þeim draumkenda svip, sem nýfallin mjöll setur á lands- lagið. Væri menn ekki altaf að horfa niður fyrir fætur sér til þess að varast hálkuna, mundu menn víða sjá ótrúlega fegurð. Tökum til dæmis þann svip bæarins, sem sést hér á myndinni. Hann gefur ekki eftir sumarsvipnum um fegurð. Myndin er tekin í miðbænum. — (Ljósm. Ól. K. Magn.) '— n andinn. Fjöldi báta var á Leirnum og mikil stórfiskagengd, en engum varð það að baga nema þessum eina. Gróði Dana á fslandsverzlun. Árið 1883 fengu dönsk skip 163.000 krónur fyrir að flytja saltfisk frá ís- landi til Spánar. Danskir kaupmenn og umboðsmenn þeirra sem seldu vör- ur til íslands, græddu þá kr. 1.500.000 á þeirri verzlun, en vinnulaun í Kaup- mannahöfn við þær vörur nam 360.000 krónum. Farmgjöld með dönskum skipum til íslands námu um 900.000 krónum. Samtals nemur þetta hart- nær 3 milljónum króna. Upplýsingar þessar eru frá Oscar B. Muus, syni Muus þess, er þá verzlaði mikið við íslendinga, svo að hér er varla of í lagt. Fyrir 100 árum voru hér í Reykjavík 114 skattgreið- endur, og greiddu þeir í atvinnuskatt samtals kr. 2500.00, en 500 kr. í eigna- skatt. Smith konsúll var þá hæsti gjald- andi með 240 kr. skatt af 9649 kr. hreinum árstekjum (tekjur hans alls áætlaðar kr. 25.000). Tekjur Fischer- verzlunar voru áætlaðar alls að frá- dregnum kostnaði, kr. 33.000, en hann kærði niðurjöfnunina fyrir yfirskatta- nefnd og kom með skjöl og skilriki, er áttu að sýna, að hreinar tekjur hans af verzluninni hefði ekki verið nema 1100 kr. þetta ár, og ætti hann eftir því að greiða eina krónu í tekjuskatt, í stað 175 kr. er honum hafði verið ætiað að greiða. Yfirskattanefndin hélt þó að þetta væri of lítið, tók rögg á sig og setti tekjurnar upp í kr. 1619,34 — hvorki meira né minna. Skattur af því var 6 krónur og þar við sat, því að yfirskattanefndin var hæstiréttur í því máli. Sama ár var Fischer gert að greiða 1500 kr. tekjuskatt í Kaup- mannahöfn, og í skattskrá Kaup- mannahafnar voru tekjur hans taldar 40.000 kr. — en aðaltekjur hans voru af verzluninni í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.