Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1952, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 94 f kvíar, til að geyma hann í, og var í það talið jafngilda innbrotsþjófn- 1 aði, ef einhver fór í slíka kví að í stela krækling. Friðrik hafði gert félag við Jón ! Þórðarson i Steinsholti um beitu- : öflun. Höfðu þeir skorið úr beitu í félagi hinn 13. maí, en til þess ' að vera viss um að hafa næga beitu, | hafði Friðrik skorið nokkuð úr f daginn eftir og hjálpuðu þeir hon- J um til þess Zakarías og Erlendur. f Settu þeir hina úrskornu beitu í f skrínu bátsins, en það var ekki r nema lítið, eða svo sem á 250 öngla, 1 eða einn streng. Höfðu sumir svo ' marga öngla á streng, en aðrir ekki 1 nema um 200 eða færri. Um þessar mundir voru margir lendingarstaðir í Reykjavík, allt innan frá Fúlutjörn og vestur að Eiðsgranda og höfðu ákveðmr menn uppsátur í hverjum stað. Á milli lækjarins og Grófarinnar voru tvö uppsátur, annað þar sem nú er Tryggvagata niður af veið- arfæraverzlun Ellingsens, cn hitt fram af þar sem hús Mjólkurfé- lagsins er. Var hvort tveggja kall- að í sandi og um þá báta cr þaðan reru að þeir „reri úr sandinum“. í vestari lendingunni höfðu þeir Melshúsamenn og Iíólakotsmenn uppsátur, en í eystri lendingunni bændur úr Þinghoitum, og þar voru bátar þeirra Péturs og Frið- f riks. f Nú er að segja frá því, að er f þeir Friðrik höfðu lokið að skera { úr þarna í sandinum hinn 14. maí, ' fór Friðrik heim til Jóns Þórðar- sonar í Stcinsholti til þess að sækja ' sinn hluta af beitu þefrri, er þeir J áttu í félági, því að beitan var í | vörslum Jóns. En er Friðrik kom f var Jón ekki viðlátinn að íara með f honum, en trúði honum ekki til f þess að skifta beitunni réttilega, ef f hann væri einn um þau skifti. ^E'agði han» Friðrik því rangt t;l um það hvar beitan væri geymd. hvað hana vera í norðurportinu hjá húsi Þorsteins Jónssonar kaup- manns, en sannleikurinn var sá, að beitan var geymd undir báti Jóns niðri í sandi. Friðrik fór nú eftir tilvísan Jóns niður í port Þorsteins Jónssonar en greip þar í tómt. Hann var tals- vert ölvaður og sárnaði honum þetta mjög. Fór hann svo heim og sagði Zakaríasi sínar farir ekki sléttar og bjóst þá Zakarías við því að ekkert yrði úr róðri morg- uninn eftir, því að enda þótt hann hefði aflað dálítið af hrognkelsum þá um daginn og látið Friðrik fá ræksnin til beitu, þá vissi hann að beitan mundi samt ónóg. En Frið- rik var kappsfullur, eins og vant er um áhugamenn á hans reki og mátti ekki til þess hugsa að sitja í landi næsta dag. Hann lagði því á stað aftur til þess að Leita að beitunni, sem þeir Jón Þórðarson áttu í félagi og fór Erlendur hús- bóndi hans með honum. Er svo að sjá sem Friðrik hafi búist við því að beitan væri falin einhvers stað- ar í fjöruntii fram af kvosinni, því að þangað lögðu þeir nú letó sína. Gengu þeir þar á milli báta í sandinum. Þá kom Erlendur auga á beituskrínu undir báti, sem var á hvolfi. Benti hann Friðrik á þetta og á sama augnabliki hv'arflaði það að Friðrik að réttast væri að taka þessa beitu. Segir hann því við Erlend að þarna sé þá beitan sín komin. Þrífur hann svo beituskrínuna, fer með hana að sínum báti og liellir öllum hin- um úrskorna krækling í beitu- skrínu sína. Að því loknu þeytti hann tómu skrínunni út ú sjó. Er- lendur spurði hví hann fleygði skrínunni, en Friðrik gaf lítið út á það annað en að hún hefði gott af því að liggja í bleyti. Því trúði Eriendur tæplega, en belt Friff- rik hefði gert þetta vegna þess að hann var ölvaður. En Friðrik gerði þetta af ásettu ráði, svo að skrín- an fyndist ekki. Ekki fékkst Er- lendur svo meira um þetta og ekki grunaði hann að Friðrik hefði þarna tekið beitu frá öðrum manm. Nú fóru þeir heim, en klukkan rúmlega tvö um nóttina eru þeir komnir níður í fjöru tilbúnir að róa. Zakarías fylgdi þeim til skips og bar línuna, sem bátnum átti að fylgja. Hann grunaði heldur ekki neitt. Þóttist hann viss um að Frið- rik hefði fundið beitu sína kvöldið áður, úr því að hann ætlaði að róa. Þegar þeir komu niður í sand- inn voru hásetarnir tveir þar fyrir. Var þá ýtt og haldið til hafs. Það er af Pétri Ólafssyni að segja að hann kom með háseta sína niður í sand skömmu eftir að þeir Friðrik voru rónir. Hnykti honum þá við er hann sá að beituskrínan var horfin. Grunaði hann Friðrik þegar um að hafa tekið hana, því að enginn haíði róið þarna úr sand- inum um morguninn nema hann, og eitthvað var Pétri kunnugt um vandræði P’rjðtiks kvöldinu áður út af beituleysi. En þar sem beit- an var nu farin, var ekki i/m ann- að að gera fyrir Pétur en sitja í landi. Fór hann svo og tilkynnti húsbónda sínum, Birni Bjarnasyni, hvernig komið var, en Björn fór á fund bæaríógeta og kæröi hvarfið og kvað Friðrfk mundu valdan að því. Þá var Vilhjálmur Finsen bæjar- fógpti hér .Hann var mjög röggj samt yfirvald og hann ákvað að yfirheyra Friðrik og háseta hans urulir eins og þeir kæmu að landi. Veður var gott þennan dag og höfðu margir bátar róið, því að mikill áhugi var í mönnum að nota vel vorvertíöina. Veturinn hafði verið með harðara móti fra nýári,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.